Fréttablaðið - 03.05.2011, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 03.05.2011, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 2011 Mongoose er þekktasta merkið í hjólabúðinni GÁP í Faxafeni 7. Verslunarstjórinn Mogens L. Markússon segir sölu á götuhjólum alltaf að aukast. Við erum með hjól fyrir allan aldur, alveg frá tveggja ára og upp úr, og auðvitað alla flór- una, barnahjól, fjalla- hjól og götuhjól,“ segir Mogens Markússon, verslunarstjóri hjá GÁP, en hann finnur fyrir mikilli söluaukningu í götuhjólum eftir að bensínið hækkaði. „Fólk er líka að fatta að það þarf ekki fjallahjól í Reykjavík. Hér eru engin fjöll,“ bendir hann á. Þótt fjallahjól séu góð til síns brúks segir Mog- ens léttara að hjóla á götu- hjólum, þau séu á stærri og mjórri dekkjum, þannig að fólk komist hraðar og sitji meira upprétt. „Full- orðnir taka þessum hjólum fegins hendi og við erum með mikið úrval af þeim, bæði fyrir dömur og herra,“ tekur hann fram. Stærsta merkið sem GÁP selur er Mongoose. „Svo erum við með hið heimsfræga merki Cannondale. Það eru amerísk hjól, handsmíðuð og gríðarlega vönduð,“ lýsir Mogens. Að sjálfsögðu selur GÁP ekki bara hjólin sjálf heldur „allt sem við á að éta“, þar með talin bretti því flest hjól koma brettalaus að sögn Mogens. „Öll hjól eru með standara, bjöllu og glitaugu en fullorðið fólk vill helst fá bretti líka því það rignir svo mikið hjá okkur og það vill ekki hafa vatnsausturinn upp á haus,“ segir hann. Þegar haft er orð á að einkennilegt sé að brettin skuli ekki vera staðalbúnaður útskýrir hann það. „Það þykir ekki mjög töff að hafa bretti og krakkarnir vilja ekki bretti á fjallahjól- in. Sumir vilja þau ekki heldur á götuhjólin og þá er verra að þurfa að rífa þau af. En við erum eldsnöggir að setja þau á því við erum með flott verkstæði og á meðan gengið er frá kaupum er búið að setja á bretti, bögglabera og lás, ef þess er óskað. Sem sagt allt klárt.“ Talandi um verkstæði. Tekur GÁP hjól í yfirhalningu eftir vet- urinn? „Já, já, við tökum hjól í upp- herslu og yfirhalningu og alltaf þegar við seljum nýtt hjól þá er frí upphersla innan þriggja mánaða frá kaupdegi. Þá herðum við upp hjól- in, strekkjum vírana, stillum gírana og bremsurnar. Flestir nýta sér það. Spurður hvort fólk sé almennt með tuttugu gíra og þar yfir á hjólunum sínum svarar Mogens hæverskur. „Það er nú ein og ein sem vill bara þriggja til fimm gíra hjól og þegar kemur fram á sumar fáum við afskaplega skemmtileg frúarhjól og herrahjól sem koma með brettum, eru með fótbremsu og ljósum. Þau eru fyrir 101. Afar skemmtileg hjól en ekki til lang- ferða.“ Strekkjum vírana og stillum gírana Hjólavagnar fyrir krakkana eru vinsælir, enda þurfa krílin að komast á leik- skólann. GÁP er með tvær gerðir af vögnum. Þessi er með álbotni og gjarðir og grind úr áli. Hann kostar 75.900 krónur. Strákarnir í hjólabúðinni GÁP stilltu sér upp fyrir ljósmyndarann. Þeir Arnar Gunnarsson, Mogens Markússon, Daniel Ostapiuk og Bjarki Gíslason. MYND/VALLI Margir kaupa sér dýr hjól í dag að sögn Mogens, verslunarstjóra í GÁP. „Hjól fyrir hundrað þús- und krónur samsvarar því að fylla tankinn á meðalfólksbíl tíu sinnum. Þó að fólk kaupi sér hjól fyrir 100-150 þúsund, hjálm og galla og allan pakkann þá er það fljótt að borga sig ef það getur losað sig frá bílnum. Ég heyri það hér í búðinni að það er mikið um að fólk sé að losa sig við bílana og ætli bara að hjóla. Í kringum keppnina Hjólað í vinnuna, sem er að hefjast, hefur líka verið gríðarleg sala í hraðamælum því allir þurfa að safna kílómetrum,“ upplýsir hann. Margir eru með töskur á bögglaberunum að sögn Mogens þar sem fólk geymir aukaföt, nesti og hvaðeina sem það þarfn- ast. Mikið úrval er af slíkum töskum í GÁP í Faxafeni 7. Með aukaföt og nesti Fjallahjól með bretti og töskur hentar vel í sumarferðalögin. MYND/GVA WWW.GAP.IS Ek og á mjög svo rennilegum dekkjum sem þýðir minni áreynsla. M flo M Snilldar fjallahjól fyrir þá sem vilja meira. REIÐHJÓL FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA komdu og skoðaðu úrvalið!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.