Fréttablaðið - 28.06.2011, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 28. júní 2011 13
FRÉTTASKÝRING
Hvernig standa tillögur mannrétt-
indaráðs um samskipti kirkju og skóla
eftir umsagnaferli?
Breytingartillögur mannréttinda-
ráðs Reykjavíkurborgar varðandi
samskipti leik- og grunnskóla við
trúfélög hafa nú fengið umfjöllun
hjá velferðarráði, menntaráði og
íþrótta- og tómstundaráði borgar-
innar. Ráðin fengu tillögurnar á sín
borð í lok síðasta árs en Mannrétt-
indaskrifstofa Reykjavíkur hefur
umsjón með endanlegum tillögum,
sem bíða afgreiðslu borgarráðs.
Töluverðar breytingar hafa
verið gerðar á tillögum mannrétt-
indaráðs frá því að þær voru fyrst
lagðar fram. Eftir umsagnarferli
ráðanna þriggja hafa enn fleiri
aðlaganir verið gerðar.
Anna Kristinsdóttir, mannrétt-
indastjóri Reykjavíkurborgar,
telur ólíklegt að borgarráð muni
gera enn frekari breytingar á til-
lögunum.
„Mér finnst það nokkuð langsótt,
þar sem málið hefur nú lokið öllu
sínu umsagnarferli,“ segir Anna.
„Svo verður það okkar hlutverk hjá
Mannréttindaskrifstofu að sjá til
þess að reglunum verði fylgt eftir,
verði þær samþykktar.“
Anna segir það afar mikilvægt
fyrir stjórnendur leik- og grunn-
skóla að setja reglur sem þessar.
Mannréttindaskrifstofa fái mikið
af fyrirspurnum og athugasemdum
um þessi mál, bæði frá starfsfólki
skólanna og foreldrum.
„Þetta er á báða bóga. Það er
ekki eintóm sæla og ánægja með
það að verið sé að koma með trú-
mál inn í skólana. Það er líka erf-
itt fyrir þá stjórnendur sem hafa
ákveðið að hleypa prestum ekki
inn í starfið
og það er
meðal ann-
ars vegna
þess sem
það er mik-
ilvægt að
setja skýr-
ar reglur.“
Í mann-
réttinda-
stefnu
Reykja-
víkur,
sem samþykkt var árið 2006, er
meðal annars kveðið á um að
íbúum verði ekki mismunað eftir
lífs- og trúarskoðunum.
Mannréttindaráð segir í tillögu
sinni að lagt sé til að reglurnar
verði samþykkt-
ar í ljósi niður-
stöðu skýrslu frá
árinu 2007 þar
sem fram kom að
móta þyrfti skýr-
ar starfsregl-
ur um samskipti
trúar- og lífsskoð-
unarhópa og skóla
Reykjavíkurborg-
ar.
sunna@frettabladid.is
Tillögur liggja fyrir borgarráði
Umsagnarferli um tillögur mannréttindaráðs Reykjavíkur um samskipti trúfélaga og skóla er lokið. Endanlegar tillögur bíða nú
afgreiðslu borgarráðs. Ólíklegt er talið að borgarráð geri frekari breytingar. Mannréttindaskrifstofa mun framfylgja nýjum reglum.
LEIKSKÓLI Í tillögum mannréttindaráðs segir að fulltrúar trúarhópa megi ekki
heimsækja skóla á skólatíma komi þeir í trúarlegum tilgangi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Nicotinell er samstarfsaðili
Krabbameinsfélagsins
Verðkönnunin var gerð í eftirtöldum apótekum daganna 5., 16.-19. og 26. maí:
Lyfja, Apótekið, Lyf og heilsa, Apótekarinn, Skipholtsapótek, Lyfjaval, Lyfjaver, Garðs Apótek, Rima Apótek, Urðarapótek, Apótek
Hafnarfjarðar, Reykjavíkur Apótek, Apótek Vesturlands og Akureyrar Apótek. Ath. að röðin á apótekunum er ekki sú sama og
kemur fyrir í töflunum fyrir ofan.
Samanlagt ná þessi apótek yfir 90% af markaðnum.
Nicotinell Fruit
- ódýrara!
Verðkönnun á Nicotinell Fruit og Nicorette Fruitmint í maí 2011
Nicotinell
Nicotinell
Í þessari könnun voru verð pr. pakka og tyggjó borin saman og mismunurinn er sýndur sem
prósentutala. Nicotinell Fruit var ódýrara í öllum 14 apótekunum þar sem verðkönnunin var
gerð. Það er alveg sama hvernig verðin voru borin saman, pr. pakka eða pr. tyggjó, Nicotinell
Fruit var alltaf ódýrara.
5. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR
Mörgum þóttu tillögur meiri-hluta mannréttindaráðs um sam-starf kirkju og skóla bæði óljósar og róttækar. Biskup Íslands gagn-rýndi fyrstu tillögurnar harðlega í predikun sinni í Hallgrímskirkju í október og sagði þær skefjalausa fordóma og sýna andúð á kristni og þjóðkirkjunni. Hann sagði að gengi tillagan eftir myndi hún stuðla að fáfræði, fordómum og andlegri örbirgð. Margrét Sverrisdóttir, formaður mannréttindaráðs, undraðist við-brögð biskups og svaraði því að meiningin með tillögunum hefði ekki verið að ráðast á kirkjuna heldur væri í meginatriðum verið að setja hömlur á trúboð í leik- og grunnskólum. Þar ætti það ekki heima.
