Fréttablaðið - 28.06.2011, Side 16
16 28. júní 2011 ÞRIÐJUDAGUR
Ég hef alla tíð verið efins um vega-
framkvæmdir fjármagnaðar með veg-
tollum nema í undantekningartilfellum.
Athugasemd
Í grein minni um Landakots-skólann í gær er vikið að við-
brögðum skólanefndar við upp-
lýsingum um kynferðisglæpi
þar við skólann og hún átalin
fyrir að harma einungis skað-
ann sem skólinn hafi orðið fyrir
en gleyma fórnarlömbunum. Ég
hafði þá einungis séð og heyrt
fréttaflutning af yfirlýsingunni,
þar sem hún var stytt og mjög
úr lagi færð. Nú þegar ég hef
lesið hana óstytta sé ég að orð
mín voru á misskilningi byggð.
Í yfirlýsingu skólanefndar segir
þvert á móti: „Við vonum að
fórnarlömbin fái að upplifa eitt-
hvert réttlæti af hendi þeirra
sem teljast ábyrgir að lokinni
rannsókn opinberra aðila.“
Guðmundur Andri Thorsson
Mikilvægt er að halda vel til haga málefnalegum þráðum
í umræðunni um samgöngumál;
flækja þeim ekki saman því það
ruglar umræðuna.
FÍB sjálfu sér samkvæmt
Einn þráðurinn snýr að skatt-
lagningu umferðarinnar, hvort
halda eigi áfram að skattleggja
elds neytið, aðflutningsgjöld bif-
reiða og svo framvegis til að fjár-
magna samgöngukerfið eða skatt-
leggja notkun vegakerfisins með
veggjöldum. Gjaldtaka fyrir notkun
mun án vafa verða ofan á þegar
fram líða stundir. Þarna stendur
tæknin hins vegar í vegi enn sem
komið er. Þannig hafa Evrópusam-
bandsmenn ítrekað frestað breyt-
ingum á skattlagningarkerfinu í
þessa veru vegna tæknilegra örðug-
leika. Annar þráður um ræðunnar
snýr að því hvort fyrrnefndir
skattar af eldsneyti og aðflutnings-
gjöldum eigi allir að renna til sam-
göngumála eða einnig til annarra
þátta.
Félag íslenskra bifreiða eigenda
hefur talað fyrir sjálfbæru sam-
göngukerfi á þessum nótum og
hefur viljað annað tveggja: Fá
meira fé til samgöngumála eða
lægri bensín gjöld. Þetta kallaði
hins vegar á niðurskurð í velferðar-
kerfinu því mikið af samgöngu-
sköttunum rennur þangað inn.
Þarna er ég ósammála FÍB en þetta
er hins vegar fullkomlega málefna-
leg og eðlileg umræða af hálfu sam-
takanna. Síðan er þriðji þráðurinn
og hann snýr að því hvort ráðast eigi
í flýti-stór-framkvæmdir á tiltekn-
um leiðum sem yrðu fjár magnaðar
með sérstökum veg tollum á þeim
vegum. Fyrir þessu hafa Samtök
atvinnulífsins talað en yfirleitt í
felulitum. Þannig boðar SA ásamt
vildarvinum til fundar nú í vikunni
þar sem fjallað er „um mikilvægi
þess að ráðast nú þegar í arðbærar
samgöngufjárfestingar til að auka
öryggi, fjölga störfum og efla hag-
vöxt“. Hér vantar það inn í að ég og
þú eigum að bera enn meiri álögur
í umferðinni – því verið er að tala
um viðbótarfjármagn upp úr okkar
vösum – fyrir framkvæmdir sem ég
fullyrði að eru ekki besta leiðin til
að ná fyrrgreindum markmiðum um
öryggi og atvinnusköpun.
Vegatollum mótmælt
Tugþúsundir Íslendinga hafa séð
í gegnum þetta framtak vegtolla-
vina og hafna áformum þeirra.
Í mínum huga voru þau sett út af
borðinu eftir fundi sem ég átti
með sveitarstjórnar mönnum og
alþingis mönnum, auk þess sem ég
fékk í hendur yfir 40 þúsund undir-
skriftir sem mótmæltu vegtolla-
leiðinni til að fjármagna flýtifram-
kvæmdir. Ég var tilbúinn að hlusta
á rök SA nú í vor að þeirra kröfu
í tengslum við kjarasamninga og
„reyna til þrautar“. En ný rök eða
nýjar upplýsingar komu ekki fram
af hálfu SA. Bara krafa um að ég
breytti um kúrs, ella yrði ég látinn
víkja úr embætti!
Ég er talsmaður þess að verja
þeim milljörðum sem við ráð-
stöfum til vegamála til að gera það
allt í senn að bæta samgöngur, auka
öryggi og skapa atvinnu í stað þess
að fara þær slóðir sem eingöngu
þjóna þröngum sérhagsmunum.
