Fréttablaðið - 03.05.2011, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 03.05.2011, Blaðsíða 4
3. maí 2011 ÞRIÐJUDAGUR4 SJÁVARÚTVEGUR „Það hlýtur að vera svolítið afkáralegt að vera Samfylkingarmaður um þessar mundir. Verið er að knýja fram inngöngu Íslands í Evrópusam- bandið á sama tíma og fréttir segja að verið sé að skoða ýmsa þætti úr fiskveiðistjórnun hér á landi og Samfylkingin er sífellt að reka hornin í,“ segir Einar K. Guðfinnsson, þingmaður og fyrr- verandi sjávarútvegsráðherra, og vísar til hugmynda innan fram- kvæmdastjórnar ESB um að taka upp framseljanlegar aflaheimildir og banna brottkast. Eins og kunn- ugt er hefur Samfylkingin beitt sér fyrir því að skera upp íslenska kerfið og framsalið er ekki síst undir. Einar segir hugmyndir innan fram- kvæmdastjórn- arinnar skammt á veg komnar. „Við þekkjum að innan ESB eru mjög skiptar skoðanir um fisk- veiðistjórnun og mörg áhrifamikil ríki hafa verið andvíg þessum hug- myndum.“ Einar telur að hugmyndir innan framkvæmdastjórnarinnar breyti engu um aðild Íslands að ESB. Þar sé ekki tekið á þeim stóru pólitísku spurningum sem hér eru uppi. „Þá á ég við spurningar sem lúta að stjórn Íslendinga á fiskveiðilöggjöf- inni, stjórn á veiði úr deilistofnum og fleira. Hugmyndirnar kunna að vera skynsamlegar en það er mikil óvissa um niðurstöðuna og þær taka ekki á þeim álitamálum sem þarf að svara í aðildarumsóknar- viðræðum,“ segir Einar. - shá Einar K. Guðfinnsson segir vinnu innan ESB um fiskveiðistjórn skammt komna: Erfitt að vera í Samfylkingunni EINAR K. GUÐFINNSSON NÚ LOKAÐ FRAM Á HAUST Skíðasvæðið í Bláfjöllum var opið í 63 daga í vetur, en slakasti veturinn er varðar opnun var árið 2003 til 2004, þegar opið var einungis í 25 daga. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ÚTIVIST Skíðasvæðinu í Bláfjöllum hefur nú verið lokað eftir vetur- inn. Flestir opnunardagar voru stakir eða með lítilli samfellu vegna veðurs og kom það niður á gestafjöldanum, að því er segir í tilkynningu. Svæðið var opið í 63 daga og gestir voru 46 þúsund, að undanskildum gönguskíða- mönnum. Veturinn 2007 til 2008 var opið 67 daga í Bláfjöllum. Veturinn 2009 var svæðið opið í 56 daga. „Þó að nægur snjór hefði verið þá var veðurfarið okkur óhag- stætt og sem dæmi þá náðist ekki að hafa opið nema eina heila helgi eftir áramót,“ segir í tilkynningu frá forsvarsmönnum Bláfjalla um veturinn sem var að líða. - sv Bláfjöll lokuð fram á haust: Opið í 63 daga þennan vetur VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 22° 17° 12° 11° 15° 15° 9° 9° 20° 14° 22° 23° 32° 9° 17° 18° 7°Á MORGUN 3-8 m/s, en örlítið stífari syðst. FIMMTUDAGUR 5-10 m/s, hvassast syðst. 7 5 14 10 10 10 15 10 12 5 11 2 6 5 3 2 4 4 3 2 8 2 8 8 10 10 7 13 10 10 15 12 MILT OG BJART Sól og blíða í all- fl estum landshlut- um í dag og má búast við 8-16°C. Svipað á morgun en kólnar lítillega. Á fi mmtudag eru horfur á bjart- viðri víðast hvar en þykknar smám saman upp syðra um kvöldið. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður Þorskverð hækkar Á fundi úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna var ákveðið að hækka verð á slægðum og óslægðum þorski, sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða seldur til skyldra aðila, um fimm prósent. Verð þetta gildir frá og með 2. maí 2011. SJÁVARÚTVEGUR VIÐSKIPTI Icelandair og flugfélag- ið JetBlue Airways kynntu í gær samstarf sem meðal annars felur í sér sölu og farseðlaútgáfu á flugleiðum hvors annars. Viðskiptavinir Icelandair geta nú keypt einn farseðil frá Íslandi til þeirra tuga bandarísku borga sem JetBlue flýgur til og jafn- framt geta viðskiptavinir JetBlue keypt miða til Íslands og Evrópu- landa með flugi Icelandair. Forystumenn félaganna undir- ritu samninginn í New York og hann tekur gildi í dag. Icelandair víkkar út starfsemi: Komið í sam- starf við JetBlue EFNAHAGSMÁL Íslensk stjórnvöld höfðu ekki annan kost til að verja innstæðueigendur í bankahruninu en að setja neyðarlögin. Með því var ekki brotið gegn tilskipun Evrópska efnahagssvæðisins (EFTA) um að innleiða og framfylgja tilskipun um innstæðutryggingar, að því er segir í formlegu svari stjórnvalda til ESA, eftirlitsstofnunar EFTA. Með þessu bregðast stjórnvöld við áminningarbréfi sem ESA sendi í maí á síðasta ári. Íslensk stjórnvöld krefjast þess að málið verði látið niður falla hjá stofnuninni. Í áminningarbréfi ESA kemur fram að það sé skylda íslenskra stjórnvalda að ábyrgjast innstæð- ur breskra og hollenskra eigenda innstæðna á Icesave-reikningum Landsbankans að því ríflega 20 þús- und evra marki sem reglur um inn- stæðutryggingar kveða á um. ESA mun fara yfir rök íslenskra stjórnvalda og annaðhvort láta málið niður falla eða gefa út rök- stutt álit um brot Íslands. Verði síð- ari leiðin ofan á þurfa stjórnvöld að svara fyrir afgreiðslu sína á málinu. Fallist ESA ekki á þau rök verður höfðað mál gegn íslenskum stjórn- völdum fyrir EFTA-dómstólnum. Í svari íslenskra stjórnvalda, sem sendiherra Íslands í Brussel afhenti í gær, segir að innleiðing innstæðu- tilskipunarinnar hafi átt sér stað með eðlilegum hætti. Því er mót- mælt að tilskipunin feli í sér ríkis- ábyrgð á innstæðum, aðeins sé hægt að krefjast greiðslu þeirra fjármuna sem fyrir séu í Tryggingarsjóði inn- stæðueigenda og fjármagnseigenda. