Fréttablaðið - 03.05.2011, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 03.05.2011, Blaðsíða 20
3. maí 2011 ÞRIÐJUDAGUR2 Stærsta fruma mannslíkamans er egg konunnar en sú minnsta sæði mannsins. Eggfruman er sú eina sem sést með berum augum en hún er um 1 millimetri að stærð. Þrátt fyrir að heilabilunarsjúk- dómar hrjái um tuttugu prósent fólks sem er yfir áttrætt er þekk- ingu á sjúkdómunum mjög ábóta- vant. María K. Jónsdóttir, sérfræð- ingur í klínískri taugasálfræði, fékk á dögunum styrk til að fara af stað með rannsókn á þekkingu almennings á Alzheimers-sjúk- dómnum. „Þekking fólks á Alzheimer er mikilvæg því aðstandendur gegna stóru hlutverki í greiningu á sjúk- dómnum. Ef fólk hefur brenglaða mynd af því hvað er eðlileg öldrun og að heilabilunarsjúkdómar séu afskrifaðir sem eðlilegt minnis- tap er líklegt að sjúklingar með þá sjúkdóma fái ekki hjálp og stuðn- ing,“ segir María. „Meirihluti aldr- aðra er virkur og með gott minni.“ Erlendis hafa verið gerðar rann- sóknir á þekkingu almennings og heilbrigðisstarfsfólks á Alzhei- mer-sjúkdómnum, sem hafa leitt í ljós að þekkingu er ábótavant. María segist ekki gera ráð fyrir að ástandið í þeim málum sé öðruvísi hérlendis. „Sjúklingar eru yfirleitt ófærir um að átta sig sjálfir á ein- kennunum og því skiptir miklu að aðstandendur geti borið kennsl á þau og leiti hjálpar, því sjúkling- arnir gera það ekki sjálfir.“ Svava Aradóttir, framkvæmda- stjóri FAAS, félags áhugafólks og aðstandenda Alzheimers-sjúk- linga, segir ljóst að þrátt fyrir að almenn þekking á heilabilunar- sjúkdómum hafi batnað á undan- förnum árum sé langt í land. Svava bendir á að þjóðin sé að eldast og mikil fjölgun á eldra fólki næstu áratugi sé staðreynd. „Það kom skýrt fram í mann- fjöldaspá sem Hagstofan birti í lok síðasta árs. Þar af leiðandi mun hópur fólks með heilabilun stækka verulega á næstu áratug- um og við verðum að undirbúa okkur fyrir þá fjölgun. Sárlega vantar heildræna stefnumótun í þessum málaflokki. Hún er ekki til hér á landi en mjög margar þjóðir sem við viljum bera okkur saman við eru búnar að vinna slíka stefnumótun eða eru með hana í vinnslu.“ FAAS verður gestgjafi í júní á norrænum fundi Alzheimersfélaga þar sem fulltrúar allra félaga á Norðurlöndum mæta en aðalefni fundarins verður þekking fólks á heilabilun. „Það er oft ákveðið tabú í kringum það þegar sjúkling- ar með heilabilun sýna af sér óvið- eigandi félagslega hegðun. Þegar þekkingin er ekki til staðar getur verið djúpt á skilningi gagnvart aðstæðum þessara einstaklinga og mikil hætta er á að fólk einangrist félagslega.“ juliam@frettabladid.is Lítil þekking á heilabilunum Heilabilun er oft afskrifuð sem eðlileg minnisglöp vegna vanþekkingar á heilabilunarsjúkdómum. Heilabilunarsjúkdómar hrjá um 20 prósent fólks, eldra en áttatíu ára. Þekking er afar mikilvæg til að sjúklingar fái hjálp og aðstandendur stuðning. Svava Aradóttir, framkvæmdastjóri FAAS, bendir á að þjóðin sé að eldast og mikil fjölgun á eldra fólki næstu áratugi sé staðreynd. Heilabilun hrjáir um 20 prósent fólks eldra en 80 ára. Ný námskeið eru að hefjast hjá Guðna Gunnarssyni í Rope Yoga-setrinu í Listhús- inu í Laugardal. Boðið er upp á Gló Motion og Rope Yoga-nám- skeið og einnig nám- skeiðið Máttur viljans – orku- og aðhalds- námskeið sem hefst 12. maí. Fjöldi tíma er í boði. Heimild/ ropeyogasetrid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.