Fréttablaðið - 03.05.2011, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 03.05.2011, Blaðsíða 1
veðrið í dag MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar – mars 2011 VIÐSKIPTI Mesti vöxtur útflutn- ingstekna í skapandi greinum hér á landi hefur verið í útgáfu tölvu- leikja. Heildarverðmæti hefur sexfaldast á árunum 2005 til 2009, úr 1,9 milljörðum króna í 13,2 milljarða. Nær öll velta í útgáfu á tölvuleikjum hér á landi telst til útflutnings. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um hagræn áhrif skap- andi greina á Íslandi. Að skýrsl- unni stóðu dr. Margrét Sigrún Sigurðardóttir, lektor við við- skiptafræðideild Háskóla Íslands, og Tómas Young, verkefnastjóri ÚTÓN. Notuð voru gögn frá Hag- stofu Íslands, Fjársýslu ríkisins og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Hilmar Veigar Pétursson, fram- kvæmdastjóri tölvuleikjaframleið- andans CCP, segir þróun í útflutn- ingi tölvuleikja hraðari hér á landi en erlendis, en útflutningur CCP nam 7,5 milljörðum króna árið 2009, sem gerir um 60 prósent af heildarútflutningsverðmæti íslenskra tölvuleikja. „Þetta hentar Íslendingum vel,“ segir Hilmar. „Það hefur ekki borið mikið á markaðssetningu í íslensku samfélagi þar sem gert er út á að láta tölvuleiki verða part af útflutningi. En það gerðist og því ber að fagna.“ Hann bætir við að nú sé orðinn til eins konar sjálf- sprottinn klasi af fyrirtækjum sem sinni greininni og slíkt sé ákveðið heilbrigðismerki. Útflutningstekjur skapandi greina voru um 24 milljarðar árið 2009 eða um 3 prósent af heildar- útflutningi þjóðarinnar. Til sam- anburðar má nefna að tekjur af út- flutningi landbúnaðarvara námu um 1,5 prósenti af heildarútflutn- ingstekjum. - sv / sjá síðu 8 Þriðjudagur skoðun 14 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Reiðhjól 3. maí 2011 101. tölublað 11. árgangur milljarðar voru útflutningstekjur skapandi greina árið 2009. 24 Fyrsta æfing gekk vel Vinir Sjonna eru komnir til Düsseldorf þar sem Eurovision-keppnin fer fram. fólk 34 Stórt mál fyrir samfélagið Inga Lind Karlsdóttir undirbýr heimildarmynd um offitu meðal barna. fólk 34 Sölufulltrúi: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þ að er alltaf jafn frábært að komast á toppinn enda endurnýjast maður alveg við að ná takmarkinu,“ segir Valgarður Sæmundsson, slökkviliðs- og sjúkraflutninga-maður hjá Slökkviliði höfuðborg-arsvæðisins, sem hefur ásamt vinnufélögum sínum farið áHvannadal h ferðafélagið Babú sem stendur árlega fyrir ýmsum uppákomum á borð við hjóla-, jeppa- og göngu-ferðir og útilegur,“ segir Valgarð-ur. Um miðjan maí stendur til að Babú fari á Hvannadalshnúk í ell-efta sinn. Við eru ú göngunni hefur aukist með ári hverju. Í fyrstu gönguna fóru átta saman en þegar mest lét fóru 65 á toppinn. Makar, vinir og vanda-menn hafa bæst í hópinn auk þess sem lögreglunni og Landhgæ l Ferðafélag Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins hefur farið árlega á Hvannadalshnúk í rúman áratug. MYND/JÓN HELGI GUÐMUNDSSON Babú á hnúkinn í ellefta sinn Augu stækka ekkert frá fæðingu sem skýrir ef til vill hvers vegna þau virðast seins stór í litlum börnum og raun ber vitni. Nef og eyru stækka hins vegar umtalsvert um ævina. Ferðanuddbekkur• Stillanlegur höfuðpúði • Stuðningur fyrir handleg• Hæðarstilling 59-86 cm• Burðargeta 250 kg• Þyngd 16 kg Verð 59.890 kr. Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is Opið virka daga kl. 9 -18, lokað á laugardögum 1. maí til 31. ágúst Trans-Atlantic sérhæfir sig i ferðum til Eistrasaltslanda Eistland og Lettland Verð 148.900 kr. á mann i 2ja manna herbergi. Innifalið; Fararstjóri, flug og skattar, hótel, allar skoðunarferðir Tallinn Eistlandi Verð einungis 44. 900 kr. (flug með skatti) Verð 78.800 kr. á mann i 2ja manna herbergi. Innifalið flug, skattar, hótel, fararstjóri, rúta til og frá flugvelli. reiðhjólÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 2011 ●SKIPTU UM DEKK Slétt dekk gefa minna viðnám við götuna en mjög gróf dekk svo hjólið fer hraðar yfir. Margir eiga nokkurra ára gömul fjallahjól á mjög grófum dekkjum en finnst leiðinlegt að hjóla á þeim á götum og stígum. Þeir þurfa þó ekki að fjárfesta í nýju hjóli heldur geta skipt út dekkjunum og endur- nýjað hjólið. ● ALHLIÐA VIÐGERÐAÞJÓNUSTA Hjá Markinu er rekið alhliða varahluta- og við- gerðaverkstæði. Tekið er við öllum hjólum af öllum gerðum, hvort sem þau hafa verið keypt hjá Markinu eður ei. Á vorin er gott að láta yfirfara reiðhjólin, sérstaklega ef þau hafa staðið úti yfir veturinn. Með öllum hjól- um keyptum hjá Markinu fylgir frí upphersla innan tveggja mánaða eftir kaupin. ● ÚRVAL FYRIR ÞAU YNGSTU Hjá Markinu er gott úrval af hjólum fyrir yngstu hjól- reiðamenni a. Ít lska hjólreiða- merkið Italtrike hefur fengist hjá Markinu í yfir 20 ár en Italtrike Markið Sportvöruverslun hefur selt reiðhjól í 30 ár en fyrirtækið var stofnað af Braga Jónssyni árið 1980. Verslunin er enn í eigu fjölskyldunnar og er sonur Braga, Brynjar Þór, verslunarstjóri í dag en Markið er ein af stærstu sérhæfðu reiðhjólaverslunum á landinu. „Við byrjuðum reksturinn við Suðurlandsbraut en fluttum svo í Ármúla 30 og stækkuðum þá búð-ina verulega. Með árunum hafa skíðavörur og þrektæki bæst við vöruflokkana hjá okkur en að-aláherslan er á reiðhjól og allan búnað sem þeim fylgir,“ segir Brynjar Þór. „Við bjóðum upp á allar tegundir hjóla fyrir alla hjól-reiðamenn, allt frá eldri ömmum sem vilja þægileg hjól með körfu og upp í stráka sem vilja stökkva yfir bíla.“ Meðal vörumerkja sem fást í Markinu eru Scott, Giant og Norco en allir þessir framleiðend-ur eru þekktir fyrir gæðafram-leiðslu. Eins býður verslunin upp á aukahluti fyrir hjólreiðamann-inn, hjálma, fatnað og skó. „Scott framleiðir til dæmis mikið af sérhönnuðum hjólreiða-fatnaði sem gott er að hreyfa sig í. Við seljum fatnað bæði i beinn í baki með dempara undir hnakknum og hægt er að stilla stöðuna á stýrinu. „Það er þægilegra að sitja á „Comfort“ hjólum en hefðbundn-um fjallahjólum og þau kaup-ir hinn venjulegi hjólreiðamaður sem fer út í stutta hjólreiðatúra. Sá hópur er að stækka. Reyndar fer sá hópur líka stækkandi sem notar hjól sem samgöngutæki og hjólar á hverjum degi til vinnu. Fólk er að átta sig á að það er þægilegt að hjóla hérna og einn-ig spilar hátt eldsneytisverð inn í. Fólk talar jafnvel um að það taki einungis einn mánuð að spara upp í hjólið.