Fréttablaðið - 03.05.2011, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 03.05.2011, Blaðsíða 26
3. MAÍ 2011 ÞRIÐJUDAGUR4 ● reiðhjól Kría Hjól hefur stimplað sig inn sem paradís hjólreiðamannsins, en þar fást nú heimsverðlaunagripir frá Specialized. „Við erum stoltir yfir að geta boðið Íslendingum hjólin frá Special- ized, en það er stærsti hjólafram- leiðandi heims og á í sínum röðum heimsmeistara í öllum keppnum hjólreiða, eins og Tour de France síðastliðin tvö ár,“ segir Emil Guð- mundsson, einn þriggja eigenda Kríu Hjóla, um heitustu hjólin í bænum. „Hjá Specialized er mikið lagt í hvert einasta hjól og draumur að hjóla á þeim hvort sem það er inn- anbæjar eða yfir Fimmvörðuháls. Úrvalið er breitt og allir geta fund- ið hjól við hæfi, en markmið okkar eftir sem áður er að velja hjól sem samræmist útliti og stíl hvers og eins, rétt eins og þegar þeir velja sér flíkur,“ segir Emil. Aðalsmerki Kríu frá upphafi hefur einmitt verið að sérsníða og sérsmíða reiðhjól eftir óskum, en einnig dubba þeir upp gömul hjól viðskiptavina. „Flestir koma hingað með ákveðinn karakter af hjólum í huga og þá setjumst við niður með þeim og leiðbeinum í rétta átt. Möguleikarnir eru endalaus- ir, hvort sem keðjan á að vera lituð eða hnakkurinn sérsmíðað- ur, en við flytjum einnig inn hand- smíðaða leðurhnakka og fylgihluti sem ekki hafa áður boðist íslensk- um hjólreiðamönnum,“ segir Emil en þess má geta að handsmíðuðu hnakkarnir hafa verið framleidd- ir frá árinu 1866. „Hjól er ekki bara hjól heldur hlutur sem fær þig til að líta vel út. Þannig hjólabúð hefur alltaf vantað og við viljum veita persónu- lega þjónustu þannig að menn fari ánægðir út með háklassa gæði, eftirsóknarvert útlit og varanlega eign. Búðin er full af hjólanördafíl- ingu þar sem hægt er að sjá hvern- ig hjólamennska er lífsstíll og hvað er kúl við hjólin, en sum hjól eru reyndar svo vel hönnuð og falleg að þau eru í raun eins og mublur.“ Hjól heimsmeistaranna David Robertson og Emil Guðmundsson í verslun Kríu við Hólmaslóð. Báðir eru landskunnir hjólreiðamenn og miklir reynslu- boltar sem keppt hafa á hjólum og eiga þau mörg til skiptanna í daglegum hjólaferðum. ● NOKKRAR MIKILVÆGAR STAÐREYNDIR UM KRÍU • Kríu stofnaði David Robertson á annarri hæð lítils verkstæðishúsnæðis á Hólmaslóð 4 í mars 2009. • Í ársbyrjun 2011 flutti Kría í 115 fermetra verslunarhúsnæði á Hólma- slóð 2, þar sem hún rekur einnig verkstæði. • Kría hefur einkaleyfi á sölu Specialized Bicycles á Íslandi. • Specialized var stofnað í Bandaríkjunum 1974. Það hóf framleiðslu á fyrsta markaðssetta fjallahjóli heimsins, Stumpjumper, árið 1981 en það er enn framleitt í dag. • Specialized er eitt þriggja bestu hjólamerkja heims. Á þeim hafa hjólagarpar unnið fjölda heimsmeistaratitla í þríþraut, fjallabruni og hjólreiðakeppnum, en síðustu tveir sigurvegarar Tour de France hjóluðu einmitt á Specialized-hjólum. • Kría býður frábæran afslátt á fyrirfram pöntuðum Specialized-reið- hjólum. • Kría rekur hjólaleigur við farfuglaheimilin í Reykjavík. • Kría stendur fyrir spennandi hjólreiðaferðum með leiðsögumönnum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.