Fréttablaðið - 04.08.2011, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 04.08.2011, Blaðsíða 54
4. ágúst 2011 FIMMTUDAGUR42 BESTI BITINN Í BÆNUM „Þetta er vinaleg íþrótt sem leggur mikið upp úr góðum liðs- anda og jákvæðni,“ segir sænski klappstýrumeistarinn Alexander Ström, sem ásamt félaga sínum Pétri Sveinssyni ætlar að kynna klappstýruíþróttina fyrir Íslend- ingum og standa fyrir námskeiði um helgina. „Ég er viss um að Íslendingar eru forvitnir að vita um hvað íþróttin snýst,“ segir Pétur og bætir við að klappstýr- ing sé íþróttagrein og ekki einung- is klapp frá hliðarlínunni á öðrum íþróttaleikjum. Vinsældir klappstýruíþrótt- arinnar fara vaxandi í Skandi- navíu, á meginlandi Evrópu og í Bandaríkjunum. Alexander er til að mynda margfaldur sænskur meistari í íþróttinni og sá um að kynna hana fyrir Pétri. „Ég fór á eitt mót í Svíþjóð fyrir fimm mánuðum og varð uppnuminn af íþróttinni. Það er svo mikil orka og jákvæðni sem streymir í gegn að ég vildi strax fara að æfa,“ segir Pétur, sem hefur hvorki æft dans né fimleika áður. „Ég hef bakgrunn úr fótbolta og það að ég geti æft þessa íþrótt sýnir að allir geta verið með.“ Alexander tekur undir þessi orð Péturs og bætir við að það sé einn af kostum íþróttarinnar. „Allir fá sitt hlutverk óháð líkamlegri getu og stærð. Þetta er hið fullkomna liðssport þar sem allir verða að leggjast á eitt og treysta hver öðrum.“ Alexander hefur verið staddur hér á landi í þrjár vikur og það kom honum skemmtilega á óvart hversu góða aðstöðu Ísland hefur upp á að bjóða. „Það er ekkert skrýtið að þið náið langt í íþrótt- um því þið hafið allt til alls. Ég er viss um að Ísland getur náð langt í íþróttinni og verið á toppnum eftir nokkur ár.“ En hvað vill hann segja við þá sem halda að íþróttin sé bara fyrir stelpur? „Lítið á mig. Auðvitað eru fleiri stelpur en strákar í þessu núna en hún er samt karlmannleg. Ég hef til dæmis fengið vini mína til að yfirgefa íshokkí og byrja að æfa klappstýruíþróttina frekar.“ Alexander og Pétur hvetja alla til að skrá sig á námskeiðið sem haldið verður í Fagralundi um helgina. Ekkert aldurstakmark og enginn sérstakur íþróttalegur bakgrunnur er nauðsynlegur. Þeir ætla svo að sýna afrakstur nám- skeiðsins víðs vegar um borgina um helgina. Hægt er að skrá sig og fá nán- ari upplýsingar á vefsíðunni http:// www.icelandcheer.com/. alfrun@frettabladid.is ALEXANDER STRÖM: ÞETTA ER HIN FULLKOMNA LIÐSÍÞRÓTT Vinirnir hætta í íshokkí til þess að gerast klappstýrur ÍÞRÓTT FYRIR ALLA Þeir Alexander Ström og Pétur Sveinsson ætla að kynna klapp- stýruíþróttina fyrir Íslendingum um helgina. Ström er margfaldur sænskur meistari í íþróttinni, sem er mjög vinsæl úti í heimi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Þetta hefur ekki verið gert síðan fyndnasti maður Íslands var síðast krýndur,“ segir grín- istinn Halldór Halldórsson, Dóri DNA. Dóri, Steindi Jr. og Ágúst Bent setjast í dómarasætið á Prikinu á morgun þar sem keppni í uppistandi fer fram klukkan átta. Dóri segir skráningu í keppnina ganga vel, en þeir sem vilja spreyta sig geta ennþá skráð sig til leiks með því að senda póst á bokanir@ prikid.is. Að hverju eruð þið að leita? „Það eru rosalega margir frumlegir og með steiktar pælingar sem eru fyndnar. Það sleppur oft. En sá sem kemur á sviðið, skín af sjálfsöryggi og hefur lag á