Fréttablaðið - 12.07.2011, Síða 38
12. júlí 2011 ÞRIÐJUDAGUR30
Á GRILLIÐ Í SUMAR
„Kjúklingabringur í tandoori-
marineringu eru uppáhalds á
grillið. Annars reyni ég að grilla
fisk tvisvar í viku því það er
dásamlega gott og hollt.“
Þorbjörg Marínósdóttir, kynningarfulltrúi
og rithöfundur.
Allt sem þú þarft
Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði
á 120 stöðum um land allt. Nánari
upplýsingar á visir.is/dreifing
Breski leikstjórinn Ridley Scott
hefur fengið leyfi til sprenginga
frá 5. júlí til 1. ágúst við Dóma-
dalsleið samkvæmt fundargerð
hreppsnefndar Rangárþings ytra.
Í fundargerðinni kemur jafnframt
fram að aðeins verði sprengt þrjá
daga innan þess tímaramma. Eftir
því sem Fréttablaðið kemst næst
eru sprengingarnar ekki stórar
heldur eru einungis hugsaðar sjón-
rænt fyrir tökuvélarnar.
Guðfinna Þorvaldsdóttir, oddviti
hreppsnefndarinnar í Rangárþingi
ytra, staðfesti að sveitarfélagið
hefði gefið kvikmyndagerðar-
fólkinu leyfi til að athafna sig við
Dómadalsleið. „Þeir eru þarna í
gosefnunum frá Heklu.“ Hún sagði
sveitarfélagið ekki fá neitt fyrir
sinn snúð annað en góða kynningu.
Þá styrki nærvera þeirra þjónustu-
aðila á svæðinu. Hún bætir því við
að íbúar í Rangárþingi kippi sér
lítið upp við nærveru leikstjór-
ans Scotts og annarra Hollywood-
stjarna sem væntanlegar eru aust-
ur. „Nei, ætli þeir geri sér nokkuð
grein fyrir umfanginu, menn eru
líka að gera mynd og vilja örugg-
lega ekkert vera að vekja of mikla
athygli á sér.“
Flugbjörgunarsveitin á Hellu
sér um gæslu fyrir Ridley Scott.
Svanur Sævar Lárusson, formaður
sveitarinnar, staðfesti það í sam-
tali við Fréttablaðið. Hann vísaði
að öðru leyti á starfsfólk fram-
leiðslufyrirtækisins True North
sem hefur veg og vanda af komu
tökuliðsins til Íslands. True North
er búið að stofna fyrirtækið KOP
til að halda utan um framleiðsl-
una hér á landi en það er gert með
vísan í lög um tímabundna endur-
greiðslu vegna kvikmyndagerðar
á Íslandi.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins gista Hollywood-stjörn-
urnar á Hótel Rangá meðan á
GUÐFINNA KARLSDÓTTIR: KIPPA SÉR EKKERT UPP VIÐ HOLLYWOOD
Ridley Scott og félagar
sprengja í Rangárþingi ytra
tökum við Dómadalsleið stendur.
Friðrik Pálsson, staðarhaldari þar,
vildi ekkert tjá sig við Fréttablað-
ið heldur vísaði öllum spurningum
yfir til True North. Á vefsíðu hót-
elsins kemur fram að gestum bjóð-
ist viðamikill lúxus, eitthvað sem
Óskarsverðlaunaleikkonan Char-
lize Theron hlýtur að gera kröfu
til en eins og kom fram í Frétta-
blaðinu í gær eru Noomi Rapace og
Michael Fassbender einnig meðal
leikara sem dvelja hér á landi.
freyrgigja@frettabladid.is
SPRENGINGAR
Ridley Scott ætlar að sprengja
í þrjá daga við Dómadalsleið
en leyfi fyrir slíku var veitt í
hreppsnefnd Rangárþings ytra.
Stjörnur kvikmyndarinnar
munu gista á Hótel Rangá,
en meðal þeirra sem
hingað koma er Óskars-
verðlaunaleikkonan
Charlize Theron.
„Ég er búinn að vera aðdáandi lengi,“ segir Guðlaugur
Hannesson sem skipuleggur sýningu með Hollywood-
leikstjóranum Kevin Smith í Hörpunni í nóvember.
Þar verður leikstjórinn, sem er þekktastur fyrir
myndirnar Clerks, Chasing Amy og Dogma, með uppi-
stand og svarar spurningum áhorfenda úr salnum.
