Fréttablaðið - 03.05.2011, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 03.05.2011, Blaðsíða 6
3. maí 2011 ÞRIÐJUDAGUR6 Bandaríkjamenn fagna vígi Osama bin Laden. Bæði ljósmyndir af líkinu og rannsóknir á lífsýnum úr því eru sagðar staðfesta að hann sé í reynd látinn. Bandaríkjamenn telja hann hafa notið velvilja ein- hverra afla í Pakistan. Víða í Bandaríkjunum kom fjöldi fólks saman til að fagna dauða Osama bin Laden, meðal annars fyrir utan Hvíta húsið í Wash- ington og á staðnum þar sem Tvíburaturnarnir stóðu í New York. Meðal annars komu þar saman margir ættingjar og aðrir aðstandendur þeirra sem létu lífið í árásunum 11. september 2001. „Þetta er sælutilfinning, þótt ekki sé þetta hamingja af því tagi sem fær mann til að hoppa af gleði,“ sagði Charles Wolf, íbúi í New York, sem missti eiginkonu sína í árásunum þar. Bandaríkjamenn höfðu í gær hvorki birt myndir af því sem gerðist né annað sem fært gæti sönnur á dauða bin Ladens. Bandaríkjamenn segjast þó hafa tekið myndir og gert rann- sóknir á lífsýnum úr líkinu, sem staðfesti að sá látni hafi verið bin Laden. Þá segja þeir að eigin- kona hans, sem var á staðnum, hafi nefnt hann með nafni áður en hann lést. Myndbirting hefur ekki verið útilokuð, en vega þurfi og meta kosti þess og ókosti að dreifa myndum af líki hans. Bandaríkjamenn segja Osama bin Laden hafa skotið á banda- rísku hermennina þegar þeir réð- ust inn í bygginguna. Hann hafi orðið fyrir skotum þeirra og lát- ist eftir langan bardaga. Ekki hafi reynst mögulegt að ná honum lif- andi, þótt vilji hafi verið til þess. Fyrirfram hafi verið búist við því að hann myndi grípa til vopna frekar en að láta ná sér lifandi. Alls er aðgerðin sögð hafa tekið um 40 mínútur, frá því að hermennirnir réðust inn á lóðina þangað til allt var yfirstaðið. Bandaríkjamenn segjast hafa farið með líkið af honum út á haf og sökkt því þar, eftir að hafa búið líkið undir útför að íslömskum sið. Meðal annars var líkið þvegið og vafið inn í hvítt klæði. Alls tóku 24 bandarískir sér- sveitarmenn þátt í aðgerðinni. Þeir fóru á fjórum þyrlum að hús- inu, þar sem bin Laden hafðist við í bænum Abottabad, sem er langt inni í landi um það bil hundrað kílómetra norður af höfuðborg- inni Islamabad. Húsið er aðeins í 800 metra fjarlægð frá Kakul-herskólanum, sem er virtasti herskóli Pakistans. Fjölmargar lykilstofnanir pakist- anska hersins eru einnig í borg- inni Abottabad, sem er vinsæll viðkomustaður ferðamanna. Íbúar þar eru um 400 þúsund. John Brennan, helsti ráðgjafi Obama í hryðjuverkamálum, segir óhugsandi annað en bin Laden hafi notið velvildar einhverra afla í Pakistan. Bæði Bandaríkjamenn og Indverjar hafa lengi sakað pakistönsk stjórnvöld um marg- vísleg tengsl við hryðjuverka- menn, þrátt fyrir að Pakistanar hafi í kjölfar 11. september veitt Bandaríkjamönnum margvíslega aðstoð við að leita uppi hryðju- verkamenn. Bandarískir embættismenn segja upplýsingar, sem fram komu við yfirheyrslur grunaðra hryðju- verkamanna, hafa orðið til þess að á endanum komust þeir á sporið. Meðal annars hafi bæði Khal- id Sheikh Mohammed, maður- inn sem skipulagði árásirnar 11. september, og Abu Faraj al-Libi, sem tók við af Mohammed eftir að hann var handtekinn, nefnt á nafn einn helsta aðstoðarmann bin Ladens. Báðir máttu þeir sæta pyntingum af hálfu bandarísku leyniþjónustunnar, eða „harkaleg- um yfirheyrsluaðferðum“ eins og það er nefnt, þegar þeir voru hafð- ir í haldi í leynilegum fangelsum í Póllandi og Rúmeníu áður en þeir voru fluttir til Guantanamo-búð- anna á Kúbu. Það var George W. Bush, þáver- andi forseti Bandaríkjanna, sem gaf leyniþjónustunni heimild til að beita þessum yfirheyrsluað- ferðum, en Barack Obama lét loka leynifangelsunum. Fannst í Pakistan eftir tíu ára leit FRÉTTASKÝRING: Osama Bin Laden veginn í gær HJÓL FYR IR ALLA FJÖLSKYL DUNA SKIPTIMA RKAÐUR MEÐ NOTU Ð REIÐHJÓ L 20% AFSL ÁTTUR AF AUKABÚN AÐI Á HJÓ L 7. ágúst 1998 Sprengjuárásir á sendiráð Banda- ríkjanna í Keníu og Tansaníu urðu 200 manns að bana og beindu athygli heimsins að Osama bin Laden og Al Kaída. 