Fréttablaðið - 23.04.2011, Page 12

Fréttablaðið - 23.04.2011, Page 12
12 23. apríl 2011 LAUGARDAGUR Þegar ný ríkisstjórn tók við völd-um 1. febrúar 2009 einsetti hún sér að auka aðgengi almennings að upplýsingum í stjórnsýslunni. Gagnsæ vinnubrögð eru enda besta leiðin til að endurreisa það traust til stjórnvalda sem hrundi ásamt bönkunum. Sjálf beitti ég mér fyrir því að svigrúm gild- andi upplýsingalaga yrði nýtt til hins ítrasta, t.d. veitti forsætis- ráðuneytið fjölmiðlum aðgang að gögnum um einkavæðingu bank- anna, sem þráfaldlega hafði verið synjað um aðgang að í tíð fyrri ríkisstjórna. Jafnramt fól ég nefnd sérfræðinga að endurskoða upp- lýsingalögin með það fyrir augum að auka upplýsingarétt almenn- ings. Sérfræðinganefndin, undir forystu Trausta Fannars Valsson- ar fór yfir reynsluna af núgildandi upplýsingalögum, átti samráð við fjölda hagsmunaaðila, kynnti sér löggjöf í nágrannaríkjum og lagði fram frumvarpsdrög að nýjum upp- lýsingalögum haustið 2010. Barst fjöldi athugasemda sem tekið var tillit til áður en frumvarpið var afgreitt í ríkisstjórn. Ríkisfyrirtæki upplýsingaskyld Helstu nýjungar í frumvarpinu eru þessar: a) Gildissvið laganna er víkkað út þannig að þau ná til fyrirtækja sem eru í eigu hins opinbera að 75% hluta eða meira. Verði frumvarpið að lögum munu orkufyrirtæki eins og Landsvirkj- un og Orkuveita Reykjavíkur því þurfa að veita almenningi aðgang að gögnum í sínum fórum. b) Kröf- ur um framsetningu upplýsinga- beiðna eru einfaldaðar með það að markmiði að auðvelda almenn- ingi að óska upplýsinga. c) Gert er ráð fyrir því að heimilt sé að veita aðgang að gögnum í rannsóknar- skyni með ákveðnum skilmálum enda þótt gögnin séu undanþegin upplýsingarétti. Bylting í rafrænu aðgengi d) Forsætisráðherra er falið með reglugerð að mæla fyrir um birt- ingu ganga og upplýsinga stjórn- valda á vefsíðum þeirra. Þar með er lagður grunnur að því að stjórn- völd birti málaskrár sínar á vefsíð- um sínum sem mun valda byltingu í aðgengi að upplýsingum. e) Gerð er sú krafa að þó fyrir hendi sé heim- ild til handa stjórnvaldi að synja um aðgang að gögnum skuli stjórnvald- ið taka afstöðu til þess hvort veita eigi aðgang í ríkari mæli en skylt er. f) Undantekningarákvæði um vinnuskjöl eru umorðuð til þess að endurspegla vinnulag hjá stjórn- völdum. Samkvæmt núgildandi lögum hættir skjal að vera vinnu- skjal um leið og það fer frá einu stjórnvaldi til annars, t.d. ef það er sent í tölvupósti milli ráðuneyta. Ekki er þannig tekið tillit til þess að ólík stjórnvöld vinna í vaxandi mæli sameiginlega að málum í formi alls kyns vinnuhópa og þverfaglegra teyma. g) Almenningi er tryggður skýlaus réttur til upplýsinga um föst launakjör ríkisstarfsmanna. Frjáls aðgangur meginregla Þau ákvæði frumvarpsins sem tak- marka rétt til óhefts aðgangs að gögnum eru að miklu leyti óbreytt frá gildandi lögum. Staðreyndin er sú að öll ríki sem tryggja upplýs- ingarétt gera líka ráð fyrir að hann geti sætt takmörkunum. Taka þarf tillit til upplýsinga um einkamálefni einstaklinga, sem njóta stjórnar- skrárverndar, eins og t.d. viðkvæm- ar heilsufarsupplýsingar. Eins þarf að vera unnt að undanþiggja upplýs- ingar vegna trausts í samskiptum ríkja, svo fátt eitt sé nefnt. Aðalatriðið er að frjáls aðgangur sé meginreglan og rökstyðja þurfi sérstaklega beitingu undantekning- arheimilda. Fram fari hagsmuna- mat þar sem aðgangi er ekki synjað nema ótvírætt sé að hagsmunir sem stríða gegn aðgangi almennings vegi þyngra. Frumvarpið leggur ekki til neina breytingu á fyrirkomulagi úrskurðarnefnar um upplýsinga- mál enda nýtur nefndin virðingar fyrir sjálfstæði sitt og má kalla hana brjóstvörn upplýsingaréttar almenn- ings. Því til viðbótar munu dóm- stólar