Fréttablaðið - 03.05.2011, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 03.05.2011, Blaðsíða 38
3. maí 2011 ÞRIÐJUDAGUR26 folk@frettabladid.is Kanadíska ofurstirnið Justin Bieber hefur augljóslega gaman af prakkarastrikum. Hann setti nýlega símanúmerið sitt, að því er virtist, inn á Twitter-síðu sína nýlega og hvatti aðdáendur sína til að hringja í sig og spjalla. „Leyfið mér að heyra frá ykkur,“ voru skilaboðin frá táningsstjörnunni. Seinna kom í ljós að þetta var hrekkur og hálfgerð afmælis- gjöf Biebers til vinar síns Wilsons Warren en sá var svo óheppinn að eiga símanúmerið. Eins og gefur að skilja stoppaði síminn ekki og aumingja Wilson vissi vart hvaðan á sig stóð veðrið þegar móðursjúk- ar unglingsstúlkur fóru að láta í sér heyra. Wilson tók hins vegar gríninu vel og þeir tveir sömdu frið á Twitter-síðunni skömmu seinna. Bieber er prakkari SPAUGARI Justin Bieber þykir fátt jafn skemmtilegt og að hrekkja vini sína eins og vinur hans Wilson Warren fékk að kynnast. Breska þjóðin má vart vatni halda yfir yngri systur Katrínar hertoga- ynju af Cambridge, Pippu Middle- ton, en hún lék lykilhlutverk sem fyrsta brúðarmær í konunglega brúðkaupinu og stóð sig með prýði. Partíljónið Pippa getur orðið næsta stjarna Bretlandseyja ef hún vill. Pippu Middleton grunaði eflaust ekki að hún myndi hleypa af stað fjölmiðlasirkus þegar hún steig brosandi út úr brúðarbílnum til að hjálpa systur sinni að laga slóðann. Í þröngum kjól úr smiðju Söruh Burton hjá tískuhúsi Alexander McQueen og með breitt brosið að vopni heillaði hin 27 ára gamla Phil ippa Middleton, kölluð Pippa, alla upp úr skónum. Kjóllinn virtist beina athygli sumra að afturenda Pippu sem hefur einnig fengið sinn skerf af athyglinni og hafa meðal annars verið stofnaðar margar aðdáendasíður honum til heiðurs. Sumir sérfræðingar vilja meina að klæðnaður brúðarmeyjarinnar hafi verið of þröngt sniðinn og fleg- ið hálsmálið sæmi ekki konunglegu brúðkaupi. Aðrir telja að Katrín hertogaynja hafi gjarna viljað deila sviðsljósinu með litlu systur. Daily Mail er með ýtarlega grein um litlu systurina og veltir því fyrir sér hvernig fröken Pippa ætli að fara með frægðina. Aðeins eitt ár er á milli systranna sem eru samkvæmt vinum og vandamönn- um mjög ólíkar. Flestir vilja meina að partíljónið Pippa hafi frekar verið líkleg til að næla sér í fræg- an og ríkan mann en hin hljóðláta eldri systir. Pippa er vön að vera miðpunktur athyglinnar. Pippa vinnur hjá veisluþjón- ustu en þar sameinar hún tvö af sínum helstu áhugamálum, partí og tengslamyndun. Sjónir manna beinast nú að einkalífi hennar, en hún er í sambandi með fyrrver- andi krikketspilara og núverandi bankastarfsmanni Alex Loudon, en margir vona að hún hreinlega taki saman við yngri bróður Vilhjálms, Harrý Bretaprins en þau gengu saman út kirkjugólfið á föstudag- inn. Samkvæmt breskum miðlum, sem bíða nú í ofvæni eftir næstu skrefum Pippu, hefur biðin í skugg- anum á stóru systur verið óþolandi. Nú gæti hennar tími verið kominn og nokkuð ljóst að við eigum eftir að heyra meira af fröken Pippu Middleton í framtíðinni. alfrun@frettabladid.is BRÚÐARMÆRIN SEM STAL SENUNNI GLÆSILEG Philippa Middleton var glæsileg sem fyrsta brúðarmær í konunglega brúð- kaupinu og vakti kjóll hennar athygli sem beindist einkum að afturhluta Pippu sem hefur eignast fjöldann allan af aðdáendum á internetinu. milljónir dala flugu í vasa framleiðenda fimmtu Fast and Furious- myndarinnar um helgina. Engin mynd frumsýnd í apríl hefur náð viðlíka árangri, en í íslenskum krónum eru þetta um níu milljarðar. 