Fréttablaðið - 28.06.2011, Qupperneq 17
Sölufulltrúi: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473
Guðni Páll Viktorsson heillaðist af kajakróðri fyrir rúmu ári og hefur róið nánast daglega síðan.
FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA
E
in besta aðstaða til kajakróðurs á landinu er hér
á Ísafirði,“ segir Guðni Páll Viktorsson þar sem
hann rennir sér yfir spegilsléttan Pollinn innst í
Skutulsfirði. „Hér innst í firðinum er mikil veð-
ursæld og mikið logn á sumrin, sem gerir það að verkum
að við komumst alltaf á sjó þrátt fyrir snælduvitlaust
veður úti á miðum,“ segir hann.
Guðni Páll kynntist íþróttinni fyrir aðeins rúmu ári
en hefur náð góðum tökum á henni þrátt fyrir það.
„Kajakíþróttin er mjög vinsæl hér á Ísafirði og
ræðararnir mjög áberandi á Pollinum. Ég heill-
aðist af þessu, ákvað að kaupa mér kajak og
fór á námskeið hjá Halldóri Sveinbjörnssyni
og hef róið nánast daglega síðan,“ segir Guðni
Páll glaðlega.
En hvað er svona heillandi? „Það er frelsið,
og svo kynnist maður náttúrunni á annan
hátt. Ég er sjómaður á veturna og þekki
því sjóinn en á kajak fær maður allt
aðra sýn á hafið og ber meiri virðingu
fyrir náttúruöflunum,“ útskýrir
hann.
Guðni Páll miðlar nú þekk-
ingu sinni áfram. „Ég
kenni sumarnámskeið fyrir
börnin á Ísafirði og kenni
þeim bæði á kajak og litla
seglbáta. Hér þykir börnum
sjálfsagt að leika við og í sjónum og því
er nauðsynlegt að gera þau meðvituð um
hvað getur gerst,“ segir Guðni Páll og telur
að börnin beri meiri virðingu fyrir sjónum
eftir námskeiðið og þyki sjálfsagt að klæðast
björgunarvestum eftir það. solveig@frettabladid.is
Hafið fær aðra vídd
Náttúrulaugar eru víða um land og vinsælt að baða
sig í þeim. Þessar laugar eru yfirleitt í umsjón land-
eða skálavarða en sjaldnast vaktaðar sem slíkar. Börn
ættu því aldrei að vera í þessum laugum nema undir
stöðugri umsjón fullorðinna.
Sölustaðir:
10 -11, Inspired í Flugstöðinni, Samkaup, Nettó, Kaskó, Fjarðarkaup, Skeljungsbúðirnar, Olís, N1,
Kaupfélag V- Húnvetninga, Kaupfélag Skagfirðinga,Verslunin Vísir, Bláa lónið, Hreyfing, Krambúðin,
Fiskbúðin Freyja, Melabúðin.
ÍSLENSK FÆÐUBÓT
BITAFISKUR
-næring fyrir líkama og sál
ÍSLENSKT
HUNDANAMMI
Fæst í Bónus, Samkaup,
10-11, Fjarðarkaup og Inspired
Keflavíkurflugvelli
gott í þjálfun og í leik
VINSÆLVARA
Bonito ehf. Friendtex
Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími: 568 2870 - www.friendtex.is
Opnunartími:
mánud. - föstud. kl. 11:00 - 18:00 lokað á laugardögum
ÚTSALA
MIKIÐ ÚRVAL AF
FLOTTUM FATNAÐI
KÍKTU ÞAÐ BORGAR SIG
AIR-O-SWISS
Ultrasonic rakatæki
• Innbyggður rakamælir
• Heitur og kaldur úði
• Vörn gegn bakteríumyndun
• Draga úr þurrki í augum
og öndunarfærum
Einstök hönnun