Fréttablaðið - 03.05.2011, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 03.05.2011, Blaðsíða 23
reiðhjól ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 2011 Hjólaðu í sólinni www.markid.is sími 553 5320 Ármúla 40 Verð 69.900 kr. Verð 59.900 kr. ●SKIPTU UM DEKK Slétt dekk gefa minna viðnám við götuna en mjög gróf dekk svo hjólið fer hraðar yfir. Margir eiga nokkurra ára gömul fjallahjól á mjög grófum dekkjum en finnst leiðinlegt að hjóla á þeim á götum og stígum. Þeir þurfa þó ekki að fjárfesta í nýju hjóli heldur geta skipt út dekkjunum og endur- nýjað hjólið. ● ALHLIÐA VIÐGERÐA ÞJÓNUSTA Hjá Markinu er rekið alhliða varahluta- og við- gerðaverkstæði. Tekið er við öllum hjólum af öllum gerðum, hvort sem þau hafa verið keypt hjá Markinu eður ei. Á vorin er gott að láta yfirfara reiðhjólin, sérstaklega ef þau hafa staðið úti yfir veturinn. Með öllum hjól- um keyptum hjá Markinu fylgir frí upphersla innan tveggja mánaða eftir kaupin. ● ÚRVAL FYRIR ÞAU YNGSTU Hjá Markinu er gott úrval af hjólum fyrir yngstu hjól- reiðamennina. Ítalska hjólreiða- merkið Italtrike hefur fengist hjá Markinu í yfir 20 ár en Italtrike- hjólin eru létt, þægileg og stöð- ug. Öryggis- og aukahlutir svo sem hjálmar, bjöllur, körfur og fleira fást einnig í versluninni. Markið Sportvöruverslun hefur selt reiðhjól í 30 ár en fyrirtækið var stofnað af Braga Jónssyni árið 1980. Verslunin er enn í eigu fjölskyldunnar og er sonur Braga, Brynjar Þór, verslunarstjóri í dag en Markið er ein af stærstu sérhæfðu reiðhjólaverslunum á landinu. „Við byrjuðum reksturinn við Suðurlandsbraut en fluttum svo í Ármúla 30 og stækkuðum þá búð- ina verulega. Með árunum hafa skíðavörur og þrektæki bæst við vöruflokkana hjá okkur en að- aláherslan er á reiðhjól og allan búnað sem þeim fylgir,“ segir Brynjar Þór. „Við bjóðum upp á allar tegundir hjóla fyrir alla hjól- reiðamenn, allt frá eldri ömmum sem vilja þægileg hjól með körfu og upp í stráka sem vilja stökkva yfir bíla.“ Meðal vörumerkja sem fást í Markinu eru Scott, Giant og Norco en allir þessir framleiðend- ur eru þekktir fyrir gæðafram- leiðslu. Eins býður verslunin upp á aukahluti fyrir hjólreiðamann- inn, hjálma, fatnað og skó. „Scott framleiðir til dæmis mikið af sérhönnuðum hjólreiða- fatnaði sem gott er að hreyfa sig í. Við seljum fatnað bæði innan undir og utan yfir föt og allt sem þarf til að stunda hjólreiðar allan ársins hring. Starfsfólk verslun- arinnar hefur áralanga reynslu og þekkingu og aðstoðar viðskipta- vini við val á hjólum og búnaði sem hentar hverjum og einum.“ Brynjar segist finna fyrir tals- verðri aukningu í sölu reiðhjóla. Nú séu einnig hin svokölluð „Com- fort“ hjól að sækja í sig veðrið en á þeim situr hjólreiðamaðurinn beinn í baki með dempara undir hnakknum og hægt er að stilla stöðuna á stýrinu. „Það er þægilegra að sitja á „Comfort“ hjólum en hefðbundn- um fjallahjólum og þau kaup- ir hinn venjulegi hjólreiðamaður sem fer út í stutta hjólreiðatúra. Sá hópur er að stækka. Reyndar fer sá hópur líka stækkandi sem notar hjól sem samgöngutæki og hjólar á hverjum degi til vinnu. Fólk er að átta sig á að það er þægilegt að hjóla hérna og einn- ig spilar hátt eldsneytisverð inn í. Fólk talar jafnvel um að það taki einungis einn mánuð að spara upp í hjólið.“ Hverju hjóli sem keypt er í Markinu fylgir frí upphersla, sé komið með það innan tveggja mánaða frá kaupunum. Brynjar segir mikilvægt að láta yfirfara hjólið eftir nokkurra vikna notk- un. „Á fyrstu vikunum teygjast allir vírar. Það þarf að strekkja á bremsum, herða bolta og fara yfir gíra. Þetta eykur endinguna á hjólinu til muna. Eftir veturinn er líka gott að koma með hjólin og láta líta yfir þau, sérstaklega ef þau hafa staðið úti,“ segir Brynj- ar og hvetur fólk til að geyma hjól innandyra sé það hægt. Þá sé mikilvægt að halda reiðhjólum hreinum, smyrja keðjur og hjól reglulega og passa að nóg loft sé í dekkjum og að bremsupúðar séu ekki eyddir. „Við erum einnig með verk- stæði hér á staðnum og sinnum allri viðgerða- og varahlutaþjón- ustu á öllum hjólum, hvort sem þau hafa verið keypt hjá okkur eða ekki.“ Heimasíða verslunarinnar er www.markid.is Reiðhjól fyrir ömmur og STÖKKVANDI STRÁKA Brynjar Þór Bragason, verslunarstjóri hjá Markinu sportvöruverslun, hvetur fólk til að geyma reiðhjólin inni yfir veturinn sé hægt að koma því við. Einnig sé nauðsyn- legt að halda hjólinu hreinu og smyrja reglulega keðjur og hjól. MYND/GVA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.