Fréttablaðið - 04.08.2011, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 04.08.2011, Blaðsíða 18
18 4. ágúst 2011 FIMMTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Fyrir nokkrum dögum fór flugvél Alþjóða Rauða krossins frá Evrópu til Afríku með dýrmætan farm. Í vélinni voru 60 tonn af kraftaverkameðali – bæti- efnaríku hnetusmjöri, sem ber vörumerk- ið Plumpy‘Nut. Í 40 næringarstöðvum Rauða krossins í Sómalíu er verið að nota hnetusmjörið til að hjúkra alvarlega vannærðum börnum til heilbrigðis. Nú eru 5.500 börn í slíkum stöðvum. Daglega eru börn útskrifuð og ný koma inn. Verið er að fjölga þessum stöðvum til að bjarga fleiri börnum. Plumpy‘Nut hnetusmjörið gegnir lykil- hlutverki við að bjarga lífi alvarlegra van- nærðra barna. Það tekur ekki nema tvær til fjórar vikur að hjúkra barni til heil- brigðis eftir að það kemur aðframkomið af hungri inn á næringarstöð Rauða krossins. Á þeim tíma byrjar barnið smám saman að borða hefðbundinn mat og braggast. Sögu Plumpy‘Nut má rekja til þess að franski næringarfræðingurinn André Briend tók eftir krukku af Nutella hnetu- smjöri á eldhúsborðinu, smyrju sem nýtur sívaxandi vinsælda meðal barna á Íslandi og um allan heim. Hann skoðaði innihalds- lýsinguna og komst að því bætiefnin í smjörinu stemmdu við margt af því sem vannærð börn þurfa á að halda. Hjálparsamtök um allan heim hafa á síðustu árum tekið Plumpy‘Nut fagnandi. Loksins er kominn fram matur sem auð- velt er að framleiða, flytja og dreifa. Ekki þarf að blanda smjörið drykkjarvatni, sem er víða af skornum skammti, og það þarf ekki einu sinni að elda Plumpy‘Nut, bara kreista það fram úr litlum poka. Það sem meira er – hnetusmjörið er bragðgott! Yfirnæringarfræðingur Lækna án landamæra, Milton Tectonidis, líkir Plumpy‘Nut við pensilín, svo mikilvægt sé það sem meðal gegn alvarlegri vannæringu. Rauði krossinn og fjölmörg önnur hjálparsamtök hafa því tekið Plumpy‘Nut í þjónustu sína. Þegar þetta er skrifað er verið að undirbúa sendingu á öðrum farmi frá Frakklandi til Sómalíu á vegum Alþjóða Rauða krossins. Rauði kross Íslands hefur eyrnamerkt allt söfnunarfé vegna Sómalíu kaupum á Plumpy‘Nut. Fyrir 1.500 krónur sem dregnar eru af símreikningi þegar hringt er í 904-1500 má kaupa skammt af hnetu- smjöri sem dugar til að hjúkra einu barni til lífs á næringarstöð Rauða krossins í Sómalíu. Bragðgott kraftaverkameðal Hungursneyð Þórir Guðmundsson sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða kross Íslands Niðurrif stjórnlagaráðs Margir hafa tjáð sig um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá. Sú umræða hefur um margt verið mál- efnaleg, ýmislegt gott má finna í drög- unum, annað miður, sumt er of, annað van. Jón Magnússon lögmaður skrifar grein á Pressuna þar sem hann veltir því fyrir sér til hvers stjórnlagaráð hafi yfir höfuð verið skipað. Telur hann til- lögurnar ekkert gildi hafa, í raun minna en þingmannafrumvarp um breytingar á stjórnarskrá. Á það er þó að benda að í þingsályktunartillögu um stjórnlagaráð er sérstaklega kveðið á um að ráðið skuli skila tillögum sínum til Alþingis í formi frumvarps til stjórnskipunarlaga. Það er allnokkuð og ber ekki að gera lítið úr því. Plagsiður Sérkennilegur er sá plagsiður að láta eins og nauðganir séu eðlilegur fylgifiskur skemmtanahalds. Virðist á sumum sem það megi einfaldlega reikna með því að þar sem svo og svo margir komi saman verði svo og svo mörgum konum nauðgað. Slíkur hugsanaháttur gerir ekkert nema festa þá reginfirru í sessi að nauðgun geti á