Í upprunalegum tillögum ráðs-ins kemur meðal annars fram að heimsóknir barna í kirkjur á skóla-tíma skuli banna, sömuleiðis heim-sóknir presta og annarra fulltrúa trúar- og lífsskoðanahópa í skól-ana. Sálmasöngur og listsköpun í trúarlegum tilgangi skuli sett af. Háværar raddir brutust fram í samfélaginu í kjölfarið og þótti fólki mörgum spurningum ósvar-að, þá helst varðandi undirbúning vegna kristi
séð, þegar texti upphaflegu tillög-unnar og þeirrar endurskoðuðu er borinn saman, en að meirihluti mannréttindaráðs hafi mildað til-lögurnar talsvert.Samkvæmt nýrri námskrá fyrir fræðslu þjóðkirkjunnar, sem lögð verður fram fyrir kirkjuþing í þessum mánuði, er fjallað um leikskóla og sagt að markmið upp-eldisstarfs í leikskólum landsins skuli meðal annars taka mót sitt af kristinni arfleið. „Æskilegt er því að auka sam-starf kirkjunnar og leikskólans,“ segir í námskránni. Í kafla um grunnskóla segir einnig að hin kristna arfleifð skuli hafa mótandi áhrif á starf í skólum og nauðsyn-legt sé að auka samstarf kirkju og skóla. „ … enda nær skólinn til flestra barna sem skírð eru,“ segir í námskránni.Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í mannréttindaráði eru ósammála tillögum meirihluta Besta flokks-ins, Samfylkingar og Vinstri grænna. Sjálfstæðisflokkur bók-aði á fundi ráðsins á miðvikudag að andstöðu við framkomna til-lögu og að engin ástæða væri til þess að senda hana til umsagn-ar til annarra ráða. Samráð ogsamstarf við f l
Meirihlutinn mildar tillögur
Mannréttindaráð hefur mildað tillögur sínar um samskipti kirkju og skóla og hörfað frá algeru banni við
kirkjuferðum og heimsóknum presta í skóla í þágu áfallahjálpar. Kirkjan vill efla samstarfið enn frekar.
FRÉTTASKÝRING
Hvernig ætlar Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar að koma til móts við gagnrýnisraddir?
Tillögur mannréttindaráðs – hvað er breytt?
Ekki heimilt skv. gömlu tillögunni
Endurbætt tillaga
Heimsóknir presta
Heimsóknir í kirkjur
Áfallahjálp presta
Sálmasöngur og listsköpun í trúarlegum tilgangi
Heimilar í fræðandi tilgangi og að frumkvæði
skólans.Ekki heimilar í leikskólum. Á grunnskólastigi skulu
heimsóknir eiga sér stað undir handleiðslu kennara og sem liður í fræðslu. Heimil við sérstakar kringumstæður, að frumkvæði
skólans og samráð skal haft við foreldra. Helgistund-
ir vegna áfalla skulu fara fram utan skólatíma. Sígildir söngvar d
GRAFARVOGSKIRKJA Formaður mannréttindaráðs segir engar efnislegar breytingar
hafa verið gerðar á tillögum um samskipti kirkju og skóla en orðalag hafi verið
skerpt. r
-
GLE
eldur
um
þágu
S/AFP
1. Heimsóknir fulltrúa trúarhópa í trúarlegum tilgangi á skólatíma eru
óheimilar. Þá er dreifing boðandi efnis innan skóla einnig óheimil. Skóla-
stjórnendur grunnskóla geta boðið fulltrúum að heimsækja kennslu-
stundir í trúarbragðafræði eða lífsleikni sem lið í fræðslu samkvæmt
námsefni, og skal heimsóknin fara fram undir handleiðslu kennara og
vera innan ramma námsefnisins.
2. Heimsóknir í kirkjur og aðrar trúarstofnanir á skólatíma grunnskóla skulu
eiga sér stað undir handleiðslu kennara sem liður í fræðslu. Þar sem ekki
er sérstaklega getið um heimsóknir leikskólabarna í tillögunum sem lið
í fræðslu í námskrá leikskóla er talið eðlilegt að miða fjölda heimsókna
við námskrá grunnskóla. Þá verði þess gætt að nemendur fylgist einungis
með en séu ekki þátttakendur í helgisiðum og athöfnum.
3. Óbreytt frá síðustu breytingum.
4. Óbreytt frá síðustu breytingum.
Síðustu tillögur eftir umsagnir ráða
1. Heimsóknir presta og annarra fulltrúa trúarsamtaka heimilar í fræðandi
tilgangi og að frumkvæði skólans.
2. Heimsóknir í kirkju óheimilar í leikskólum. Á grunnskólastigi skulu heim-
sóknir eiga sér stað undir handleiðslu kennara og sem liður í fræðslu.
3. Áfallahjálp presta verður heimil við sérstakar kringumstæður, að frum-
kvæði skólans og samráð skal haft við foreldra. Helgistundir vegna áfalla
skulu fara fram utan skólatíma.
4. Sígildir söngvar, dansar, leikir og handíðir sem teljast hluti af gamal-
grónum hátíðum og frídögum þjóðarinnar halda sínum sessi í árstíðar-
bundnu starfi.
Aðrar tillögur
1. Heimsóknir presta og annarra fulltrúa trúarhópa í leik- og grunnskóla eru
óheimilar.
2. Heimsóknir nemenda í kirkjur og aðrar trúarstofnanir á skólatíma eru
óheimilar.
3. Áfallahjálp frá prestum eða öðrum fulltrúum kirkjunnar er óheimil.
4. Sálmasöngur og listsköpun í trúarlegum tilgangi er óheimil.
Fyrstu tillögur
Tillögur tekið talsverðum breytingum