Fréttablaðið - 04.08.2011, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 04.08.2011, Blaðsíða 48
4. ágúst 2011 FIMMTUDAGUR36 sport@frettabladid.is Pepsi-deild karla - staðan KR 11 8 3 0 25-7 27 ÍBV 12 8 1 3 19-10 25 Valur 13 7 3 3 19-10 24 FH 13 6 4 3 27-18 22 Stjarnan 13 5 4 4 23-21 19 Fylkir 13 5 3 5 21-24 18 Keflavík 12 5 2 5 17-17 17 Þór 13 5 2 6 20-23 17 Breiðablik 13 4 3 6 20-25 15 Grindavík 13 3 3 7 16-27 12 Víkingur R. 13 1 5 7 10-22 8 Fram 13 1 3 9 7-20 6 Fylkisvöllur, áhorf.: 1.052 Fylkir ÍBV TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 7–12 (4–5) Varin skot Fjalar 2 – Albert 3 Horn 4–6 Aukaspyrnur fengnar 9–12 Rangstöður 3–2 ÍBV 4–3–3 Albert Sævarsson 7 Arnór Eyvar Ólafsson 6 Rasmus Christiansen 7 Eiður Aron Sigurbj. 7 (84., Yngvi Magnús -) Matt Garner 6 Finnur Ólafsson 6 (42., Tony Mawejje 6) Brynjar Gauti Guðj. 7 *Tryggvi Guðm. 8 Ian David Jeffs 5 Guðmundur Þórar. 6 Þórarinn Ingi Valdim. 7 (79., Denis Sytnik -) *Maður leiksins FYLKIR 4–3–3 Fjalar Þorgeirsson 5 Andri Þór Jónsson 4 (78., Trausti Björn -) Kristján Valdimarss. 4 (46., Þórir Hanness. 5) Davíð Þór Ásbjörnss. 4 Kjartan Ág. Breiðdal 4 Ásgeir Börkur Ásgeirs. 5 Valur Fannar Gíslas. 4 Ingimundur Níels Ó. 3 (58., Rúrik Andri 5) Ásgeir Örn Arnþórss. 4 Jóhann Þórhallsson 3 Albert Brynjar Ingas. 5 0-1 Þórarinn Ingi Valdimarsson (8.) 0-2 Tryggvi Guðmundsson (24.), 0-3 Tryggvi Guðmundsson (43.) 1-3 Ásgeir Örn Arnþórsson (88.) 1-3 Guðmundur Ársæll (6) Víkingsvöllur, áhorf.: 1.112 Víkingur Stjarnan TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 5–15 (3–3) Varin skot Magnús 2 – Ingvar 2 Horn 3–9 Aukaspyrnur fengnar 12–10 Rangstöður 9–2 STJARNAN 4–3–3 Ingvar Jónsson 6 Baldvin Sturluson 5 (83.. Tryggvi Bjarnas. -) Daníel Laxdal 6 Nikolaj Pedersen 5 Hörður Árnason 6 Þorvaldur Árnason 6 (76., Bjarki Páll Eyst. -) *Jesper Jensen 8 Halldór Orri Björnss. 6 Jóhann Laxdal 6 Ellert Hreinsson 7 Garðar Jóhannsson 6 (83., Atli Jóhannss. -) *Maður leiksins VÍKINGUR 4–5–1 Magnús Þormar 6 Kristinn Jens Bjartm. 5 Gunnar Einarsson 5 Mark Rutgers 5 Hjalti Már Hauksson 3 Colin Marshall 6 Halldór Smári Sigurð. 4 (46., Kristinn Mag. 4) Þorvaldur Sveinn Sv. 4 Viktor Jónsson 4 (36., Gunnar Helgi 4) Magnús Páll Gunnars.4 (62., Björgólfur Takef. 7) Helgi Sigurðsson 4 0-1 Sjálfsmark Gunnars Einars.(62.) 1-1 Björgólfur Takefusa (90.+5) 1-1 Valgeir Valgeirsson (5) Kópavogsvöllur, áhorf.: 1.282 Breiðablik FH TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 9–14 (3–3) Varin skot Ingvar 2 – Gunnleifur 2 Horn 7–7 Aukaspyrnur fengnar 12–17 Rangstöður 1–2 FH 4–3–3 Gunnleifur Gunnleifs. 7 Guðmundur Sævars. 6 Tommy Nielsen 6 Freyr Bjarnason 7 Björn Daníel Sverris. 6 Hákon Atli Hallfreðss. 7 Hólmar Örn Rúnarss. 7 Emil Pálsson 7 (69., Bjarki Gunnl. 5) *Ólafur Páll Snorr. 8 Atli Guðnason 8 (82. Hannes Þorst. -) Matthías Vilhjálmss. 6 *Maður leiksins BREIÐAB. 4–3–3 Ingvar Þór Kale 7 Jökull I Elísabetarson 4 (74., Andri Yeoman -) Þórður St. Hreiðarss. 4 Arnór Sv. Aðalsteinss. 5 Kristinn Jónsson 7 Finnur Orri Margeirs. 