Fréttablaðið - 23.04.2011, Síða 56

Fréttablaðið - 23.04.2011, Síða 56
23. apríl 2011 LAUGARDAGUR folk@frettabladid.is 56 Enn er allt á huldu um hver hannar og hvernig brúðar- kjóll Kate Middleton verður er hún gengur í það heilaga með Vilhjálmi bretaprins 29. apríl næstkomandi. Bæði Sarah Burton, sem hannar fyrir tískuhús Alex- ander McQueen, og Bruce Oldfield þykja líkleg. Það er meðvituð ákvörðun hjá til- vonandi prinsessunni Kate Middle- ton að halda öllum leyndu varðandi brúðarkjól sinn en hún vill koma í veg fyrir að Vilhjálmur komist á snoðir um í hvernig stíl kjóllinn verður. Margir hafa verið nefnd- ir í sambandi við hönnun kjóls- ins en ljóst þykir að viðkomandi er breskur en af nógu er að taka í hönnuðaflóru þeirra. Hönnuðirnir Sarah Burton, sem hannar fyrir tískuhús Alexander McQueen, og Bruce Oldfield þykja líkleg til að hafa hreppt hnossið. Burton hefur heillað tískuheiminn eftir að hún tók við merki Alexand- ers McQueen þegar hann lést og er þekkt fyrir fallega kjóla úr flæð- andi efni með töffaralegum brag. Bruce Oldfield var hins vegar einn af uppáhaldsfata- hönnuðum Díönu prinsessu og marg- ir sem veðja á að Middleton hafi valið Oldfield til að heiðra minn- ingu hennar. Old- field hannaði til dæmis bláa kjólinn sem Middleton klæddist þegar parið opinberaði trúlofun sína en hönnuðurinn er fjölhæfur og til að mynda með einkennisklæðnað starfsmanna skyndibitakeðjunnar McDonalds á ferilskránni. Einnig hafa nöfn á borð við Sophie Cranston, Vivianne Westwood, Stella McCart- ney og Marchesa verið nefnd í þessu samhengi. Það er hins vegar búið að opinbera að Vilhjálmur prins klæð- ist einkennis- búningi frá breska flug- hernum en Middleton átti þátt í velja það fyrir hann. Breskir tískupennar skiptast á að hrósa Kate Middleton fyrir falleg- an klæðaburð og ljóst þykir að ný tískufyrir- mynd er að fæð- ast í Bretlandi. Það er því ekki skrítið að mikil eftirvænting ríkir fyrir kjólnum og eiga marg- ir eftir að sitja límdir við skjáinn þegar hún gengur niður 90 metra langa kirkjugólfið í West- minster Abbey- kirkjunni. alfrun@frettabladid.is KJÓLLINN HENNAR KATE TILVONANDI HJÓN Vilhjálmur prins klæðist einkennisbúningi frá breska flughernum er hann gengur í það heilaga með Kate Middleton en miklar vangaveltur eru um hvernig kjól tilvonandi prinsessa klæðist. NORDICPHOTOS/AFP FÁIR VITA HVER HANNAR BRÚÐAR- KJÓLINN Bruce Oldfield er einn grunaðra en hann hannaði trúlofunar- kjól Middleton sem sló í gegn. NORDICPHOTOS/AFP Vodafone IS 3G 10:32 Dýrð í Apphæðum! Fermingartilboð í öllum verslunum Stórsnjallir símar á frábæru verði auk úrvals framúrskarandi fermingargjafa. Prófaðu nýjustu tæknina og sjáðu framtíðina með þínum eigin augum. Láttu ekki app úr hendi sleppa. Nokia C5- 03 3.333 kr. á mán. í 12 mán. Fullt verð: 39.990 kr. 200 MB á mán. fylgir með í 6 mán. 2 miðar í Sambíóin fylgja á meðan birgðir endast F í t o n / S Í A Leikstjórinn umdeildi, Michael Moore, heldur upp á 56 ára afmæli sitt í dag. SARAH BURTON Nýr hönnuður Alexander McQueen er í upp- áhaldi hjá Middleton og þykir líkleg til að vera þessa stundina að leggja lokahönd á brúðarkjólinn. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.