Fréttablaðið - 28.06.2011, Side 34
28. júní 2011 ÞRIÐJUDAGUR26
sport@frettabladid.is
FÓTBOLTI Þrátt fyrir stífan vind
vantaði ekki fjörið í Laugardalinn
þegar FH lagði Fram 2-1 að velli
í gær. Mörg færi litu dagsins ljós
en FH lék einum færri síðustu tíu
mínútur leiksins eftir að Hannes
Þ. Sigurðsson fékk að líta rauða
spjaldið.
Fyrri hálfleikur var sérstak-
lega fjörugur og fengu FH-ingar
mörg færi með vindinn í bakið en
Framarar náðu líka að ógna marki
með skyndisóknum sínum og því
var leikurinn skemmtilegri en
fyrirfram mátti búast við í ljósi
roksins.
Þrátt fyrir færin kom fyrsta
markið ekki fyrr en á 44. mín-
útu þegar Framarar töpuðu bolt-
anum klaufalega rétt fyrir utan
eigin vítateig. „Mér fannst spila-
mennskan góð. Fyrri hálfleikur
var erfiður gegn vindinum, það
var erfitt við hann að eiga. Menn
áttu erfitt með að hemja boltann
en menn börðust og voru með
rétt hugarfar og á tánum en fáum
klaufalegt mark á okkur í lok
fyrri háflleiks. Við gátum jafnað
og eigum sláarskot strax í kjölfar-
ið en litlu hlutirnir falla ekki með
okkur,“ sagði Þorvaldur Örlygs-
son þjálfari Fram í leikslok en Jón
Orri skallaði boltann í slána strax
eftir að Björn Daníel Sverrisson
hafði skorað fyrsta markið.
Seinni hálfleikur var ekki eins
fjörugur og sá fyrri en Fram tókst
að loka betur á miðjumenn FH og
virkuðu líklegir til að jafna metin
þegar Atli Viðar virðst gera út um
leikinn þegar rúmar tíu mínútur
eru eftir. Þá kom rauða spjaldið
hjá Hannesi og Fram minnkaði
muninn rétt á eftir þegar Krist-
inn Ingi náði að halda Birni Daní-
el frá boltanum en Björn var þá
kominn í vinstri bakvörðinn í stað
Viktors Arnar.
„Viktor er búinn að vera tæpur í
náranum. Við urðum að taka hann
af velli. Ég sá nú ekki hvað gerðist
með Hannes en þegar menn eru
komnir með gult spjald þá verða
þeir að vera klókir,“ sagði Heimir
Guðjónsson þjálfari FH í leikslok
en rauða spjaldið á Hannes var
hárréttur dómur.
Með sigrinum komst FH upp í
fimmta sæti deildarinnar en liðið
er átta stigum á eftir KR og virð-
ist eiga litla möguleika í titilbar-
áttunni. „Við vorum með svipað-
an stigafjölda á sama tíma í fyrra
en auðvitað höfum við ekki verið
að spila eins vel og við vildum,
það er rétt. Það þýðir ekkert að
væla yfir því, menn verða að snúa
saman bökum og halda áfram og
mér fannst við gera það,“ sagði
Heimir.
„Markmið FH núna er að taka
einn leik fyrir í einu og næst er
leikur í Grindavík. Við eigum
góðan tíma til að undirbúa hann.
Það er það eina sem við horfum
á núna. Það þýðir ekkert fyrir
okkur að horfa á önnur markmið.“
Staða Fram versnar enn á botn-
inum en liðið er nú með tvö stig
í átta leikjum en Þorvaldur segir
sína menn ekki geta annað en að
halda áfram að berjast. - gmi
HELENA SVERRISDÓTTIR er byrjuð að æfa á nýjan leik eftir að hafa þurft að taka sér hvíld vegna
veikinda. Í ljós kom að hún var með rifið milta vegna einkirningasóttar. Helena stefnir á að fara til æfinga hjá
slóvakíska liðinu Good Angels Kosice um miðjan ágúst eins og áætlað var. Karfan.is greindi frá þessu.
Markmið FH núna er
að taka einn leik fyrir
í einu. [...] Það þýðir ekkert
fyrir okkur að horfa á önnur
markmið.
HEIMIR GUÐJÓNSSON
ÞJÁLFARI FH
FRAM 1-2 FH
0-1 Björn Daníel Sverrisson (44.)
0-2 Atli Viðar Björnsson (77.)
1-2 Kristinn Ingi Halldórsson (82.)
