Fréttablaðið - 19.07.2011, Side 2

Fréttablaðið - 19.07.2011, Side 2
19. júlí 2011 ÞRIÐJUDAGUR2 SKIPULAGSMÁL Öskjuhlíð gæti komist í forsjá Skógræktarfélags Íslands og Háskólans í Reykja- vík ef borgaryfirvöld samþykkja tillögu þessara aðila. „Við undirritaðir erum sann- færðir um að Skógræktarfélag Íslands og Háskólinn í Reykjavík séu réttir aðilar til að halda utan um þá uppbyggingu sem þarf að eiga sér stað í Öskjuhlíðinni til að hún geti orðið sú útivistarperla sem hún sannarlega býður upp á,“ segja Ari Kristinn Jónsson, rektor skólans, og Magnús Gunnarsson, formaður Skógræktarfélagsins, í bréfi til Jóns Gnarr borgarstjóra. Hugmyndin er sú að aðilarnir tveir, í nánu samstarfi við borg- ina, verði „fósturforeldrar“ Öskju- hlíðar. „Í því felst að SÍ og HR skuldbinda sig til að bera ábyrgð á svæðinu á komandi árum, stuðla að fegrun þess og uppbyggingu og laða að önnur fyrirtæki og stofn- anir í nágrenni Öskjuhlíðar til að leggja sitt af mörkum til að vinna að uppbyggingu og fegrun svæðisins,“ segir í erindinu til borgarstjóra. Ari og Magnús segja meðal ann- ars mikla ónýtta möguleika varð- andi göngustíga, íþróttir, fræðslu og ferðamennsku í Öskjuhlíð. Staðurinn gæti gegnt lykilhlut- verki sem útivistarsvæði. Skipu- leggja þurfi skógræktina mun betur. „Þarna þarf að grisja og gróðursetja með fjölbreytni í huga, til dæmis blómstrandi rósir og berjarunna,“ segja þeir í bréfi sínu. Málið er nú á leið til skoðunar í skipulagsráði borgarinnar. Auk þess sem aðilarnir vilja fóstra Öskjuhlíðina óskar Skógrækt- arfélag Íslands eftir lóð fyrir nýjar höfuðstöðvar á svæðinu. Félagið segir húsinu ætlað að vera „hjarta“ skógræktaráhugamanna á Íslandi. Húsið verði lágreist og sem næst Perlunni til að raska svæðinu sem minnst. „Skógræktarfélag Íslands mun líta á sitt nýja heimili sem „póst“ á ferð útivistarfólks um stíga- kerfi Öskjuhlíðarinnar, þar sem það getur staldrað við, slappað af eða leikið sér samhliða því að fræðast um skógrækt og Öskju- hlíðina. Með veru sinni í Öskju- hlíðinni vill félagið gjarnan koma að skipulagi og framkvæmd við grisjun og plöntun ríkari flóru á svæðinu,“ segir í lóðarumsókn skógarmanna. gar@frettabladid.is HR og skógræktarfólk vilja Öskjuhlíð í fóstur Háskólinn í Reykjavík og Skógræktarfélag Íslands vilja taka Öskjuhlíð í fóstur og að borgin feli þeim að fegra og byggja upp svæðið. Skógræktarfélagið biður jafnframt um lóð til að byggja nýjar höfuðstöðvar við aðkeyrsluna að Perlunni. HUGMYND AÐ HÖFUÐSTÖÐVUM Sigurður Einarsson arkitekt hefur gert tillögu fyrir höfuðstöðvar Skógræktarfélags Íslands í austanverðri Öskjuhlíð. MYND/SIGURÐUR EINARSSON - BATTERÍIÐ. STJÓRNSÝSLA Einungis Hæstiréttur hefur vald til þess að endurupp- taka dómsmál. Innanríkisráð- herra getur því ekki skipað fyrir um að mál séu endurupptekin, en hann getur þó sent réttin- um beiðni þar um. Krafan um endurupptöku í Guðmundar- og Geirfinnsmál- inu hefur orðið æ háværari í kjölfar andláts Sævars Ciesielski, en hann var einn sakborninganna