Fréttablaðið - 03.05.2011, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 03.05.2011, Blaðsíða 16
16 3. maí 2011 ÞRIÐJUDAGUR Hátt í þriðjungur landsmanna varð þess var nú um mán- aðamótin að lögð var inn á banka- reikning þeirra sérstök vaxta- niðurgreiðsla. Þann 1. maí voru greiddar út sérstakar bætur til tæplega 97 þúsund einstaklinga og eru útgjöld ríkissjóðs vegna útgreiðslunnar um 3 mia. kr. (um 5% af heildargreiðslum heim- ilanna á ári vegna íbúðalána). Síðari hluti útgreiðslu þessa árs verður greiddur út í ágústmánuði. Að hámarki nemur endurgreiðsl- an vegna sérstakrar vaxtaniður- greiðslu 200 þ. kr. hjá einstakling- um en 300 þ. kr. hjá einstæðum foreldrum og hjónum/sambýlis- fólki. Þessar greiðslur eru hluti af og í samræmi við þær aðgerðir, sem kynntar voru af hálfu ríkis- stjórnar, fjármálafyrirtækja og lífeyrissjóða þann 3. desember 2010, til að mæta skuldavanda heimilanna í kjölfar efnahags- hrunsins. Viðræður standa nú yfir milli ríkisins, fjármálafyr- irtækja og lífeyrissjóða um leiðir til að tryggja fjármögnun hinna síðartöldu á þessum greiðslum í samræmi við desembersamkomu- lagið. Við gerð samkomulagsins var litið til þess að nauðsynlegt væri í kjölfar efnahagshruns- ins að koma til móts við fólk með lán vegna húsnæðisöflun- ar með almennum hætti. Vandi fjölmargra húsnæðiseigenda til skamms tíma er greiðsluvandi og er því aukin útgreiðsla vaxtabóta afar áhrifarík leið til að mæta þeim vanda. Í heild er gert ráð fyrir að kostnaður vegna vaxtabóta í ár verði um 18 mia. kr. Það þýðir að niðurgreiðsla ríkissjóðs á kostn- aði heimilanna vegna húsnæðis- lána er nálægt 1/3 af gjöldunum (í heild er hann 60 mia. kr.). Ísland er því fremst í flokki OECD- ríkja þegar kemur að vaxtanið- urgreiðslu húsnæðislána, en afar fá, ef nokkur önnur ríki innan OECD eyða rúmlega 1% af lands- framleiðslu sinni í slíkar niður- greiðslur. Eins og fram hefur komið eru hinar nýju bætur greiddar út til mikils fjölda húsnæðiseigenda. Hinn hefðbundni hluti vaxta- bótakerfisins er annars eðlis þar sem í þeim hluta eru innbyggðar tekjuskerðingarreglur. Það þýðir að lág- og millitekjuhópar njóta góðs af honum en í tilviki tekju- lægstu hópanna mun vaxtaniður- greiðsla ríkisins nema um 80% af heildarvaxtagjöldum viðkom- andi. Hjá hjónum getur hámarks- greiðsla vaxtabóta numið 900 þúsund krónum en áður en farið var út í skuldaaðgerðir ríkis- stjórnarinnar gat sú upphæð að hámarki verið 400 þúsund krónur. Þetta er því meiri en 120% aukn- ing á hæstu útgreiðslu vaxta- bóta. Ásakanir þess efnis að ekk- ert hafi verið komið til móts við skuldsetta íbúðaeigendur eru því harla innistæðulitlar þegar þess- ar staðreyndar eru ljósar. Hinar sérstöku vaxtaniður- greiðslur verða við lýði á árun- um 2011 og 2012. Eftir þann tíma er gert ráð fyrir að skuldaúr- vinnsluaðgerðum, sbr. hin fjöl- þættu úrræði sem í boði eru, verði almennt lokið, húsnæðis- verð verði þá tekið að hækka og hagvöxtur að skila meiri tekjum og auknum kaupmætti. Þá skipt- ir ekki litlu máli sá árangur sem náðst hefur við að ná niður vöxtum og verðbólgu, en hvort tveggja mældist um 18% þegar núverandi ríkisstjórn tók við. Þessir tveir þættir, háir vextir og mikil verðbólga, reyndust íbúða- eigendum mjög íþyngjandi. Hús- næðis- og bílakaupalán í erlendri mynt eða með gjaldeyrisviðmið- un eru svo kapítuli út af fyrir sig. Í því tilviki er einnig að greiðast úr málum og því ríkar ástæður til að ætla að erfiðasta tímabil efna- hagshrunsins fyrir íbúðaeigendur sé senn að baki. Er það vel. Almenn