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, sagði á fundi Áttu engan annan kost en neyðarlögin Íslensk stjórnvöld mótmæla því að brotið hafi verið gegn EFTA-tilskipun með setningu neyðarlaganna. Þess er krafist í svari til EFTA að málið verði fellt Aðgerðir Breta og Hollendinga eftir hrunið takmörkuðu svigrúm íslenskra stjórnvalda til að bregðast við bankahruninu, sagði Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskipta- ráðherra, í gær. Það hafi til að mynda verið gert með frystingu eigna í Bretlandi og Hollandi. Það var með því að beita ákvæðum hryðjuverkalaga í Bretlandi, eins og frægt er orðið. „Það er algerlega óumdeilt að Bretar og Hollendingar brutu gegn ákvæðum tilskipunar [EFTA] um slit á fjármálafyrirtækjum með einhliða aðgerðum sínum,“ sagði Árni í gær. Það hafi tafið uppgjör á þrotabúi Landsbankans verulega. Bretland og Holland einnig brotleg SVARBRÉF Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, kynnti svar Íslands til ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, í Þjóðmenningarhúsinu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI með fjölmiðlafólki að íslensk stjórnvöld hefðu tryggt eftir því sem hægt hafi verið að innstæðu- eigendur fengju eign sína greidda. Það hefðu þau gert með setningu neyðarlaganna svokölluðu, þar sem innstæður hefðu verið gerðar að forgangskröfum í þrotabú föllnu bankanna. Hann benti jafnframt á að nú væru allar líkur á því að inn- stæðueigendur fengju kröfur sínar greiddar úr þrotabúi Landsbankans. Ekkert innstæðukerfi getur stað- ið af sér algert bankahrun, sagði Árni. Því verði ekki talið að Ísland hafi með nokkrum hætti vanrækt skyldur sínar þó að greiðslur til inn- stæðueigenda tefjist. Árni sagði víðtækt samráð hafa verið við vinnslu svars íslenskra stjórnvalda til ESA. Hann sagði sérstaklega ánægjulegt að þeir sem barist höfðu hvað harðast fyrir því að Íslendingar höfnuðu Icesave- samningunum í þjóðaratkvæða- greiðslu hefðu hjálpað til við að finna rök og gögn sem komið hefðu að gagni. Meðal þeirra voru Jóhann- es Karl Sveinsson, Peter Dyrberg, Dóra Guðmundsdóttir, Eiríkur S. Svavarsson, Reimar Pétursson og Stefán Már Stefánsson. brjann@frettabladid.is STJÓRNSÝSLA Eiríkur Tómas- son lagaprófessor og Þorgeir Örlygsson, dómari við EFTA- dómstólinn, eru hæfastir af sex umsækjendum til að gegna emb- ætti hæstaréttardómara að mati sérstakrar dómnefndar. Á eftir þeim voru sett í sama flokk þau Benedikt Bogason dómstjóri, Gréta Baldursdóttir héraðsdóm- ari, Helgi I. Jónsson dómstjóri og Sigríður Ingvarsdóttir héraðs- dómari. Upphaflega voru átta umsækj- endur um dómaraembættin þrjú en tveir drógu sína umsókn til baka. Í dómnefndinni eru Páll Hreinsson, formaður hennar, Allan V. Magnússon, Brynjar Níelsson, Guðrún Agnarsdóttir og Stefán Már Stefánsson. - gar Umsóknir um dómarastöður: Tveir hæfastir fyrir Hæstarétt SAMGÖNGUR Þota Iceland Express til Berlínar í gærkvöld var snúið aftur til lendingar skömmu eftir flugtak frá Keflavík í gær. Ekki tókst að fá upplýsingar um atvik- ið frá félaginu í gær. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var það gert í öryggisskyni vegna þrýst- ingsvandamáls um borð. Farþegi sem var um borð í vél- inni sagðist í samtali við Frétta- blaðið einnig hafa fengið slík- ar skýringar. Hins vegar hafi farþegar engar aðrar upplýs- ingar fengið um áætlaða fram- vindu málsins. Þeim hafi þó verið fengnar 1.500 krónur fyrir veit- ingum. „Það fæst ekkert fyrir 1.500 krónur á Keflavíkurflug- velli,“ sagði farþeginn. Engin hætta mun hafa verið á ferðum og ekki var óskað aðstoðar við lendinguna. - gar Truflun hjá Iceland Express: Þotu snúið við eftir flugtak GENGIÐ 02.05.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 218,2483 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 110,75 111,27 184,79 185,69 164,25 165,17 22,024 22,152 21,063 21,187 18,408 18,516 1,3585 1,3665 179,46 180,52 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.