í málinu. Margir hafa beint máli sínu til Ögmundar Jónasson- ar innanríkisráðherra og hvatt hann til að beita sér fyrir endur- upptöku. Undirskriftasöfnun er hafin á netinu þar um. Hæstirétt- ur hefur í tvígang hafnað endur- upptöku málsins. Sigurður Líndal prófessor segir að það væri andstætt þrískiptingu valdsins ef pólitískur ráðherra hefði heimild til að skipa fyrir um endurupptöku mála. Hana hafi Hæstiréttur einn. Ráðherra geti þó sent réttinum beiðni um endurupptöku, líkt og aðrir. Fjölmörg skilyrði séu til- greind fyrir endurupptöku. „Ég sé ekki að ráðherrann geti gert annað en að beina því til Hæsta- réttar að hann taki málið upp.“ Sú hugmynd hefur einnig skotið upp kollinum að skipuð yrði rann- sóknarnefnd sem færi yfir málið. Sigurður segir slíka nefnd ekki myndu hafa lagalegt gildi, en hún gæti haft pólitískt vægi. Ögmundur Jónasson innanríkis- ráðherra vildi ekkert tjá sig um málið þegar Fréttablaðið leitaði eftir því. - kóp Innanríkisráðherra getur ekki mælt fyrir um endurupptöku mála: Hæstiréttur einn hefur valdið SIGURÐUR LÍNDAL ÖGMUNDUR JÓNASSON Ráðherra vill ekki tjá sig um kröfuna um að Guð- mundar- og Geirfinnsmálið verði tekið upp. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STANGVEIÐI Breskur veiðimaður veiddi í gær 106 sentimetra lax á Valdabreiðu í Fljótaá í Skaga- firði. Að sögn Árna Jörgensen, sem gjörþekkir ána, má áætla að laxinn hafi verið allt að 28 pund. Árni segir stórlaxinn hafa verið veiddan á nákvæmlega sömu svörtu hálftommu snælduna sem Kandamaður var með þegar hann landaði 97 sentimetra laxi úr Steinseyrarbreiðu í Fljótaá fyrir nokkrum dögum. Fyrri veiðimað- urinn hafi sennilega gefið þeim síðari snælduna þegar hollaskipti voru í ánni. Að sögn Árna hefur gengd stórlaxa í Fljótaá aukist jafnt og þétt síðustu ár eftir að gert var skylt að sleppa öllum laxi. - gar Velgengni útlendinga í Fljótaá: Tveir risalaxar á sömu snælduna Regína, eruð þið í rusli yfir sóðaskapnum? „Nei – við ruslum bara upp nokkrum sektarmiðum og komum út í bullandi gróða.“ Regína Ásvaldsdóttir er staðgengill borg- arstjóra. Til skoðunar er hjá Reykjavíkur- borg að sekta þá einstaklinga á staðnum sem verða uppvísir að sóðaskap. HEILSA Skálafell Bike Park var opnaður formlega um síðustu helgi. Þar er að finna tvær hjól- reiðabrautir í 220 metra fallhæð. Þangað er farið með stólalyftu en markmiðið er að nýta betur þjón- ustu skíðasvæðisins yfir sumar- tímann. „Í fyrra vorum við með eina braut en núna höfum við bætt annarri við,” segir Einar Bjarna- son rekstrar stjóri Bláfjalla. Nú henti svæðið bæði byrjendum og lengra komnum. Hann segir aðstæðuna einnig nýtast skíða- göngufólki. - ve / sjá allt Betri nýting á skíðasvæði: Hjólað niður Skálafell Á FLEYGIFERÐ Hjólreiðamenn bruna niður Skálafell á fjallahjólum. MYND/BOB VAN DUIN SKIPULAGSMÁL Sex tilboð bárust í byggingu hótels á reitnum vestan við tónlistarhúsið Hörpu. Tilboðs- frestur rann út í gær. Tilboð bárust frá þremur íslenskum og þremur erlendum