Fréttablaðið - 03.05.2011, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 03.05.2011, Blaðsíða 14
14 3. maí 2011 ÞRIÐJUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 B eint lýðræði er í sókn víða um heim, einkum á Vestur- löndum. Yfir helmingur þjóðaratkvæðagreiðslna, sem efnt hefur verið til frá frönsku byltingunni, hefur átt sér stað á undanförnum 25 árum. Nýlega ákváðu íbúar í Suður-Súdan í þjóðaratkvæðagreiðslu að stofna eigið ríki og Bretar ganga senn að kjörborðinu og greiða atkvæði um hvort breyta eigi kosningakerfinu, svo dæmi séu nefnd. Íslendingar hafa á rúmu ári efnt til tveggja þjóðaratkvæða- greiðslna, þeirra fyrstu á lýðveldistímanum. Nú situr stjórn- lagaráð og mótar tillögur um hvernig megi efla frekar beint lýðræði á Íslandi og beita þjóð- aratkvæðagreiðslum í auknum mæli. Um það virðist jafnframt vera þverpólitísk samstaða. Hið virta tímarit The Econ- omist hefur barizt ötullega fyrir beinu lýðræði. Ýtarleg úttekt um efnið birtist þar í árslok 1996 og hafði mikil áhrif á umræður víða, einnig hér á landi. Það sætir því tíðindum þegar The Economist birtir nýja úttekt og virðist hafa fengið talsverða bakþanka, eins og rakið var í grein í helgarblaði Fréttablaðsins. Efasemdir blaðsins eru einkum til komnar vegna reynslunnar af tíðum þjóðaratkvæðagreiðslum í Kaliforníu, en þar rambar ríkið á barmi gjaldþrots, meðal annars vegna mislukkaðra ákvarðana, sem teknar hafa verið í þjóðaratkvæðagreiðslum, að sögn The Economist. Þannig hafa almennir kjósendur bæði ákveðið að lækka skatta og greitt góðum málum sem auka útgjöld atkvæði sitt. Það getur bara endað illa. Í ríkinu er framkvæmdarvaldið sagt veikburða og löggjafar- valdið nánast lamað vegna þess hversu auðvelt er að efna til almennra atkvæðagreiðslna. Beint lýðræði er ekki lengur örygg- isventill eins og það átti upphaflega að vera og ekki heldur aðhald með elítuhópum, heldur geta sérhagsmunahópar nýtt sér það til að koma sínum málum inn í löggjöf sem er oft gríðarlega flókin og hefur furðulegar afleiðingar, segir tímaritið. The Economist segir að beint lýðræði eigi að vera sá öryggis- ventill sem upphaflega var lagt upp með. Tillögur eigi að vera stuttar, skýrar og skiljanlegar, tilgreint hvað þær kosti og hvernig eigi að fjármagna þær. Þá eigi þjóðþingið að geta gert breytingar á tillögum. Allt þetta og margt fleira sem er að finna í úttekt The Econ- omist er umhugsunarefni, nú þegar rætt er um að virkja beint lýðræði í meiri mæli á Íslandi. Umræðan um beint lýðræði hefur því miður talsvert einkennzt af því að fólk telji það einhverja töfralausn og það eigi ekki að vera neinum takmörkunum háð. Alls konar málsmetandi fólk vill til dæmis endilega láta þjóð- ina kjósa um fiskveiðistjórnunarkerfið, án þess að láta þess að nokkru getið hvernig hin einfalda og skiljanlega spurning á kjör- seðlinum eigi að hljóða. Og furðu margir sáu ekkert að því að greiða í tvígang atkvæði um hugsanleg ríkisútgjöld í Icesave-mál- inu. Það mál er um margt sérstakt, en ætti ekki að verða fordæmi fleiri slíkra atkvæðagreiðslna um fjárhagsmálefni. Ef ekki er hugað að nauðsynlegum takmörkunum á beinu lýð- ræði og áframhaldandi meginhlutverki Alþingis í lýðræðisferlinu getur Ísland endað sem önnur Kalifornía. Viljum við það nokkuð? HALLDÓR Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Sameinuðu þjóðirnar efndu til Alþjóða-dags tjáningarfrelsis, sem haldinn er hátíðlegur á hverju ári um allan heim 3. maí, til að vekja athygli á meginreglum frjálsrar fjölmiðlunar og minnast þeirra sem hafa barist og látið lífið við að reyna að framfylgja þeim. Á þessu ári taka Bandaríkin höndum saman við Menn- ingarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) og