Fréttablaðið - 10.06.2011, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 10.06.2011, Blaðsíða 51
FÖSTUDAGUR 10. júní 2011 35 SKRÁÐU ÞIG Á OFFICE1.IS Í tilefni 10 ára afmælis okkar ætlum við gefa einni mömmu 10.000 KR. GJAFABRÉF Á HVERJUM DEGI - ALLT ÁRIÐ. FY R IR S K ÓL A O G FJÖLSKYLDUR Í 10 ÁR 2001 - 2011 Skeifan 550-4110 | Smáralind 550-4140 | Hafnarfjörður 550-4120 | Selfoss 550-4190 | Egilsstaðir 550-4160 KÖRFUBOLTI Bandarísku körfu- boltamönnunum Justin Shouse og Darrell Flake var í fyrradag úthlutað íslenskum ríkisborgara- rétti hjá allsherjanefnd Alþingis. Þeir Shouse og Flake eiga báðir að baki farsælan feril í íslensku úrvalsdeildinni og hefur Shouse verið í hópi bestu leikmanna deildarinnar undanfarin ár. Nú gætu þeir hjálpað íslenska lands- liðinu og samkvæmt reglum FIFA má velja þá strax í landsliðið. „Það eru breyttar reglur frá því sem var. Nú þarf reyndar að sinna pappírsvinnu til FIBA Europe en leikmenn eru lög- legir um leið og þeir samþykkja umsóknina. Það þarf ekki að vera ríkisborgari í tvö eða þrjú ár eins og var áður,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, framkvæmdastjóri KKÍ. Aðeins má vera með einn leik- mann af erlendum uppruna í mótum á vegum FIBA og það sama gildir á Norðurlanda- mótum. „Þetta er atriði sem við munum skoða en þeir eru báðir í Banda- ríkjunum og við erum því ekki að hlaupa upp til handa og fóta núna,“ sagði Friðrik Ingi. Nýi landsliðsþjálfarinn Peter Öqvist tilkynnti í vikunni 22 manna hóp fyrir Norðurlandamótið í sumar og þar er enginn leikmaður af erlendum uppruna. - óój Shouse orðinn Íslendingur: Má spila strax með landsliðinu JUSTIN SHOUSE Hefur spilað á Íslandi síðan 2005. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Pepsi-deild kvenna Valur-Þór/KA 6-1 1-0 Hallbera Guðný Gísladóttir (33.), 2-0 Dagný Brynjarsdóttir (38.), 3-0 Hallbera (41.), 3-1 Mateja Zver (57.), 4-1 Caitlin Miskel (64.), 5-1 Dagný (74.), 6-1 Rakel Logadóttir (84.) STAÐAN Í DEILDINNI ÍBV 4 4 0 0 14-0 12 Valur 4 3 1 0 10-3 10 Stjarnan 4 3 0 1 10-3 9 Þór/KA 4 2 0 2 6-13 6 KR 4 1 2 1 4-4 5 Breiðablik 4 1 1 2 7-6 4 Fylkir 4 1 1 2 5-8 4 Afturelding 4 1 1 2 4-8 4 Þróttur R. 4 0 2 2 2-8 2 Grindavík 4 0 0 4 2-11 0 1. deild karla HK-Víkingur Ó. 0-2 0-1 Guðmundur Steinn Hafsteinsson (60.), 0-2 Hilmar Þór Hilmarsson (85.). Upplýsingar um markaskorara af fótbolti.net. STAÐAN Í DEILDINNI ÍA 5 4 1 0 13-2 13 Haukar 5 3 1 1 8-4 10 Þróttur R. 5 3 1 1 7-4 10 Selfoss 5 2 1 2 11-8 7 KA 5 2 1 2 7-6 7 Fjölnir 5 2 1 2 8-8 7 ÍR 5 2 1 2 6-9 7 Víkingur Ó. 6 1 3 2 5-6 6 Grótta 5 1 3 1 3-5 6 BÍ/Bolungarvík 5 2 0 3 6-11 6 Leiknir R. 5 0 4 1 3-5 4 HK 6 0 1 5 7-16 1 NÆSTU LEIKIR KA-Fjölnir Í kvöld kl. 18.15 ÍA-ÍR Í kvöld kl. 20.00 Grótta-Haukar Í kvöld kl. 20.00 Þróttur R.-Selfoss Í kvöld kl. 20.00 Leiknir-BÍ/Bolungarvík á morgun kl. 13.00 ÚRSLIT Í GÆR FÓTBOLTI Hallbera Guðný Gísladóttir og Dagný Brynjarsdóttir opnuðu báðar markareikning sinn í Pepsi-deild kvenna með því að skora tvö mörk hvor í 6-1 stórsigri Vals á Þór/KA í loka- leik 4. umferðar Pepsi-deildar kvenna í gær- kvöldi. Hallbera skoraði tvö glæsimörk beint úr aukaspyrnu með aðeins átta mínútna millibili í fyrri hálfleik en Dagný, sem átti frábæran leik á miðjunni, skoraði mark í hvorum hálf- leiknum. „Ég er búin að vera rög við að skjóta en lét loksins vaða í dag og þá skoraði ég. Þetta eru fyrstu tvö mörkin mín í mótinu þannig að loks- ins komu þau,“ sagði Dagný í viðtali við Sporttv eftir leikinn. „Við misstum Dóru og Kötu af miðjunni fyrir tímabilið og það hefur verið erf- itt að púsla miðjunni saman. Mér finnst þetta loksins vera að koma núna,“ sagði Dagný, en hún og hin fimmtán ára Hildur Antons dóttir réðu ríkjum á miðjunni í gær. Hin mörk Valsliðsins skoruðu þær Caitlin Miskel og Rakel Logadóttir. Mateja Zver minnkaði muninn fyrir Þór/KA. Með sigrin- um komust Valskonur upp fyrir Stjörnuna og í annað sæti deildarinnar en nýliðar ÍBV eru með tveggja stiga forskot á toppnum. Vals konur spiluðu frábærlega í gær og sýndu að þær eru búnar að hrista af sér slenið eftir rólega byrjun í deildinni. Þór/KA-liðið tapaði hins vegar öðru sinni stórt í sumar, en ÍBV vann þær 5-0 fyrir norðan í fyrstu umferðinni. - óój Valskonur unnu 6-1 stórsigur á Þór/KA í Pepsi-deild kvenna á Vodafone-vellinum í gærkvöldi: Hallbera með tvö mörk beint úr aukaspyrnum STERKAR Rakel Hönnudóttir í baráttu við Hildi Antons- dóttur og Thelmu Einarsdóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.