Fréttablaðið - 03.05.2011, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 03.05.2011, Blaðsíða 18
18 3. maí 2011 ÞRIÐJUDAGUR Mannréttindum er almennt skipt upp í tvo meginflokka. Hinn fyrri er flokkur borgaralegra og stjórnmálalegra réttinda. Í fyrsta lagi beinast þau að því að vernda líf, frelsi og öryggi borgaranna og eru t.d. tjáð í réttinum til lífs, banni við þrælkun og pyntingum og vernd friðhelgi einkalífs. Í öðru lagi lúta þessi réttindi að gangverki réttar- ríkisins og tryggja borgurunum t.d. rétt til réttlátrar málsmeðferð- ar fyrir sjálfstæðum og óvilhöll- um dómstólum. Í þriðja lagi beinast þessi réttindi að gangverki lýðræð- islegs samfélags og tryggja þátt- töku borgaranna í opinberu lífi með réttindum svo sem trú- og lífsskoð- anafrelsi, tjáningarfrelsi, funda- frelsi og félagafrelsi sem og rétti til að taka þátt í frjálsum kosning- um. Annar flokkur réttinda er síðan flokkur efnahagslegra, félagslegra og menningarlegra réttinda sem lýtur fremur að því að tryggja for- sendur þess að allir njóti ákveðinnar lágmarksvelferðar. Helstu réttindi sem tilheyra þessum flokki eru t.d. réttur til atvinnu, réttur til réttlátra starfsskilyrða, réttur til almanna- trygginga, réttur til heilsu, réttur til menntunar, réttur til viðunandi lífsskilyrða og réttur til að taka þátt í menningarlífi. Í Mannréttindayfirlýsingu Sam- einuðu þjóðanna er ekki gerð- ur neinn greinarmunur á þessum tveimur flokkum réttinda en þegar kom að því árið 1966 að útfæra réttindin í lagalega skuldbindandi alþjóðasáttmála var þeim skipt upp í tvo sáttmála. Ástæðan var hugmyndafræðilegur ágreining- ur á milli austurs og vesturs, þar sem austantjaldsríkin vildu leggja áherslu á efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi, en vestræn ríki vildu leggja meiri áherslu á borgaraleg og stjórnmálaleg rétt- indi. Svipuð leið var farin í Evrópu með því að aðskilja Mannréttinda- sáttmála Evrópu og Félagsmálasátt- mála Evrópu. Flokkunin er þó engan veginn einhlít. Af þessari þróun spratt samt sem áður ákveðin tví- hyggja sem lengi ríkti í fræðilegum og pólitískum orðræðum um mann- réttindi. Ljóst er að mörg efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi, s.s. réttur til menntunar og réttur til heilbrigðisþjónustu, leggja skuld- bindingar á ríki sem kosta töluverð fjárútlát. Þess vegna eru efnahags- leg, félagsleg og menningarleg rétt- indi almennt útfærð með þeim hætti í alþjóðlegum mannréttindasáttmál- um að ríki skuli vinna að því að veita þessi réttindi að því marki sem bæði efnahagslegar og aðrar forsendur leyfa hverju sinni. Aftur á móti eru borgaraleg og stjórnmálaleg rétt- indi vernduð með ákveðnari hætti og kveðið á um það að ríkjum beri að virða þau og tryggja þegar í stað. Umrædd tvíhyggja nærðist á þessum blæbrigðamun og byggðist á því að borgaraleg og stjórnmála- leg réttindi voru talin „lagaleg rétt- indi“ sem legðu neikvæðar athafna- leysisskyldur á ríki, væri hægt að framfylgja fyrir dómi og fælu ekki í sér víðtækar skuldbindingar varð- andi félagslega stefnumörkun eða fjárútlát. Á móti voru efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi talin „stefnuyfirlýsingar“ sem til- heyrðu sviði stjórnmálanna þar sem þau legðu jákvæðar athafnaskyldur á ríki og væru ekki þess eðlis að þeim væri hægt að framfylgja fyrir dómi m.a. vegna þess að þau væru kostnaðarsöm. Það er skemmst frá því að segja að þessar forsendur tví- hyggjunnar hafa allar verið hraktar á síðari tímum. Dómaframkvæmd á grundvelli Mannréttindasáttmála Evrópu hefur t.d. sýnt fram á það með afgerandi hætti að borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi fela einn- ig í sér jákvæðar athafnaskyldur sem geta kallað á félagslega stefnu- mörkun og fjárútlát. Þá er augljóst að mörg borgaraleg og stjórnmála- leg réttindi eru kostnaðarsöm, s.s. rekstur réttarkerfis og lýðræðis- legra stjórnarhátta. Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna hefur einnig mikið starf verið unnið að því að skýra inntak þeirrar skuld- bindingar sem efnahagsleg, félags- leg og menningarleg réttindi fela í sér. Þannig hefur það verið leitt skýrt í ljós að sá flokkur réttinda felur bæði í sér neikvæðar athafna- leysisskyldur og ákveðinn lágmarks- kjarna sem framfylgt verði þegar í stað fyrir dómstólum, þótt aðrir þættir þeirra lúti lögmálum þess að vera meira yfirlýsingar um stefnu- mið sem eru um útfærslu háð ytri aðstæðum hverju sinni. Þá má nefna að réttindaskrá Evrópusambands- ins inniheldur ítarleg ákvæði um réttindi af báðum flokkum. Það er því ljóst að þótt á þessum tveimur flokkum réttinda sé ákveðinn blæ- brigðamunur er ekki um eðlismun að ræða. Endurskoðun mannréttindakafla stjórnarskrárinnar árið 1995 var að mörgu leyti mikið framfara- skref og ákvæðin hafa reynst vel í framkvæmd. En þrátt fyrir þróun í átt frá tvíhyggjunni sem þá þegar hafði átt sér stað endurspeglast hún afar skýrt í mannréttindakaflan- um. Það sést af því að þar er lögð afgerandi áhersla á borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi á meðan mörgum mikilvægum réttindum af flokki efnahagslegra, félags- legra og menningarlegra réttinda er gert síður hátt undir höfði. Engin efnisleg rök standa til þess að gera efnahagslegum, félagslegum og menningarlegum réttindum ekki góð skil í íslensku stjórnarskránni. Báðir flokkar mannréttinda fela í sér mikilvæg grundvallarréttindi sem Ísland á að hafa metnað til að tryggja þegnum sínum í stjórnar- skrá. Íslenska ríkið er auk þess að sjálfsögðu jafn bundið af öllum þeim alþjóðlegu mannréttindasátt- málum sem það hefur undirgeng- ist, sama hvorn flokk réttinda þeir varða. Fara þarf með skipulögðum og heildstæðum hætti yfir mann- réttindakaflann og tryggja að hann veiti öllum helstu mannréttindum nægilega skýra vernd. Ef litið er til flokks borgaralegra og stjórnmálalegra réttinda blasir við að brýnt er að bæta úr því að í stjórnarskránni er hvergi minnst á sjálfan réttinn til lífs. Einnig má benda á að hvergi er kveðið á um réttinn til að leita raunhæfs réttar- úrræðis fyrir dómi eða sambæri- legum úrlausnaraðila hafi mann- réttindi verið brotin. Þegar litið er til flokks efnahagslegra, félags- legra og menningarlegra réttinda eru úrlausnarefnin fleiri en svo að fjallað verði um þau öll í stuttri blaðagrein. Hér þarf að útfæra mun ítarlegri efnisákvæði um fjölda rétt- inda. Slík ítarlegri efnisákvæði hafa tvíþættan tilgang. Að því marki sem þau hafa í sér fólgnar neikvæðar skyldur eða þegar virkan lágmarks- kjarna réttinda geta einstakling- ar krafist þeirra fyrir dómi. En að því marki sem þau hafa í sér fólgin fyrirmæli um stefnumið og veitingu réttinda af fremsta megni ríkisins hverju sinni, þá setja þau ramma um löggjafarstarf, stefnumörkun og framkvæmd á viðkomandi sviði sem stjórnvöldum ber ávallt að hafa í huga og virða. Þrátt fyrir tímabundna erfiðleika er Ísland velmegandi lýðræðisríki sem býr að traustum innviðum og ætti því ekki að óttast afleiðingar þess að veita efnahagslegum, félags- legum og menningarlegum réttind- um virka vernd í stjórnarskrá sinni. Nú þegar stjórnlagaráð hefur vinnu sína við að útfæra nýja stjórnarskrá fyrir Ísland gefst því einstakt tæki- færi til að búa mannréttindakafla hennar þannig úr garði að sómi sé að. Lengri útgáfu er að finna á Vísi. Mannréttindi í stjórnarskrá