Fréttablaðið - 23.04.2011, Page 70
23. apríl 2011 LAUGARDAGUR50
PÁSKAEGGIÐ
„Ég er ekki búinn að fá mér
páskaegg en það stendur til.
Ætli ég prófi ekki nýja páska-
eggið sem er með lakkrís í. Mér
er sagt að það sé rosalega gott.“
Fannar Ólafsson, fyrirliði Íslands- og
bikarmeistara KR í körfubolta.
„Ég veit ekki hversu langt á veg
þetta er komið en það eru einhverj-
ar þreifingar í gangi,“ segir Krist-
ófer Dignus, handritshöfundur og
einn af prímusmótorunum á bak við
sjónvarpsþættina Mannasiði Gillz.
Sjónvarpsstöðvar á Norður-
löndunum hafa sýnt þema þátt-
anna áhuga og því ekki útilokað
að skandinavískar útgáfur af Agli
Gillzenegger muni líta dagsins
ljós í náinni framtíð. „Það er mikil
„format“-menning í gangi á Norð-
urlöndunum, menn spara sér tíma
og fyrirhöfn með því að þurfa ekki
alltaf að vera að finna upp hjólið
og nýta sér sniðugar hugmyndir,“
segir Kristófer.
Mannasiðirnir nutu töluverða
vinsælda hjá sjónvarpsáhorfend-
um og Kristófer viðurkennir að það
hafi verið sérstaklega ánægjulegt
fyrir sig að þættirnir brúuðu kyn-
slóðabilið. Foreldrar og börn horfðu
á þættina saman.
Kristófer er byrjaður að skrifa
handrit að næstu seríu sem verður
unnin upp úr Lífsleikni, bók Gillz
sem kom út fyrir síðustu jól. Krist-
ófer segir þá þáttaröð verða svip-
aða og Mannasiðirnir. „Við viljum
hins vegar auka vægi leikna hlut-
ans en minnka stúdíó-hlutann. Sem-
sagt minnka vægi Gillz,“ útskýrir
Kristófer en bætir því strax við
að kraftajötunninn sé sjálfur sátt-
ur við það. „Við viljum náttúrlega
líka auka leikna hlut-
ann með Gillz, þar
sem hann fer yfir
hlutina með rass-
hausunum sínum og
sýnir þeim hvernig
á að gera hlut-
ina.“ Ráðgert
er að tökur
á Lífsleikni
Gillz hefj-
ist í haust
o g v e r ð i
síðan teknir
til sýningar
á Stöð 2 eftir
áramót. - fgg
Leitað að norrænum Gillzenegger
Á AÐ VERA AÐ SKRIFA Kristófer
Dignus á að vera byrjaður að
skrifa handritið að Lífsleikni Gillz
en miðað við tölvuskjáinn gengur
honum eitthvað erfiðlega að koma
sér að verki. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Nýr menningarþáttur í umsjá
Þórhalls Gunnarssonar, fyrr-
verandi dagskrárstjóra Ríkis-
sjónvarpsins, lítur dagsins ljós
næsta haust á RÚV. Sigrún Stef-
ánsdóttir, núverandi dagskrár-
stjóri, segir þáttinn eiga að
fjalla um þær listgreinar sem
setið hafi á hakanum hjá RÚV:
myndlist, kvikmyndir og leik-
hús. Í myndlistinni verður það
Guðmundur Oddur eða Godd-
ur sem verður Þórhalli innan
handar og þær Sigríður Péturs-
dóttir og Vera Sölvadóttir munu
aðstoða Þórhall með kvikmynda-
hlutann. Hins vegar hefur ekki
verið gengið frá ráðningu í leik-
húshlutann en þáttastjórnandinn
Þórhallur er auðvitað menntaður
leikari og mun að mestu leyti sjá
um þá umfjöllun sjálfur þótt leik-
húsgagnrýnandi verði vissulega
fyrir hendi.
RÚV var gagnrýnt í síðasta
Áramótaskaupi á nokkuð eftir-
minnilegan hátt þegar á það var
bent á afar kurteislegan hátt að
RÚV væri með kvikmyndaþátt í
útvarpi en bókaþátt í sjónvarpi.
„Jú, eigum við ekki bara að segja
að við höfum tekið mark á gagn-
rýninni? Það hefur vantað svona
þátt hjá RÚV og svo sjáum við
bara hvað næsta Áramótaskaup
hefur fram að færa,“ segir Sig-
rún.
Þórhallur sjálfur hefur smám
saman verið að snúa aftur í
Efstaleitið eftir að hafa horf-
ið skyndilega úr dagskrárstjór-
astólnum fyrir tveimur árum.
Hann hefur stjórnað viðtals-
þættinum Návígi sem nú líður
undir lok og umræðuþættinum
Hvert stefnir Ísland? sem heldur
áfram á dagskrá Sjónvarpsins.
