Fréttablaðið - 03.05.2011, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 03.05.2011, Blaðsíða 19
Sölufulltrúi: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þ að er alltaf jafn frábært að komast á toppinn enda endurnýjast maður alveg við að ná takmarkinu,“ segir Valgarður Sæmundsson, slökkviliðs- og sjúkraflutninga- maður hjá Slökkviliði höfuðborg- arsvæðisins, sem hefur ásamt vinnufélögum sínum farið á Hvannadalshnúk tíu ár í röð. „Fyrsta gangan árið 2000 varð kveikjan að því að við stofnuðum ferðafélagið Babú sem stendur árlega fyrir ýmsum uppákomum á borð við hjóla-, jeppa- og göngu- ferðir og útilegur,“ segir Valgarð- ur. Um miðjan maí stendur til að Babú fari á Hvannadalshnúk í ell- efta sinn. „Við erum nú flest í góðu formi og undirbúum okkur með því að trítla á nærliggjandi fjöll, hver með sínu lagi,“ segir Valgarð- ur glaðlega. Áhuginn fyrir hnúka- göngunni hefur aukist með ári hverju. Í fyrstu gönguna fóru átta saman en þegar mest lét fóru 65 á toppinn. Makar, vinir og vanda- menn hafa bæst í hópinn auk þess sem lögreglunni og Landhelgis- gæslunni var boðið með einhver árin. „Það hefur viðrað misjafn- lega hjá okkur en ferðirnar hafa gengið stóráfallalaust. Þó er hver ganga heilmikil ögrun,“ segir Val- garður. solveig@frettabladid.is Ferðafélag Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins hefur farið árlega á Hvannadalshnúk í rúman áratug. MYND/JÓN HELGI GUÐMUNDSSON Babú á hnúkinn í ellefta sinn Augu stækka ekkert frá fæðingu sem skýrir ef til vill hvers vegna þau virðast seins stór í litlum börnum og raun ber vitni. Nef og eyru stækka hins vegar umtalsvert um ævina. Ferðanuddbekkur • Stillanlegur höfuðpúði • Stuðningur fyrir handleg • Hæðarstilling 59-86 cm • Burðargeta 250 kg • Þyngd 16 kg Verð 59.890 kr. Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is Opið virka daga kl. 9 -18, lokað á laugardögum 1. maí til 31. ágúst Trans-Atlantic sérhæfir sig i ferðum til Eistrasaltslanda Eistland og Lettland Verð 148.900 kr. á mann i 2ja manna herbergi. Innifalið; Fararstjóri, flug og skattar, hótel, allar skoðunarferðir Tallinn Eistlandi Verð einungis 44. 900 kr. (flug með skatti) Verð 78.800 kr. á mann i 2ja manna herbergi. Innifalið flug, skattar, hótel, fararstjóri, rúta til og frá flugvelli.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.