Fréttablaðið - 04.08.2011, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 04.08.2011, Blaðsíða 12
4. ágúst 2011 FIMMTUDAGUR12 12 hagur heimilanna 10-11 virðist vera eina mat- vöruverslanakeðjan sem setur verðmiða á forpakkað- ar kjötvörur, að því er könn- un Neytendastofu leiddi í ljós. Samkeppnis eftirlitið gerði sátt við framleiðend- ur kjötvara fyrr á árinu um að þeir verðmerktu ekki framar forpakkaðar kjöt- vörur með leiðbeinandi verði. Það þýddi hins vegar ekki að verslanir mættu ekki sjálfar verðmerkja vörurnar. „Þetta virðist vera til fyrirmyndar hjá 10-11. Þeir keyptu skanna sem prentar út límmiða og setja mið- ana sjálfir á vöruna,“ segir Þórunn Anna Árnadóttir, sviðsstjóri á neyt- endaréttarsviði Neytendastofu. Sigurður Karlsson, rekstrarstjóri 10-11, segir þetta fyrst og fremst hafa verið gert til þess að viðskipta- vinir gætu séð verðið á einfaldan hátt. „Þeir þurfa þá ekki að renna vörunni undir verðskanna til þess að sjá hvað hún kostar. Við höfum ekki þurft að ráða aukamannskap til þess að líma miða á vörurnar,“ greinir hann frá. Þórunn Anna segir nokkrar minni verslanir verðmerkja hverja einingu en að verðskannar fyrir neytendur séu komnir í margar verslanir. Þyngd vörunnar er til- greind á umbúðum og kílóverð á hillu. Til þess að sjá hvað ákveð- ið kjötstykki, sem er forpakkað, kostar þurfa neytendur að renna því undir skanna. „Það er hins vegar mismunandi milli verslana hversu margir og vel staðsettir þeir eru. Í sumum tilvikum eru þeir ekki nógu nálægt hillunum þar sem vörurnar eru. Við höfum sent verslunum ábendingar þar sem þetta er ekki í lagi og munum svo skoða þetta aftur.“ Gunnar Ingi Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Hagkaups, segir að farið hafi verið að tilmælum Neyt- endastofu um að lækka verðskann- ana. „Við fengum ábendingu um að þeir væru of hátt uppi fyrir þá sem eru í hjólastólum og létum lækka þá.“ Að sögn Gunnars Inga þyrfti að ráða fleira starfsfólk ef setja ætti límmiða með verði á hverja for- pakkaða kjötvöru. „Kostnaður yrði meiri og það gæti leitt til hækkunar vöruverðs.“ Gunnar Ingi tekur það fram að hægt sé að skoða verð á öllum vörum í verðskönnum. Ögmundur Jónasson innanríkis- ráðherra segir í pistli á heimasíðu sinni að samkeppnin sé núna orðin blindandi. Hann segir að sam- kvæmt gamla laginu hafi allar upplýsingar verið aðgengilegar án fyrirhafnar og að breytingin hafi almennt orðið til að hækka verðið en ekki lækka það. Þórunn kveðst ekki að öllu leyti sammála ráðherranum. „Upplýs- ingarnar voru ekki án fyrirhafn- ar. Neytendur þurftu að reikna út prósentuafslátt frá kílóverði og í mörgum tilvikum var ekki sam- ræmi milli þess afsláttar sem til- greindur var á umbúðum og þess sem veittur var á kassa. Neytenda- stofa hefur reyndar fengið ábend- ingar um að verð hafi hækkað en það hefur ekki verið kannað nánar. Það þyrfti jafnvel að gera í samráði við Samkeppniseftirlitið sem gerði þessa sátt til að stuðla að aukinni samkeppni.“ Verðmerkja forpakkaðar kjötvörur í búðunum VERÐSKANNI Skannar eru stundum of langt frá hillunum þar sem forpökkuðu kjötvörurnar eru. