Fréttablaðið - 04.08.2011, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 04.08.2011, Blaðsíða 2
4. ágúst 2011 FIMMTUDAGUR2 SPURNING DAGSINS H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Nú er hægt að fá fetaost sem kubb í saltvatni. Gott er að nota ostinn í salöt, samlokur, grænmetisrétti og á pítsuna. Ljúffengar uppskriftir með fetaosti er að finna á www.gottimatinn.is NÝJUNG FETAKU BBUR FÓLK Sigurgeir Snævar Árnason varð hæstánægður í gær þegar Anna Louise Ásgeirsdóttir, frá munavörslunni í Vestmannaeyj- um, kom akandi á bílnum hans upp á hlað. Hann hafði nefnilega týnt lyklinum að bílnum þegar hann var á Þjóðhátíð í Eyjum og gat því ekki komið á honum heim með Herjólfi að hátíð lokinni. Nokkuð minna var um óskila- muni í ár en í fyrra, enda voru þjóðhátíðagestir mun færri nú. Viðtökurnar voru þó engu síðri í ár þegar Anna Louise bankaði upp á þótt eflaust hafi fáir verið jafn fegnir og Sigurgeir Snævar. „Hann faðmaði mig og knúsaði alveg í bak og fyrir,“ segir hún. Anna Louise gladdi þó mun fleiri, því meðal óskilamuna sem hún kom til eigenda sinna í gær voru fimmtán farsímar, nokkrar myndavélar og forláta hálsmen. Hún segir að oft fylgi því mikil rannsóknarvinna að hafa uppi á eigendum munanna. „Það sem kom okkur á sporið með hálsmenið var að upphafs- stafir eigandans voru skráðir á það og eins fæðingardagur þannig að við höfðum samband við Þjóð- skrá og fengum nafnið á honum en hann ætlaði ekki að trúa okkur þegar við höfðum samband við hann og spurðum hvort hann saknaði einhvers frá Eyjum,“ segir hún. Munavarslan bauð Þjóðhátíðar- gestum að hlaða síma á hátíðar- svæðinu og þar upplýsti Anna Louise eitt þjófnaðarmál í fyrra þótt það sé ekki í hennar verka- hring. „Það kom stelpa til okkar að hlaða símann,“ segir hún. „Og hún byrjaði að segja ótrúlegar sögur um símann þannig að það vöknuðu hjá mér grunsemdir um að hún væri réttmætur eigandi svo ég hringdi í systur mína og fékk hana til að fara inn á Íslend- ingabók og fletta stelpunni upp og finna þannig mömmu hennar. Þá komst ég að því að það kom ekki heim og saman við þá mömmu sem var skráð fyrir símanum. Við höfðum samband við þá mömm- una sem var skráð og þá kom upp úr dúrnum að dóttir hennar hafði tapað símanum á Þjóðhátíð árinu áður.“ Í fyrra hafði Anna Louise einn- ig uppi á lögreglumanni sem hafði týnt bakpoka sínum, en í honum var myndavél á við þær sem fag- menn notast við. „Það vildi honum til happs að hann var með launa- seðil í bakpokanum svo það var auðvelt að hafa uppi á honum,“ segir hún. jse@frettabladid.is Endurheimti bíl úr óskilum frá Eyjum Munavarslan í Eyjum kemur bíl til eiganda síns en hann hafði týnt bíllyklunum á Þjóðhátíð. Starfsmenn munavörslunnar leggja oft í rannsóknir til að finna eigendur óskilamuna. Komu upp um þjófnað á farsíma á Þjóðhátíð í fyrra. LYKLAVÖLDIN Sigurgeir Snævar var að vonum kátur að fá lykilinn úr höndum Önnu Louise. Hann hafði týnt honum á Þjóðhátíð og varð að skilja bílinn eftir í Eyjum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Hann faðmaði mig og knúsaði alveg í bak og fyrir. ANNA LOUISE ÁSGEIRSDÓTTIR STARFSMAÐUR MUNAVÖRSLU DÓMSMÁL Norski listmálarinn Odd Nerdrum skuldar um 44 