hér eftir sem hingað til geta dæmt um aðgang að upplýsingum. Stormur í vatnsglasi – 110 ár í stað 80 Í vikunni var talsvert fjallað um ákvæði frumvarpsins sem heim- ilar þjóðskjalaverði að synja um aðgang að gögnum í 110 ár, eink- um með tilliti til einstaklinga, sem enn eru á lífi. Þarna geta fallið undir viðkvæmar heilsufarsupp- lýsingar en samkvæmt núgild- andi lögum er þetta heimilt í 80 ár, sem er órökrétt því sumir lifa blessunarlega lengur en svo. Þessi tillaga á rætur að rekja til nefndar sem vann að endurskoðun laga um þjóðskjalasafn undir formennsku Páls Hreinssonar hæstaréttardóm- ara. Að danskri fyrirmynd er lagt til að auk einkalífshagsmuna megi þegar sérstaklega stendur á byggja synjun um aðgang á gögnum sem eru yngri en 110 ár á almannahags- munum. Þjóðskjalavörður yrði ekki einráður í þessum efnum enda yrði möguleg synjun hans kæranleg til úrskurðarnefndar um upplýsinga- mál auk þess sem hægt væri að bera hana undir dómstóla. Þar með ætti að vera tryggt að ekki kæmi til 110 ára nema í algerum undantekning- artilvikum. Hér er því um algeran storm í vatnsglasi að ræða, en ef nota á þessa einu breytingu til að gera annars gott framfaramál tor- tryggilegt með villandi málflutn- ingi, þá er það mér algerlega að meinalausu að falla fá breytingunni og færa ákvæðið til fyrra horfs. Einhver hélt að nú væri komið að uppgjöri – nýju upphafi. Þegar keisarinn stendur allt í einu berrass- aður fyrir allra augum og engum getur dulist að við höfum látið glepjast af sjónarspili nokkurra efnishyggjufíkla og pólitíkusa með handhæg asnaeyru á réttum stað, þá héldu sumir að nú yrði staldrað við og hlutirnir hugsaðir upp á nýtt. Þegar efnislegt gjaldþrot hundr- aða fyrirtækja og þúsunda heim- ila var ekki bara fræðilegur mögu- leiki, heldur hrollkaldur veruleiki, þá héldu einhverjir að nú yrði að spyrna við fótum til að forða and- legu gjaldþroti heillar þjóðar. Og þegar fram komu öfl í landinu sem kenndu sig við nýtt Ísland og bestan flokk og vildu afhjúpa fárán- leika íslenskra stjórnmála, hugsa útfyrir rammann, gefa skít í afdank- aða kerfishugsun, opna allar gáttir og láta gusta um rykfallna kontór- ista sem höfðu siglt öllum okkar málum í strand – þá héldu margir að bráðum kæmi betri tíð – bráðum færum við að huga að því sem skipti raunverulegu máli, hugsuðum ekki bara um framtíðina sem vexti og verðbætur, heldur færum kannski að hugsa um börnin okkar. Og var ekki tími til kominn? Sumum fannst það. Var ekki mál til komið að við hættum að tala fjálg- lega um blessuð börnin sem það dýr- mætasta sem við ættum, sem sjá- öldur augna okkar, fjöreggin okkar – var ekki tími til kominn að við hættum að tala og færum að sýna í verki hvers virði uppvaxandi kyn- slóð er okkur í raun og veru? Það var einmitt þetta sem einhverjir héldu að við myndum gera eftir að hafa brennt okkur svona illa – við myndum leggja allt kapp á að hlúa að því fólki sem sannarlega þarf að súpa seyðið af heimsku okkar hinna, en verður þá vonandi betur í stakk búið til að takast á við lífið og haga sér af ögn meiri skynsemi en við gerðum. En svo kom í ljós að þetta stóð ekki til. Þegar á reynir og sparnaðar er þörf, hvar er þá ráðist grimmast á garðinn? Jú, þá er byrjað á því að þrengja að börnunum. Og þá spyrja sumir: Er þetta ekki fólkið sem ætlaði að beita nýjum vinnubrögð- um, hugsa útfyrir rammann? Ein- hver hélt það. Og samt eru úrræðin nákvæmlega þau sömu og áður hafa sést svo oft að þau eru orðin eins og náttúrulögmál. Til þess að hreinsa upp skítinn eftir þá kynslóð sem brenndi ofan af okkur heilt samfélag ætlum við sem sagt að sameina skóla, fjölga í bekkjadeildum, lækka laun kenn- ara, gefa börnunum næringarlaust gums að borða og við ætlum líka að taka