„Ég fékk samband við umboðsmanninn hans árið 2008
en þá kom þetta blessaða hrun. Ég er búinn að vera í
stöðugum samskiptum síðan þá,“ segir Guðlaugur sem
var að vonum ánægður þegar samningar tókust loks
í síðustu viku. Smith mun dvelja hér á landi í nokkra
daga og hlakkar hann mikið til að heimsækja Ísland í
fyrsta sinn.
Guðlaugur er 29 ára nemi í viðskiptafræði við
Háskóla Íslands. Hann lofar skemmtilegri sýningu í
Hörpunni enda Smith vanur maður þegar svona við-
burðir eru annars vegar. „Hann er mjög góður sögu-
maður og síðan eru ákveðnir valdir sem fá að standa
upp og spyrja spurninga um kvikmyndaiðnaðinn og
sögurnar sem tengjast honum persónulega,“ segir
Guðlaugur. Eftir sýninguna verður svokallað „meet
and greet“ þar sem þeir sem eiga dýrustu miðana geta
spjallað við Smith augliti til auglits.
Sýningin verður í Eldborgarsalnum sem tekur 1.600
manns og hefst forsala miða í þessari viku. „Svona
viðburður hefur ekki átt sér stað á Íslandi áður.
Quentin Tarantino kom hingað 2002 en eitthvað í þess-
um strúktúr hefur ekki sést hérna áður. Íslendingar
eru alltaf að kvarta yfir því að það sé ekkert að gerast
þannig að ég býst við góðri mætingu,“ segir
Guðlaugur. - fb
Kevin Smith kemur til Íslands
KEMUR Í NÓVEMBER Bandaríski leikstjórinn
spjallar við íslenska aðdáendur sína í
nóvember. NORDICPHOTOS/GETTY
Björk Guðmundsdóttir heims-
frumsýnir myndband við nýjasta
lagið sitt, Crystalline, á síðunni
Youtube í lok mánaðarins.
Þetta verður í fyrsta sinn sem
hún frumsýnir myndband á You-
tube og bíða aðdáendur henn-
ar spenntir eftir útkomunni.
Leikstjóri er Frakkinn Michel
Gondry, samstarfsmaður Bjark-
ar til margra ára. „Hún er vön að
gera rosaleg myndbönd og þetta
er brjálæðislegt,“ segir Grímur
Atlason, framkvæmdastjóri Ice-
land Airwaves-hátíðarinnar, sem
sá myndbandið fyrir skömmu.
Björk er þessa dagana að
kynna væntanlega plötu sína og
hefur hún verið dugleg að veita
erlendum fjölmiðlum viðtöl, þar
á meðal tímaritunum Dazed and
Confused og Wired þar sem hún
prýðir forsíðurnar.
Söngkonan mætir á Airwaves-
hátíðina um miðjan október með
tvenna Biohpilia-tónleika í far-
teskinu og heldur svo ferna til
viðbótar, alla í Hörpunni. Hingað
til hefur hún aðeins stigið á svið
á menningarhátíðinni í Manc-
hester við frábærar undirtektir.
„Þetta verður væntanlega flókn-
asta og flottasta uppsetning sem
hefur verið gerð hér á landi, með
fullri virðingu fyrir Clapton-
tónleikunum sem ég hélt,“ segir
Grímur.
Almenn miðasala á tónleikana
hefst fimmtudaginn 14. júlí kl. 12
á Icelandairwaves.is og Harpa.
is. Aðeins 700 manns komast á
hverja tónleika. -fb
Heimsfrumsýning á Youtube
BJÖRK Nýjasta myndband
söngkonunnar verður frum-
sýnt á Youtube seinna í
mánuðinum.
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is
Bulthaup innréttingar
HÁRIÐ
Söngleikurinn sem sló í gegn á Akureyri
er loksins kominn suður!
Aukasýningum bætt við!
SILFUR TUNGLIÐ
„Algjör snilld“
Júlíus Júlíusson, Mbl. Miðasala á harid.is
Sýningar: fim. 14. júlí kl. 19, kl. 22
fös. 15. júlí kl. 19, kl. 23
lau. 16. júlí kl. 19
mið. 20. júlí kl. 19
fim. 21. júlí kl. 19, kl. 22
fös. 22. júlí kl. 19
AUKASÝNING
FM-SÝNING
AUKASÝNING
AUKASÝNING
UPPSEL
T
ÖRFÁ S
ÆTI
ÖRFÁ S
ÆTI
ÖRFÁ S
ÆTI
ÖRFÁ S
ÆTI