Fréttablaðið - 03.05.2011, Blaðsíða 2
3. maí 2011 ÞRIÐJUDAGUR2
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
S
F
G
4
20
40
0
4.
20
08
Björn Valur, mútarðu honum
ekki bara til að hætta við?
„Too late! Ætli maður verði ekki að
einbeita sér að dómurunum.”
Guðlaugur Þór Þórðarson hefur ákveðið
að höfða meiðyrðamál á hendur Birni Val
Gíslasyni vegna ásakana um mútuþægni.
SPURNING DAGSINS
SKÓLAMÁL Íbúum Ásbrúar á
Keflavíkurflugvelli gefst nú
kostur á að setja niður kartöflur
og aðrar matjurtir í matjurta-
görðum á Ásbrú, að því er segir í
orðsendingu frá Hjálmari Árna-
syni, framkvæmdastjóra Keilis.
„Líklega er það einsdæmi að
skólagarðar bjóði námsfólki slíka
aðstöðu. Þetta hófst í fyrrasum-
ar í samstarfi Keilis, Háskóla-
valla, Reykjanesbæjar og Þró-
unarfélagsins. Margir nýttu sér
þetta einstaka tækifæri og upp-
skáru vel um haustið. Nú hefur
íbúum aftur verið boðið að fá reit
í þessum matjurtagarði Ásbrúar.
Má með sanni tala um eiginlega
skólagarða,“ segir Hjálmar. - gar
Matjurtarækt á vallarsvæði:
Nemar í Ásbrú
fá skólagarða
LÖGREGLUMÁL Tveir karlar á
þrítugsaldri voru handteknir í
Breiðholti fyrir helgina en þeir
voru gripnir við sölu á fíkniefn-
um.
Lögreglan hafði fylgst með
ferðum þeirra en kaupandinn,
karl á fertugsaldri, var sömu-
leiðis handtekinn.
Í bíl fíkniefnasalanna fundust
rúmlega 30 grömm af marijúana
og var það ætlað til sölu.
Mennirnir voru færðir á lög-
reglustöð en í framhaldinu var
farið í húsleit hjá karli á þrítugs-
aldri, búsettum í Breiðholti, en
sá hefur alloft áður komið við
sögu hjá lögreglu, meðal annars
vegna fíkniefnamála.
Þar fannst enn þá meira af
marijúana, eða yfir 300 grömm,
og einnig hass og nokkuð af
amfetamíntöflum. Á sama stað
var einnig lagt hald á mikið af
þýfi.
Lögreglan handtók dópsala:
Fann töluvert
af maríjúana
UMHVERFISMÁL Hvítabjörn sem
felldur var í Rekavík á Horn-
ströndum í gær var fluttur til
Reykjavíkur þar sem Náttúru-
fræðistofnun mun rannsaka dýrið.
Það voru sjómenn á grásleppu-
veiðum á bátnum Sædísi sem komu
auga á ísbjörninn í Hælavík um
klukkan níu. Náðu þeir að komast
í fárra tuga metra færi við bjössa
sem leitaði þó til lands að nýju
og lét sig hverfa inn í þokuna til
fjalla. Lýstu skipverjar dýrinu sem
afar spræku.
Eftir að þyrla Landhelgisgæsl-
unnar var kominn þangað norð-
ur fannst björninn í Rekavík bak
Höfn sem er á milli Hælavíkur og
Hornvíkur. „Þoka var í efstu brún-
um og var mikil yfirferð á dýrinu.
Lögreglan á Ísafirði var með
í för og mat aðstæður þannig að
ómögulegt væri að vakta dýrið
allan sólarhringinn á svæðinu og
tryggja þannig að það færi ekki
í sjó eða flytti sig um set í átt að
byggð. Því var tekin ákvörðun um
að fella dýrið af öryggisástæðum,“
segir í tilkynningu frá Kristni Má
Ársælssyni, upplýsingafulltrúa
Umhverfisstofnunar. Björninn
var hæfður með tveimur skotum
úr þyrlu Landhelgisgæslunnar
klukkan 14.20.
Hælavíkurbjörninn er fjórði
björninn sem felldur er hér á landi
á tæpum þremur árum. Í grein dr.
Ævars Petersen um komur hvíta-
bjarna hingað til lands segir hann
ekkert benda til þess að hvíta-
björnum fari fjölgandi né að koma
þeirra að sumarlagi bendi til ein-
hverra breytinga frá fyrri tíð.
Segir Ævar „fullljóst að hvítabirn-
ir munu aldrei þrífast hér til lengri
tíma vegna ísaleysis og óhentugs
ætis“.
Nefnd sem skipuð var eftir að
tveir ísbirnir komu á land við
Skaga í júní 2008 taldi að heppi-
legast væri að fella slík dýr.
Meginrökin fyrir því voru í
Enn einn ísbjörninn felldur
Hvítabjörn sem sjómenn úti fyrir Hælavík komu auga á í gærmorgun var felldur í Rekavík eftir eltingarleik
um Hornstrandir. Mikil yfirferð var á birninum og óttaðist lögregla að missa sjónar á dýrinu í þéttri þoku.
Ísbjörn felldur í Hornvík
Nýlegar
ísbjarnakomur
Jökulfirðir
Aðalvík
Hælavík
H
ornvík
Fljótavík Hornbjarg
Hælavíkurbjarg Horn
Hornstrandir
■ Júní 1993: 60 sjómílur
norðaustur af Hornbjargi.
Skipverjar á Guðnýju ÍS
266 drápu dýrið með því
að bregða snöru um háls
þess og hengja það.