12. október 2000 Árás á bandaríska tundurspillinn USS Cole í Jemen kostar 17 sjóliða lífið. 11. september 2001 Árásir á Tvíburaturnana í New York og Pentagon í Washington ásamt hrapi þotu í Pennsylvaníu kosta nærri 3.000 manns lífið. 11. apríl 2002 Sprengja í bænahúsi gyðinga í Túnis kostar 19 manns lífið. Flestir þeirra voru þýskir ferðamenn. 12. október Sprengjuárás á diskótek á Balí kostar 202 manns lífið. Margir þeirra voru vestrænir ferðamenn. 28. nóvember Sjálfsvígsárás á ísraelskt hótel í Mombasa í Keníu kostar 16 manns lífið. 12. maí 2003 Sjálfsvígsárásir á íbúðarhús Vestur- landabúa í Ríad í Sádi-Arabíu kosta 35 manns lífið. 16. maí Sjálfsvígsárásir í Casablanca í Marokkó kosta 45 manns lífið. 5. ágúst Bílasprengjur utan við Marriott- hót el í Djakarta kosta 12 manns lífið. 8. nóvember Sjálfsvígsárás á íbúðarhúsnæði í Ríad kostar 17 manns lífið. 15. desember Tvær sjálfsvígsárásir á bænahús gyðinga í Istanbúl kosta 23 manns lífið. 20. desember Tvær árásir á breskar eignir í Istanbúl kosta 27 manns lífið. 11. mars 2004 Sprengjuárásir á jarðlestir í Madríd á Spáni kosta 191 mann lífið. Meira en 1.800 særðust. 17. maí Leiðtogi bráðabirgðastjórnar Íraks myrtur í sjálfsvígsárás í Bagdad. Árásin skipulögð af Abu Musab al Sarkaví, sem talinn var yfirmaður Al Kaída í Írak. 29. maí Árásir á olíustöðvar í Sádi-Arabíu kosta 27 manns lífið. 7. október Árásir á þrjú hótel í Egyptalandi kosta 34 menn lífið. 7. júlí 2005 Árásir á jarðlestir og strætisvagna í London kosta 52 manns lífið. 700 manns særðust. 23. júlí Þrjár sprengjuárásir á ferðamanna- staðnum Sharm el Sheikh við Rauðahafið kosta 88 manns lífið. 1. október Þrjár sjálfsvígsárásir á Balí kosta 23 menn lífið. 9. nóvember Sjálfsvígsárásir á þremur hótelum í Amman í Jórdaníu kosta 60 manns lífið. 11. apríl 2007 Tvær sprengingar í Algeirsborg, höfuðborg Alsírs, kosta að minnsta kosti 23 manns lífið. Al Kaída í arabaríkjum Norður-Afríku lýsir yfir ábyrgð. Helstu árásir tengdar Al Kaída Óvíst er hvaða áhrif lát bin Ladens mun hafa á Al Kaída, samtökin sem undir hans stjórn báru ábyrgð á árásunum 11. september. Óljóst er reyndar hvað er eftir af þessum samtökum og hversu skipulögð þau hafa verið. Jafnvel hafa heyrst efasemdir um að þau hafi nokkurn tímann verið til. Ljóst þykir þó að á meðan bin Laden hafðist við í Afganistan í skjóli talibanastjórnarinnar í nokkur misseri fram til haustsins 2001 rak hann þar þjálfunarbúðir fyrir hryðjuverkamenn og stóð að skipulagningu hryðjuverka víða um heim. Nafnið „Al Kaída“ þýðir einfaldlega bækistöð, og átti líklega við um bækistöðvar bin Ladens og félaga hans í Afganistan og Pakistan. Þeim bæki- stöðvum tengdust lauslega skoðanabræður hans víðs vegar um heiminn, sem bæði þá og síðar hafa staðið að hryðjuverkum í nafni samtakanna, þótt óljóst sé hvort eða að hve miklu leyti bin Laden sjálfur og nánustu sam- starfsmenn hans hafi verið með í skipulagningu þeirra. Búast má við að einhverjir þessara skoðanabræðra hans muni reyna að hefna fyrir dauða hans með einhverjum hætti. Bandaríkjastjórn segist þó vonast til að með dauða bin Ladens muni sá lífskraftur, sem hugsanlega er enn eftir í Al Kaída, smám saman fjara út. Er lífsmark með Al Kaída? HARMDAUÐI Félagar í stjórnmálaflokknum Jamiat Ulema-i-Islam Nazaryati, sem styður talibanahreyfinguna, komu saman í bænum Quetta í Pakistan í gær til að mótmæla því níðingsverki, sem þeir segja Bandaríkjamenn hafa framið. NORDICPHOTOS/AFP Guðsteinn Bjarnason gudsteinn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.