Ég hef alla tíð verið efins um
vegaframkvæmdir fjármagn-
aðar með vegtollum nema í
undantekningar tilfellum. Þegar ég
kom inn í ráðuneyti samgöngumála
síðastliðið haust fékk ég hins vegar
slík áform í fangið og ákvað að láta
reyna á vilja sveitarstjórnar manna,
alþingis manna og vegnotenda
almennt. Ég held að allir þeir sem
ég spurði álits á fjölmennum fund-
um um þetta efni geti borið vitni
um að þetta gerði ég af fullum heil-
indum. Niðurstaðan var hins vegar
skýr og afdráttarlaus.
Trúboðar gærdagsins
Þessum áformum var hafnað.
Fundir SA með trúboðum gærdags-
ins breyta þar engu um.
Tölur sýna að umferð hefur
minnkað um allt land sem ræðst af
hækkuðu eldsneytisverði og lægri
ráðstöfunartekjum en áður. Áform
um vegtolla þessu til viðbótar,
þar sem oftast er hvorki um stytt-
ingu að ræða né aðra gjaldfrjálsa
valkosti, þóknast almenningi alls
ekki eins og við höfum ítrekað séð.
Hér ber okkur skylda til að hlusta
á rödd þjóðarinnar. Það hef ég gert
og niður staðan er í samræmi við
það.
Vegtollavinir enn á ferð
Samgöngur
Ögmundur
Jónasson
innanríkisráðherra
Úthlutun óskiptra liða fjárlaga-frumvarpsins, svo kallaðra
safnliða, hefur verið gagnrýnd
harkalega mörg undanfarin ár.
Þessir liðir eru alls um 0,3% af
útgjöldum ríkisins í ár. Fjárlaga-
nefnd hefur tekið við hundruðum
umsókna á hverju hausti, tekið við-
töl og varið löngum tíma í að ákveða
úthlutun fjármuna til einstaklinga,
félaga og samtaka. Á sama tíma á
nefndin að fara yfir alla aðra liði
fjárlaga frumvarpsins. Gagnrýnis-
raddir hafa komið úr öllum
stjórnmála flokkum og Hreyf-
ingunni og úr öllum kjör dæmum
vegna þessa. Við síðustu fjárlaga-
gerð lýstu margir þingmenn
óánægju sinni með fyrirkomu-
lagið og þótti fjárlaga nefnd brýnt
að endurskoða vinnubrögðin sem
tíðkast hafa. Ákveðið var að skoða
vandlega út hlutun Alþingis og
ráðuneyta á safn liðunum, samtals
um 1.500 milljónir króna. Þar af
úthlutaði Alþingi um 800 milljón-
um fyrir árið 2011. Vinnuhópur
innan fjárlaga nefndar setti saman
tillögur um vinnulag sem nýtast á
vegna úthlutunar fyrir árið 2012 út
frá eftir farandi markmiðum:
1. Að úthlutun verði gegnsærri og
til þess fallin að auka traust á
því hvernig fjármunum ríkisins
er skipt.
2. Að efla þarfagreiningu og eftir-
lit.
3. Að bæta stjórnsýslu og yfirsýn
yfir einstaka málaflokka.
4. Að sjá til þess að ákvörðunartaka
um umsýslu málaflokka sé fag-
leg og afgreiðsla mála samræmd.
5. Að fjárlaganefnd og fag nefndir
geri tillögur um umfang ein-
stakra fjárlagaliða en sjóðir,
félagasamtök, menningarráð
landshluta, vaxtarsamningar
sveitarfélaga og ráðuneyti sjái
um það sértæka, þ.e. dreifingu
til einstakra verkefna.
Það að alþingismenn skuli velja
og hafna umsóknum um styrki til
einstaklinga, félaga og samtaka
er vel til þess fallið að vekja tor-
tryggni og hefur orðrómur um að
þingmenn hygli sínu fólki verið
hávær. Með þessu fyrirkomulagi
er lögð gildra fyrir alþingismenn
sem ætti ekki að vera til staðar.
Auka þarf traust á því hvernig
fjármunum ríkisins er úthlutað og
hvernig þeim er varið. Til staðar
eru ágætir verkferlar og farvegir
fyrir safnliðina hvað þetta varðar,
t.d. lögbundnir sjóðir, menningar-
samningar sveitar félaga og vaxtar-
samningar sem hafa einnig úthlut-
að ríkisstyrkjum og ætlunin er
að efla þá farvegi. Stjórnsýslulög
gilda um þá en ekki um Alþingi og
því felst í breytingunni aukin neyt-
endavernd og möguleikar styrk-
þega til að krefjast jafnræðis og
röksemda fyrir úthlutun styrkj-
anna. Einnig skapast góð tækifæri
landshlutasamtaka til að tengja
menningarmál við almenna stefnu-
mótun svæðisins þar sem gert er
ráð fyrir að auknu fé verði veitt til
menningarsamninga við sveitar-
félög og hlutverk þeirra útvíkkað.
Alþingi hafi hins vegar það hlut-
verk að ákveða fjármuni til hvers
málaflokks fyrir sig og hafi virkt
eftirlit með því að fjármununum sé
varið eins og ætlast er til.