af þeim andlega fóðrið, því við ætlum að skera stórlega niður starfsemi bókasafna í skólum. Suma rámar í orð borgarstjórans sem taldi að niðurskurður af þessu tagi fæli í sér ný tækifæri fyrir börnin okkar. Það átta sig ekki allir á því hvaða tækifæri felast í því að ræna þau bæði líkamlegri og and- legri næringu. Ef einhver þyrði nú í alvöru að hugsa útfyrir rammann mætti láta sér detta í hug að í stað þess að þrengja endalaust að nýrri kynslóð væri kannski skynsamlegt að fjárfesta djarflega í þeim sem nú eru að vaxa úr grasi. Og kannski finnst einhverjum þetta ekki einu sinni frumleg hugsun. Vonandi ekki. Hvernig væri til dæmis að stór- efla starf skólabókasafnanna og hvetja skólabörn til að lesa sem mest og fjölbreyttast? Á bókasöfn- um mennta börn sig sjálf, gera sínar eigin uppgötvanir og hver veit nema þau tileinki sér þann andlega þroska sem okkur virðist ennþá skorta – hver veit nema þeim takist að setja hlutina í rétt samhengi, hugsa útfyrir rammann, þrátt fyrir bullið í okkur. Sumir binda vonir við það. Hvernig væri að sýna í verki þá umhyggju sem við þykjumst bera í brjósti og meta það við kennara þessa lands að þeir sinna marg- falt margfalt mikilvægara starfi en nokkur bankastjóri, nokkur for- stjóri og nokkur ráðherra sem við höfum kynnst? Hvernig væri að við færum að viðurkenna mistök okkar og stefnd- um í alvöru að því að gera vel við þá kynslóð sem ætlar síðar meir að halda uppi merki okkar og heita menningarþjóð, bókaþjóð, menntuð þjóð, lestrarþjóð, en ekki bara þjóð- in sem reif sig uppúr kreppunni hvað sem það kostaði? Einhver sagði að það væri dýrt að reka skólakerfi og því trúi ég vel. En ég trúi því líka að það sé ennþá dýrara að þjarma svo rækilega að því að þar viðgangist bæði líkam- legur og andlegur næringarskort- ur. Fyrir það gjöldum við dýru verði þótt síðar verði. Þá er það mér algerlega að meinalausu að falla frá breytingunni og færa ákvæðið til fyrra horfs. Hvernig væri að sýna í verki þá umhyggju sem við þykj- umst bera í brjósti? Andlegt gjaldþrot framundan Aðalfundur FAAS - félags áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúklinga og annarra skyldra sjúkdóma verður haldinn miðvikudaginn þann 11. maí 2011 á Grand Hóteli, Sigtúni 38, Reykjavík og hefst hann kl. 17.00 Dagskrá 1. Fanney Proppé Eiríksdóttir, formaður FAAS setur fundinn 2. Venjuleg aðalfundarstörf 3. Önnur mál Vakin er athygli á að samkvæmt lögum FAAS hafa þeir einir rétt til að sitja aðalfund sem lokið hafa greiðslu árgjalds liðins árs. „Vor á Sólheimum“ Fyrir skapandi fólk Á næstunni verða námskeið í olíumálun og refilsaum. Nánari upplýsingar á www.arttravel.is Öryggi í samskiptum -námskeið við félagsfælni Á námskeiði Kvíðameðferðarstöðvarinnar við félagsfælni verða kenndar aðferðir til að draga úr kvíða og óöryggi í samskiptum og við félagslegar aðstæður. Þetta er árangursmælt námskeið sem byggir á aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar. Kennslufyrirkomulag: Fyrstu tvær vikurnar verður kennt tvisvar í viku, á mánudögum kl. 15-17 og á miðvikudögum kl. 15-17. Eftir það verður kennt einu sinni í viku, á mánudögum kl. 15-17 auk eftirfylgdartíma í haust. Alls er námskeiðið 22 klukkustundir. Næsta námskeið hefst mánudaginn 2. maí Skráning og fyrirspurnir í síma 534-0110 eða kms@kms.is Nánari upplýsingar: www.kms.is Menntamál Karl Ágúst Úlfsson rithöfundur og fimm barna faðir Villandi umræða um upplýsingalög Upplýsingalög Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN FÁÐU BEITTUSTU BRANDARANA Í SÍMANN m.visir.is Fáðu Vísi í símann! Meiri Vísir. Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi. Skopmyndir Halldórs Baldurssonar eru á Vísi

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.