milljónir króna í opinber gjöld hér á landi, en hann hefur verið ákærður fyrir stórfelld skattsvik í Noregi. Nerdrum, sem er jafnframt með íslenskan ríkisborgararétt og hefur verið hér búsettur, mætti fyrir rétt í Noregi í fyrradag en þar er hann ákærður fyrir að hafa ekki greitt skatt af 14 milljónum norskra króna sem hann fékk fyrir sölu á verkum sínum á árunum 1998 til 2002. Það jafngildir um 300 milljónum íslenskra króna. Í réttarhöldunum bar málarinn af sér sakir, sagðist ekki talna- glöggur en hann vissi ekki betur en að hann hefði gengið samvisku- samlega frá sínum málum bæði gagnvart norskum og íslenskum yfirvöldum. Verði hann fundinn sekur á hann von á himinhárri sekt og jafnvel fangelsisdómi, að því er fullyrt er í norskum fjölmiðlum. Hér heima hefur Tollstjórinn í Reykjavík síðan krafist gjald- þrotaskipta á búi einkahlutafélags- ins Odds N ehf., sem er í eigu list- málarans. Félagið skuldar tæpar 44 milljónir í opinber gjöld og var fyrirkall vegna gjaldþrotaskipta- beiðninnar birt nýlega í Lög- birtingablaðinu. Þar er skorað á Nerdrum að mæta í Héraðsdóm Reykjavíkur 7. september þar sem beiðnin verður tekin fyrir. Nerdrum bjó sem áður segir um skeið á Íslandi í gamla Borg- arbókasafninu við Þingholtsstræti, sem hann keypti af Guðjóni Má Guðjónssyni, kenndum við Oz. Nerdrum seldi athafnakonunni Ingunni Wernersdóttur húsið árið 2007 og flutti aftur til Noregs. - sh Hart sótt að norska listmálaranum Odd Nerdrum beggja vegna hafsins: Skuldar 44 milljónir á Íslandi FJÁRMÁLIN Í ÓLESTRI Odd Nerdrum segist ekki talnaglöggur maður. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Anna Kristine, væri ekki betra að reisa lúxusskattahótel? „Nei, það væri betra að koma öllu slíku fyrir kattarnef.“ Anna Kristine Magnúsdóttir, formaður Kattavinafélagsins, segir að til standi að gera kattahótelið í Kattholti að lúxuskattahóteli. VIÐSKIPTI Hagnaður 365 miðla, útgáfufélags Fréttablaðsins, árið 2010 var 360 milljónir króna eftir skatta og handbært fé frá rekstri 1.106 milljónir. Eigið fé var rúmir tveir milljarðar um áramót. Eru þetta upplýsingar úr ársreikningi 365 miðla ehf. fyrir árið 2010. Heildarvelta félagsins nam 8.550 milljónum króna síðasta ár og var EBITDA-hagnaður 1.004 milljón- ir króna. Er það um 25 prósent- um meiri hagnaður en árið 2009. Þá nam EBITDA-hagnaðurinn 808 milljónum króna og tapið eftir skatta var 344 milljónir. Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, segir útkomuna ánægjulega, sér í lagi í ljósi þess að félagið hafi náð að snúa tapi í hagnað á milli ára. „Það er sérstaklega ánægju- legt miðað við þær aðstæður sem hafa verið,“ segir Ari. „Við erum bæði búin að vera að glíma við skuldir og háan rekstrarkostnað en það er hlutur sem hefur breyst mikið á milli ára.