Fréttablaðið - 10.06.2011, Side 51

Fréttablaðið - 10.06.2011, Side 51
FÖSTUDAGUR 10. júní 2011 35 SKRÁÐU ÞIG Á OFFICE1.IS Í tilefni 10 ára afmælis okkar ætlum við gefa einni mömmu 10.000 KR. GJAFABRÉF Á HVERJUM DEGI - ALLT ÁRIÐ. FY R IR S K ÓL A O G FJÖLSKYLDUR Í 10 ÁR 2001 - 2011 Skeifan 550-4110 | Smáralind 550-4140 | Hafnarfjörður 550-4120 | Selfoss 550-4190 | Egilsstaðir 550-4160 KÖRFUBOLTI Bandarísku körfu- boltamönnunum Justin Shouse og Darrell Flake var í fyrradag úthlutað íslenskum ríkisborgara- rétti hjá allsherjanefnd Alþingis. Þeir Shouse og Flake eiga báðir að baki farsælan feril í íslensku úrvalsdeildinni og hefur Shouse verið í hópi bestu leikmanna deildarinnar undanfarin ár. Nú gætu þeir hjálpað íslenska lands- liðinu og samkvæmt reglum FIFA má velja þá strax í landsliðið. „Það eru breyttar reglur frá því sem var. Nú þarf reyndar að sinna pappírsvinnu til FIBA Europe en leikmenn eru lög- legir um leið og þeir samþykkja umsóknina. Það þarf ekki að vera ríkisborgari í tvö eða þrjú ár eins og var áður,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, framkvæmdastjóri KKÍ. Aðeins má vera með einn leik- mann af erlendum uppruna í mótum á vegum FIBA og það sama gildir á Norðurlanda- mótum. „Þetta er atriði sem við munum skoða en þeir eru báðir í Banda- ríkjunum og við erum því ekki að hlaupa upp til handa og fóta núna,“ sagði Friðrik Ingi. Nýi landsliðsþjálfarinn Peter Öqvist tilkynnti í vikunni 22 manna hóp fyrir Norðurlandamótið í sumar og þar er enginn leikmaður af erlendum uppruna. - óój Shouse orðinn Íslendingur: Má spila strax með landsliðinu JUSTIN SHOUSE Hefur spilað á Íslandi síðan 2005. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Pepsi-deild kvenna Valur-Þór/KA 6-1 1-0 Hallbera Guðný Gísladóttir (33.), 2-0 Dagný Brynjarsdóttir (38.), 3-0 Hallbera (41.), 3-1 Mateja Zver (57.), 4-1 Caitlin Miskel (64.), 5-1 Dagný (74.), 6-1 Rakel Logadóttir (84.) STAÐAN Í DEILDINNI ÍBV 4 4 0 0 14-0 12 Valur 4 3 1 0 10-3 10 Stjarnan 4 3 0 1 10-3 9 Þór/KA 4 2 0 2 6-13 6 KR 4 1 2 1 4-4 5 Breiðablik 4 1 1 2 7-6 4 Fylkir 4 1 1 2 5-8 4 Afturelding 4 1 1 2 4-8 4 Þróttur R. 4 0 2 2 2-8 2 Grindavík 4 0 0 4 2-11 0 1. deild karla HK-Víkingur Ó. 0-2 0-1 Guðmundur Steinn Hafsteinsson (60.), 0-2 Hilmar Þór Hilmarsson (85.). Upplýsingar um markaskorara af fótbolti.net. STAÐAN Í DEILDINNI ÍA 5 4 1 0 13-2 13 Haukar 5 3 1 1 8-4 10 Þróttur R. 5 3 1 1 7-4 10 Selfoss 5 2 1 2 11-8 7 KA 5 2 1 2 7-6 7 Fjölnir 5 2 1 2 8-8 7 ÍR 5 2 1 2 6-9 7 Víkingur Ó. 6 1 3 2 5-6 6 Grótta 5 1 3 1 3-5 6 BÍ/Bolungarvík 5 2 0 3 6-11 6 Leiknir R. 5 0 4 1 3-5 4 HK 6 0 1 5 7-16 1 NÆSTU LEIKIR KA-Fjölnir Í kvöld kl. 18.15 ÍA-ÍR Í kvöld kl. 20.00 Grótta-Haukar Í kvöld kl. 20.00 Þróttur R.-Selfoss Í kvöld kl. 20.00 Leiknir-BÍ/Bolungarvík á morgun kl. 13.00 ÚRSLIT Í GÆR FÓTBOLTI Hallbera Guðný Gísladóttir og Dagný Brynjarsdóttir opnuðu báðar markareikning sinn í Pepsi-deild kvenna með því að skora tvö mörk hvor í 6-1 stórsigri Vals á Þór/KA í loka- leik 4. umferðar Pepsi-deildar kvenna í gær- kvöldi. Hallbera skoraði tvö glæsimörk beint úr aukaspyrnu með aðeins átta mínútna millibili í fyrri hálfleik en Dagný, sem átti frábæran leik á miðjunni, skoraði mark í hvorum hálf- leiknum. „Ég er búin að vera rög við að skjóta en lét loksins vaða í dag og þá skoraði ég. Þetta eru fyrstu tvö mörkin mín í mótinu þannig að loks- ins komu þau,“ sagði Dagný í viðtali við Sporttv eftir leikinn. „Við misstum Dóru og Kötu af miðjunni fyrir tímabilið og það hefur verið erf- itt að púsla miðjunni saman. Mér finnst þetta loksins vera að koma núna,“ sagði Dagný, en hún og hin fimmtán ára Hildur Antons dóttir réðu ríkjum á miðjunni í gær. Hin mörk Valsliðsins skoruðu þær Caitlin Miskel og Rakel Logadóttir. Mateja Zver minnkaði muninn fyrir Þór/KA. Með sigrin- um komust Valskonur upp fyrir Stjörnuna og í annað sæti deildarinnar en nýliðar ÍBV eru með tveggja stiga forskot á toppnum. Vals konur spiluðu frábærlega í gær og sýndu að þær eru búnar að hrista af sér slenið eftir rólega byrjun í deildinni. Þór/KA-liðið tapaði hins vegar öðru sinni stórt í sumar, en ÍBV vann þær 5-0 fyrir norðan í fyrstu umferðinni. - óój Valskonur unnu 6-1 stórsigur á Þór/KA í Pepsi-deild kvenna á Vodafone-vellinum í gærkvöldi: Hallbera með tvö mörk beint úr aukaspyrnum STERKAR Rakel Hönnudóttir í baráttu við Hildi Antons- dóttur og Thelmu Einarsdóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.