Fréttablaðið - 04.08.2011, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 04.08.2011, Blaðsíða 44
4. ágúst 2011 FIMMTUDAGUR32 folk@frettabladid.is 350 MYNDIR af söngkonunni Lady Gaga prýða nýja ljósmyndabók eftir Terry Richardson sem kemur út í nóvember. Hann elti hana með myndavélina á lofti í tíu mánuði og tók myndir af bókstaflega öllu sem gerðist í lífi Lady Gaga, að hennar sögn. Skeggvöxtur tónlistar- manna er mismikill eins og gengur og gerist. Mikið skegg gefur þó vísbendingu um að viðkomandi aðhyllist frekar þjóðlagatónlist en aðrar tónlistarstefnur. Skegg hefur verið mjög í tísku í þjóðlagatónlistinni undanfarin ár. Forsprakkar hljómsveita á borð við Fleet Foxes, Bon Iver og Band of Horses eiga það allir sameig- inlegt að vera vel skeggjaðir og virðist þessi tíska skipta miklu máli vilji menn vera teknir alvar- lega í faginu. Um leið eru menn mögulega að nota skeggið til að sýna fram á þroska sinn og kannski aðgreina sig frá meginstraumspoppinu þar sem oft er lögð meiri áhersla á hégómann en góðu hófi gegnir. Ekki skemmir fyrir ímyndinni ef þjóðlagapopparar einangra sig uppi í fjallakofa til að semja lög á kassagítarinn sinn og sömuleiðis er gott að vera sveitalega klædd- ur, enda á nútíma þjóðlagatónlist rætur sínar að reka til bandarískr- ar sveitatónlistar frá síðari hluta sjöunda áratugarins. Þar fóru fremstir í flokki flytjendur á borð við The Byrds, The Grateful Dead, Buffalo Springfield og Neil Young. Íslenskir þjóðlagapopparar eru ekki margir. Fremstur í flokki fer Snorri Helgason, sem nýverið gaf út aðra sólóplötu sína, Winter Sun. Hann hefur breyst í útliti síðan hann gerði garðinn frægan með Sprengjuhöllinni og skartar nú vænu skeggi, eins og svo margir kollegar hans. Á meðal annarra íslenskra tónlistarmanna sem aðhyllast mik- inn skeggvöxt eru Mugison og Högni í Hjaltalín þó svo að þeir tilheyri ekki beint sömu tónlistarstefnu og Snorri. - fb SKEGGJAÐIR ÞJÓÐLAGAPOPPARAR ÁHRIFARÍKUR Will Oldham, betur þekktur sem Bonnie „Prince“ Billy, hefur haft mikil áhrif á þjóð- lagatónlistina. MUGISON Tónlistar- maðurinn er jafnan skeggjaður. Leikarinn Bradley Cooper er í viðræðum um að hlaupa í skarðið fyrir Mark Wahlberg sem aðal- leikari gamanmyndarinnar The Silver Linings Playbook. Hún er byggð á samnefndri skáldsögu Matthews Quick. Wahlberg þurfti að draga sig út úr myndinni vegna anna og því var ákveðið að hefja viðræður við Cooper, sem er með fleiri verkefni í bígerð. Tökur standa yfir þessa dag- ana á The Place Beyond the Pines þar sem hann leikur á móti Ryan Gosling og Evu Mendes. Hann fer einnig með hlutverk Lúsífers í Paradise Lost sem er byggð á epísku ljóði Johns Milton. Bradley Cooper í stað Marks Wahlberg Í VIÐRÆÐUM Bradley Cooper er í við- ræðum um að leika í The Silver Linings Playbook. SKEGGJAÐUR Robin Pecknold úr bandarísku hljómsveitinni Fleet Foxes skartar myndar- legu skeggi. NORDICPHOTOS/GETTY ÍSLENSKT ÞJÓÐ- LAGAPOPP Snorri Helgason er vel hærður í andlitinu eins og sjá má á þessari mynd. HÖGNI Í HJALTA- LÍN Í lopapeysu með skegg. IRON AND WINE Samuel Beam, forsprakki Iron and Wine, er virtur söngari og lagahöfundur. BEN BRIDWELL Söngvari Band of Horses er vel skeggjaður. Í FJALLA- KOFA Forsprakki Bon Iver samdi sína fyrstu plötu í fjallakofa. EMAMI LOKAR Rýmingarútsalan hefst í dag. Allt á að seljast. * * Verslun EMAMI Laugavegi 66 101 Rvk www.emami.is Vefverslun okkar verður áfram opin á www.emami.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.