Fréttablaðið - 04.08.2011, Blaðsíða 22
4. ágúst 2011 FIMMTUDAGUR22
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli
og útfarir má senda á netfangið
timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar á að senda á
auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma 512 5000.
timamot@frettabladid.is
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og
amma okkar,
Auðbjörg Hannesdóttir
Gaukshólum 2, Reykjavík,
sem lést 27. júlí sl., verður jarðsungin frá Fella- og
Hólakirkju föstudaginn 5. ágúst kl. 13.00.
Ómar Guðmundsson Berglind M. Njálsdóttir
Tómas Árni Ómarsson
Auður Ómarsdóttir
Elskulegur sonur minn, bróðir okkar
og mágur,
Hallgrímur Rafn Pétursson
Háaleitisbraut 16, Reykjavík,
lést 24. júlí síðastliðinn. Útför hans fer fram frá
Fossvogskirkju miðvikudaginn 10. ágúst kl. 15.00 að
hætti Ásatrúarmanna.
Ragnheiður Hallgrímsdóttir
Björg Pjetursdóttir
Magnús Pétursson Júlíanna H. Friðjónsdóttir
Guðfinna Pjetursdóttir Guðmann Bjarnason
og systkinabörn
Hjartkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
Margrét Sigurbjörg
Sigurðardóttir
Hólmi, Mýrum Hornafirði,
lést á Hjúkrunarheimilinu á Höfn þann 31. júlí.
Útför hennar fer fram frá Brunnhólskirkju á Mýrum
laugardaginn 6. ágúst kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast
hennar er bent á Hjúkrunarheimilið á Höfn.
Guðjón Sigurður Arason
börn, tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn
Okkar innilegustu þakkir til allra
þeirra sem sýndu okkur samúð og
vináttu við andlát og útför okkar
ástkæru kærleiksríku dóttur, móður,
ömmu og systur,
Lydíu Einarsdóttur
Megi blessun Guðs vernda ykkur.
Einar Ingvarsson Sigrún Rosenberg
börn, barnabörn og systkini.
Eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
Erla Ólafsdóttir
hárgreiðslumeistari, Sóltúni 9,
Reykjavík,
lést sunnudaginn 31. júlí á dvalarheimilinu Skjóli.
Útförin fer fram frá Langholtskirkju þriðjudaginn
9. ágúst kl. 15. Blóm og kransar eru vinsamlega
afþakkaðir en þeir sem vildu minnast hennar eru
beðnir um að láta líknarfélög njóta þess.
Sigurður Sigurðsson
Sigurður Sigurðsson Loida Luisa Walker Ochoa
Anna Sigurðardóttir Sveinn Karlsson
Ólafur Sigurðsson Valdís Finnsdóttir
Haraldur Sigurðsson
barnabörn og barnabarnabarn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
Gylfi Þór Eiðsson
Túngötu 9a, Eskifirði,
lést á heimili sínu 1. ágúst síðastliðinn. Útför fer fram frá
Eskifjarðarkirkju laugardaginn 6. ágúst kl. 11.00.
Guðmundur Gylfason Sigrún Traustadóttir
Eiður Þór Gylfason Kirstine Jensen
Guðbjörn Gylfason Jónína Helga Ólafsdóttir
Járnbrá Hrund Gylfadóttir Ari Sigursteinsson
barnabörn og barnabarnabarn.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
Friðrik Pétur
Valdimarsson
Tunguvegi 4, Njarðvík,
lést á Bráðamóttöku Landspítala 30. júlí.
Ólafía Friðriksdóttir Birgir Vilhjálmsson
Þórunn Friðriksdóttir Ragnar Halldórsson
Oddbjörg Friðriksdóttir Erlendur Borgþórsson
Anna Hulda Friðriksdóttir Árni Kl. Eiðsson
Sigrún Alda Jensdóttir Snorri Snorrason
afa- og langafabörn.
Listasafn ASÍ fagnar fimmtíu ára
afmæli um þessar mundir og opnar af
því tilefni sýninguna Fimmtíu góðæri
þar sem verk 65 ólíkra listamanna frá
ýmsum tímum verða til sýnis. „Safnið
er auðugt og á margar af helstu ger-
semum íslenskrar myndlistar. Við vild-
um með sýningunni gefa sem breiðasta
mynd af safneigninni okkar,“ segir
Kristín G. Guðnadóttir forstöðumaður
safnsins, en því tilheyra 2.600 verk.
Safneignin hefur vaxið mikið á liðn-
um áratugum en upphaf safnsins má
rekja til þess þegar Ragnar Jónsson,
oftast kenndur við Smára, gaf Alþýðu-
sambandi Íslands 120 málverk árið
1961. „Hann hafði safnað málverkum
frá mörgum af frægustu listamönnum
þjóðarinnar og vildi að allir fengju að
njóta þeirra. Hann treysti Alþýðusam-
bandinu best til að koma því í kring,“
segir Kristín.
Fyrstu árin var safnið til húsa á
tveimur stöðum við Laugaveg en flutt-
ist árið 1979 í nýtt húsnæði Alþýðu-
sambandsins við Grensásveg 16. „Við
það komst reksturinn í fastar skorður,“
segir Kristín. „Árið 1996 var Ásmundar-
salur við Freyjugötu keyptur og eftir
það hefur starfsemin blómstrað.“
Listamönnum er gefinn kostur á að
sækja um að sýna í safninu og hefur
fjöldi umsókna aukist ár frá ári. Nú
berast að jafnaði um 80 umsóknir
árlega um 10-12 sýningartímabil.
„Áhersla hefur verið lögð á að hýsa
vandaðar sýningar sem gefa marg-
þætta innsýn í íslenska samtímalist og
listhefð,” segir Kristín.
Hún segir safnið frábrugðið öðrum
söfnum að því leyti að settar eru á fót
svokallaðar vinnustaðasýningar til að
koma listinni út til fólksins. Þær eru á
fjörtíu stöðum víðs vegar um land fólki
til gleði og ánægju. Kristín segir safn-
ið sjálft vel staðsett og í alfaraleið og
það sé prýðilega sótt. „Að jafnaði er
sett upp sýning á mánaðarfresti og því
alltaf eitthvað nýtt að gerast. Afmælis-
sýningin stendur til 11. september.
vera@frettabladid.is
LISTASAFN ASÍ: FAGNAR FIMMTÍU GÓÐUM ÁRUM MEÐ AFMÆLISSÝNINGU
Breið mynd af safneigninni
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Merkisatburðir
1796 Hannes Finnsson Skálholtsbiskup deyr. Hann var einn
menntaðasti Íslendingur sinnar tíðar. Af ritum hans má til
dæmis nefna Um mannfækkun af hallærum á Íslandi.
1907 Ungmennafélag Íslands er stofnað og er fyrsti formaður
þess Jóhannes Jósefsson.
1928 Ásta Jóhannesdóttir syndir frá Viðey til Reykjavíkur. Sund-
ið tók tæpar tvær klukkustundir og er um fjórir kílómetrar.
1984 Efri-Volta tekur upp nafnið Búrkína Fasó.
1993 Alríkisdómari dæmir tvo lögreglumenn frá Los Angeles í
þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hafa brotið á réttindum
Rodney King.
BARACK OBAMA Bandaríkjaforseti er 50 ára í dag.
„Ég er ekki á móti öllum stríðum. Ég er hins vegar á móti
heimskulegum stríðum og vanhugsuðum stríðum.“
50