ein- hvern hátt verið eðlilegur fórnarkostnaður. Nýr flokkur Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður haldinn í haust. Flest bendir til þess að Bjarni Benediktsson muni áfram gefa kost á sér sem formaður. Enginn mót- frambjóðandi hefur stigið fram. Eftir því er þó tekið að víða á vefjum hægri- manna eru lítt duldar sendingar um að forysta flokksins verði að standa sterk að loknum fundi. Gerist það ekki gæti myndast tómarúm fyrir nýjan flokk á hægri vængnum. Slík hótun hefur lengi vomað yfir Sjálfstæðisflokknum og ljóst er að þeir frjálslyndustu hafa lengi verið óánægðir með stefnu flokksins. Það skyldi þó ekki vera að flokkum landsins fjölgaði þegar líður á veturinn? kolbeinn@frettabladid.isÍ grein Þórólfs Matthíassonar hagfræðiprófessors í Frétta- blaðinu í gær, sem víða hefur verið til umfjöllunar, hrekur hann alls konar vitleysu sem haldið er fram um útflutning á sauðfjárafurðum. Þórólfur sýnir þannig fram á að það er rangt sem haldið hefur verið fram, að skattgreiðendur niðurgreiði ekki lengur útflutning kindakjöts. Þótt útflutningsbætur hafi verið aflagðar fyrir tæpum tveimur áratugum eru enn greiddar „beingreiðslur“ og „gæðastýr- ingarálag“ (tvö af þessum gegn- sæju orðum í landbúnaðarfrum- skóginum) til bænda. Ef litið er á hlutfall þess kjöts innan „greiðslumarks“ sem flutt er út, fara 400 til 1200 milljónir af fé skattgreiðenda til að borga með útfluttu lambakjöti, samkvæmt útreikningi prófessorsins. Þórólfur bendir á að útflutningurinn, svo og sú venja að henda lambakjöti sem selst ekki í búðum, í stað þess að lækka verðið á því rétt fyrir síðasta söludag, haldi uppi verðinu á lambakjöti innanlands. Þetta setur rökstuðninginn fyrir nýlegri hækkun á lambakjöti á innanlandsmarkaði í athyglisvert ljós: Kjöti er hent fremur en að lækka á því verðið. Lambakjöt er flutt út með styrk frá neyt- endum (sem eru sama fólkið og skattgreiðendur). Þannig er verði innanlands líka haldið uppi. Rökin fyrir enn frekari verðhækkun eru hins vegar að útflutningurinn gangi svo vel. Þannig er verð- hækkun á kjöti sem íslenzkir neytendur hafa niðurgreitt ofan í útlendinga orðin rök fyrir því að þeir eigi að borga ennþá meira. Við það má bæta að samtökum bænda finnst alveg sjálfsagt að þeir fái að flytja út kjöt án tolla, til dæmis á markað í Evrópu- sambandslöndunum, en þau eru alveg á móti því að kjöt sé flutt inn til Íslands án tolla. Svona röksemdafærsla viðgengst hvergi nema á hinum kol- ruglaða búvörumarkaði. Þórólfur Matthíasson hrekur fleiri vitleysur; til dæmis þá að útflutningur lambakjöts skapi dýr- mætar gjaldeyristekjur. Ríkisstyrkirnir sem koma til þýða að peningarnir eru fyrst sendir upp í sveit, áður en þeir koma heim aftur sem gjaldeyristekjur. Og til að framleiða kjöt til útflutn- ings þarf heilmikinn innflutning; áburð, olíu, vélar, fóður og þar fram eftir götunum. Því að þótt bændur vilji sem minnstan inn- flutning í nafni matvælaöryggis, hefur hvorki tekizt að koma á olíu- né dráttarvélaöryggi. Ávinningurinn af útflutningnum er því sáralítill í samanburði við aðrar útflutningsgreinar. Íslenzkt kindakjöt er frábær vara, sem á með réttu að selja um allan heim, ekki bara á Íslandi. En væri okkur öllum, líka framleiðendum lambakjöts, ekki greiði gerður með því að losa framleiðsluna og söluna út úr þessu fáránlega kerfi og innleiða viðskiptafrelsi í landbúnaðinum eins og öðrum greinum? Prófessor bendir á vitleysurnar um kjötútflutning. Kolruglaður kjötmarkaður Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.