Fréttablaðið - 12.07.2011, Side 22

Fréttablaðið - 12.07.2011, Side 22
KYNNING − AUGLÝSINGHreingerning ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 20114 TANNBURSTANOTKUN Heimildum ber ekki saman um hvenær fyrsti tannburstinn leit dagsins ljós. Því er þó gjarnan haldið fram að það hafi verið árið 1498 þegar tannbursti með bambushandfangi og hnakkaburst af svíni kom fram á sjónarsviðið í Kína. Tannbursta- notkun náði ekki útbreiðslu í Evrópu fyrr en á 17. og 18. öld. Fyrsti fjöldaframleiddi tann- burstinn kom á markað í Bret- landi í kringum 1780 og fyrsti tannburstinn með nælonhárum tæpri einni og hálfri öld síðar. Fjöldaframleiðsla á tannburst- um hófst í Ameríku um 1885, en almenn notkun festi sig ekki í sessi fyrr en á síðustu öld. HANDÞVOTTUR Vitað er að allt að helmingur karla og fjórðungur kvenna sleppir því að þvo sér um hendurnar eftir að hafa farið á klósettið. Fleiri sturta þó niður á eftir sér en skilja þá eftir sig nýja sýkla á takkanum. Þar geta alls kyns sýklar lifað í allt að hálfan mánuð. Því er heillaráð að þvo sér ávallt um hendurnar eftir ferð á klósettið. Heimild: heilusbankinn.is GLJÁFÆGÐUR KOPAR Á flestum heimilum er að finna muni úr málmi sem þarf reglulega að fægja og þá geta einföld húsráð komið sér vel. Kopar má til dæmis hreinsa með því að skola hann upp úr sápuvatni, bera svo á blöndu af tannkremi og Worchestershire-sósu með mjúkri tusku og nudda vel. Að svo búnu er blandan þurrkuð af koparnum og hann pússaður með hreinum klút. ALÞJÓÐLEGUR KLÓSETTDAGUR Alþjóðaklósettstofnunin er alþjóðleg samtök tileinkuð vandamálum er varða klósett og hreinlæti. Stofnunin er með aðsetur í Singapúr og eru að- ildarstofnanir hennar sautján um allan heim. Stofnunin stendur árlega fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um klósett, World Toilet Summit og líka alþjóðlegum vörusýn- ingum eins og World Toilet Expo & Forum. Stofnunin stendur fyrir því að 19. nóvember er haldinn hátíðlegur sem alþjóðlegi klósettdagurinn. Heimild: wikipedia.org. GRÆNI SVANURINN PRÝÐIR AJAX Græni svanurinn er norræna umhverfismerkið og vörurnar frá Ajax með Græna svaninum uppfylla öll skilyrði til að bera merkið. GERÐU HEIMILIÐ SKÍNANDI HREINT MEÐ AJAX!

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.