Fréttablaðið - 28.06.2011, Side 12

Fréttablaðið - 28.06.2011, Side 12
28. júní 2011 ÞRIÐJUDAGUR12 Nicotinell er samstarfsaðili Krabbameinsfélagsins Nicotinell nikótínlyf fást án lyfseðils og eru notuð sem hjálparefni til þess að hætta eða draga úr reykingum. Til að ná sem bestum árangri skal ávalt fylgja leiðbeiningum í fylgiseðlinum með lyfinu. Skammtar af Nicotinell lyfjatyggigúmmíi mega aldrei vera stærri en 25 stykki á dag. Þeir sem hafa fengið ofnæmi fyrir nikótíni eða öðrum innihaldsefnum lyfsins, fengið hjartaáfall nýlega, óstöðuga eða versnandi hjartaöng, að meðtöldu Prinzmetal afbrigði hjartaangar, alvarlega hjartsláttaróreglu eða heilablóðfall nýlega, eiga ekki að nota Nicotinell nikótínlyf. Sjúklingar með háþrýsting sem ekki hefur náðst stjórn á, stöðuga hjartaöng, sjúkdóm í heilaæðum, teppusjúkdóm í útlægum slagæðum, hjartabilun, sykursýki, ofstarfsemi skjaldkirtils eða krómfíklaæxli, auk alvarlega skertrar nýrna- og/eða lifrarstarfsem skulu gæta varúðar við notkun á Nicotinell. Börn undir 15 ára aldri, þungaðar konur og konur með barn á brjósti skulu ekki nota lyfið nema að læknisráði. Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhraun 12a, 210 Garðabæ. -49% -45% -52% -21% -23% -34% * Meðalverð á kartoni í verslunum 10-11, Shell, N1, Olís, Hagkaup, Krónan, Samkaup og Nóatún. Könnun gerð 26. maí 2011 **Verðkönnun gerð í 14 apótekum og apótekskeðjum 5., 16.-19. og 26. maí 2011 ***Í flestum tilfellum nægir að nota á bilinu 8-12 tyggjó á dag. Mest skal nota 25 stk. af 2 mg og 15 stk. af 4 mg Verðsamanburður á Nicotinell Fruit og þremur vinsælustu tegundum sígaretta Það er ódýrara að nota Nicotinell Fruit heldur en að reykja!52%SPARNAÐUR! 34% SPARNA ÐUR! NEYTENDUR Neytendasamtökunum hefur borist fjöldi kvartana undan- farna daga vegna ófullnægjandi verðmerkinga á kjöti í matvöru- verslunum. Samkeppniseftirlitið bannaði for- verðmerkingar á kjöti fyrr á þessu ári og hafa kvartanirnar borist í kjölfarið á því. Verðskannar hafa verið settir upp í verslununum, sem sýna einingaverð hverrar vöru fyrir sig, en neytendur hafa einn- ig kvartað yfir þeim og þykja þeir óþægilegir. Neytendur eiga rétt á að sjá bæði kílóverð og einingaverð á öllum vörum, þar á meðal kjötvörum. Neytendasamtökin benda á að ekk- ert stoppi verslanir í að verðmerkja vörurnar með verðmiðum. Ef við- skiptavinir séu ósáttir ættu versl- anir að bæta úr þessu sem fyrst. Samtökin telja mjög alvarlegt hversu illa gangi að koma verð- merkingum í gott horf. Þess er krafist að verslanir fari að settum reglum varðandi verðupplýsing- ar til neytenda og hvetja samtök- in Neytendastofu og Samkeppnis- eftirlitið til að fylgjast vel með því hvernig nýjar reglur reynist og grípa til aðgerða ef þörf krefji. - sv Fjöldi kvartana til Neytendastofu undanfarna daga vegna merkinga á kjöti: Óánægja með verðmerkingar VERÐSKANNI Verið er að koma upp í matvörubúðum verðskönnum sem sýna einingaverð á vörum sem ekki eru for- verðmerktar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON LÖGREGLUMÁL Um 200 lítrum af dísilolíu var stolið af kranabifreið og skotbómulyftara