Fréttablaðið - 28.06.2011, Qupperneq 10
28. júní 2011 ÞRIÐJUDAGUR10
ÞJÓNUSTUFULLTRÚAR ÓSKAST
TIL STARFA Í ÞJÓNUSTUVER
MINNA BULL. MEIRA TAL.
Tal leitar að þjónustufulltrúum sem vilja bætast í samheldinn hóp Talsmanna.
Starf þjónustufulltrúa gengur m.a. út á að þjónusta viðskiptavini í samræmi við þjónustu- og gæðastefnu Tals,
símsvörun, sölu og tæknilega aðstoð.
Umsóknarfrestur er til og með 1. júlí 2011.
Vinsamlegast sendið umsókn um starf þjónustufulltrúa á atvinna@tal.is, merkt „þjónustufulltrúi“.
Umsóknir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf strax.
Talsmenn …
… eru þjónustulundaðir og jákvæðir
… hafa áhuga á tækni og nýjungum
… sýna frumkvæði, metnað og hugsa í lausnum
… eru snyrtilegir og stundvísir
Menntun og hæfniskröfur
– Hæfni í mannlegum samskiptum er nauðsynleg
– Almenn tölvufærni er æskileg
– Stúdentspróf eða sambærileg menntun er kostur
– Reynsla af störfum í fjarskiptum er kostur
STJÓRNSÝSLA Ása Ólafsdóttir
hæstaréttarlögmaður kom áhyggj-
um lögmanna af stöðu íslenska
réttarríkisins á framfæri við
stækkunar-skrifstofu Evrópusam-
bandsins (ESB). Ása sat fund ytra
fyrir hönd stjórnar Lögmannafélags
Íslands.
Í nýjasta tölublaði Lögmanna-
blaðsins reifar hún þær athugasemd-
ir sem hún kom á framfæri. Breyt-
ing á lögum um meðferð einkamála
hafi skert mjög möguleika einstak-
linga til gjafsóknar. Þá gæti lækkun
tímagjalds verjenda í sakamálum
orðið til þess að efnameiri einstak-
lingar fengju betri lögfræðiaðstoð
en þeir sem minna hafa á milli hand-
anna. „Öll þessi atriði eru til þess
fallin að grafa undan réttarríkinu og
okkur þótti rétt að benda ESB á það.“
Þá segir Ása að staða fangelsis-
mála sé óviðunandi, hér séu ekki
sérstök gæsluvarðhaldsfangelsi og
dæmi séu um einstaklinga sem vist-
aðir hafi verið í venjulegum fanga-
klefum allt að tólf daga í gæsluvarð-
haldi, þó að slíkt sé ekki heimilt að
lögum. Það geti grafið undan réttar-
ríkinu.
Að auki gagnrýndi Ása hugmynd-
ir um hlutverk lögmanna. Færst
hefði í aukana að heimiluð væri leit
á skrifstofum þeirra í tengslum við
rannsókn sakamála. Það gæti graf-
ið undan trúnaði lögmanna og skjól-
stæðinga. Þá nefndi Ása einnig
áhyggjur af álagi á dómara og dóm-
stóla.
Ögmundur Jónasson innanríkis-
ráðherra segir gott að fá gagnrýni
og það veiti tækifæri til að benda
á þá vinnu sem verið sé að vinna
innan ráðuneytisins.
Gjafsóknarmál séu til endurskoð-
unar og ekki megi skerða möguleika
fólks á að leita réttar síns í dóms-
kerfinu. „Ég vil þar horfa til tekju-
marka fremur en rýmri heimilda
fyrir þá sem hugsanlega hafa meira
á milli handanna.“
Hann segir að verið sé að grípa til
ýmissa ráða til að efla réttarkerfið
og réttarríkið almennt.
„Þannig er nú af meiri alvöru en
nokkru sinni fyrr verið að skoða
þann kost að setja hér upp þrjú
dómstig,“ segir Ögmundur og vísar
til álits nefndar um málið, sem
aðgengilegt er á heimasíðu ráðu-
neytisins.
Ráðherra segir smíði nýs fangels-
is í undirbúningi og sett hafi verið
fram lagafrumvarp um breytta
fullnustudóma með meiri áherslu á
samfélagsþjónustu. Því miður verði
að sníða sér stakk eftir vexti varð-
andi skert fjárráð ríkissjóðs.
kolbeinn@frettabladid.is
Efnameiri fá betri lögfræði-
aðstoð en aðrir landsmenn
Lögmannafélag Íslands kom áhyggjum sínum af stöðu réttarríkisins á framfæri við ESB. Gagnrýnir skerta
möguleika á gjafsókn og stöðu fangelsismála. Skoðað er af fullri alvöru að koma á þremur dómstigum.
HÆSTIRÉTTUR Lögmannafélagið hefur meðal annars áhyggjur af því að fjölgun dóm-
ara Hæstaréttar geti valdið því að dæmt sé á mismunandi hátt um svipuð sakarefni.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
SAMFÉLAGSMÁL „Þetta tengist ber-
sýnilega kynlífsvæðingu barna,“
segir Hrafnhildur Snæfríðar- og
Gunnarsdóttir, talskona Femín-
istafélags Íslands, um nýtt nám-
skeið á vegum Útlit.is, Prinsess-
uskólann. Hún segir námskeiðið
ala á undirgefni ungra stúlkna.
