Fréttablaðið - 03.05.2011, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 03.05.2011, Blaðsíða 12
FRÉTTASKÝRING Hverju eru stjórnvöld tilbúin til að lofa aðilum vinnumarkaðarins takist þeim að semja til þriggja ára? Stjórnvöldum var talsvert í mun að gera sitt til að aðilum vinnumark- aðarins tækist að gera kjarasamn- inga til þriggja ára, þótt ekki vildu þau ganga svo langt að láta undan kröfum Samtaka atvinnulífsins (SA) þegar kæmi að endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins. Ríkisstjórnin sendi SA og ASÍ lokatilboð síðastliðið fimmtudags- kvöld þar sem tíundaðar eru þær aðgerðir sem stjórnvöld voru til- búin til að lofa ef samningar til þriggja ára tækjust. Skýrt er tekið fram í tilboðinu að það sé háð því að semjist til þriggja ára. Gerist það ekki telja stjórnvöld sig óbund- in af því sem þar kemur fram. Í tilboðinu, sem er kallað drög að yfirlýsingu, eru ýmsir þættir taldir til, allt frá efnahagsstefnu að menntamálum. Eftir tvennu var þó beðið sérstaklega: fyrirhuguð- um stórframkvæmdum ríkisins og margboðuðum breytingum á lögum um stjórnun fiskveiða. Í yfirlýsingunni lofa stjórnvöld að auka opinberar fjárfestingar, þótt tekið sé fram að þær takmark- ist af þröngri stöðu ríkissjóðs. Taldar eru upp ýmsar aðgerðir, sem koma raunar fáum á óvart sem fylgst hafa með áformum rík- isstjórnarinnar í þessum efnum. Meðal þess sem talið er upp er bygging nýs Landspítala, en kostnaður við hana á að nema 3,1 milljarði króna á þessu ári og því næsta. Þá er tiltekin bygg- ing nýrra hjúkrunarheimila fyrir fimm milljarða króna og gerð Vaðlaheiðarganga sem kosta á tíu milljarða króna á þremur árum. Þá er talað um átak í opinberum viðhaldsframkvæmdum, aukn- ar framkvæmdir á vegum Ofan- flóðasjóðs, útboð á nýju fangelsi og aukin fjárframlög til vegafram- kvæmda á Vestfjörðum. Þessar framkvæmdir fela í sér rúmlega 13 milljarða króna auka- fjárútlát til loka næsta árs. Þessu til viðbótar er í drögunum fjallað um framkvæmdir sem fjár- magna á með öðrum hætti en bein- um fjárframlögum frá ríkinu. Í þessu samhengi er vísað til mögu- legra vegaframkvæmda á Suðvest- urlandi. Í drögunum er talað um að stofna starfshóp með fulltrúum SA, ASÍ og fleirum sem reyni að finna útfærslur á þessum málum fyrir lok maí. Í sérstakri bókun aftan við drög að yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er fjallað um það mál sem þykir hafa hleypt kjarasamningagerð í hnút – breytingar á fiskveiðistjórn- unarkerfinu. Fjallað var um frumvarp sjáv- arútvegsráðherra um kvótakerfið á ríkisstjórnarfundi á föstudag. Í drögum að yfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar segir að frumvarpið verði kynnt hagsmunaaðilum, og því næst verði unnin á því hagfræði- leg greining. Að því loknu verði farið yfir greininguna í hópi með fulltrúum stjórnarflokkanna, SA og ASÍ. Í bókuninni segir að þetta sé gert „í því skyni að leita leiða til að ná frekari sátt um útfærslu sem tryggi sjávarútveginum góð rekstrarskilyrði“. Niðurstöður þeirrar vinnu eiga að liggja fyrir um næstu mánaðamót. brjann@frettabladid.is 3. maí 2011 ÞRIÐJUDAGUR Aðalfundur Grafarholtssóknar Aðalsafnaðarfundur Grafarholtssóknar verður haldinn 10. maí kl. 18 í Guðríðarkirkju. Venjuleg aðalfundarstörf. Sóknarnefnd Grafarholtssóknar. U M A L L T LA N D pp Flesta þátttökudaga Flesta kílómetra Vinnustaðakeppni Skráning og nánari upplýsingar á vefsíðunni: hjoladivinnuna.is Nú látum við hjólin snúast um allt land! ÍS L E N S K AA / I S IA .I S /Í S Í 54 06 2 03 /1 1 Samstarfsaðilar Vertu með! Ólympíufjölskyldan 4.-24. maí Háaleitisbraut 66, 1O3 Reykjavík, Sími 528 44OO hringja í söfnunar- símann 9O7 2OO2, gefa framlag á framlag.is, gjofsemgefur.is eða á söfnunarreikning O334-26-886, kt. 45O67O-O499. Ný nálgun við mataraðstoð Hjálparstarf kirkjunnar ætlar að hverfa frá matargjöfum í poka og veita í staðinn barnafólki mataraðstoð með inneignarkortum í verslunum. Valgreiðsla hefur verið send í heimabanka þinn. Með því að greiða hana styður þú innanlands- aðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar og hjálpar til sjálfshjálpar. www.help.is PI PA R\ TB W A • SÍ A • 11 10 93 Boða sátt um veiðar Stjórnvöld voru tilbúin til að ganga talsvert langt til að tryggja að kjarasamning- ar til þriggja ára næðust á almennum vinnumarkaði. Boðuðu þrettán milljarða króna fjárfestingar og samráð til að ná sátt um rekstur sjávarútvegsfyrirtækja. ENDURSKOÐUN Óvissa hefur verið um framtíðarfyrirkomulag fiskveiða við landið frá því að ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna boðaði endurskoðun á fisk- veiðistjórnunarkerfinu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN STJÓRNMÁL Guðlaugur Þór Þórðar- son, þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins, hefur ákveðið að stefna Birni Val Gíslasyni, þingmanni Vinstri grænna, fyrir meiðyrði. Björn Valur skrifaði á vef sinn í fyrra að Guðlaugur hefði þegið mútur og setið í krafti þeirra sem ráðherra. Guðlaugur bauð Birni Val að draga ummælin til baka og biðjast afsök- unar innan til- skilins frest, el legar færi hann í mál. Björn Valur tilkynnti lög- manni Guðlaugs það bréfleiðis á sunnudag að hann hygðist ekki þekkjast boðið. Í kjölfarið fól Guð- laugur lögmanni sínum að útbúa stefnu. Guðlaugur hefur ekki ákveð- ið hvaða fjárhæðar hann mun krefjast í miskabætur. Í samtali við Vísi í gær sagði hann að pen- ingar hefðu ekki verið sér efstir í huga þegar hann tók ákvörðunina. Hann vilji ekki búa í þjóðfélagi þar sem menn geti leyft sér að bera glæpsamlegar sakir á menn og komist upp með það. - sh Hefur falið lögmanni sínum að útbúa stefnu: Guðlaugur Þór mun stefna Birni Val BJÖRN VALUR GÍSLASON GUÐLAUGUR ÞÓR ÞÓRÐARSON milljarðar króna er sú upphæð sem ríkið ætlar að verja til framkvæmda umfram það sem áformað var fram til lok næsta árs. 13 Brjánn Jónasson brjann@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.