vaxtaniðurgreiðsla til stuðnings íbúðaeigendum Í umræðu um opinberar ráðning-ar hefur hugtakið „fagleg ráðn- ing“ verið áberandi. Það hefur borið við að skilningur mannauðs- fræðanna og skilningur stjórn- sýslunnar á faglegum ráðningum sé ekki sá sami. Mannauðsfræðin notar hugtakið með þeim hætti að framkvæmd sé starfsgreining og notuð séu vísindalega viðurkennd tæki og aðferðir sem best spá fyrir um frammistöðu einstaklings í nýju starfi. Stjórnsýslan notar hinsvegar hugtakið í þeirri merk- ingu að farið sé eftir þeim lögum og reglum sem gilda í ráðningum hins opinbera án tillits til þess að aðferðirnar spá ekki endilega fyrir um frammistöðu í starfi. Þegar einungis önnur faglega krafan er uppfyllt má segja að ekki sé um að ræða fullkomlega faglega ráðn- ingu, sem skapar hættu á að hæf- asti umsækjandinn sé ekki valinn. Bestu opinberu ráðningarn- ar eru þar sem faglegar kröfur beggja sjónarmiðanna eru upp- fylltar – enda ekkert því til fyrir- stöðu. Í stjórnsýslunni er gerð rík krafa um gagnsæi, rökstuddar ákvarðanir, upplýsingagjöf, jafn- ræði, andmælarétt og réttmætis- reglu. Fyrir utan kröfu um nafna- birtingar umsækjenda og opnar umsagnir, eru reglurnar aðeins til þess fallnar að styðja við gott ráðningarferli. Vandinn er að í mörgum tilvikum er aðferðum mannauðsfræðanna ekki beitt. Hæfnisgreining Oft má framkvæma betri hæfn- isgreiningar en lögin kalla eftir. Þ.e. fara dýpra í hvaða hæfnis- þætti einstaklingurinn í starfinu þarf að uppfylla. Starfsgreining getur verið tímafrek og stundum er vinnslu hennar ábótavant og oft ekki unnin eftir líkani um starf- ið. Starfsgreining kemur ávallt til viðbótar við það sem talið er upp í lögum um starfið. Öflun umsækjenda Strax við öflun umsækjenda hefst leitin að hæfasta einstak- lingnum. Umsækjenda er fyrst og fremst aflað með auglýsingu í þeim tilgangi að fá sem stærst- an hóp hæfra umsækjenda. Lög um opinbera nafnabirtingu draga hins vegar úr líkunum á að bestu umsækjendurnir fáist til að taka þátt í ráðningarferlinu. Það er mat okkar hjá Capacent ráðningum að um 15%-20% umsækjenda dragi umsókn sína til baka þegar birta á nafnalista opinberlega. Oft er mikil eftirsjá að þeim sem draga sig til baka. Þessa kröfu þarf lög- gjafinn að endurskoða enda ætti ekki að vera mjög erfitt að finna leið til að uppfylla tilgang laganna með öðrum hætti en nafnabirtingu. Mat á hæfni Að meta hlutlægt sem flesta þætti í fari einstaklings með rétt- um tækjum og tólum er áreiðan- legasta aðferðin til að uppfylla réttmætisreglu stjórnsýslunnar. Mannauðsfræðin hefur rannsak- að þessi mál í meira en 70 ár og hefur yfir að ráða aðferðum sem eru óyggjandi betri en hyggjuvit stjórnenda. Mat á hæfni er fram- kvæmt með margs konar hætti. Umsækjendur gætu þurft að leysa starfstengt verkefni, taka stöðluð og réttmæt getupróf og síðast en ekki síst er persónu- leikapróf notað til að leggja mat á það hvaða mann umsækjandi hefur að geyma. Til viðbótar eru notuð stöðluð viðtöl og umsagna er aflað. Umsagnir Það torveldar valið á hæfasta umsækjandanum að ekki má heita trúnaði við öflun umsagna. Forspárgildi umsagna er að öllu jöfnu frekar lítið – og hætt við að forspárgildið rýrni enn frek- ar þegar líkur eru á að umsagn- ir verði gerðar opinberar. Þetta er flókið lagalegt úrlausnaratriði en til að ná markmiðinu um ráðn- ingu þess hæfasta er nauðsynlegt að huga að lausn. Útvistun Umræða hefur verið um stofn- un ráðningastofu ríkisins sem sæi um að meta hæfni umsækj- enda og fylgja verkferlum eftir. Það er ekkert í verkferlum