“ Hverju hjóli sem keypt er í Markinu fylgir frí upphersla, sé komið með það innan tveggja mánaða frá kaupunum. Brynjar segir mikilvægt að láta yfirfara hjólið eftir nokkurra vikna notk-un. „Á fyrstu vikunum teygjast allir vírar. Það þarf að strekkja á bremsum, herða bolta og fara yfir gíra. Þetta eykur endinguna á hjólinu til muna. Eftir veturinn er líka gott að koma með hjólin og láta líta yfir þau, sérstaklega ef þau hafa staðið úti,“ segir Brynj-ar og hvetur fólk til að geyma hjól innandyra sé það hægt Þá Reiðhjól fyrir ömmur og STÖKKVANDI STRÁKA viðarparket Verðdæmi: Eik 3ja stafa kr. 3.990 m2 Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 Gleðilegt sumar! Lóritín® HVÍTA HÚS IÐ / S ÍA - A ct av is 1 14 09 1 Ekki fundið þann rétta Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, er sextug í dag. tímamót 20 Tekjur af tölvuleikjum hafa sexfaldast á fjórum árum Heildarverðmæti útflutnings tölvuleikja hefur sexfaldast á fjórum árum. Útflutningstekjur voru tveir millj- arðar árið 2005 og rúmir 13 milljarðar árið 2009. Um 3% af heildarútflutningi eru afurðir skapandi greina. HVÍTABJÖRN FÉKK EKKI AÐ LIFA Ísbjörn sem felldur var af öryggisástæðum á Horn- ströndum í gær var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur. Til vinstri stendur Jón Gunnar Ottósson, forstöðumaður Náttúrufræðistofnunar, sem tók við dýrinu til rannsóknar. sjá síðu 2 og 34 FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SÓL OG BLÍÐA Í dag verður yfir- leitt hæg austlæg eða breytileg átt og bjartviðri, en skýjað með köflum NV-til. Hiti víðast 8-16 stig. VEÐUR 4 12 14 10 15 5 BANDARÍKIN, AP Fréttir af láti Osama bin Ladens vöktu sterk viðbrögð víða um heim í gær. Í Bandaríkjunum kom fólk saman og fagnaði tíðindunum, meðal annars við Hvíta húsið í Washington og á staðnum þar sem Tvíburaturnarnir stóðu í New York. Bin Laden fannst í rammgerðu húsi í borginni Abottabad í Pakistan, nærri ára- tug eftir árásirnar 11. september. Tveir tugir bandarískra sérsveitarmanna réðust inn í húsið og felldu hann í skotbardaga. Þjóðarleiðtogar í Evrópu og víðar um heim sögðu flestir tíðindin ánægjuleg. Einnig fagnaði Hamid Karzai, leiðtogi Afganistans, fréttunum af láti bin Ladens. Sums staðar í múslimaheiminum kom fólk hins vegar saman og fordæmdi það níðingsverk, sem það sagði Bandaríkja- menn hafa framið. Bandaríkjamenn hika við að birta myndir af átökunum eða líki bin Ladens, en líklega verður myndefni frá útför hans á hafi úti birt fljótlega. - gb / sjá síðu 6 Osama bin Laden felldur í Pakistan nærri áratug eftir að hann fór í felur: Sterk viðbrögð víða um heim OSAMA BIN LADEN HEILSA Heilabilun er oft afskrif- uð sem eðlileg minnisglöp vegna vanþekkingar á heilabilunarsjúk- dómum. Þetta segir María K. Jónasdóttir, sérfræðingur í klínískri tauga- sálfræði. Hún hlaut á dög- unum styrk frá Vísindasjóði Landspítala til að fara af stað með rannsókn á þekkingu almennings á Alzheim- er-sjúkdómnum. Heilabilunarsjúkdómar hrjá um 20 prósent fólks eldra en átta- tíu ára. Svava Aradóttir, fram- kvæmdastjóri Félags áhugafólks og aðstandenda Alzheimer-sjúk- linga segir ljóst að fólki með heilabilun muni fjölga verulega á næstu áratugum og sárlega vanti stefnumótum í þessum mála- flokki. Þótt þekking á heilabil- unarsjúkdómum hafi aukist á undanförnum árum sé enn langt í land. - jma / sjá Allt í miðju blaðsins Alzheimer oft vangreint: Lítil þekking á heilabilunum SVAVA ARADÓTTIR Dramatísk byrjun Valur, ÍBV, Grindavík og Keflavík unnu sigra í Pepsi- deild karla í gær. sport 30

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.