5 Guðmundur Kristjáns.4 Kristinn Steindórsson 5 Olgeir Sigurgeirsson 2 (55., Árni Vilhjálmss. 5) Rafn Andri Haraldss. 4 (82., Viktor Unnar -) Dylan McAllister 5 0-1 Emil Pálsson (30.) 0-1 Þóroddur Hjaltalín (6) Þórsvöllur, áhorf.: 1.000 Þór Fram TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 5–8 (2–3) Varin skot Rajkovic 2 – Ögmundur 0 Horn 2–7 Aukaspyrnur fengnar 7–13 Rangstöður 0–1 FRAM 4–3–3 Ögmundur Kristinss. 3 Allan Lowing 4 Kristján Hauksson 4 Hlynur Atli Magnúss. 6 Sam Tillen 4 Halldór Hermann Jó. 4 (86., Jón Gunnar Eys. -) Steven Lennon 4 Hólmbert Aron Friðj. 5 Arnar Gunnlaugsson 6 (86., Orri Gunnarss. -) Almarr Ormarsson 4 (88. Hjálmar Þórar. -) Samuel Hewson 3 *Maður leiksins ÞÓR 4–3–3 Srdjan Rajkovic 8 Gísli Páll Helgason 7 Þorsteinn Ingason 7 Janez Vrenko 8 Ingi Freyr Hilmarsson 6 *Gunnar Már Guð. 8 Atli Sigurjónsson 6 Clark Keltie 6 David Disztl 6 (55., Jóhann Helgi H. 7) Ármann Pétur Ævars. 6 (88., Baldvin Ólafss. -) Sveinn Elías Jónsson 6 (55., Sigurður Marinó 7) 1-0 Gunnar Már Guðmundsson (6.), 2-0 Sigurður Marinó Kristjánss. (78.) 3-0 Jóhann Helgi Hannesson (89.) 3-0 Vilhjálmur Alvar Þór. (7) Vodafonevöllur, áhorf.: 885 Valur Grindavík TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 21–3 (5–2) Varin skot Haraldur 1 – Óskar 4 Horn 9–1 Aukaspyrnur fengnar 9–5 Rangstöður 1–2 GRINDAV. 4–3–3 *Óskar Pétursson 7 Matthías Örn Friðrik. 4 Ólafur Örn Bjarnason 5 Jamie McCunnie 5 Alexander Magnúss. 6 (71., Bogi Rafn Einar. -) Derek Young 4 Jóhann Helgason 6 Scott Ramsay 4 (61., Orri F. Hjaltalín 5) Magnús Björgvinsson 5 Óli Baldur Bjarnason 4 Robert Winters 5 (81. Haukur Ingi Guð. -) *Maður leiksins VALUR 4–3–3 Haraldur Björnsson 5 Jónas Tór Næs 5 Atli Sveinn Þórarins. 5 Halldór Kristinn Hall. 5 Pól Justinussen 5 Rúnar Már Sigurjóns. 6 Guðjón Pétur Lýðss. 7 (81., Andri Fannar -) Christian Mouritsen 4 Arnar Sveinn Geirss. 5 Ingólfur Sigurðsson 5 (86., Hörður Sveinss. -) Matthías Guðmunds. 7 0-1 Magnús Björgvinsson (41.) 1-1 Matthías Guðmundsson (52.) 1-1 Örvar Sær Gíslason (4) GUNNLEIFUR GUNNLEIFSSON , markvörður FH og aðalmarkvörður landsliðsins síðustu ár, var ekki valinn í landsliðið fyrir vináttuleik við Ungverja í Búdapest í næstu viku. Grétar Rafn Steinsson er ekki heldur í liðinu en hann hefur tekið sér persónulegt leyfi frá landsliðinu út þetta ár. Valsmaðurinn Haraldur Björnsson og KR-ingarnir Hannes Þór Halldórsson og Guðmundur Reynir Gunnarsson koma hins vegar nýir inn hjá Ólafi Jóhannessyni. Það má sjá allan hópinn inn á Vísir.is. FÓTBOLTI Eyjamenn ætla að fylgja KR-ingum eftir í toppbaráttu Pepsi- deildar karla og FH-ingar eru ekki alveg búnir að segja sitt síðasta í toppbaráttunni í sumar eftir sigur á Íslandsmeisturum Breiðabliks. Valsmenn töpuðu hins vegar stigum fjórða leikinn í röð og eru að missa af lestinni. ÍBV hefur oft áður gengið illa í fyrsta leik eftir Þjóðhátíð á undan- förnum árum en í þetta sinn gerðu Eyjapeyjar einmitt hið gagnstæða og pökkuðu slökum Fylkismönnum saman í Árbænum í gær, 3-1. Tryggvi Guðmundsson átti stór- leik fyrir ÍBV en hann skoraði tvö mörk og lagði það þriðja upp fyrir Þórarin Inga Valdimarsson sem lék óvænt í fremstu víglínu í gær.