Fréttablaðið - 03.05.2011, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 03.05.2011, Blaðsíða 27
ÞRIÐJUDAGUR 3. maí 2011 5 Góður matur er gulls ígildi í fjallgöngum og öðrum krefjandi ferðum. Það veit Nanný Arna Guðmundsdóttir sem rekur fyrir- tækið Veganesti. Heimabakaðar brauðbollur, múff- ur með aðalbláberjum og orku- stykki eru meðal þess sem Nanný Arna, leikskólakennari í Bolungar- vík, stingur í nestispakka ferða- fólks sem verslar við fyrirtækið hennar, Veganesti. „Ég er sjálf rosalega mikið fyrir nesti þegar ég fer eitthvert í ferðalög,“ segir hún glaðlega. „Þegar maðurinn minn fór að reka skútusiglinga- fyrirtæki byrjaði ég á að útbúa kost fyrir farþegana hans. Svo hefur þetta undið upp á sig. Ég er komin í samstarf við Vesturferð- ir og hver sem er getur pantað hjá mér en það þarf að gerast með minnst dags fyrirvara.“ Nanný kveðst reyna að hafa vist- irnar sem mest vestfirskar, líf- rænar og hollar. „Ég baka allt sjálf og tíni aðalbláberin í múffurnar og að sumrinu set ég heimarækt- að grænmeti í pakkana líka. Ég á bara eftir að þróa umbúðirnar því ég vil ekki búa til rusl.“ - gun Vestfirskt, lífrænt og hollt Bollur og orkustykki eru meðal þess sem Nanný útbýr sjálf. „Ég gef sjálf rosalega mikið fyrir nesti þegar ég fer eitthvert,“ segir Nanný Arna í Bolungarvík. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFAN ZAGREB í beinu flugi frá Keflavík 5.-9. október Zagreb höfuðborg Króatíu er ægi fögur borg í miðri Evrópu sem rekur upphaf sitt til ársins 1094. Röltu um einhverja þeirra ægifögru almenningsgarða sem er að finna í Zagreb, þræddu göngustígana og virtu fyrir þér hinar óteljandi mörgu fallegu byggingar sem príða borgina, listaverkin, söfnin eða kíktu á markaðinn og andaðu að þér liðinni sögu sem er að finna við hvert fótmál. Verð 89.900 kr. á mann í tvíbýli. Innifalið 4* hótel með morgunmat, skattar, flug rúta til og frá flugvelli og íslenskur fararstjóri Sérferðir Albanía hin fagra og forna 25. sept. - 5. okt. Albanía hefur nú loks opnast, enn hefur alþjóðavæðingin ekki náð að festa þar rætur og er lítt sjánleg. Þar má sjá ævaforna menningu, söguna á hverju horni, gríðarfallega náttúru og kynnast einstakri gestrisni heimamanna þar sem gömul gildi eru í hávegum höfð. Verð 246.400 kr. á mann í tvíbýli. Innifalið flug, hótel, skattar,hálft fæði, allar skoðunarferðir, íslenskur fararstjóri. Sjá ferðaáætlun á heimasiðu okkar Sri Lanka. Einstök ferð 5.17. október Náttúra, menning og dýralíf sem varla eiga sinn líka, ævintýraleg upplifun í einstöku umhverfi. Eyjan sem Sinbad sæfari og Marco Polo heimsóttu á ferðum sínum. Við kynnumst framandi en heillandi heimi sem tekur á mót ferðalöngum með opnum örmum Verð 364.990 kr. á mann í tvíbýli. Innifalið flug, skatter,hótel,hálft fæði, allar skoðunarferðir með annars safari ferð um Yala þjóðgarðinn og íslenskur fararstjóri. Sjá ferðaáætlun á heimasiðu okkar. Mexico og Guatemala Við kynnumst stórkostlegri náttúru, fjölbreyttu dýralífi og hinum forna menningarheim Maya indíána af eigin reynslu. Skoðum m.a. hin heimsþekkta piramida Chichen Itza, gamalar menningarborgir, syndum í sjónum við næst stærsta kóralrif heims og upplifum regnskóginn. Verð 368.900 kr. á mann í tvíbýli. Innifalið flug, hótel, skattar, allar skoðunarferðir og íslenskur fararstjóri. Sjá ferðaáætlun á heimasiðu okkar. Beint flug Spennandi ferðir í haust Paradísareyjan Vorútsala 40-70% afsláttur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.