Fréttablaðið - 03.05.2011, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 03.05.2011, Blaðsíða 22
3. maí 2011 ÞRIÐJUDAGUR4 Rannsókn á algengi langvinnra verkja á Íslandi stendur nú yfir en spurningalistar voru sendir út til slembiúrtaks 4.500 einstak- linga á aldrinum tuttugu til sjötíu ára fyrir helgi. Tilgangur rann- sóknarinnar er tvíþættur: annars vegar að skoða heilsutengd lífs- gæði og aðgengi að og notkun á heilbrigðisþjónustu meðal almenn- ings á Íslandi. Hins vegar að skoða algengi langvinnra verkja og notk- un á heilbrigðisþjónustu vegna þeirra ásamt reynslu einstaklinga með langvinna verki af samskipt- um sínum við fagfólk í heilbrigðis- þjónustu. Þorbjörg Jónsdóttir, lektor við hjúkrunarfræðideild Háskólans á Akureyri, sem stýrir rannsókninni segir fáar rannsóknir hafa verið gerðar á algengi langvinnra verkja á Íslandi. „Það er til lítil rannsókn sem sýnir að hlutfallið sé í kring- um þrjátíu prósent en þar var úrtakið einungis fimm hundruð manns. Hins vegar er til stór rann- sókn á algengi langvinnra verkja í ýmsum Evrópulöndum frá árinu 2006 sem gefur til kynna að það sé allt frá 12 prósentum á Spáni og upp í 30 prósent í Noregi.“ Þorbjörg starfaði lengi sem hjúkrunarfræðingur og hefur mikla reynslu af vinnu með fólki með langvinna verki. Þessi rann- sókn er hluti af doktorsverkefni hennar við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands en meðrannsak- endur og leiðbeinendur eru dr. Sig- ríður Gunnarsdóttir og dr. Helga Jónsdóttir. Þorbjörg segir niður- skurð í heilbrigðiskerfinu koma illa niður á fólki með langvinna verki. „Vitað er að stór hluti þeirra sem leita til heilbrigðisþjónustunn- ar gerir það vegna ýmiss konar verkja. Misjafnt er hvernig geng- ur að finna orsök þeirra og hvernig gengur að meðhöndla þá á viðeig- andi og árangursríkan hátt. Einnig er reynsla fólks af þjónustu heil- brigðiskerfisins misjöfn sem og gagnsemi þeirrar meðferðar sem í boði er. Ljóst er að niðurskurð- ur getur jafnvel leitt til þess að vandamál sem hægt væri að leysa með réttum aðgerðum festast í sessi og verða langvinn með til- heyrandi skerðingu á lífsgæðum og kostnaði fyrir einstaklinga og samfélag. Aðgengi að og notkun á heil- brigðiskerfinu og reynsla þeirra sem þangað leita vegna langvinnra verkja hefur lítið sem ekkert verið rannsökuð á Íslandi en þekkt er að einstaklingar með langvinna verki hafi leitað til margra ólíkra með- ferðaraðila án þess að meðferð hafi borið árangur. Við vonum að rannsóknin geri okkur kleift að meta þjónustuna og koma auga á það sem betur má fara.“ Þorbjörg vonast bæði eftir svör- um frá fólki með langvinna verki og þeim sem eru verkjalausir. „Til þess að rannsóknin gefi sem best- ar upplýsingar er mikilvægt að sem flestir taki þátt í henni, óháð því hvort þeir hafa reynslu af lang- vinnum verkjum eða ekki enda viljum við líka fá fram almenn viðhorf.“ Þorbjörg segir nauðsyn- legt að fá að minnsta kosti fimm- tíu prósenta svörun. Hún vonast til að geta byrjað að vinna úr niður- stöðunum í sumar og ættu þær að liggja fyrir með haustinu. vera@frettabladid.is Kannar algengi langvinnra verkja Rannsókn á algengi langvinnra verkja stendur nú yfir en líklegt er talið að það sé verulegt og jafnvel í kringum þrjátíu prósent. Fáar rannsóknir hafa verið gerðar á algengi langvinnra verkja á Íslandi. Rannsóknin sem nú stendur yfir er hluti af doktorsverkefni Þorbjargar. MYND/HEIDA.IS Heilsa er ekki ein- ungis fólgin í því að vera laus við sjúk- dóma samkvæmt skilgreiningu Alþjóða- heilbrigðisstofnunar- innar (WHO). Heilsa er einnig fólgin í almennri velferð ein- staklingsins, líkamlegri, andlegri og félagslegri. heimild: www. wikipedia.org ■ að það er meiri ávaxtasykur í sítrónum en jarðarberjum ■ að á einni mannævi borðar manneskjan í kringum 35 tonn af mat ■ að ef mjólk stendur í dagsljósi í tvo tíma tapar hún um tveimur þriðju af B-vítamínum sínum ■ að með því að borða C-vítamín (appelsínu, sítrónu, greip, jarðarber, tómata og kartöflur til dæmis) með kjöti eða baunum nýtist járnið og prótínið í matnum betur ■ að fólk hefur borðað fisk með sítrónusneið allt frá því á miðöldum. Þá trúðu menn því að sítrónusafinn myndi leysa upp bein sem mögulega slæddust ofan í magann. Vissir þú... Samkvæmt evrópskri rannsókn frá árinu 2006 er algengi langvinnra verkja á bilinu 12 til 30 prósent. Skeifunni 3j · Sími 553 8282 · www.heilsudrekinn.is Jafnvægi fyrir líkama og sál heilsumeðferð · heilsuvörur · dekur · leikfimi veittu vellíðan gefðu gjafabréf Tilboð grenningar- meðfe ð SU MA R- TIL BO Ð! 2 fyrir 1 í yoga Fimmtud. 19. maí kl. 20 - 21 Námskeið með ÁSDÍSI RÖGNU EINARSDÓTTUR grasalækni BSC Viltu læra að tína og nota íslenskar lækningajurtir? Nánari upplýsingar og skráning í síma: 899 8069 og asdisragna@hotmail.com. Verð: 3500 kr. Innifalið eru vegleg námsgögn með uppskriftum að jurtablöndum gegn algengum kvillum! Farið verður yfir eftirfarandi þætti: • Hvernig á að tína, þurrka og geyma jurtir • Hvenær er best að tína og við hvaða aðstæður • Hvernig útbúa á jurtablöndur á einfaldan hátt • Áhrif algengra lækningajurta og notkun þeirra

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.