Fréttablaðið - 03.05.2011, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 03.05.2011, Blaðsíða 10
3. maí 2011 ÞRIÐJUDAGUR landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Námskeið um réttindi lífeyrisþega 5. maí: Útibúið í Breiðholti, Álfabakka 10 12. maí: Útibúið í Hamraborg, Hamraborg 8 19. maí: Útibúið á Selfossi, Austurvegi 20 Farið verður yfir núgildandi reglur á réttindum og greiðslum lífeyrisþega hjá Tryggingastofnun. Skráning og nánari upplýsingar á vef bankans og í síma 410 4000. KYNNINGARFUNDUR UM AÐALSKIPULAG KÓPAVOGS Allar nánari upplýsingar á kopavogur.is Skipulagsnefnd Kópavogs boðar til fundar um endurskoðun aðalskipulags bæjarins og Staðardagskrár 21. Fundurinn verður haldinn í Hörðuvallaskóla við Baugakór fimmtudaginn 5. maí nk. kl. 17.00–18.30. Á fundinum verða forsendur aðalskipulagsvinnunnar kynntar, fyrirliggjandi stefna í gildandi aðalskipulagi og nýjar áherslur. Þá verða möguleg breytingarsvæði tilgreind og helstu efnisþættir nýs aðalskipulags. Einnig verður upplýst hvernig samráði við íbúa sem og aðra lögboðna aðila verður háttað og helstu áfangar í fyrirhuguðu vinnuferli raktir. Það er full ástæða fyrir íbúa í Kópavogi sem og aðra hagsmunaaðila að mæta á fundinn og taka þátt í verkefninu frá upphafi. Skipulagsstjóri Kópavogs. FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRI ÍÞRÓTTIR Meiri Vísir. SJÁVARÚTVEGUR Kaup Samherja á eignum Brims hf. á Akureyri tengj- ast ekki skuldauppgjöri Brims við Landsbankann, að sögn Guðmund- ar Kristjánssonar forstjóra. Breytt eignarhald hefur ekki teljandi áhrif á starfsmannahald og rekstur. „Þetta eru einfaldlega viðskipti. Við vorum búnir að eiga þetta í sjö ár og komumst að samkomulagi við heimamenn um sölu á þessum eignum. Við vorum sáttir við verðið og kveðjum Akureyri sáttir,“ segir Guðmundur. Sala eignanna á Akureyri teng- ist ekki stöðu Brims innan Lands- bankans, að sögn Guðmundar sem er aðaleigandi félagsins. Skulda- staða Brims hefur verið nokkuð til umfjöllunar í fjölmiðlum eftir efnahagshrunið 2008. Í Kastljósi í febrúar 2010 sagði að skuldir Brims og Guðmundar Kristjáns- sonar og tveggja eignarhaldsfélaga sem tengjast Brimi voru samtals 24 milljarðar króna í Landsbankanum sumarið 2008. Ekki fengust upplýsingar um skuldastöðu Brims hjá Landsbank- anum í gær. Hins vegar fékkst stað- fest að bankinn beitti engum þrýst- ingi og frumkvæði að viðskiptunum kom frá Brimi. Viðskiptin um helgina eru þau stærstu í íslenskum sjávarútvegi um árabil. Kaupverðið er 14,5 millj- arðar króna og til nýs dótturfélags, Útgerðarfélags Akureyrar, gengur fiskvinnsla á Akureyri og Laug- um, ísfisktogararnir Sólbakur og Mars auk 5.900 tonna aflaheimilda í þorski, ýsu, steinbít og skarkola. Samherji leggur fram 3,6 millj- arða en Landsbankinn fjármagnar tæpa 11 milljarða af kaupverðinu og verður viðskiptabanki ÚA. Guðmundur segir að frá 2008 virðist hafa gleymst að menn verði að hafa viðskipti. „Hér eru báðir aðilar sáttir og við fögnum því að heimamenn koma aftur að þessu.“ Spurður um hvort hann hafi hagn- ast á viðskiptunum segir Guðmund- ur að eftir bankabóluna taki hann öllum fregnum um tap og hagnað með fyrirvara. Hann segir Brim munu einbeita sér að útgerð og sjó- frystingu en félagið er áfram eitt stærsta sjávarútvegsfélag landsins. Þorsteinn Már Baldvinsson, for- stjóri Samherja, og Guðmundur héldu sameiginlega starfsmanna- fund í gær. Þar kom fram að starfs- fólk þyrfti ekki að kvíða, enda væru engar miklar breytingar í farvatn- inu hvað varðar rekstur eða starfs- mannahald. svavar@frettabladid.is Tengist ekki skuldauppgjöri Kaup Samherja á eignum Brims á Akureyri um helgina voru einfaldlega viðskipti þar sem báðir að- ilar voru sáttir, segir forstjóri Brims. Breytt eignar- hald hefur ekki teljandi áhrif á starfsmannahald. STARFSMANNAFUNDUR Hjá nýju félagi, Útgerðarfélagi Akureyrar, munu um 150 fyrr- verandi starfsmenn Brims starfa. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.