Atli - 01.06.1944, Blaðsíða 2

Atli - 01.06.1944, Blaðsíða 2
‘er viljákrafti okkar og áhuga alvarlegur prófsteinn. Að dvelja hér árum saman eftir að hafa lokið námi, og eyða beztu árum æfinnar við störf sem eiga lítið skylt við ísl. atvinnulíf, skapar þá hættu að viö gleymum því hversvegna við fórum utan, og hvað vxð ætluöum aft gera að lífsstarfi okkar. En við megum ekki láta umhverfið sljóvga okkur og villa okkur sýn. Viö megum ekki láta berast með straumnum og missa með því mark- miði okkar. Reynum því að treysta okkar félagsskap sem er bezta vopn okkar gegn undanhaldi og missi góðra áforma. Fundarstarfseminni þurfum við að halda 1 horfi, og nú eftir að við höfum ráðist i út- gáfu þessa blaðs, verðum við sífelt að reyna að finna eitthvað í daglegu lífi okkar og verkahring sem getur haft þýðingu fyrir ísl. landbánað, og skrifa um það í blaðiö. Ef við gerum þetta af einlægni og dugnaði þá vænti ég þess að blaðið hjálpi okkur til þess að varðveita æskuásetninginn: að unna sér ekki hvíldar í baráttunni fyrir betri lífsskilyrðum i sveitum landsins og um leið bættum þjóöarbúskap og aukun menningarlífi í landinu. -o-o-o-o-o-o- Hjalti Gestsson. NOKKUR QRD VIDVÍKJAHDI TILLÖGUM BUHADARÞIHGS í heimilisidnadarmAlum. Auka-Búnaðarþing 1942 hafði til meðferðar erindi frá frú Jónínu S. Líndal varðandi heimilisiðnað og iðnaðarmál sveitanna. Nefnd var skipuö i málinu og skilaöi hún áliti til Búnaðarþings 1943 og var þar gerð samþykkt í málinu, sbr. bæklinginn Búnaðarþing 1943} sem hingað hefir borizt. Ganga tillögur Búnaðarþings 1 stuttu máli út á það að auka og reyna að blása nýju lífi í hinn deyjandi heimilisiðnað á íslandi. Er og bent á þær leiðir sem taldar eru stefna að settu marki, en þær eru fræðslustarfsemi og ráðunautastarfsemi í þessum málum. Þaö er með öörum orðum stefnt að því að gera heimilisiðnaðinn algengari en hann er nú, bæði meðal karla og kvenna. í þvi sambandi er sér- staklega bent á ullariðnaöi og málm- og trésmíði (aktygja og söðlu- smíöi). Það er ekki ætlun mín að ræöa þessar tillögur í smáatriðum, enda eru þær ekki þess verðar. En áður en farið yröi út í það, væri á- stæöa til að athuga hvort heimilisiðnaðurinn eigi nokkurn rétt á sér og hvort reyna beri að halda lífi í þeim leifum hans sem til eru ennþá. Sú var tíöin aö heimilisiðnaður á Islandi var menningarfyrir- brig.ði, og ég hygg aö segja megi aö sá heimilisiunaður sem ennþá fyrirfinnst sé leifar hinnar margumtöluðu sveitamenningar er fróðir menn telja aö nú sé dauð. Heimilisiönaðurinn ísl. hefir skapað hina fegurstu hluti (t.d. ofna muni og útskorna) sem eru sögulegar heiraildir um menningu og atgerfi isl. þjóðarinnar fyrr á tímum. Hann átti fullan rétt á sér meöan hann var í samræmi við framleiðsluhætti sins tíma. Þrótmar- stig atvinnulífsins gerði hann sjálfsagöan og réttmætan.

x

Atli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Atli
https://timarit.is/publication/676

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.