aðilum. Í útboðsgögnunum fyrir lóðina við hlið Hörpu var bygg- ing hótels þar áskilin í samvinnu við alþjóðlega hótelkeðju. Gert er ráð fyrir að minnsta kosti 250 herbergja hóteli sem verði fjórar til fimm stjörnur. Byggingin getur að hámarki orðið 28 þúsund fermetrar ofan jarðar. Situs hf., sem á lóðina, fer nú yfir tilboðin. Markmið fyrir- tækisins er að hótelrekstur verði hafinn vorið 2015. - þeb Lúxushótel risið árið 2015: Sex tilboð í hótel við Hörpu SAMGÖNGUR Samninganefndir flugmanna og Icelandair funduðu hjá ríkissáttasemjara í gær, og stóð fundurinn enn þegar Frétta- blaðið fór í prentun í gærkvöldi. Yfirvinnubann flugmanna hjá félaginu tekur gildi klukkan 14 í dag. Guðjón Arngrímsson, upplýs- ingafulltrúi Icelandair, segir að vaktir næstu daga séu fullmann- aðar og yfirvinnubannið muni því ekki hafa fyrirsjáanleg áhrif. Þó megi ekki mikið út af bregða. Flugmenn felldu kjarasamning við Icelandair sem náðist eftir að yfir- vinnubann þeirra. - bj Deila flugmanna enn í hnút: Sjá ekki fram á tafir á flugi FLUG Ekki má mikið út af bregða til að yfirvinnubann valdi töfum á flugi Ice- landair. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR LANDBÚNAÐUR Það er ekki rétt að skortur sé á lambakjöti hér á landi, segir formaður Lands- samtaka sauðfjárbænda, Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson. Leifur Þórsson, framkvæmda- stjóri hjá Ferskum kjötvörum, sagði í fréttum Ríkisútvarpsins í gær að skortur væri á lamba- kjöti á Íslandi. Hann hefur óskað eftir því við landbúnaðarráðuneytið að fá leyfi til innflutn- ings á lambalærum. „Birgðastaðan 1. júlí var 1100 tonn, og síð- ustu ár hefur salan þessa sumarmánuði verið í kringum 500 tonn á mánuði. Það eru tveir mánuðir, júlí og ágúst, þangað til ný sláturtíð hefst,“ segir Sigurgeir Sindri. Hann segir að mögulegt sé að minna sé til af ákveðnum bitum en öðrum. „Ég er svo jákvæð- ur fyrir því að við förum inn í nýja sláturtíð með nánast tómar geymslur, mér finnst það bara frábært nýting. Það hafa oft verið sögur um kjötfjöll sem hafi verið sturtað á haugana.“ Um fjörutíu prósent af íslensku lambakjöti eru flutt úr landi. Sigurgeir Sindri segir að þótt sala erlendis gangi vel sé innanlandsmarkaður- inn í forgangi. „Innanlandsmarkaður er okkar besti markaður, hefur alltaf verið og mun alltaf verða. Við bændur verðum mjög óánægðir ef það er kjötlaust á Íslandi. Við erum hérna til að sinna íslenskum neytendum fyrst og fremst.“ Ekki náðist í Leif Þórsson, framkvæmdastjóra Ferskra kjötvara, í gær. - þeb Landssamtök sauðfjárbænda segja innanlandsmarkaðinn í forgangi hjá þeim: Segir lambakjötsbirgðir duga út sumarið LAMBAKJÖT Sauðfjárbændur segja birgðir duga fram að næstu slátrun, sem sé fín nýting. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SPURNING DAGSINS 9 AF HVERJUM 10 KONUM FINNA FYRIR ÓÞÆGINDUM Á KYNFÆRASVÆÐI? RAKAAUKANDI GEL, EYKUR OG VERNDAR RAKASTIG, VIRKAR EINNIG SEM SLEIPIEFNI FÆST Í APÓTEKUM

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.