halda alþjóðadag tján- ingarfrelsis hátíðlegan í fyrsta skipti í Washington, D.C. Yfirskrift þessa árs, „Fjölmiðlar 21. aldar – Nýir miðlar, nýjar hindranir“ endurspeglar þær miklu breytingar á aðgengi að upplýsingum sem stafræna tæknin hefur gert mögulegar. Internet- ið er alþjóðlegt tæki sem hefur magn- að kröfur um tjáningarfrelsi og önnur alhliða mannréttindi, auðveldað líflegar og opnar umræður um fjölbreytt málefni og myndað tengsl á milli borgara innan ríkja og á milli fólks úti um allan heim. Íslendingar og Bandaríkjamenn hafa skuldbundið sig til að styðja fjölmiðla- frelsi. Við vitum að það er nauðsynlegt að stofna og hlúa að sjálfstæðum, fjöl- breyttum og frjálsum fjölmiðlum til að siðuð og lýðræðisleg þjóðfélög geti þró- ast bæði heima fyrir og annars staðar í heiminum. Blaðamenn gegna lykilhlut- verki við að greina stefnur og strauma, viðhalda trúverðugleika og segja fréttir almenningi til hagsbóta. Í frjálsum sam- félögum starfa fjölmiðlar óttalaust og ákveða innihald sitt, bæði hvað fréttir varðar og annað efni eins og menningar- umfjöllun, án takmarkana eða lagasetn- inga yfirvalda. Við stöndum frammi fyrir þýðingar- miklum breytingum í sögu heimsins. Um allan heim krefst fólk frelsis, gegnsæis og sjálfsákvörðunarréttar. Ný stafræn tækni styður þennan málstað á hrað- virkari og víðtækari hátt en nokkru sinni fyrr, og blaðamenn gegna lykilhlutverki í þessum málum. Til allrar óhamingju hafa margir þeirra látið lífið eða slas- ast þegar þeir hafa leitast við að segja fréttir af þeim alvarlegu viðfangsefn- um sem við stöndum nú frammi fyrir. Á Alþjóðadegi tjáningarfrelsis heiðrum við arf þeirra og fórnir sem þeir færðu til að tryggja að allir, alls staðar fengju notið grundvallarréttar til frjálsrar fjölmiðl- unar. Alþjóðadagur tjáningarfrelsis Mann- réttindi Luis Arreaga sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi TVEGGJA TÍMA HLÁTURSKAST... MEÐ HLÉI Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is „Mjög vel heppnaður farsi, hraður og ótrúlega fyndinn“ – IÞ, Mbl Össur með hausinn á Það var grátlegt að fylgjast með ofsa- fengnu gleðiviðbragði Vesturlanda þegar fregnir bárust af því í gærmorg- un að Bandaríkjaher hefði drepið hryðjuverkaleiðtogann Osama bin Laden. Flestir hefðu haldið að það væri keppikefli siðaðra manna að klófesta óbermi á borð við hann lifandi og rétta yfir þeim. Því var ánægjulegt að heyra að utanríkisráðherra Íslands, ólíkt mörgum starfsbræðrum sínum erlendis, er enn með hausinn skrúfaðan sæmilega rétt á. Hann féllst á að andlátið markaði tímamót, en sagði að sér hefði verið kennt í æsku að gleðjast ekki yfir dauða nokkurs manns. Það var skynsamlega mælt. 180° Einu sinni sögðu stjórnvöld að við þyrftum að semja um Icesave af því að allar líkur væru á að Íslendingar myndu tapa máli fyrir EFTA-dóm- stólnum. Það dugði ekki til. Nú segja stjórnvöld blasa við að rétturinn sé okkar megin. Vísa beri málinu frá. Þetta er ekki sann- færandi. Eftirmenn sáttarinnar Í dag verður kjörinn nýr forseti og varaforseti borgarstjórnar. Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Sóleyju Tómasdóttur kom ekki nógu vel saman við meirihlutann til að geta hugsað sér að sinna störfunum lengur. Það kom ekki á óvart. Nú þarf að finna eftirmenn þeirra. Fregnir herma að það verði þó ekki næstu menn á lista meirihluta- flokkanna utan borgar- stjóra og formanns borgarráðs, þau Oddný Sturludóttir og Einar Örn Benediktsson. Býsna líklegt er að Björk Vilhelmsdóttir fái aðra stöðuna. Hún hefur jú verið þriðji forseti. stigur@frettabladid.is Beint lýðræði þarf að vera takmörkunum háð: Önnur Kalifornía?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.