Laugardalsvöllur, áhorf.: 1.005
Dómari: Þóroddur Hjaltalín Jr. (6)
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 5–14 (3–6)
Varin skot Ögmundur 4 – Gunnl. 1
Horn 2–9
Aukaspyrnur fengnar 13–6
Rangstöður 0–1
Fram 4–3–3 Ögmundur Kristinsson 6 – Daði
Guðm. 6 (79. Guðm. Magnússon -), Kristján Haukss.
5, Jón O. Ólafss. 5 (83. Hlynur Atli -), Sam Tillen
6 – Halldór H. Jónsson 6, Jón G. Fjóluson 4, Almarr
Ormarss. 5 – Kristinn I. Halldórsson 7, Tómas Leifs-
son 6 (79. Hjálmar Þórarinss. -) – Arnar Gunnl. 5.
FH 4–3–3 Gunnleifur Gunnleifsson 5 – Ásgeir
Gunnar Ásgeirsson 5, Pétur Viðarsson 5, Freyr
Bjarnason 6, Viktor Örn Guðmundsson 5 (80.
Hólmar Örn -) – Hákon Atli Hallfreðsson 4 (68.
Bjarki Gunnlaugsson 6), *Björn Daníel Sverrisson
7, Hannes Þ. Sigurðsson 6 – Matthías Vilhjálmsson
5, Ólafur Páll Snorrason 5, Atli Viðar Björnsson 6.
Kópavogsvöllur, áhorf.: 793
Breiðablik Keflavík
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 8–8 (5–5)
Varin skot Sigmar 4 – Ómar 3
Horn 5–5
Aukaspyrnur fengnar 10–20
Rangstöður 2–5
KEFLAVÍK 4–5–1
Ómar Jóhannsson 5
Goran Jovanovski 4
(84. Frans Elvarsson -)
Adam Larsson 5
Haraldur Fr. Guðm. 6
Brynjar Guðmundss. 6
Guðjón Árni Ant. 6
Einar Orri Einarsson 4
(84. Bojan Ljubicic -)
Magnús Sv. Þorst. 7
Hilmar Geir Eiðsson 7
Jóhann B. Guðm. 6
(67. Arnór Ingvi Tr. 5)
Guðm. Steinarsson 6
*Maður leiksins
BREIÐAB. 4–3–3
Sigmar I. Sigurðars. 7
Jökull I. Elísabetars. 6
Elfar Freyr Helgason 7
Kári Ársælsson 7
Arnór Sv. Aðalsteins. 6
Finnur O. Margeirss. 7
Guðm. Kristjánsson 6
Olgeir Sigurgeirsson 5
(75. Arnar Már Bj. -)
Rafn Andri Haraldss. 5
(59. Andri Rafn Y. 7)
*Kristinn Steind. 8
Dylan Macallister 7
0-1 Hilmar Geir Eiðsson (20.)
1-1 Kristinn Steindórsson (43.)
2-1 Kristinn Steindórsson (64.)
2-1
Örvar Sær Gíslason (5)
Pepsi-deild karla
Breiðablik - Keflavík 2-1
Fram - FH 1-2
STAÐAN
KR 8 6 2 0 17-6 20
ÍBV 8 5 1 2 11-6 16
Valur 7 5 0 2 9-4 15
Fylkir 8 4 2 2 13-11 14
FH 8 3 3 2 13-9 14
Stjarnan 8 3 2 3 12-13 11
Breiðablik 8 3 2 3 12-14 11
Keflavík 7 2 2 3 10-10 8
Þór 8 2 2 4 8-14 8
Grindavík 8 2 1 5 9-14 7
Víkingur 8 1 3 4 5-10 6
Fram 8 0 2 6 5-13 2
ÚRSLIT
TENNIS Óvænt úrslit urðu í
kvennaflokki á Wimbledon í gær
þegar Williams-systurnar Serena
og Venus duttu báðar úr leik í
16-manna úrslitum.
Serena sem átti titil að verja
beið lægri hlut gegn Marion Bar-
toli frá Frakklandi. Venus datt
annað árið í röð út gegn Tsvetönu
Pironkovu frá Búlgaríu.
Efsta kona heimslistans, Dan-
inn Caroline Wozniacki, datt
einnig úr leik gegn Dominiku
Cibulkovu frá Slóvakíu. Wozni-
acki á enn eftir að vinna sitt
fyrsta stórmót í tennis.
