Fréttablaðið - 23.04.2011, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 23.04.2011, Blaðsíða 2
23. apríl 2011 LAUGARDAGUR2 LÍF OG FJÖR Mikil fjöldi er saman- kominn á Aldrei fór ég suður. Helgi Björns tróð upp við góðan orðstír á fimmtudeginum. MYND/GÚSTI.IS LÖGREGLUMÁL „Ég veit að bærinn er stútfullur af fólki, það koma að minnsta kosti þúsund manns með Flugfélaginu,“ segir Jón Þór Þorleifsson, rokkstjóri Aldrei fór ég suður – rokkhátíðar alþýð- unnar á Ísafirði. Þetta er í átt- unda sinn sem hátíðin er haldin. Hátíðin sjálf hófst í gærkvöldi en í fyrrakvöld hófst upphitunin. Að sögn lögreglunnar á Ísafirði má gera ráð fyrir að íbúafjöldinn í bænum hafi tvöfaldast, um fjög- ur þúsund manns komi yfir hátíð- irnar. Einn gisti fangageymslur vegna ölvunarláta en lítið var um læti þrátt fyrir mikinn mann- fjölda. - kh Fjör á Aldrei fór ég suður: Talið að íbúa- fjöldi tvöfaldist STJÓRNMÁL Ólafur Ragnar Gríms- son, forseti Íslands, hefur staðfest ný heildarlög um fjölmiðla. Alþingi afgreiddi þau með 30 atkvæðum gegn 15. apríl og fékk forsetinn þau þá til staðfestingar. Staðfesting forsetans var til- kynnt í stjórnartíðindum fimm dögum síðar, 20. apríl. Undirskriftasöfnun var hafin þar sem forsetinn var hvattur til að synja fjölmiðlalögunum stað- festingar, líkt og hann gerði með umdeildan forvera þeirra árið 2004. Um fjögur þúsund manns höfðu lagt nafn sitt við söfnunina, sem nokkur fjölmiðlafyrirtæki stóðu meðal annars fyrir. Nýju lögin hafa mælst misvel fyrir, og hlaut frumvarpið nokkra gagnrýni í umsögnum. Blaða- mannafélag Íslands hefur til dæmis bent á að lögin geti verið íþyngjandi fyrir starfsemi fjölmiðla. Helsta nýmælið í lögunum er stofnun fjölmiðlanefndar, sem hefur það hlutverk að fylgjast með íslenskum fjölmiðlum og efni þeirra. Hún hefur jafnframt nokkr- ar valdheimildir, getur gert húsleit- ir vegna gruns um brot á lögunum og krafið fjölmiðla um gögn. - sh Um fjögur þúsund manns skrifuðu undir áskorun um þjóðaratkvæðagreiðslu: Forseti staðfesti fjölmiðlalögin FORSETINN ÁKVEÐINN Ólafur Ragnar Grímsson skrifaði undir lögin fyrr í vikunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓLK Sænskur maður, John Kullvik, bað kærustu sinnar, Elinar Hedl- und, í köfun í Silfru á Þingvöllum í gær. Parið er í fríi hér á landi og dvelur nú í Reykjavík. Héðinn Ólafsson er eigandi köf- unarskólans Kafarinn.is og var með parinu á Þingvöllum ásamt nafna sínum Héðni Þorkelssyni sem kaf- aði með parinu. „Hann sagði okkur áður en farið var í seinni köfunina þeirra að hann ætlaði að gera þetta,“ segir Héðinn. „Við vorum með myndavélina og hann vildi láta taka myndir af þessu. Við vissum þetta samt ekkert fyrr en þá. Þetta er nú í fyrsta skipti sem við lendum í því að einhver beri upp bónorð þarna niðri.“ Héðinn og félagar fara reglulega með ferðamenn í köfunarferðir. Héðinn segir að fólk láti sér detta ýmislegt í hug til að gera neðan- sjávar. Hann viti þó ekki til þess að bónorð hafi áður verið borið upp við þessar aðstæður á Íslandi. Bónorðið var óhefðbundið að því leyti að hvorki er hægt að tala né setja upp hringa neðansjávar. John bað Elinar því með því að skrifa bónorðið niður á spjald. Hann spurði Elinu einfaldlega hvort hún vildi giftast sér. Elín svaraði ját- andi á spjaldið. Trúlofunin var svo innsigluð með kossi þegar köfun- inni lauk. „Þau voru hæstánægð með þetta allt saman,“ segir Héðinn kafari. thorunn@frettabladid.is Bað kærustunnar á bólakafi í Silfru Svíinn John Kullvik bað kærustunnar Elinar Hedlund í köfunarleiðangri í Silfru í gær. Bónorðið var skrifað á spjald og svarið var játandi. Líklega fyrsta neðansjávarbónorðið á Íslandi, segir kafarinn sem skipulagði ferðina. BÓNORÐIÐ RITAÐ John skrifaði bón sína á spjald sem hann hafði með sér. Hér