við Kuldabola í Þorlákshöfn í síðustu viku. Sömu nótt var brotist inn í kaffiskúr á gámasvæðinu við höfnina. Þar var mikið rótað til, kaffi og pappír dreift um skúrinn og fartölvu stolið. Jafnframt var gerð tilraun til að fara inn í gáma á svæðinu. Þeir sem þarna voru að verki ollu miklum skemmdum. Lögregla biður þá sem hugsanlega búa yfir vitneskju um þessi mál að hafa samband í síma 480 1010. Innbrot og þjófnaðir: Um 200 lítrum af olíu stolið SVÍÞJÓÐ Ríflega tuttugu innbrot voru framin með sérstökum hætti í Stokkhólmi síðustu mán- uði. Innbrotsþjófarnir höfðu stol- ið húslyklum og komist þannig inn í íbúðir fólks. Lögreglan í Stokkhólmi rann- sakar nú þjófagengi sem fara í auknum mæli í barnaskóla og stela þar húslyklum og farsím- um. Með símunum komast þeir að heimilisföngum og fara síðan ránshendi um heimilin. Tilkynnt hefur verið um fjörutíu tilvik þar sem lyklum hefur verið rænt, og hafa 22 þeirra heimila verið rænd. Lögreglan hvetur fólk því til að skipta um lása um leið og húslyklar týnast. Hægt sé að nálgast lykla og persónuupplýs- ingar með þessum hætti í öllum almenningsrýmum. - þeb Bífrænir þjófar í Stokkhólmi: Stela húslyklum og ræna heimili HAAG, AP Dómarar við Alþjóða- dómstólinn í Haag gáfu í gær út handtökuskipun á hendur Múammar Gaddafí, leiðtoga Líbíu. Honum er gefið að sök að hafa fyrirskipað morð á almenn- um borgurum. Alþjóðadómstóllinn segir Gad- dafí, son hans Seif al-Islam og yfirmann líbísku leyniþjónust- unnar, Abdullah al-Sanoussi, hafa staðið fyrir morðum, árás- um og ólögmætum handtökum á hundruðum almennra borgara á fyrstu dögum uppreisnarinnar gegn stjórn Gaddafís. Þá eru þeir einnig sagðir hafa gert tilraunir til að dylja meinta glæpi sína. Ráðamenn í Líbíu voru ekki lengi að hafna lögsögu Alþjóða- dómstólsins. Þeir ásökuðu hann um að ráðast með ósanngjörnum hætti að Afríkubúum en skeyta engu um þá glæpi sem NATO fremji daglega í Afganistan, Írak og nú Líbíu. Anders Fogh Rasmussen, aðal- ritari NATO, sagði ákvörðun dómstólsins endurspegla ein- angrun líbískra stjórnvalda. „Verkefni NATO í Líbíu er að vernda almenning í landinu fyrir hersveitum Gaddafís,“ sagði Rasmussen og bætti við að Gaddafí og hersveitir hans yrðu að átta sig á því að tími þeirra væri óðfluga að renna út. Orrustuþotur á vegum NATO hafa síðustu 100 daga gert loft- árásir á hernaðarskotmörk í Líbíu. Aðgerðunum hefur hins vegar ekki tekist að veikja stöðu Gaddafís sem leiðtoga landsins að ráði og hafa þær sætt sívax- andi gagnrýni á alþjóðlegum vettvangi á síðustu vikum. - mþl Alþjóðadómstólinn í Haag telur leiðtoga Líbíu hafa fyrirskipað morð á óbreyttum borgurum í borgarastyrjöld: Handtökuskipun gefin út á Gaddafí DÓMARAR Í HAAG Gaddafí er gefið að sök að hafa fyrirskipað morð, árásir og ólögmætar handtökur á almennum borgurum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STOKKIÐ YFIR BÖRN Í bænum Castrillo de Murcia á Spáni er árlega haldin svonefnd „barnastökkshátíð“ þar sem maður, klæddur eins og kölski, stekkur yfir nokkur ungbörn sem lögð hafa verið á dýnu. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.