“ Ari segir félagið vera á réttri leið í sínum rekstri og sú þróun hafi haldið áfram á þessu ári. Allir miðlar undir hatti 365 hafi styrkt stöðu sína á markaðnum. Fjárhagsstaðan hafi styrkst veru- lega. Í lok mars í fyrra hafi hlutafé verið aukið um milljarð króna og því fé hafi að mestu leyti verið ráðstafað til niðurgreiðslu skulda. Jafnframt hafi náðst samningar við viðskiptabanka 365 miðla um endurfjármögnun á öllum lánum félagsins. Gert sé ráð fyrir að lánin verði greidd hratt niður á næstu árum. Fjár magnskostnaður hafi þegar lækkað verulega vegna þessa og betri vaxta kjara. Ingibjörg S. Pálmadóttir á 90 prósent af A-hlutabréfum 365 miðla ehf. og öll B-hlutabréf, sem ekki fylgir atkvæðisréttur í félaginu en þau eru fimmtungur hlutafjár. Ari Edwald á sex prósenta hlut af A-hlutabréfum og fimmtán aðrir hluthafar eiga fjögur prósent. - sv Hagnaður 365 miðla árið 2010 nam 360 milljónum króna eftir skatta og handbært fé var 1.106 milljónir: Tap útgáfufélags snýst í hagnað á milli ára ARI EDWALD LÖGREGLUMÁL Hálfþrítugur maður, sem sætir ákæru fyrir að hafa orðið barnsmóður sinni að bana í Heiðmörk í maí, var fyrir síðustu mánaðamót úrskurðaður ósakhæf- ur af réttargeðlæknum. Maðurinn er grunaður um að hafa kyrkt stúlkuna og komið líki hennar fyrir í farangurs- geymslu bifreiðar sinnar. Hann kom síðan akandi á Landspítalann í Fossvogi, gaf sig fram og vísaði á líkið í skottinu. Hann hefur við yfirheyrslur borið við minnis- leysi um það sem gerðist. Maður- inn hefur síðan verið vistaður á réttargeðdeildinni á Sogni. Ríkissaksóknari hefur höfðað mál á hendur manninum og krefst refsingar eða til vara að hann verði dæmdur til vistunar á við- eigandi stofnun. Dómari úrskurðar endanlega um sakhæfi hans. - sh Bíður réttarhalda á Sogni: Grunaður morðingi met- inn ósakhæfur SAMFÉLAGSMÁL Sálgæsluteymi Þjóðhátíðar í Eyjum segir að gæsla á hátíðinni í ár hafi verið til fyrirmyndar. Í yfirlýsingu sem send var út í gær vegna þeirrar umræðu sem hefur skapast eftir að tilkynnt var um fimm nauðgan- ir á hátíðinni í ár, segir enn frem- ur að samtök á borð við Stígamót og Nei-hreyfinguna geti aldrei komið í stað þess fagteymis sem venjulega er á vakt yfir hátíðina. Ögmundur Jónasson innanríkis- ráðherra sagði í fréttum RÚV að nauðsynlegt sé að endurskoða reglur um gæslu á útihátíðum. - sv Segja gæslu til fyrirmyndar: Stígamót koma ekki í staðinn ÞJÓÐHÁTÍÐ Sálgæsluteymi Þjóðhátíðar segir að hugsanlega gæti þurft að auglýsa þjónustuna betur en hefur verið gert. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON SLYS Alvarlegt bílslys varð á þjóðveginum norðan við Hellu á sjötta tímanum í gær. Þyrla Landhelgisgæslunnar var send á staðinn og flutti alvarlega slas- aða sex áta stúlku á Landspítal- ann í Fossvogi. Þyrlan lenti við Borgarspítalann klukkan korter yfir sjö. Samkvæmt lögreglunni á Hvolsvelli var um einn jeppa að ræða en ekki var hægt að fá frek- ari upplýsingar um slysið að svo stöddu. Málið var enn í rannsókn þegar blaðið fór í prentun í gær- kvöld. Vakthafandi læknir gat ekki tjáð sig um málið. - sv Alvarlegt bílslys við Hellu: Barn flutt með þyrlu á spítala Gunnar J. Friðriksson iðnrek- andi lést á Landakotsspítala í gær. Gunnar fæddist í Reykja- vík 12. maí 1921. Gunnar varð for- stjóri Sápu- gerðarinn- ar Frigg árið 1946 og gegndi því starfi allan sinn starfsaldur. Hann sat í fjölda stjórna og gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum. Eftirlifandi eiginkona Gunnars er Elín Margrethe Kaaber, fædd 1922. Hann lætur eftir sig sjö upp- komin börn. Gunnar J. Friðriksson látinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.