sýnir hann kærustunni það sem þar stóð. MYND/HÉÐINN ÞORKELSSON MEÐ SPJALDIÐ GÓÐA John og Elin með spjaldið góða að lokinni köfuninni í Silfru. MYND/HÉÐINN ÞORKELSSON Konan sem lést í umferðar- slysinu á móts við bæinn Jörfa í Víðidal í Húnaþingi vestra að kvöldi þriðjudagsins 19. apríl, hét Steinunn Guðmundsdóttir. Hún var búsett að Jörfa. Steinunn var fædd 20. júlí 1942. Steinunn lætur eftir sig eiginmann og þrjá uppkomna syni. Lést í bílslysi SÝRLAND Að minnsta kosti sextíu manns voru drepnir í mótmælum í Sýrlandi í gær. Mótmælendur segja að dagur- inn hafi verið sá blóðugasti hing- að til í fimm vikna mótmælum gegn forsetanum í landinu. Að minnsta kosti 220 hafa látist í mótmælunum undanfarnar vikur, að sögn Amnesty International. Mótmælendur komu saman eftir föstudagsbænir og skutu öryggissveitir á þá. Ríkisfréttastofan sagði aðeins að notað hefði verið táragas og vatn til þess að brjóta mótmælin á bak aftur. Mannfallið varð í höfuðborg- inni Damaskus, í borginni Homs og bænum Ezra. Tugir þúsunda mótmælenda mótmæltu um land- ið allt í gær. Í sameiginlegri yfirlýsingu frá aðgerðarsinnum sem skipulagt hafa mótmælin var þess kraf- ist að komið yrði á lýðræðislegu stjórnmálakerfi í landinu. Aðeins degi fyrr hafði neyðar- lögum verið aflétt í landinu. - þeb Skotið var á mótmælendur eftir föstudagsbænir víðs vegar um landið: Blóðugasti dagurinn í Sýrlandi MÓTMÆLT EFTIR BÆNIR Mótmælendur komu saman í borginni Banías í gær. Þar skutu öryggissveitir á mótmælendur og særðu að minnsta kosti tíu manns. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FRAKKLAND Franska óeirðalögregl- an er ósátt við áform um að banna þeim að drekka áfengi með hádeg- ismatnum. Innanríkisráðuneytið áformar þessar breytingar eftir að embættismenn reiddust við að sjá óeirðalögreglumenn drekka bjór á meðan þeir höfðu eftirlit með mótmælum í fyrra. Yfirmenn í óeirðalögreglunni hafa skrifað innanríkisráðherr- anum bréf þar sem þeir verja rétt lögreglumanna til þess að fá sér vínglas eða bjór með mat eins og aðrir Frakkar geri í vinnunni. - þeb Óeirðalögregla í Frakklandi: Vilja fá að drekka áfram Kemur næst út á þriðjudag Fréttablaðið kemur næst út á þriðju- dag. Afgreiðsla blaðsins er lokuð þar til á þriðjudagsmorgun. Þjónustuver 365 er opið frá 10 til 22 alla daga nema páskadag, en þá er opið frá 10 til 16. FRÉTTABLAÐIÐ STJÓRNMÁL Það er Jóhönnu Sig- urðardóttur forsætisráðherra algerlega að meinalausu að falla frá breytingu á upplýsinga- lögum þess efnis að 110 ára leynd geti ríkt yfir skjölum. Þetta segir hún í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. Jóhanna segir að málið sé stormur í vatnsglasi. Þjóð- skjalavörður myndi ekki vera einráður um að ákveða að skjöl yrðu leynileg í 110 ár, mögulegt væri að kæra til úrskurðarnefnd- ar um upplýsingamál og bera undir dómstóla. Tryggt ætti að vera að 110 ára leynd yrði ekki nema í algjörum undantekningar- tilvikum. - þeb / sjá síðu 12 110 ára leynd yfir skjölum: Gæti fallið frá breytingum JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR Minni grásleppuveiði Grásleppuvertíðin hefur til þessa skilað um 3.900 tunnum af hrognum en um 5.300 tunnur voru komnar á land á sama tíma í fyrra, að því er Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Lands- sambands smábátaeigenda, sagði í samtali við nýjustu Fiskifréttir sem koma út í dag. Hér er um 26% sam- drátt að ræða milli ára. SJÁVARÚTVEGUR Hannes, ertu með vonda matarlist? „Nei, ég er með mjög góða list en er óglatt þessa dagana.“ Styr hefur staðið um sýningu í Nýlista- safninu, þar sem meðal annars mátti sjá eintak af bókinni Flora Islandica eftir Eggert Pétursson, útataða í matarleifum. Hannes Lárusson er sýningarstjóri. SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.