Fréttablaðið - 12.07.2011, Page 6

Fréttablaðið - 12.07.2011, Page 6
12. júlí 2011 ÞRIÐJUDAGUR6 Dr Organic – hreinar náttúruvörur Kælandi og græðandi hrein náttúruafurð á húðina í sólinni „Double Strength“ Lífrænt og 98,9% hreint Aloe Vera gel án skaðlegra aukaefna svo sem: Gervilitarefna, parabena, SLS, ilmefna eða rotvarnarefna Fæst í flestum apótekum og heilsubúðum www.sindri .is / sími 5 75 0000 VERKFÆRI SEM HÆGT ER AÐ TREYSTA Á! IBTTG-28305 283 HLUTA VERKFÆRASKÁPUR. 1/4”, 3/8” og 1/2” topplyklasett Fastir lyklar, sexkantar og skrúfjárn, djúpir toppar, höggskrúfjárn, öfuguggasett, slaghamar, splittatangir, tangir, bitar og fl. Lífstíðarábyrgð af toppum og föstum lyklum. TOPTUL THE MARK OF PROFESSIONAL TOOLS 179.900m/vsk Fullt verð 231.900 FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN KOMDU Í ÖLL HELSTU PARTÝIN MEÐ OKKUR m.visir.is Fáðu Vísi í símann! Meiri Vísir. Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi. LÖGREGLUMÁL Sérsveit lögregl- unnar var kölluð út vegna ölvaðs manns sem ógnaði fólki með byssu í miðbæ Keflavíkur að morgni sunnudags. Víkurfréttir greindu fyrst frá málinu. Maðurinn hafði ógnað tveim- ur stúlkum við skemmtistaðinn Center og meðal annars beint að þeim byssu. Þegar lögregla mætti kom á daginn að maðurinn bar svokallaða startbyssu, sem gjarn- an eru notaðar við upphaf kapp- hlaupa. Maðurinn var handtekinn og færður til yfirheyrslu. - sh Sérsveitin kölluð út í Keflavík: Ógnaði fólki með startbyssu FRÉTTASKÝRING Hvað er þetta 4G-farsímanet? Farsímafyrirtækin Nova og Sím- inn hafa sótt um heimild til Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) til að prófa innleiðingu á því sem kallað hefur verið fjórða kynslóð í gagnaflutningstækni. Vodafone fylgist grannt með þróun mála. „Þessi tækni mun að sjálfsögðu ryðja sér til rúms hérlendis líkt og annars staðar. Við fylgjumst mjög vel með þróuninni og erum í góðu sambandi við Vodafone erlend- is, sem þegar er kominn með tæknina í rekstur. Íslendingar munu njóta góðs af þeirri reynslu þegar þar að kemur,“ segir Kjart- an Briem, framkvæmdastjóri tæknisviðs Vodafone. Heilmikil þróun Þeir forsvarsmenn símafyrir- tækjanna sem Fréttablaðið hefur rætt við segja þau skref sem stigin voru með þriðju kyn- slóð í gagnaflutningstækni hafa verið svar við kröfu um aukna möguleika í þráðlausum lausnum. Það sama eigi við um uppfærslu í fjórðu kynslóð í gagnaflutn- ingstækni. Það er stigið vegna snarprar þróunar í nettengjan- legum tækjum og tólum síðustu misserin, svo sem með tilkomu öflugra snjallsíma, þráðlausra nettölva og spjaldtölva, og kall- ar á aukna burðargetu kerfisins svo hægt sé að flytja mikið magn gagna á milli tækja. Þriðja kynslóðin í fjarskipta- tækni var kynnt til sögunnar úti í hinum stóra heimi í kringum síðustu aldamót. Það ræður við í kringum sjö til fjórtán mega- bæta gagnasendingar á sekúndu. Kerfið gerði þeim sem áttu far- síma með netvafra og önnur net- tengjanleg tæki kleift að rápa um netið auk þess sem sækja mátti og senda myndir á milli tækja í hærri upplausn en áður og hljóð- skrár af miklum gæðum. Þá gerði þriðja kynslóðin í farsíma- tækni fólki kleift að horfa næsta hnökralaust á sjónvarpsfréttir í farsímum og tölvum tengdum þráðlaust við gagnaflutnings- netið. Með fjórðu kynslóðinni í gagna- flutningstækni er stigið enn eitt skrefið. Það ber um tífalt meira gagnamagn en forverinn, allt frá hundrað til þúsund megabæta á sekúndu. Eftirspurn skoðuð í sumar Ekki liggur fyrir hvernig staðið verður hér að uppbyggingu og tíðni úthlutun fjórðu kynslóðar- innar í gagnaflutningstækni. Þegar uppbygging 3G-netsins var boðin út á sínum tíma voru gerðar miklar útbreiðslukröfur og þurftu tíðnirétthafar að skuld- binda sig til að byggja kerfið upp í mörgum smærri byggðarlögum í öllum kjördæmum landsins. Í öðrum löndum voru tíðnir boðnar upp, svo sem í Þýska- landi. Sá galli fylgdi gjöf Njarð- ar að sá fékk tíðnina sem hæst bauð í hana. Kostnaðurinn lenti á herðum neytenda sem urðu að greiða háar fjárhæðir til að nýta sér tæknina. Kostnaðurinn hefur minnkað talsvert síðan þá. Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) ætlar í sumar að efna til opins samráðs um tíðnistefnu PFS. Þar verður jafnframt kann- að hversu mikill áhugi er hjá fjar- skiptafyrirtækjunum á næstu kynslóð í fjarskiptatækni. jonab@frettabladid.is Framfarir í tækni kalla á öflugra net Mikil fjölgun þráðlausra tækja sem senda gögn sín á milli og farsímar með góðum myndavélum gerir það að verkum að byggja þarf upp gagnaflutnings- net sem getur borið mikið magn upplýsinga. Flutningsgeta mun margfaldast. KJARTAN BRIEM 1G-netið: Þetta er fyrsta farsímakerfið. Það var tekið í notkun árið 1981. Áherslan einvörðungu á flutning á tali. 2G-netið: Farsímaskerfi sem kynnt var í Finnlandi árið 1991. Áherslan var lögð á flutning á tali. Uppfærslur á 2G-netinu, svo sem GPRS-netið sem gjarnan er kallað 2,5G, geta ráðið við gagnaflutning frá 56 kílóbætum (Kbit) á sekúndu til 115 kbæta. Næsta skref, EDGE, ræður svo við 230 kbæt á sekúndu. Kerfið gerði notendum þráðlausra tækja kleift að senda ýmis stafræn gögn, svo sem hreyfimyndir í lítilli upplausn. 3G-netið: Japanska fjarskiptafyrirtækið NTT DoCoMo svipti hulunni af tækninni árið 2001. Hér var það tekið formlega í notkun í kringum 2007. Kerfið ræður við mun meiri gagnaflutninga, í kringum sjö til rúmlega fjórtán megabæt (Mbæt) á sekúndu. Af þeim sökum ráða farsímar og önnur nettengjanleg tæki við almennt netráp auk þess sem tæknin gerir það að verkum að sækja má og senda myndir í hærri upplausn og hljóðskrár af meiri gæðum en áður, jafnvel horfa á sjónvarpsfréttir í símanum. 4G-netið: Nokkrar gerðir af gagnaflutningsnetinu hafa verið í notkun í tvö ár, svo sem í Bandaríkjunum, Noregi og Svíþjóð. Áherslan er nú einvörðungu á stafræna gagnaflutninga og er sendihraðinn 100 Mbæt á sekúndu og allt upp í 1 Gbæt. Kerfin í hnotskurn ÖFLUGIR SNJALLSÍMAR Farsímar í dag eru nær því að vera smátölvur. N8- farsíminn frá Nokia er með 12 megadíla myndavél. Öflugt gagnaflutningsnet þarf til að senda myndir í þvílíkri upplausn á milli farsíma eða í tölvur. Þessi tækni mun að sjálfsögðu ryðja sér til rúms hérlendis líkt og annars staðar. KJARTAN BRIEM HJÁ TÆKNISVIÐI VODAFONE STJÓRNMÁL Jóhanna Sigurðardótt- ir forsætisráðherra segir ekkert hæft í því að hún hafi hafnað því að hitta kínverskan starfsbróður sinn, Wen Jiabao, á fundi 14. júlí. Í frétt Morgunblaðsins frá 7. júlí fullyrti Agnes Bragadóttir blaða- maður að ekki hefðu fengist skýr- ingar frá forsætisráðuneytinu hví Jóhanna „sá sér ekki fært að taka á móti Wen Jiabao, forsætisráð- herra Kína“, en Kínverjar hefðu nefnt þann dag sem mögulega dag- setningu fundar. „Það er ekkert hæft í þessu. Þetta er ein- faldlega eins og maður segir á hreinni íslensku: Moggalygi. Það var búið að festa niður heimsókn 14. júlí og ég er búin að sam- þykkja hana. V i ð v o r u m farin að undir- búa hana sem og viðskiptalífið, en síðan komu skilaboð frá Kínverj- um að þeir gætu ekki þegið hana á þessum tíma,“ segir Jóhanna. Hún segir að Kínverjum hafi verið boðið að velja úr dagsetning- um það sem eftir er af þessu ári eða á því næsta. Jóhanna segir athugasemdum hafa verið komið á framfæri við Morgunblaðið en ekki hafi verið tekið tillit til þeirra. Þá hafi Kín- verjar sent Morgunblaðinu stað- festingu á að heimboðinu hafi ekki verið hafnað, en hún hafi ekki heldur birst á síðum blaðsins. „Þetta er ótrúleg blaðamennska, ég hef aldrei séð annað eins.“ - kóp Segir ekkert hæft í fregnum Morgunblaðsins af fundi með leiðtoga Kína: Stendur áfram til að hitta Wen JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR Gætir þú hugsað þér að kaupa litla rafmagnsvespu? Já 56,7% Nei 43,3% SPURNING DAGSINS Í DAG Viltu láta brenna lík þitt? Segðu þína skoðun á Vísir.is Jón Aðalsteinn Bergsveinsson jab@frettabladid.is KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.