Heildarútgjöld ríkisins eru um
500 milljarðar króna og með því
að gera þær breytingar á vinnu-
lagi og verkaskiptingu sem til
standa fær fjárlaganefnd betri
tíma til að fara vandlega yfir þær
víðtæku heimildir sem færðar eru
framkvæmdar valdinu með fjár-
lögum ár hvert. Þar vaka þingmenn
yfir hags munum kjördæma sinna
líkt og landsins í heild.
Úthlutun ríkisstyrkja og
hlutverk fjárlaganefndar
Stjórnmál
Oddný G.
Harðardóttir
formaður
fjárlaganefndar
|
|
AFMÆLISTILB
OÐ
TAKMARKAÐ MAGN
Ferðabox
ÞÚ SPARAR
10.000
14.000
14.000
10.000
12.000
Nú eru nærri þrjú ár frá hruni – meira en tvö og hálft ár frá því
að ríkisstjórn VG og Samfylkingar
tók við stjórnartaumum og sagðist
ætla að breyta öllu til hins betra.
Hver er staðan í raun?
Viðskiptablaðið hefur verið að
birta fréttir af Húsasmiðjunni sem
ríkisbankinn – Landsbankinn – tók
yfir og seldi síðan lífeyris sjóðunum.
Maður skyldi ætla að í þessu tilfelli
„færi allt á besta veg“ hins nýja
Íslands. Opinberir og hálf opinberir
aðilar sjá um „skuldahreinsun“
og endurreisn. En hver er raunin?
Skuldir lækkaðar úr 16,8 millj-
örðum 2008 í 3,9 milljarða við síð-
ustu áramót. Starfslokagreiðslur
til fyrrverandi stjórnenda eru eins
og úr bóluhagkerfi 2007 – 55 millj-
ónir fyrir það eitt að hætta störf-
um! Laun núverandi stjórnenda og
stjórna nema tugum milljóna króna
og hækka um 30% milli ára! Samt
tapar fyrirtækið peningum á rekstr-
inum og horfur eru slæmar! Hvað
skýrir tugmilljóna króna starfsloka-
samninga og stórhækkuð laun? Hvað
er breytt – ekkert? Þetta gengur auð-
vitað ekki.
Hvernig eiga núverandi sam-
keppnisaðilar sem og ný fyrirtæki
að geta keppt við slíkan aðila? Aðila
sem hefur fengið afskriftir til hægri
og vinstri. Aðila sem býr við pils-
faldakapítalisma dauðans. Fyrst
hjá ríkisbankanum og síðan lífeyris-
sjóðunum. Var þetta það sem VG og
Samfylking lofuðu vorið 2009? Er
það vegna þessa og sambærilegra
dæma sem þau sitja á ráðherra-
stólunum og vilja ekki sleppa?
Hvenær kemur sá dagur að þeir
sem stjórna bera ábyrgð? Hve-
nær kemur sá dagur að viðskipta-
siðferðið verður eins hjá siðuðum
vestrænum þjóðum, t.d. Norður-
löndunum? Hvenær munu heimilin
og venjuleg fyrirtæki fá sambæri-
lega eða kannski væri betra að segja
eðlilega fyrirgreiðslu hjá bönkum
og yfirvöldum? Það er ljóst að ríkis-
væðing fyrirtækja er ekki leiðin.
Það er hins vegar öllum jafnljóst að
skýrar afmarkaðar leikreglur þar
sem allir sitja við sama borð ásamt
öflugum eftirlitsaðilum er rétta leið-
in fram á við. Pólitísk stýring við-
skiptalífs á að heyra fortíðinni til.
Staðreyndirnar tala sínu máli,
því miður er Húsasmiðjan ekki eina
dæmið. Það er hins vegar staðreynd
að langflestir Íslendingar telja
þetta ekki vera hina réttu leið að
nýju og réttlátara Íslandi. Þær hug-
myndir snúast um að allir sitji við
sama borð. Ákvarðanir stjórnvalda
og opinberra sem hálfopinberra
aðila séu gegnsæar og á grundvelli
almenns jafnræðis fólks og fyrir-
tækja.
Almenn niðurfærsla skulda – svo-
kölluð 20% leið – sem Framsóknar-
flokkurinn kynnti í febrúar 2009
var slík jafnræðis- og gegnsæisleið.
Hefðu ríkisstjórnarflokkarnir borið
gæfu til að hlusta – þá væri staðan
önnur og betri hjá samfélaginu. Þá
biðu ekki 2.000 fjölskyldur eftir
úrlausnum umboðsmanns skuld-
ara né heldur þúsundir fyrirtækja
hjá bönkunum í svokallaðri „beinu
braut“.
Almenn niðurfærsla er engin
töfralausn – eftir sem áður þyrftu
ýmsir á sértækum lausnum að halda
og einnig yrðu sumir gjaldþrota. En
aðalatriðið er að allir sætu við sama
borð þar sem markmiðið um réttlæti
og sanngirni réði ríkjum. Það var og
er hugmyndin um nýtt og réttlátara
Ísland.
Er þetta nýja Ísland?
Fjármál
Sigurður Ingi
Jóhannsson
þingmaður
Framsóknarflokks