tímasetningu brandara ber sigur úr býtum á morgun,“ segir Dóri ákveðinn. Hann segir sigur í svona keppni geta opnað ýmsar dyr og bendir á að Margrét Björnsdóttir, úvarpskona á FM957, hafi fyrst vakið athygli eftir sigur í uppistandskeppni Verslunarskólans. „Ég held að fyndnir menn og fyndnar konur á Íslandi eigi alltaf góða möguleika,“ segir Dóri. Sjálfur kom hann fyrst fram á Prikinu ásamt Bergi Ebba Benediktssyni. Upp úr því spratt uppistandshópurinn Mið-Ísland, sem hefur slegið í gegn og byrjar með þátt á Stöð 2 í vetur. „Nú erum við bara á leiðinni í sjón- varpið og ég er með aflitað hár og allir halda að ég sé orðinn geðveikur,“ grínast Dóri, sem þurfti að breyta háralit sínum fyrir sjónvarpsþáttinn. - afb Keppt í uppistandi á Prikinu AFLITAÐUR DÓMARI Dóri dæmir uppistandskeppnina á Prikinu á morgun ásamt Steinda Jr. og Ágústi Bent. Breytt hár hans má ekki túlka sem yfirlýsingu dómara, heldur var það aflitað í þágu væntanlegs sjónvarps- þáttar Mið-Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG „Þetta er í þriðja sinn sem við förum hingað út. Alltaf gaman þó að auðvitað séu þetta fyrst og fremst við- skipti,“ segir Jóel Pálsson, annar eigenda fatamerkis- ins Farmers Market. Jóel var að lenda í Kaupmannahöfn ásamt eigin- konu sinni, Bergþóru Guðnadóttur, þegar Fréttablaðið náði af honum tali. Danska tískuvikan hefst í dag og er Kaupmannahöfn stútfull af innkaupafólki og fata- hönnuðum víðs vegar að úr heiminum. „Við erum með bás á CPH Vision og ætlum að sýna sumarlínuna 2012 en það er í fyrsta sinn sem við erum með sérstaka sumarlínu,“ segir Jóel, en Farmers Market hefur hingað til verið þekkt fyrir lopapeysur og aðrar vetrarvörur. Fleiri íslenskir hönnuðir leggja leið sína til Kaup- mannahafnar um helgina til að koma nafni sínu á framfæri. Íslandsstofa heldur uppteknum hætti og styrkti þrjú íslensk fatamerki til fararinnar í ár. Það eru merkin Lúka art & design, Kron by KronKron og Diza by Alprjón. Einnig er fatamerkið Andersen & Lauth í Kaup- mannahöfn en þau eru með bás í Galleri-sýningar- höllinni. Þess má því vænta að íslensk tíska veki verð- skuldaða athygli í Kaupmannahöfn yfir helgina. - áp Hönnuðir flykkjast til Köben SUMARLÍNA Þau Bergþóra Guðnadóttir og Jóel Pálsson eru stödd með sumarlínu Farmers Market fyrir árið 2012 á tískuvikunni í Kaupmannahöfn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Það er Hamborgarabúllan. Ég fæ mér alltaf bernaiseborgar- ann.“ Davíð Kristinsson, rekstrarstjóri Glaumbars. Buxum var stolið frá Árna Plúseinum og félögum í hljómsveitinni FM Belfast á tónlistarhátíðinni Rocken an Brocken í Þýskalandi um síðustu helgi. Atvikið átti sér stað þegar hljómsveitarmeðlimir fóru úr buxunum eins og venjan er í laginu vinsæla Underwear. Það vildi ekki betur til en svo að æstur aðdáandi gat ekki á sér setið og stal einum buxum. FM Belfast-liðar hafa óskað eftir liðsinni hjá tónleikagestum hátíðarinnar við að finna buxurnar. - fb FRÉTTIR AF FÓLKI Laugavegi 26 | s.512 1715 | www.ntc.is erum á ÚTSALAN afsláttur 40-50% BRUUNS BAZAAR BY MALENE BIRGER DKNY FRENCH CONNECTION FREE LANCE GERARD DAREL IMPERIAL KRISTENSEN DU NORD TWIST&TANGO ...er hafin í evu Rakarastofan Klapparstíg S: 551 3010 FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRI FRÓÐLEIKUR Meiri Vísir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.