„Þetta var mjög sannfærandi og fyrri hálf- leikur með því betra sem við höfum sýnt í sumar,“ sagði Heimir Hall- grímsson, þjálfari ÍBV, eftir leik- inn. „Þeir fengu nánast ekki færi í leiknum nema kannski í lokin þegar þeir skoruðu. Þá vorum við orðnir kærulausir. En annars var varnar- leikurinn góður og þetta var góður sigur fyrir liðsheildina.“ Hann segir að verslunarmanna- helgin hafi nýst liðinu vel. ÍBV tap- aði fyrir Þór í bikarnum í síðustu viku og gerði Heimir fimm breyt- ingar á sínu liði fyrir leikinn í gær. „Við æfðum stíft um helgina og ég reyndi að velja þá sem voru tilbúnir í bardagaleik eins og þeir verða oft gegn Fylki í Árbænum.“ Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis, var eðlilega ósáttur við sína menn og ítrekaði þá kröfu sína að leik- menn legðu sig fram og myndu berjast fyrir félagið. „Menn verða að átta sig á því að þeir hafa sínum skyldum að gegna,“ sagði Ólafur. Hann nefndi reyndar einnig þá stað- reynd að liðið hefur lítið sem ekk- ert styrkt sig á undanförnum þrem- ur árum. „Við höfum verið að sækja mikið í yngri flokkana og það tekur langan tíma að búa til gott lið úr því. Félagið hefur ekki verið tilbúið að sækja leikmenn og því hef ég ekki úr neinu að moða. Það er einfaldlega fullt af gæðum farið úr liðinu.“ Basl á Blikum Íslandsmeistarar Breiðabliks eru komnir í níunda sæti Pepsi-deild- arinnar eftir 0-1 tap gegn FH. Eftir góða byrjun hrundi leikur Blika. Liðið virkaði andlaust, menn hengdu haus og liðið er augljóslega rúið öllu sjálfstrausti. „Þetta er eðlilega alvarleg staða. Við verðum nú að líta í báðar áttir. Ekki bara hvað er fyrir ofan held- ur líka hvað sé fyrir neðan. Við munum gera það. Ég mun halda áfram að reyna að berja sjálfs- traust í drengina. Það er það eina sem við getum gert núna,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Blika, eftir leikinn. FH-ingar hefðu getað unnið stærri sigur en spiluðu skynsam- lega og sigldu sigrinum rólega og varlega í höfn. „Við náðum góðum tökum á leikn- um um miðjan fyrri hálfleik og við héldum þetta vel út. Blikarnir opn- uðu okkur ekkert og við lönduð- um þremur sanngjörnum stigum. Það var líka ánægjulegt að halda hreinu,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH. Valsmenn náðu aðeins stigi Valsmenn náðu aðeins stigi gegn Grindvíkingum á Hlíðarenda. Grindvíkingar nýttu sitt eina færi í leiknum undir lok fyrri hálfleiks þegar Magnús Björgvinsson skall- aði boltann í netið af stuttu færi. Matthías Guðmundsson jafnaði fyrir Valsmenn í upphafi síðari hálfleiks. Heimamönnum, sem áttu á þriðja tug marktilrauna, gekk illa að hitta á markið og tókst ekki að koma boltanum yfir línuna. „Við vorum í sókn allan seinni hálfleikinn og ég snerti ekki bolt- ann. Það er svekkjandi að hafa ekki náð að klára þetta,” sagði Haraldur Björnsson markvörður Vals. - esá, hbg, ktd, óój Eyjamenn gefa ekkert eftir Eyjamenn minnkuðu forskot KR-inga á toppnum í tvö stig eftir 3-1 sigur á Fylki í Árbænum. FH vann Íslandsmeistara Blika og Grindavík tók stig á Hlíðarenda. GÓÐUR Í GÆR Tryggvi Guðmundsson var í ham í Árbænum, skoraði tvö mörk og lagði upp eitt. Hér er hann í baráttu við Kristján Valdimarsson í leiknum í Ábænum í gærkvöldi. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG FÓTBOLTI Þórsarar eru á miklu skriði og fjar- lægðust fallsætin með 3-0 sigri á Fram í Pepsi-deildinni í gær. Norðanmenn eru hrein- lega óstöðvandi á Þórsvellinum þessa dagana. Framliðið er hins vegar í slæmum málum og ekki er staða Víkinga mikið betri þrátt fyrir að liðið næði í stig á móti Stjörnunni í gær. Björg- ólfur Takefusa snéri aftur eftir slæm meiðsli og skoraði jöfnunarmark Víkinga í uppbótar- tíma eftir að hafa komið inn á sem varamaður í leiknum. Ótrúleg markvarsla Srjdans Rajkovic var vendipunkturinn á Akureyri þar sem Þór vann 3-0 sigur á Fram. Gunnar Már Guðmundsson kom Þór yfir en Srjdan varði stórkostlega þegar Almarr Ormarsson komst einn í gegn rétt fyrir hálfleikinn. Þór skoraði svo tvö mörk undir lokin, Sigurður Marínó Kristjánsson af stuttu færi og Jóhann Helgi Hannesson með skoti sem fór í varnarmann og inn. Framarar voru mikið með boltann en virðast ráðalausir á botni deildarinnar. Enn eitt tapið staðreynd og ekkert nema fall blasir við í Safamýrinni. Þór er aftur á móti á góðu skriði og virðast leikmenn vera í góðu líkamlegu formi. Þeir berjast allan leikinn og uppskera eftir því, mörk þeirra á lokamínútunum hafa verið mörg og liðið siglir nú lygnan sjó um miðja deild. Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, segir að liðið sé samt nógu gott til að halda sér uppi. „Við sýndum það til dæmis núna, við vorum betri aðilinn gegn hinu liðinu sem sparkaði langt og hátt og notaði löng innköst. Menn hafa mismunandi hugmyndafræði í fótbolta og menn leggja hlutina mismunandi upp. En þetta snýst um að vinna leiki,“ sagði Þorvaldur sem skaut einnig föstum skotum að dómara leiksins. Víkingur stal sigri á móti Stjörnunni Víkingur stal stigi af Stjörnunni þegar Björg- ólfur Takefusa jafnaði metin á 95. mínútu og tryggði 1-1 jafntefli. Stig sem getur gert gæfu- muninn í fallbaráttunni ef Víkingur nær að nýta það sem stökkpall þar sem liðið er enn fjórum stigum á eftir Grindavík. Stjarnan var mun sterkari aðilinn í leiknum en það er ekki spurt að því og mjög mikilvægt stig Víkings staðreynd. „Þetta er stökkpallur fyrir framhaldið. Það er ekkert áunnið en þetta er gott fyrir lið í svona stöðu og með það sem hefur gengið á hér í Víkinni frá því í vetur. Þetta gefur okkur byr undir báða vængi og trú leikmanna eykst og það viljum við byggja á til loka tímabils,“ sagði Bjarnólfur Lárusson, þjálfari Víkings, í leiks- lok. - hþh, gmi Varamaðurinn Björgólfur Takefusa tryggði Víkingum fyrsta stigið undir stjórn Bjarnólfs Lárussonar í gær: Þórsarar eru komnir upp í áttunda sætið FYRSTA STIGIÐ Í HÚS Bjarnólfur Lárusson, þjálfari Víkinga, sést hér stjórna sínum mönnum í leiknum á móti Stjörnunni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.