Fréttablaðið - 23.04.2011, Side 50
23. apríl 2011 30
krakkar@frettabladid.is
30 23. apríl 2011 LAUGARDAGUR
Ég lék Kurt í
Söngvaseið í
Borgarleikhúsinu.
Svo hef ég leikið í
nokkrum auglýsingum
og stuttmyndum.
Matthildur María Karlsdóttir LEIKHÚS
Þú getur sent brandara til krakkar@frettabladid.is
Hvað heitir þú fullu nafni? Ég
heiti Jakob van Oosterhout.
Af hverju ertu með erlent eftir-
nafn? Af því að pabbi minn er
frá Hollandi.
Hefurðu verið mikið í Hollandi?
Já, ég fer þangað á hverju ári og
bjó þar í eitt ár.
Áttu afa og ömmu þar? Já, og
stóra fjölskyldu því að pabbi á
fjögur systkini þar.
Hvað ertu gamall? Ég verð 14
ára í júlí.
Er gaman að vera
í Stundinni okkar?
Það er eitt af því
skemmtilegra sem
ég hef gert!
Hvernig kom það til
að þú fórst að vera
þar? Ég fór í áheyrn-
arprufur upp í RÚV
og það endaði mjög
vel!
Hvað er svona gaman
við að vera í Stund-
inni? Að vera með
skemmtilegu fólki
sem er þar og að
leika.
Hefurðu leikið
áður? Já, ég lék
Kurt í Söngvaseið
í Borgarleikhús-
inu. Svo hef ég
leikið í nokkrum
auglýsingum og
stuttmyndum.
Ertu búinn að
læra mikið
af Björgvini
F r a n z? Já ,
heilan helling.
Hann er frá-
bær, fyndinn og
góður leikstjóri.
Tek u r l a n ga n
tíma að taka upp
hvern þátt? Það
tekur svona um fjóra
klukkutíma.
Hefurðu þurft að fá frí úr skól-
anum til að vinna í sjónvarp-
inu? Já, nokkuð oft en Hagaskóli
hefur tekið því mjög vel og ég er
mjög ánægður með það.
Hefur allt verið tekið upp í
stúdíói eða hafa verið útitökur
líka? Það hefur allt verið tekið
í stúdíói.
Áttu systkini? Já, einn frábær-
an tíu ára bróður sem
heitir Tómas.
Finnst honum
og vinum þínum
ekki skrítið að
þú sért í sjón-
varpinu? Nei,
þeim finnst bara
mjög gaman að
horfa.
Í hvaða bekk
ertu í Haga-
skóla? Ég er í átt-
unda bekk.
Hver eru uppá-
haldsfögin þín
í skólanum?
Íþróttir og sam-
félagsfræði.
En hver eru
helstu áhuga-
málin þín? Leik-
list, íþróttir,
fjölskylda og
vinir.
Hefurðu eitt-
hvað farið út
á land? Já, við
fjölskyldan
ferðumst mjög
mikið og göng-
um mikið.
Hvað ætlar þú
að gera í sum-
arfríinu? Ég
fer með fjöl-
skyldunni til
Hollands og
Frakklands.
Svo ætlum við
líka að ferðast
innanlands.
FÓR Í ÁHEYRNARPRUFUR
SEM ENDUÐU MJÖG VEL
Að leika í Stundinni okkar er eitt það skemmtilegasta sem Jakob van Oosterhout
hefur gert. Hann kveðst hafa lært heilan helling af Björgvini Franz enda sé hann
frábær, fyndinn og góður leikstjóri.
Matthildur María Karlsdóttir, 7 ára, brá
sér á dögunum á leiksýninguna Ballið
á Bessastöðum sem er sýnd í Þjóð-
leikhúsinu. Áður hafði hún lesið sam-
nefnda sögu Gerðar Kristnýjar sem
leikritið byggir á og þekkti sögu-
þráðinn því vel þegar hún mætti í
leikhúsið.
Hvernig skyldi hún svo hafa
skemmt sér? „Alveg rosalega
vel,“ segir Matthildur María
ánægð og finnst hafa tekist
einstaklega vel að vinna leik-
rit upp úr bókinni. Leikarana
segir hún hafa staðið sig með
eindæmum vel og tónlistin
hafi bæði verið skemmtileg og
góð.
En stóð eitthvað sérstakt upp úr?
„Mér fannst flottasta atriðið þegar
Auður vinkona forsetans málaði
Bessastaði bleika,“ segir hún og
brosir og bætir við að sýningin
hefði eiginlega ekki mátt vera
betri.
Á þá að gefa henni fullt hús
stiga? „Algjörlega, fimm stjörn-
ur!“
Spurð í lokin hvort sýningin
henti krökkum á hennar aldri,
svarar hún ákveðin: „Já, og
meira að segja fullorðnum líka!“
Hvað kallast bíll Drakúla
greifa?
Blóðbíllinn.
Hvað er illt og ljótt að innan
en grænt að utan?
Norn klædd eins og agúrka.
Af hverju varð drengurinn
leiður þegar hann sigraði í
búningakeppninni á grímu-
ballinu?
Hann kom bara til að sækja
systur sína.
Hvað hefur sex fætur og
flýgur?
Norn sem gefur kettinum
sínum far.
Kennarinn: Af hverju stendur
styttan af Jóni Sigurðssyni á
Austurvelli?
Nemandinn: Af því hann
getur ekki sest niður.
Hvað hefur tólf fætur, sex
augu, þrjú skott og sér ekki
neitt? Þrjár blindar mýs.
WWW.BUILD-IT-YOURSELF.COM Vefsíða þar sem finna má leið-
beiningar um hin ýmsu verkefni. Til dæmis hvernig má teikna andlit eða
byggja legóturn.
www.listahatid.is
TRYGGÐU ÞÉR MIÐA!
Ballið á Bessastöðum
Niðurstaða: Rosalega
skemmtilegt leikrit
16
eftir Braga Halldórsson