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Ef tyggjó festist í hárinu skaltu setja matarolíu eða smjörlíki í hárið þar sem tyggjóklessan er til að auðveldara sé að ná tyggjóinu úr hárinu. Bíddu í tvær til þrjár mínútur og greiddu tyggjóið varlega úr hárinu með greiðu. Þvoðu svo hárið með sjampói á eftir. Ef tyggjó festist hins vegar í fötum seturðu flíkina í frysti og frystir. Þegar tyggjóið er alveg frosið getur þú mulið það úr. GÓÐ HÚSRÁÐ tyggjó í hári eða fötum Greitt úr tyggjófl óka Skeljungur reið á vaðið í gær og lækkaði verð á bensíni og dísilolíu á bensínstöðvum Orkunnar og Shell um 2 krónur. Líklegt er talið að Atlants- olía, N1 og Olís fylgi fast á hæla Skeljungs. Samkvæmt upplýsingum frá Skeljungi er ástæða lækkunarinnar lægra heimsmarkaðs- verðs á olíu í kjölfar nýrra birgðatalna í Banda- ríkjunum. Ódýrasti bensínlítrinn kostaði í gær 240,40 krónur og var það hjá Orkunni. ■ Eldsneyti Bensínverð lækkaði um tvær krónur í gær Um 38 prósent flugferða Iceland Express frá Keflavík í júlímán- uði voru á áætlun. Meðalseinkun brottfara var 34 mínútur og hlut- fall þeirra véla sem komu í tíma var 36 prósent. Eru þetta upp- lýsingar frá vefsíðunni Turisti. is, sem hefur meðal annars gert kannanir á stundvísi flugfélaga. Á síðasta þriðjungi júnímánað- ar fór innan við fimmta hver vél Iceland Express í loftið frá Kefla- vík á réttum tíma. Eftir að þær tölur voru birtar báðust forsvars- menn félagsins afsökunar með því að birta heilsíðuauglýsingu á síðum íslenskra dagblaða. Þar kom fram að markmiðið væri að þrjú af hverjum fjórum flugum héldu áætlun. Samkvæmt mælingum Túrista hélt Icelandair áætlun í 78 pró- sentum tilvika þegar brottfarir frá Keflavík voru skoðaðar í júlí. Með- alseinkun var átta mínútur og hlut- fall þeirra véla sem komu á tíma var 73 prósent. Samkvæmt lögum um loftferðir ber flugrekanda að bjóða farþeg- um bætur í einhverju formi, tefjist flug þeirra um tvo klukkutíma eða meira. Bætur fara eftir lengd tafar og vegalengd flugs. - sv Nýjar tölur sýna að flugvélar Iceland Express eru enn mikið á eftir áætlun: Tæplega 40% ferða á áætlun SKREYTT VÉL ICELAND EXPRESS Hlutfall þeirra véla flugfélagsins sem fóru samkvæmt áætlun frá Keflavík var 38 prósent en 36 prósent komu á áætlun. MYND/ICELAND EXPRESS Ekki er talið ráðlegt vegna saurgerlamengunar að drekka vatn úr krananum á Hveravöllum án þess að sjóða það. Sigurjón Þórðarson, fulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra, segir í samtali við fréttastofu RÚV að löngu tímabært sé að koma upp betri aðstöðu á svæðinu. Ástandið sé algerlega óviðunandi. Hann segir ástæður mengunarinnar vera af ýmsum toga. Sorpmálin séu í ólagi, meðferð og geymsla á olíu og veitingasalan og aðstaðan þar sé ekki boðleg. Fólki á svæðinu er ráðlagt að sjóða allt drykkjarvatn áður en þess er neytt. ■ Heilbrigðismál Mengað vatn á Hveravöllum 100% VERÐ Á BÍÓMIÐA á venjulega kvikmyndasýningu hefur tvöfaldast síðan árið 1996. Þá kostaði miðinn 550 krónur en er nú 1.100 krónur. Eigandi bifreiðar fær tjón sitt ekki bætt úr kaskótrygg- ingu ökutækis verði hann fyrir því að dekkjunum sé stolið undan bifreið hans. Er þetta samkvæmt skil- málum tryggingafélaganna; Sjóvá, TM, Varðar og VÍS, og kemur fram á vef Neytendasamtakanna. Samkvæmt lögum um vátryggingarsamninga er algengast að óheimilt sé að víkja frá ákvæðum þeirra með samningi, ef það leiðir til lakari stöðu þess ein- staklings sem öðlast kröfu á hendur félaginu samkvæmt samningnum. Þegar lögin mæla hins vegar ekki fyrir um tiltekin atriði, eins og efni kaskótryggingar ökutækis, er tryggingafélögunum heimilt að semja um efni tryggingar og um leið takmarkanir á henni. Tryggingafélögin geta því undanskilið sig ábyrgð á tjóni tryggingartaka vegna þjófnaðar á dekkjum og felgum, að því tilskildu að slíkar takmarkanir komi fram í skilmálum tryggingarinnar. ■ Tryggingar Engar bætur fyrir þjófnað á dekkjum Við höfum ekki þurft að ráða aukamann- skap til þess að líma miða á vörurnar. SIGURÐUR KARLSSON REKSTRARSTJÓRI 10-11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.