83,6 PARTÍLJÓN Pippa er ólík systur sinni að því leyti að hún er mikill partípinni og leiðist alls ekki sviðsljósið. Unnusti söng- og leik- konunnar Jennifer Hud- son, David Otunga, hefur bannað henni að grenn- ast meira, en fjölmiðlar vestanhafs hafa einnig deilt áhyggjum hans af ört minnkandi umfangi líkama Óskarsverðlaunahafans. Hudson hefur grennst um fjórar fatastærðir á síðustu tveimur árum og segist leikkonan einnig eiga erfitt með að venjast þessum hröðu breytingum á líkama sínum „Ég hef grennst mjög hratt enda fylgi ég ströngu matar- plani. Mér bregður stund- um þegar ég lít í speg- il en ég vil ekki grennast meira. Þetta er nóg,“ segir Hudson. Bannar meiri megrun MIKIL BREYTING Söng- og leikkonan Jennifer Hud- son hefur grennst um fjórar fatastærðir á síðustu tveimur árum en vill ekki grennast meira. NORDICPHOTOS/GETTY Taktkjafturinn Beardyman kemur fram á tónleikum á Nasa næsta laugardag, 7. maí. Beardyman vakti fyrst athygli þegar hann vann keppnina UK Beatbox Champion árin 2006 og 2007. Árið 2008 sat hann í dóm- nefnd. Hann hefur verið í farar- broddi taktkjafta og blandar saman nýjustu tækni og hæfileikum sínum til að skapa heilu tónverkin á sviði. Hann ku vera afar fjölhæfur og tónleikar hans þykja skemmtileg- ir, fyndnir og áhugaverðir. Fjölmargir tónlistarmenn koma fram á Nasa á laugardaginn ásamt Beardyman: Mc Messiah, Mc Chiovas og Nasty Shit frá Lithá- en, Dj Mira Joo frá Ungverjalandi, íslensku hipphopp-hljómsveitirn- ar Forgotten Lores og 32C; Rapp- ararnir Emmsjé Gauti og Dabbi T ásamt PLX, Gnúsa Yones, Marlon Pollock og 3. hæðinni. Forsala fer fram í verslunum Skór.is í Kringlunni og Smáralind og í plötubúðinni Lucky Records á Hverfisgötu. Miðaverð er 3.000 krónur í forsölu og 3.500 við dyrn- ar. - afb Besti taktkjaftur Breta á Nasa SÁ BESTI Þegar Beardyman mætti í viðtal á BBC fyrir nokkrum miss- erum var hann titlaður konungur hljóða og takta. Lærðu að kenna börnum jóga Námskeið sem er opið öllum og hentar sérstaklega leikskóla- og grunnskólakennurum, verður haldið helgina 7. og 8. maí í Jóga stúdíó. Jóga er góð leið til þess að ná betri einbeitningu, auka liðleika og styrk, það eykur sjálfstraust, bætir skap og kætir. Börnin læra samvinnu og að bera virðingu fyrir sér og öðrum. Farið verður yfir æfingar og leiki sem henta börnum vel, hvernig gott er að byggja upp jógatíma og hvernig hægt er að færa jóga inn í skólastofuna og leikskólann Laugardagur 7. maí. kl: 9 - 16 Sunnudagur 8. maí kl: 10 - 15 Verð 28.000 kr. Skráning er hafin á www.jogastudio.is og í síma: 772-1025 - Ágústa og 695-8464 - Drífa JÓGA Stúdíó

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.