Fréttablaðið - 03.05.2011, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 03.05.2011, Blaðsíða 46
3. maí 2011 ÞRIÐJUDAGUR34 MORGUNMATURINN „Hér úti í Bretlandi finnst mér gott að fá mér hefðbundinn enskan morgunmat en heima á Íslandi er það hafragrauturinn hennar mömmu sem er bestur.“ Tinna Bergs fyrirsæta. „Þetta er orðið að vandamáli fyrir löngu,“ segir fyrrverandi sjón- varpskonan Inga Lind Karlsdótt- ir en hún er byrjuð að undirbúa heimildarmynd um of feit börn á Íslandi. Að sögn Ingu er undirbún- ingur myndarinnar þó skammt á veg kominn. „En ef Guð lofar þá gæti þetta gengið, þetta er nokkuð sem mig langar til að gera og ég er byrjuð að vinna í þessu,“ útskýrir Inga en henni til halds og trausts verður að öllum líkindum Einar Árnason tökumaður. Umræðan um of feit börn hefur orðið háværari undanfarin ár og þá sérstaklega í Bandaríkjunum og Bretlandi. Nýlegar rannsókn- ir hér á landi benda til þess að vandamálið fari sífellt vaxandi hjá fólkinu sem á að erfa landið og er talið að um fimmtungur íslenskra barna á aldrinum sjö til níu ára sé of þungur. Er þar um kennt of lít- illi hreyfingu og óhollum mat en athyglinni hefur þá aðallega verið beint að skólamáltíðunum. Inga Lind kveðst ekki reiðubúin til að skella skuldinni alfarið á þær. „Ég ætla líka að skoða hvað við erum að gefa börnunum okkar að borða heima fyrir.“ Hún segir þetta vera stórt mál fyrir allt samfélagið, þetta varði alla. „Og hingað til virðist of lítið hafa verið gert af hálfu hins opinbera, ekki fyrr en nú, að verið er að opna móttöku fyrir of feit börn á barnaspítalan- um og ég vonast til að geta fylgt þeirri opnun eftir í myndinni.“ Fyrir utan sjónvarpsferil sinn hefur Inga verið dugmikil í opin- berri umræðu, hún hlaut meðal annars kosningu til stjórnlaga- þingsins en ákvað að þiggja ekki sæti í sjálfu stjórnlagaráðinu og þá hefur hún setið í stjórn Hjalla- stefnunnar á Íslandi. Hún segir ekkert eitt hafa orðið til þess að hún ákvað að athuga jarðveg- inn fyrir heimildarmynd eins og þessari. „Þetta verkefni á barna- spítalanum vakti áhuga minn og mig langar til að gefa fólki tæki- færi til að fá að fræðast um vand- ann. Þetta er bara eitt vandamálið í þjóðfélaginu þar sem við getum gert betur og vonandi breytt ein- hverju.“ freyrgigja@frettabladid.is INGA LIND: HEILBRIGÐI SKIPTIR SAMFÉLAGIÐ MIKLU MÁLI GERIR HEIMILDARMYND UM OF FEIT BÖRN Á ÍSLANDI „Þetta hvetur okkur til dáða að drífa í því að koma þessari aðstöðu upp. Við höfum verið að undirbúa alþjóð- lega söfnunarsíðu sem er unnin af meðlimum Besta flokksins í sjálf- boðavinnu, án nokkurra fjárfram- laga og algerlega óháð borginni. Og þar hyggjumst safna fé fyrir svona aðstöðu og þekkingu til að fanga og hlúa að svona dýrum,“ segir Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík. Hvítabjörn gekk á land á Horn- ströndum í gærmorgun en dýrið var fellt í Hornvík síðla dags. Eins og margoft hefur komið fram í fjöl- miðlum var það eitt af kosninga- loforðum Besta flokksins fyrir síðustu sveitarstjórnarkosning- ar að hafa hvítabjörn í Húsdýra- garðinum. Jón sagðist í samtali við Fréttablaðið vonast til þess að umhverfisráðuneytið væri und- irbúið undir heimsóknina á annan hátt en að drepa dýrið. Honum varð hins vegar ekki að ósk sinni. „Á Svalbarða, þar sem hvítabirnir eru algeng sjón, forðast menn að drepa hann heldur reyna frekar að hrekja hann á brott.