■ Júní 2008: Tveir birnir
ganga á land í Skagafirði.
Sá fyrri var felldur 3.
júní í Þverárhlíð, nálægt
bænum Heiði, sá seinni
var felldur við bæinn
Hraun á þjóðhátíðar-
daginn.
■ Janúar 2010: Birna
var vegin við bæinn
Sævarland í Þistilfirði.
JÚNÍ 1993 Ungt karldýr náðist á
sundi skammt frá ísbreiðu, þar sem
skipverjar náðu að bregða snöru
um háls dýrsins og hengja það.GRAFÍK/JÓNAS
BJÖRNINN Á STRÖNDUM Ísbjörninn á Hornströndum fór hratt yfir og ekki þótti forsvaranlegt
að missa sjónar af honum lifandi í slæmu skyggni sem var þar á svæðinu í gær.
MYND/LANDHELGISGÆSLA ÍSLANDS
fyrsta lagi öryggi fólks og búfén-
aðar. Í öðru lagi að slík flækings-
dýr kæmu líklegast frá Norðaust-
ur-Grænlandi þar sem stofninn sé
sterkur og í þriðja lagi að mikill
kostnaður sé við flutning dýranna
til fyrri heimkynna.
Jón Gnarr borgarstjóri kvaðst í
gær harma örlög hvítabjarnarins.
Framkvæmdastjóri Besta flokks-
ins, segir flokkinn hafa sett á
laggirnar söfnun fyrir búnaði til
að fanga birni sem villist hingað.
„Auk þess viljum við koma upp
aðstöðu í Húsdýragarðinum þar
sem dýrunum er hjúkrað, þau
rannsökuð og svo vonandi á endan-
um skilað aftur í náttúruleg heim-
kynni sín,“ segir Heiða Kristín
Helgadóttir.
gar@frettabladid.is
LÍBÍA, AP Meira en tvö þúsund
Líbíu menn komu saman í Trípolí
í gær við útför næstyngsta sonar
Múammars Gaddafís og þriggja
barna hans í gær. Mikil reiði var
í mannfjöldanum, sem krafðist
hefndar.
Seif al-Arab, sonur Gaddafís
Líbíuleiðtoga, féll í árás NATO á
hús í Trípolí á laugardagskvöld.
Börnin þrjú létust einnig, en
Gadd afí sjálfur slapp þótt hann
hafi verið í húsinu. Elsta barnið
var tveggja ára en það yngsta
hálfs árs.
Rússnesk stjórnvöld hafa gagn-
rýnt árásina og Suður-Afríku-
stjórn sömuleiðis. Rússar krefj-
ast þess að vopnahlé hefjist án
tafar. NATO neitar því að til-
gangur árásarinnar hafi verið sá,
að ráða Gaddafí af dögum.
Tveir aðrir synir Gaddafís,
þeir Seif al-Islam og Mohamm-
ed, voru viðstaddir útförina, en
Gaddafí sjálfur var fjarverandi.
Liðsmenn Gaddafís hafa hald-
ið áfram að varpa sprengjum á
borgina Misrata, sem er skammt
frá Trípolí, en hundruð manna
hafa fallið þar síðustu vikurnar.
- gb
Mikil reiði við útför sonar Gaddafís í gær, tveimur dögum eftir að hann féll í árás:
Mannfjöldinn krafðist hefndar
FÓLK „Það er aldrei að vita en
eins og veðrið hefur verið er þó
engu að treysta,“ sagði grafíski
hönnuðurinn Bjarki Fannar
Atlason aðspurður í gær hvort
sumarið sé nú loks komið.
Bjarki brá sér undir bert loft
ásamt samnemanda sínum,
Guðbjörgu Tómasdóttur, af
útskriftarsýningu Listaháskól-
ans í Hafnarhúsinu til að gæða
sér á ís og fylgjast með mann-
lífinu á Ingólfstorgi.
Eftir rysjótt veðurfar undan-
farið er ekki ólíklegt að þau
geti í dag og morgun borðað
ísinn sinn utandyra því sam-
kvæmt Veðurstofu Íslands er
spáð björtu veðri þessa daga.
Þó á fimmtudag eigi vætutíð
að taka við í höfuðborginni er
reiknað með að hitinn verði
allt að 14 gráðum um næstu
helgi. - gar
Veturinn virðist loks ætla að lina takið og sumarið er handan við hornið:
Útskriftarnemar borðuðu ís utandyra
ÚTFÖR Í TRÍPOLÍ Fjölmenni var við útför
sonar Gaddafís í Trípolí í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
INGÓLFSTORG Í GÆR Bjarki Fannar Atlason og Guðbjörg Tómasdóttir nutu veður-
blíðunnar á Ingólfstorgi í gær. Hæst komst hitinn í Reykjavík í um 15 stig klukkan fjögur.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
SÍLE, AP Tollverðir í Síle hafa
mælt geislavirkni í bifreiðum
frá Hyundai-verksmiðjunum í
Japan.
Um hundrað hafnarverka-
menn neita nú að taka þátt í upp-
skipun bifreiðanna, og segja
heilsu sinni ógnað.
Geislavirknin er reyndar það
lítil, að hún er skaðlaus mönn-
um, að sögn stjórnvalda í Síle.
Hún mældist í 21 bifreið af alls
2.500, sem komu með skipi frá
Yokohama til hafnarborgarinnar
Iquique. - gb
Hafnarverkamenn mótmæla:
Geislavirkir
bílar frá Japan