ráðn- inga hins opinbera sem ekki er hægt að sinna jafnvel eða betur af einkafyrirtækjum. Þetta snýst um þá pólitísku spurningu hvort að ríkið eigi að sinna öllum málum eða hvort fyrirtæki á almennum markaði megi þjónusta hið opin- bera þegar við á. Það að standa faglega að ráðn- ingum snýr fyrst og fremst að aðferðafræði; að uppfylla lagaskil- yrði en tryggja jafnframt að viður- kenndum en ekki handahófskennd- um aðferðum sé beitt við leitina að þeim hæfasta. Hvað felst í „faglegri ráðningu“? Húsnæðismál Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra Ráðningar Gunnar Haugen framkvæmdastjóri Capacent ráðninga Við gerð samkomulagsins var litið til þess að nauðsynlegt væri í kjölfar efnahags- hrunsins að koma til móts við fólk með lán vegna húsnæðisöflunar með almennum hætti. Það torveldar valið á hæfasta umsækjand- anum að ekki má heita trúnaði við öflun umsagna. Forspárgildi umsagna er að öllu jöfnu frekar lítið – og hætt við að forspárgildið rýrni enn frekar þegar líkur eru á að umsagnir verði gerðar opinberar. Menntun kvenna lyk- ill að velferð barna Fyrir margar konur í hinum vestræna heimi er fæðing barns tilhlökkunarefni enda er víðast hvar, sem betur fer, hægt að treysta á góðan aðbúnað og aðstoð fagfólks, hvort sem er ljós- mæðra eða lækna. Mæðravernd og ungbarnaeftirlit á Íslandi hefur skilað okkur gríðarlegum árangri – dánartíðni ungbarna er hvergi minni í heiminum en á Íslandi samkvæmt alþjóðlegum rann- sóknum (á árinu 2009 var það 1,8 barn af 1000 fædd- um) og það getum við vafalítið þakkað öflugu heilbrigðis- kerfi og vel mennt- uðu fagfólki fyrir utan almenn lífskjör og aðstæður. Svo gott er það ekki alls staðar – fyrstu fjórar vikurn- ar eftir fæðingu eru hættu- legur tími í lífi marga barna en þá deyja um 40% allra þeirra barna í heiminum sem deyja fyrir fimm ára aldur, samkvæmt skýrslu Barna- heilla – Save the Children, State of the World Mother‘s Report 2011, sem kynnt er í dag. Samkvæmt sömu skýrslu, deyja ríflega 8 milljónir barna árlega áður en þau ná fimm ára aldri. Sami tími reyn- ist líka mæðrunum skeinu- hættur en árlega fæða um 48 milljónir kvenna börn sín án nokkurrar hjálpar heilbrigðis- starfsmanna. Í skýrslu Barnaheilla – Save the Children eru settar fram tillögur um hvernig megi fjölga þeim börn- um og mæðrum sem lifa af. Þar er ábyrgð stjórnvalda um heim allan mikil en eitt mikilvæg- asta skrefið til að ná árangri í þessum efnum er að tryggja öllum aðgang að lág- marks heilbrigðis- þjónustu í nærsam- félaginu, ekki síst aðstoð ljósmæðra. Eitt af lykilat- riðunum til að ná þessu markmiði er að tryggja mennt- un kvenna – bæði menntun á heil- brigðissviði en líka almenna menntun mæðra sem geta þá orðið hæfari til að tryggja aðbúnað sinn og barna sinna. Íslendingar geta lagt sitt af mörkum, með því að vinna áfram að góðum árangri hér á landi, en líka með því að styrkja þróunarlöndin til að efla mennta- og heilbrigð- iskerfi sitt og þar með búa mæðrum og börnum betri lífs- skilyrði. Menntamál Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningar- málaráðherra Mæðravernd og ungbarna- eftirlit á Íslandi hefur skilað okkur gríðarlegum árangri – dánartíðni ungbarna er hvergi minni í heiminum Reykjavík - Reykjanesbæ Akureyri - Húsavík Vestmannaeyjum - Flúðum Margar stærðir og gerðir Breidd: 1 metri Verð pr. lengdarmeter 1.795 Breidd: 66 cm Verð pr. lengdarmeter 1.495 FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MÁ BJÓÐA YKKUR MEIRI VÍSI?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.