“ Jón bendir á að hvítabjörninn sé talinn til íslenskra spen- dýra og því sé það vel þess virði að efla almenna meðvitund um dýrið og stöðu þess í dýraríkinu. „Og þau umhverfis áhrif sem ógna tilveru hvítabjarnarins, breyttu veðurfari og mengun – sem sagt mennirnir með okkar daglega vafstri,“ útskýrir borgarstjóri sem hefur augljóslega mikið dálæti á ísbjörnum. „Þetta er eitt harðger- ðasta og stórfenglegasta dýr jarðar og það væri okkur til mikils sóma ef við værum með eitthvert gott kerfi sem tæki fagmannlega á þessu dýrum. Enda eru margir sem telja að með vaxandi ágangi á heimkynni þeirra muni þessum heimsóknum fjölga.“ - fgg Hvítabjörninn hvetur Jón til dáða „Núna er verið að skoða tæknilegar aðfinnslur og sviðsmyndina, hvaða litir og hvaða myndir eigi að birtast á meðan við spilum en fyrsta æfingin gekk vel og við negldum hana bara,“ segir Hreim- ur Örn Heimisson, einn meðlima Vina Sjonna. Þeir eru búnir að taka sína fyrstu æfingu í höllinni í Düsseldorf og líst ákaflega vel á alla umgjörð. Félagarnir voru í gráum vestum og gallabuxum en hægt er að sjá myndband frá æfingunni á vefsíðu esctoday.com. Hópurinn kom til Düsseldorf á sjálfan verkalýðsdaginn og þótt Eurovision sé oftar en ekki kölluð glyshátíð þá er mikið rokk og ról í kringum íslenska hópinn. „Við vorum nokkrir sem vorum að spila til klukkan þrjú og fjögur aðfaranótt sunnudagsins,“ útskýrir Hreimur en hópurinn átti að vera mættur í Efstaleit- ið klukkan fimm þann morgun. „Bene- dikt var að spila með Todmobile og ég og Pálmi vorum með Pöpunum á Players.“ Í dag er síðan skipulagður frídagur og þá hyggjast nokkrir eyða þeim tíma í golf á nærliggjandi velli. „Við ætlum að fá okkur bjór og steik í kvöld [gærkvöld] og slaka aðeins á.“ Hópurinn er vel græjaður og fékk svokallaðan Jam Hub að láni frá Tónastöðinni. „Þetta gerir okkur kleift að æfa í fullkomnu sándi uppi á hótelherbergi,“ segir Hreimur en sjálf generalprufan verður á föstudag- inn. „Hérna er allt eins og það á að vera og Þjóðverjinn stendur svo sannarlega undir nafni.“ Vinirnir negldu fyrstu æfinguna GEKK VEL Fyrsta æfing hópsins í Düsseldorf gekk vel fyrir sig og þeir félagar eru ánægðir með umgjörðina í Þýskalandi. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL EKKI SÁ ÚTVALDI Ísbjörnin á Horn- ströndum sem steig á land í gærmorgun er ekki hinn útvaldi hvítabjörn Besta flokksins enda var hann felldur í Hornvík. Heimsóknin hvetur Jón Gnarr og hans félaga til dáða. Í HEIMILDARMYNDAGÍRINN Inga Lind Karlsdóttir, fyrrverandi sjónvarpskona, hyggst gera heimildarmynd um of feit börn á Íslandi. Hún segir undirbúning þó skammt á veg kominn. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Aðalfundur GFF 2011 verður haldinn í Norræna húsinu þriðjudaginn 10. maí og hefst kl. 16.30. Venjuleg aðalfundarstörf Allir áhugamenn um gróðurvernd og umhverfismál eru velkomnir BÍTIÐ MEÐ HEIMI OG KOLLU ALLA VIRKA DAGA KL. 6.50 Verð kr. 19.900 - Netverð á mann, flugsæti til Barcelona 5. maí. Aðeins 12 sæti í boði og mjög takmörkuð gisting. Fyrstur kemur - fyrstur fær! Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð á allra síðustu flugsætunum í helgarferð til Barcelona. Gríptu þetta frábæra tækifæri og smelltu þér í einstaka helgarferð á frábærum kjörum! Frá kr. 19.900 Barcelona Frábær helgarferð 5 – 9. maí Ótrúlegt tilboð! Verð kr. 44.900 - Netverð á mann, flugsæti báðar leiðir. Útflug 5. maí og heimflug 9. maí. Verð kr. 79.900 - Verð á mann m.v. gistingu í tvíbýli á Hotel Ayre Gran Via **** með morgunverði.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.