Stjórnarskrá Oddný Mjöll Arnardóttir prófessor við Háskólann í Reykjavík og formaður stjórnar Mannréttindaskrifstofu Íslands Engin efnisleg rök standa til þess að gera efnahagslegum, félagslegum og menning- arlegum réttindum ekki góð skil í íslensku stjórnarskránni. Landið mitt góða Ég bý í stórkostlegu landi. Hér er hreint loft, drykkjarhæft vatn úr kran- anum, náttúruauðlindir sem fáar þjóðir geta státað sig af og frábært veður. Nei, glens í mér. Veðrið er ekkert frá- bært. Veður hefur samt aldrei haft mikil áhrif á mig. Veður er bara veður, þú breytir því ekkert. Vissulega er gaman að hafa sól og blíðu en samt ekki alltaf. Ég hef farið í sólar- landaferðir og alltaf finnst mér jafn óþægilegt að geta ekki opnað gluggann og fundið svalan vind leika um mig. Mér finnst gott að lenda í Keflavík í suðsuðaustan sódavatni og finna rigninguna berja andlit- ið. Þannig er Ísland, við breyt- um því ekki. Það er samt fullt af hlut- um á Íslandi sem við getum breytt. Þar er ekki allt í lagi hvernig við skiptum piztsunni. Mig langaði ekki að nota orðið „þjóðarkaka“, það er eitthvað svo mikil pólitík í því. Samt er pitsa ekki beint þjóðlegur matur en það er reyndar kaka ekki heldur. Það er ekki í lagi að fiski- prinsar séu í skrúfusleik við sjálfan sig. Þeir ætla að ráða því áfram hvernig pitsunni er skipt. Fiskipitsa er ekki vinsæl á Íslandi í dag. Það eru ekki margir sem panta hana. Fiski- prinsar leita nú allra leiða til að halda sinni stóru sneið af pitsunni. Það er svo sem ekk- ert erfitt að setja sig í spor þeirra. Það langar engan að taka strætó þegar hann getur ferðast um á þyrlum, og þó. Margir segja að fiskiprinsar eigi allt áleggið á pitsunni og þess vegna fái þeir stærstu sneiðina. Samt sækja þeir ekki áleggið sjálfir heldur láta sæhetjur um áleggssöfnunina. Sæhetjur eru hörkunaglar, ég fíla sæhetjur. Það er ekki í lagi að leik- skólakennarar fái bara rétt að narta í skorpuna á pitsunni. Sumir segja að leikskólakenn- arar skapi engin verðmæti. Það er heimskulegt tal. Góður leikskólakennari getur skapað meiri verðmæti á starfsævi sinni en fiskiprins getur nokk- urn tímann dreymt um. Leik- skólakennari er með beinan aðgang að einstaklingi á mest mótandi tíma ævi hans. Það er mikil ábyrgð sem fylgir því. Stundum hendir sæhetja litlum fiskum í sjóinn því að fiskiprinsar fá meiri pening fyrir stóra fiska. Það er kallað brottkast. Leikskólakennari fær jafn lítinn pening fyrir stóran einstakling og lítinn einstakling. Allir einstakling- ar eru honum jafn verðmætir. Stundum neyðist góður leik- skólakennari til að finna sér annan starfsvettvang vegna þess að hann getur ekki keypt fisk fyrir launin sem hann fær fyrir að kenna öllum jafn verð- mætu einstaklingunum. Það er kallað brottfall. Nú fer í hönd tími þar sem leikskólakennarar ætla að berjast með kjafti og klóm gegn brottfalli. Við erum búin að fá nóg af innihaldslausum upphrópunum um mikilvægi okkar. Við viljum að mikil- vægi okkar verði metið eftir því hversu mikinn fisk við getum keypt um hver mánaða- mót. Við erum mjög sanngjörn í okkar kröfum. Leikskóla- kennarar hafa dregist aftur úr öðrum stéttum með svipaða menntun. Það verðum við að laga og það strax, annars verð- ur mikið brottfall úr stéttinni og því megum við alls ekki við. Við biðjum um stuðning ykkar kæra þjóð. Hvernig landi viljum við búa í? Leikskólar Haraldur F. Gíslason leikskólakennari Sumir segja að leik- skólakennarar skapi engin verðmæti. Það er heimskulegt tal. Góður leikskólakennari getur skapað meiri verðmæti á starfsævi sinni en fiskiprins getur nokk- urn tímann dreymt um. Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.