„Þetta er í raun ekkert flókið í
mínum huga, ég ákvað að hætta
á sínum tíma vegna prívat leiða,
SIGRÚN STEFÁNSDÓTTIR: VIÐ TÓKUM MARK Á GAGNRÝNI Í SKAUPINU
Þórhallur Gunnarsson með
nýjan menningarþátt á RÚV
NÝR MENNINGARPÁFI
Þórhallur Gunnarsson er nýr menn-
ingarpáfi Ríkissjónvarpsins og mun
fjalla jöfnum höndum um myndlist,
kvikmyndagerð og leikhús ásamt
þeim Sigríði Pétursdóttur, Veru
Sölvadóttur og Goddi. Þórhallur
segir það vera skemmtilegra að
vera í dagskrárgerð en að hanga
yfir excel-skjölum allan daginn.
Vefsíðan Billetlugen.dk hefur verið tilnefnd til vef-
verðlaunanna E-Handelsprisen í Danmörku. Fimm
Íslendingar starfa hjá síðunni, þar af fjórir sem
tóku þátt í uppbyggingu Midi.is hér á landi.
„Við komum hingað út fyrir þremur árum og þá
voru allir blótandi þáverandi miðasölukerfi Billetlu-
gen,“ segir Sindri Már Finnbogason hjá Billetlu-
gen. „Á þessum þremur árum erum við búnir að
setja upp þetta miðasölukerfi sem er byggt á Midi.
is og það endar með því að við fáum þessa tilnefn-
ingu. Þetta er mjög mikill heiður og algjör snilld.“ Á
meðal annarra starfsmanna síðunnar er Björn Hr.
Björnsson sem forritaði ásamt Sindra Má Midi.is,
sem er dótturfyrirtæki Billetlugen.
Vefsíðan er tilnefnd ásamt tveimur öðrum síðum í
flokki bestu síðna sem selja vörur á netinu. Verð-
launin, sem eru þau stærstu í Danmörku, verða veitt
12. maí.
Billetlugen selur um þrjár milljónir miða á hverju
ári, þar á meðal fyrir Hróarskelduhátíðina, Tívolíið,
skemmtistaðinn Vega, Parken og Danmarks Radio.
Sindri Már og félagar hafa einnig opnað nýja miða-
sölusíðu í Svíþjóð undir nafninu Biljettformum.se
og eru að undirbúa aðra til viðbótar í Noregi sem
stendur til að opna í júní. - fb
Tilnefndir til danskra verðlauna
TILNEFNDIR Sindri Már Finnbogason og Björn Hr. Björnsson
á Parken-leikvanginum í Kaupmannahöfn. Þeir hafa verið til-
nefndir til vefverðlauna.
Ármúla 18 sími 511 3388
Heildsöludreifing: Satúrnus ehf.
RAUMA
norskt
prjónagarn
og prjónablöð
með íslenskri
þýðingu
R A U M A 209R
110256-02 G
rafisk design og produksjon: w
w
w
.hatlehols.no F
otograf: E
lisabeth Tollisen.
design
b a b y
www.raumaull.no
Nýtt
Sun 1.5. Kl. 15:00
Sindri silfurfiskur (Kúlan)
Lau 30.4. Kl. 20:00 Sun 1.5. Kl. 20:00
Hedda Gabler (Kassinn)
Ö
Allir synir mínir (Stóra sviðið)
Mið 27.4. Kl. 20:00
Lau 30.4. Kl. 20:00
Mið 4.5. Kl. 20:00
Fim 5.5. Kl. 20:00
Mið 11.5. Kl. 20:00
Fim 12.5. Kl. 20:00
Mið 18.5. Kl. 20:00Ö
Sun 1.5. Kl. 14:00
Sun 1.5. Kl. 17:00
Sun 8.5. Kl. 14:00
Sun 8.5. Kl. 17:00
Sun 15.5. Kl. 14:00
Sun 22.5. Kl. 14:00
Ballið á Bessastöðum (Stóra sviðið)
Bjart með köflum (Stóra sviðið)
Fim 28.4. Kl. 20:00 5. sýn
Fös 29.4. Kl. 20:00 6. sýn
Fös 6.5. Kl. 20:00 7. sýn
Lau 7.5. Kl. 20:00 8. sýn
Fös 13.5. Kl. 20:00
Lau 14.5. Kl. 16:00 br.sýn
Fim 19.5. Kl. 20:00
Fös 3.6. Kl. 20:00
Lau 4.6. Kl. 20:00
Fim 9.6. Kl. 20:00
Fös 10.6. Kl. 20:00
U
Ö
U
Ö
Ö
Ö
Ö
Ö
U
U
Ö
Ö
U
Ö
Ö
Ö
U
Brák (Kúlan)
Fös 13.5. Kl. 20:00 Aukasýn. Sun 15.5. Kl. 20:00 Aukasýn.
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
FÁÐU BEITTUSTU
BRANDARANA Í SÍMANN
m.visir.is
Fáðu Vísi í símann!
Meiri Vísir.
Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar,
meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval.
Þú færð meira af öllu á Vísi.
Skopmyndir Halldórs Baldurssonar eru á Vísi
mér fannst ég hafa misst tengsl
við allt og alla. Sjónvarpið er
hins vegar alltaf skemmtilegur
og skapandi miðill og ég vildi
snúa aftur í sjónvarpsþáttagerð.
Það var líka vilji núverandi dag-
skrárstjóra og sjónvarpsstjóra.
Þetta er miklu skemmtilegra en
að liggja yfir excel-skjölum.“
freyrgigja@frettabladid.is