Fréttablaðið - 03.05.2011, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 03.05.2011, Blaðsíða 21
ÞRIÐJUDAGUR 3. maí 2011 3 „Það er einhver ólýsanlegur andi á Heilsuhótelinu. Maður kom þar inn og fylltist strax orku, jákvæðni og gleði,“ segir Sigríður Árnadótt- ir sem í desember síðastliðnum var svo heppin að vinna helgar- dvöl á Heilsuhóteli Íslands fyrir tvo á Facebook. „Ég var þá vinur Heilsuhótels ins á Facebook enda finnst mér allt jákvætt sem snýr að því að láta manni líða betur,“ segir Sigríður en Gísli Felix, maður hennar, var ekki sann- færður. „Ég var fremur efins til að byrja með en eftir því sem ég las mér meira til um hótelið og fékk meiri upplýsingar varð ég opnari fyrir hugmyndinni,“ segir Gísli sem hefur átt við veikindi að stríða í nokkur ár. „Því þótti mér tilvalið að við færum saman,“ segir Sigríð- ur og hvorugt sér eftir því. „Mér fannst þetta dásamlegur staður. Bæði var vel tekið á móti manni og maður fann kyrrðina og róna sem umlukti mann. Maður slapp frá öllu áreiti og gat einbeitt sér algerlega að sjálfum sér,“ segir Sigríður ánægð. „Svo var boðið upp á fyrirlestra, gönguferðir, slökun og heita potta og við nýtt- um okkur þetta allt,“ segir Gísli og fannst til þess koma hve allir gestir voru á sömu línunni. „Fólk kemur hingað með það í huga að láta sér líða vel og slaka á og þetta var alveg rosalega skemmtilegt,“ segir hann. Gísli og Sigríður mæla sérstak- lega með því að hjón fari saman á Heilsuhótelið. „Fyrir utan að við eyddum miklum tíma saman þá skiljum við líka hvort annað betur því við upplifðum það sama og vitum út á hvað þetta gengur,“ segir Sigríður og telur að þau hafi lært mikið á dvöl sinni. „Við höfum reynt að tileinka okkur þann hugs- unarhátt að láta okkur líða vel og þykja vænt um okkur,“ segir Sigríður og Gísli bætir við. „Svo höfum við líka tekið mataræðið í gegn. Vorum reyndar byrjuð á því fyrir ferðina en dvölin á Heilsu- hótelinu hnykkti á þessu.“ Og ætlið þið að fara aftur? „Já, það er alveg hundrað prósent öruggt,“ segja þau bæði. Frábært fyrir hjón að fara saman á Heilsuhótel Íslands í Reykjanesbæ Sigríður og Gísli eru staðráðin í að fara aftur á Heilsuhótel Íslands en þar áttu þau saman yndislega helgi í febrúar. Chad Keilen nuddfræðingur gefur góð ráð varðandi umhirðu húðarinnar. Húðin er stærsta líffæri líkamans og hlutverk hennar margþætt. Hún virkar sem hitastillir, gegnir mikilvægu hlutverki í hreinsun líkamans og er vörn gegn utanaðkom- andi áhrifum. Dag- leg þurrburstun er góð leið til að örva starfsemi húðar- innar, hreinsa burt dauðar húð- frumur, opna svitakirtlana, auka teygjan- leika húðarinnar, örva náttúrulega olíu- framleiðslu húðarinn- ar og gefa henni heil- brigðara útlit. Burstar úr náttúrulegum efnum eru æskilegastir og alltaf skal nuddað eða strokið í átt að hjartanu. Ávallt skal bursta húðina þurra. Best er að byrja á fótum, síðan handleggjum, baki og kvið. Til að auka virkni með- ferðarinnnar er gott að fara í heita sturtu á eftir í 2-3 mínútur og síðan kalda sturtu í 30 sek- úndur. Þetta örvar blóð- flæðið um líkamann og er hressandi í morgunsárið og góður undirbúningur fyrir daginn. Efnið Bioflavinoid skortir í nútímafæði mannsins en er nauðsynlegt manns- líkamanum meðal annars til þess að vinna á og útrýma candida-sveppn- um og sýkingum í líkamanum. Bioflavinoid er unnið úr hvítu himnunni sem umlykur greipaldinávöxtinn. ■ Citroseptið dregur úr sykurlöngun. ■ Gott fyrir alla sem sækja í sætindi. ■ Citrosept er ríkt af andoxunarefn- um og forvörn gegn krabbameini. ■ Citrosept er frábært eftir sýklalyfja- notkun. Pöntunarsími: 512 8040 www.heilsuhotel.is Citrosept Bioflavinoid loksins á Íslandi Heilsuhótel Íslands stendur fyrir leik á Facebook. Í verðlaun er helgardvöl fyrir 2 á Heilsuhótelinu með öllu, allt frá nuddi og dekri til ferða í Bláa lónið. Verðmæti vinn- ings er 150 þúsund krónur. Það eina sem þarf að gera til að komast í pottinn er að „líka við“ Heilsuhótelið á Facebook, deila með öllum vinum og kvitta á vegg hótelsins. Dregið er úr nöfnum allra sem taka þátt og deila fyrir 02. júní 2011. www.heilsu- hotel.is Kynning Sigríður Árnadóttir og Gísli Felix Bjarnason dvöldu eina helgi á Heilsuhóteli Íslands í febrúar. Þau segja upplifunina einstaka og mæla sérstaklega með því að hjón fari saman. Þá eru þau ákveðin í að fara aftur. Dagleg þurrburstun örvar húðina Chad Keilen, nuddfræðingur og ráðgjafi á Heilsu- hóteli Íslands.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.