Í karlaflokki urðu engin óvænt
úrslit í leikjum dagsins. Rafa-
el Nadal, Roger Federer, Novak
Djokovic auk Andy Murray eru
allir komnir í fjórðungsúrslit. Því
er allt útlit fyrir draumaviður-
eignir í undanúrslitum hjá körl-
unum. - ktd
Wimbledon-mótið í tennis:
Williams-systur
dottnar úr leik
VONBRIGÐI Serena Williams mun ekki
verja titilinn á Wimbledon í ár.
NORDIC PHOTOS/AFP
FÓTBOLTI Íslandsmeistarar Breiða-
bliks náðu að innbyrða kærkom-
inn sigur, 2-1, gegn Keflvíkingum
á Kópavogsvelli í gær. Kristinn
Steindórsson, leikmaður Breiða-
bliks, var frábær fyrir heima-
menn og gerði bæði mörk Blika í
leiknum.
Keflvíkingar komust yfir í leikn-
um eftir tuttugu mínútna leik
þegar Hilmar Geir Eiðsson skor-
aði en fram að því hafði Breiðablik
haft ágæt tök inni á vellinum. Rétt
eftir mark Keflvíkinga fengu gest-
irnir ákjósanlegt færi til að kom-
ast í kjörstöðu en það fór forgörð-
um. Mark Blika lá í loftinu og það
kom rétt fyrir lok fyrri hálfleiks
þegar markamaskínan, Kristinn
Steindórsson, skoraði glæsilegt
mark eftir fína fyrirgjöf frá Dylan
Macallister. Blikar byrjuðu síðari
hálfleikinn vel og voru ákveðnir
í öllum sínum aðgerðum á meðan
Keflvíkingar áttu erfitt með að
skapa sér hættuleg færi.
Kristinn Steindórsson kórón-
aði frábæran leik sinn með því að
skora annað mark heimamanna
hálftíma fyrir leikslok, en aftur
var það Dylan Macallister sem gaf
stoðsendinguna. Kristinn Stein-
dórsson hefur nú gert átta mörk
í Pepsi-deild karla í sumar og er
langmarkahæstur það sem af er
móti. Virkilega mikilvægur sigur
fyrir Breiðablik sem fékk heldur
betur kalda vatnsgusu í andlitið
gegn BÍ/Bolungarvík í Valitor-bik-
arnum í síðustu viku.
„Við höfum alltaf haft trú á
verkefninu og erum búnir að
vinna vel í okkar málum og þegar
menn gera það, þá er þeim launað,“
sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari
Breiðabliks eftir leikinn.
„Í kvöld var mikil festa í varn-
arleik okkar og allar okkar sókn-
araðgerðir voru beinskeyttar. Það
gekk vel að byggja upp spil sem
lauk með hættulegu færi í kvöld
og það hefur vantað örlítið í sumar.
Liðið sýndi mikinn aga og allir
leikmennirnir unnu vel fyrir sínu
í kvöld,“ sagði Ólafur.
„Það er alltaf ömurlegt að tapa
og sérstaklega í leik þar sem við
áttum fína möguleika,“ sagði Will-
um Þór Þórsson, þjálfari Keflvík-
inga, eftir leikinn.
„Við náðum góðri forystu og
erum með fín tök á leiknum, en
síðan gleyma leikmenn sér aðeins í
lok hálfleiksins og þeir ná að jafna
metin. Mínir menn vilja aftur á
móti meina það að það hafi verið
brotið illilega á þeim í aðdraganda
marksins. Í seinna marki Blika
gerum við okkur seka um alveg
fáránleg mistök eftir að hafa unnið
varnarvinnuna vel alveg fram að
því. Við getum ekki fengið á okkur
mark þar sem andstæðingur vinn-
ur skallaeinvígi og kemur boltan-
um inn fyrir vörn okkar, það bara
gengur ekki.“ - sáp
Kristinn Steindórsson var hetja Breiðabliks og skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri á Keflavík í gærkvöldi:
Kristinn sá fyrir kærkomnum sigri Blika
ÞRJÚ STIG Í KÓPAVOGINN Magnús Sverrir Þorsteinsson og félagar í Keflavík máttu
sætta sig við tap fyrir Breiðabliki í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG
FH marði Fram í rokinu í dalnum
Fram er enn án stiga í botnsæti Pepsi-deildarinnar eftir að liðið tapaði fyrir FH á heimavelli í gær. Þrjú
mörk og eitt rautt spjald litu dagsins ljós í fjörugum leik. FH komst með sigrinum upp í fimmta sætið.
EINBEITTIR Daði Guðmundsson, leikmaður Fram, og FH-ingurinn Ólafur Páll
Snorrason eru vel með á nótunum. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG
SÁ RAUTT Hannes Þ. Sigurðsson verður í
banni í næsta leik.