Skólinn er með námskeið fyrir
stúlkur niður í átta ára aldur þar
sem meðal annars er kennd snyrti-
mennska, fótsnyrting, borðsiðir og
hárgreiðsla. Eldri hópurinn, stúlk-
ur á aldrinum 13 til 15 ára, læra
auk þess um kvöldförðun og hvern-
ig beri að klæðast rétt.
Á heimasíðu Útlits.is segir að
námskeiðið sé ætlað þeim stúlkum
„sem hafa áhuga á heilbrigðu líf-
erni, fágaðri framkomu og snyrti-
mennsku.“
Dr. Gyða Margrét Pétursdótt-
ir, aðjúnkt í kynjafræði í Háskóla
Íslands, segir námskeiðið vera að
kenna stúlkum ákveðna tegund af
undirgefni.
„Skilaboðin eru: Haltu kjafti og
vertu sæt,“ segir Gyða Margrét.
„Þarna er verið að kenna börnum
að með réttu útliti sé hægt að öðl-
ast samþykki samfélagsins.“
Gyða Margrét segir að nóg sé
nú þegar af slíkum skilaboðum í
samfélaginu og meðvitaðir foreldr-
ar eigi fullt í fangi með að draga úr
áhrifum kynjaðra staðalímynda.
„Þetta er ekki það sem stúlkur
þurfa að kunna í lífinu. Þetta dreg-
ur frekar úr þeim sjálfstraust-
ið, þrátt fyrir skilaboðin um að
þetta stuðli að heilbrigðu líferni,“
segir Gyða Margrét. „Einnig er
áhugavert hvað þetta er skelfilega
grímulaust.“
Ekki náðist í skólastjóra Prins-
essuskólans við vinnslu fréttarinn-
ar. - sv
Talskona femínista segir Prinsessuskólann tengjast kynlífsvæðingu barna og ala á undirgefni ungra stúlkna:
Hörð gagnrýni á prinsessunámskeið fyrir börn
PRINSESSUSKÓLINN Kenna á stelpum
niður í átta ára aldur snyrtimennsku,
borðsiði og samkvæmisdansa.
„Skilaboðin eru: Haltu
kjafti og vertu sæt.“
DR. GYÐA MARGRÉT PÉTURSDÓTTIR ,
AÐJÚNKT Í KYNJAFRÆÐI VIÐ HÍ
KONUNGUR Á HIMNI Leysigeislar
voru notaðir til að bregða mynd af
Abdullah, konungi Sádi-Arabíu, upp á
kvöldhimininn þegar sérsveitarmenn
útskrifuðust úr námi. NORDICPHOTOS/AFP
TÓKÝÓ, AP Naoto Kan, forsætis-
ráðherra Japan, tilkynnti í gær
að fjölga ætti ráðherraembætt-
um í ríkisstjórn landsins um tvö.
Nýju ráðherrarnir eiga að hafa
yfirumsjón með uppbyggingunni
í landinu eftir jarðskjálftann sem
dundi yfir í mars.
Ríkisstjórn Kans hefur sætt
gagnrýni fyrir viðbrögð sín við
jarðskjálftanum en fyrir utan
skjálftann sjálfan skall risaflóð-
bylgja á austurhluta landsins, auk
þess sem lítið kjarnorkuslys varð
í kjarnorkuveri í landinu.
Vinsældir Kans eru litlar um
þessar mundir en honum þykir
hafa mistekist að leiða þjóð sína
í gegnum erfiðleikana. Kan sagð-
ist í gær vera tilbúinn að stíga til
hliðar, en þó aðeins þegar upp-
byggingin væri komin almenni-
lega af stað.
Alls létust 23 þúsund manns í
hörmungunum. - mþl
Ríkisstjórn Japan gagnrýnd:
Skipa ráðherra
uppbyggingar
NAOTO KAN Hart er sótt að forsætis-
ráðherra Japan þessa dagana.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Öll þessi atriði eru til
þess fallin að grafa
undan réttarríkinu og okkur
þótti rétt að benda ESB á það.
ÁSA ÓLAFSDÓTTIR
HÆSTARÉTTARLÖGMAÐUR
MÓTMÆLI Í AÞENU Grikkir eru afar
ósáttir við aðhaldsaðgerðir. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
GRIKKLAND, AP Grísk stjórnvöld
bjuggu sig í gær undir tveggja
sólarhringa allsherjarverkfall,
sem mun lama þjóðlífið í dag og á
morgun.
Um fimm þúsund lögreglu-
þjónar verða sendir út á götur
miðborgar Aþenu í dag, þar sem
verkalýðsfélög efna til mótmæla-
göngu að þinghúsinu.
Mótmælin beinast gegn
aðhaldsaðgerðum, sem stjórn
Giorgíos Papandreús reynir nú
að fá þingið til að samþykkja
svo tryggja megi að framhald
verði á fjárhagslegum stuðn-
ingi Evrópusambandsins og
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. - gb
Allsherjarverkfall í Grikklandi:
Lögreglan býr
sig undir átök