Fréttablaðið - 03.05.2011, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 03.05.2011, Blaðsíða 24
3. MAÍ 2011 ÞRIÐJUDAGUR2 ● reiðhjól Reiðhjólasala er með besta móti þessa dagana. Örninn í Skeifunni 11d býður upp á hjól frá gæðamerkinu Trek auk þess sem fyrirtækið rekur hjólreiðaverkstæði. „Reiðhjól hafa átt miklum vin- sældum að fagna undanfarið. Við fundum fyrir söluaukningu síðasta sumar en síðan í mars á þessu ári hefur verið geysimikið að gera,“ segir Jón Þór Skaftason, verslunarstjóri Arnarins. Hann segir mestu aukninguna vera í fullorðinshjólum og fólk velji sér orðið dýrari og vandaðri hjól. „Það er greinilegt að fólk ætlar að kaupa hjól til að nota það,“ segir Jón Þór og telur ástæðuna helst mega rekja til hækkandi bensínverðs. „Fólk talar um að minnka notkun á bílnum og ein- hverjir ætla að selja annan bílinn ef tveir eru á heimilinu,“ segir hann. Þannig réttlæti fólk líka kaup á dýrara hjóli. „Slík hjól fara betur með fólk, endast lengur og fólk gefst síður upp á að nota þau.“ Jón Þór segir viðskiptavini Arnarins aðallega kaupa götuhjól eða blendinga en minna sé keypt af fjallahjólum. „Á götuhjólunum situr fólk beinna í baki og fær því minni verki, þá eru hjólin grennri og sléttari og renna þar af leið- andi betur á malbiki,“ segir Jón Þór. Í Erninum er boðið upp á hjól frá merkinu Trek sem Jón Þór segir leiðandi í heiminum í flest- um gerðum hjóla. Þá er í Ern- inum einnig boðið upp á fjölda aukahluta. „Fólk kaupir sérstak- lega bögglabera, körfur og tösk- ur á bögglaberana,“ segir Jón Þór en sala í fatnaði hefur einnig auk- ist mjög undanfarið. „Við seljum mikið af regn- og vindfatnaði sem er sérstaklega sniðinn að hjólreið- um,“ segir hann. Örninn heldur einnig úti hjól- reiðaverkstæði fyrir allar gerð- ir hjóla. „Þar vinna fimm menn og hafa vart undan,“ upplýsir Jón Þór en bendir á að öllum nýjum hjólum frá Erninum fylgi upp- hersla innan árs. Jón Þór segir einnig algengt að fólk kaupi varahluti í Erninum til að gera upp gömul hjól. „Við höfum orðið varir við mikla við- horfsbreytingu. Það er ekki leng- ur asnalegt að hjóla,“ segir Jón Þór glaðlega. Götuhjólin eru vinsælust Vönduð götuhjól eru vinsælust meðal viðskiptavina Arnarins, að sögn Jóns Þórs Skaftasonar verslunarstjóra. MYND/VALLI ● HJÓLAÐ Í VINNUNA Á NÝ Átakið Hjólað í vinnuna hefst á miðvikudaginn 4. maí og stendur til 24. maí. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur staðið fyrir átakinu frá árinu 2003 en því er ætlað að efla hreyfingu og starfsanda á vinnustöðum auk þess sem markmiðið er að vekja athygli á hjólreiðum sem heilsusam- legum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngu- máta. Þátttaka í átakinu hefur margfaldast frá upphafi. Í upphafi stóð verkefnið yfir í eina viku en í ár í þrjár vikur. Á heimasíðunni www.hjo- ladivinnuna.is er hægt að fá allar upplýsingar um átakið auk þess sem hægt er að skrá vinnustaði til þátttöku og fá góð ráð um ýmislegt sem snýr að hjólreiðum. Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is s. 512 5462 og Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is s. 512 5429. Margar skemmtilegar hjólaleiðir er að finna á höfuðborgarsvæðinu. Fréttablaðið tók saman nokkra skemmtilega hringi til að hjóla með hækkandi sól. ● Einn fjölfarnasti útivistarstígur landsins er stígurinn sem liggur meðfram Sæbraut, Geirs- og Mýrargötu, Ánanaustum, Eiðis- granda og nær svo alla leið út í Fossvogs- dal, meðfram Ægisíðu og Skerjafirði. Sé allur stígurinn hjólaður er leiðin meira en tuttugu kílómetra löng og er skemmtileg að því leyti að hún liggur að mestu meðfram sjónum. ● Mjög skemmtilegan höggmyndagarð Hall- steins Sigurðssonar er að finna í Gufunesi í Grafarvogi og tilvalið að skella sér í hjó- latúr í Grafarvoginn og njóta listar um leið. Margar skemmtilegar hjólaleiðir er að finna í Grafarvogi, bæði meðfram strand- lengjunni og svo er ein sem liggur í hlykkj- um milli Grafarvogs og Grafarholts, einmitt nálægt höggmyndagarðinum. ● Seltjarnarnesið er stutt og góð hjólaleið sem er nokkuð aflíðandi. Stígurinn með- fram sjávarsíðunni er um fimm kílómetra langur og hentar því hjólreiðamönnum í ná- grenninu vel sem vilja til dæmis fara í stutt- an túr fyrir kvöldmat. ● Elliðaárdalurinn er ein af fjölsóttustu nátt- úruperlum höfuðborgarsvæðisins. Þar má finna stíga sem lagðir hafa verið um dal- inn og ef hjólafólk er sérstaklega kraftmik- ið má lengja leiðina og hjóla sem leið ligg- ur upp í Heiðmörk í gegnum dalinn. Styttri hjólahringi er einnig hægt að fara í dalnum og staldra við í Indíánagili og bregða á leik. ● Kópavogsbúar búa svo vel að geta hjól- að strandstíg um Kársnes í Kópavogi og bruna stíga alla leið að álverinu í Hafnar- firði. Góðar leiðbeiningar um hjólaleiðir er að finna á vefsíðu Landssamtaka hjólreiða- manna, lhm.is, en þar má finna nákvæmar leiðbeiningar um hvaða götur má hjóla til að ná settu markmiði; göturnar Súlunes og Hegranes í Garðabæ, strandstíg um Arnar- nesvog og stíginn meðfram Reykjavíkur- vegi og Strandveg í Hafnarfirði. Jafnframt eru þar margar tillögur að ýmsum góðum hjólaleiðum. Lengri og styttri túrar Margar skemmtilegar hjólaleiðir er að finna í borginni og heimasíður hjólareiðafélaga gefa oft góðar upplýsingar um leiðir.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.