Fréttablaðið - 04.08.2011, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 04.08.2011, Blaðsíða 4
4. ágúst 2011 FIMMTUDAGUR4 Á heimilissíðu Fréttablaðsins 25. júlí var Kaffi Költ á Akureyri talið fyrsta kaffihúsið á landinu sem jafnframt væri hannyrðaverslun. Það er ekki rétt. Heitt á prjónunum á Ísafirði kom á undan og er beðist velvirðingar á þessari rangfærslu. LEIÐRÉTTING GENGIÐ 03.08.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 221,3388 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 114,77 115,31 188,2 189,12 164,39 165,31 22,067 22,197 21,387 21,513 18,104 18,21 1,4874 1,496 184,1 185,2 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is Ath. aðeins eitt gjafabréf gildir með hverri tösku. Nýttu þér þetta gjafabréf og athugaðu að gjafabréfið gildir með öllum öðrum tilboðum í verslunum okkar. 50 viðskiptavini þarf til að virkja tilboðið í krafti fjöldans 788 kr. GILDIR 24 TÍMA 2.000 kr. 61% 1.212 kr. Ranghermt var í blaðinu hinn 28. júlí að María Damanaki, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins, hefði hótað að innflutningsbann yrði sett á íslenskar sjávarafurðir og að aðildarviðræður Íslendinga við ESB yrðu frystar, yrðu Íslendingar ekki við viðvörunum sam- bandsins vegna makrílveiða. Hið rétta er að hagsmunaaðilar frá Noregi og ESB hafa þrýst á Maríu Damanaki að hún beiti þessum hótunum. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Í grein Fréttablaðsins, föstudaginn 29. júlí síðastliðinn, var ranglega hermt að þjálfari í Karatefélagi Hafnarfjarðar hefði verið rekinn vegna kynferðis- brota í starfi. Maðurinn starfaði hjá öðru íþróttafélagi. Beðist er velvirð- ingar á mistökunum. VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 33° 30° 23° 23° 27° 26° 22° 22° 25° 24° 29° 27° 34° 22° 23° 20° 22°Á MORGUN 5-13 m/s Hvassast NV-til. LAUGARDAGUR Fremur hægur vindur eða hafgola. 15 13 11 12 14 12 11 12 12 13 9 2 7 6 8 4 6 6 10 3 6 6 17 10 15 12 12 14 11 12 9 13 HÆGVIÐRI Það lægir smám saman næstu daga, þó bú- ast megi við vind- strengjum SA-til og á Vestfjörðum. Á morgun verður vætusamt um mestallt land en á laugardaginn léttir til er líður á daginn. Hiti breytist lítið, þó kólnar eitthvað austanlands. Soffía Sveinsdóttir veður- fréttamaður TRÚMÁL Söfnuðurinn í Menningar- setri múslima á Íslandi bíður eftir Taha Sidique, bænapresti sínum, eða imam, en hann hefur ekki fengið dvalarleyfi þó að umsókn- in hafi verið til afgreiðslu í rúma þrjá mánuði. Söfnuðurinn vonast eftir því að hann komi áður en Ramadan- mánuðurinn rennur sitt skeið á enda hinn 29. ágúst. Þá er haldin svokölluð Eid al-Fitr hátíð, sem er sambærileg jólahátíðinni fyrir kristna. S.M. Nasir Uz Zaman, talsmaður Menningarsetursins, segir að haft hafi verið samband við Útlend- ingastofnun í gær og þau svör fengist að umsóknin hafi feng- ið jákvæða umsögn þar en síðan hafi hún verið send til Vinnumála- stofnunar, þar sem hún verði lík- lega afgreidd í næstu viku. Hanna Rún Sverrisdóttir, lög- fræðingur hjá Útlendingastofnun, segir að stofnunin áskilji sér þrjá mánuði til að afgreiða umsóknir og sé miðað við þann dag þegar öll gögn liggi fyrir. Um 400 manns eru í söfnuð- inum. Einnig er starfrækt hér á landi Félag múslima og eru félags- menn 410 talsins. Það hefur einnig innan sinna vébanda tvo íslenska bænapresta. Salmann Tamimi, for- maður félagsins, segir að minnsta kosti eitt þúsund múslima búa hér á landi. Föstumánuðurinn Ramadan hófst á mánudag en þá er mús- limum fyrir lagt að borða hvorki þurrt né vott frá sólarupprás til sólarlags. S.M. Nasir Uz Zaman segir það ekki erfitt hér fast upp við norðurheimskautið þó að dagurinn sé afar langur. „Þessa dagana getum við ekkert borðað frá klukkan þrjú um nótt til klukkan hálf ellefu,“ segir hann. „Ég fékk mér því vel að borða eftir næturbænir fyrir klukkan þrjú í nótt,“ bætir hann við. Á næsta ári verður fastan erfiðari hjá múslim- um því Ramadan ber þá upp hinn 20. júlí og stendur til 18. ágúst. Ljósmyndari Fréttablaðsins leit við á Menningarsetrinu þegar nokkrir voru að fá sér í svanginn í fyrradag. Var hann fræddur um grundvallarlíkindi með kristni og íslamstrú, en Menningarseturs- menn vilja styrkja tengsl þar á milli. jse@frettabladid.is Bíða eftir bænapresti Bænaprestur sem starfa mun við Menningarsetur múslima á Íslandi bíður eftir því að fá dvalarleyfi hér á landi. Vonast er til að hann komi fyrir lok Ramadan. LANGÞRÁÐUR KVÖLDVERÐUR S.M. Nasir Uz Zaman, sem hér situr til hægri og er fjær, segir það kærkomna stund þegar sól sest í hafið og hægt er að setjast að snæðingi nú í Ramadan-mánuði, föstumánuði múslima. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG KÚBA Frá og með næstu áramótum geta Kúbverjar keypt fasteignir en þó aðeins eitt íbúðarhús hver. Raúl Castro, forseti Kúbu, hefur þegar gert ýmsar róttæk- ar breytingar til að auka veg einkageirans í landinu. Reglur í innflytjenda- málum hafa verið rýmkaðar og nú er löglegt að eiga farsíma. Engin breyting er þó jafnmik- il og leyfið til fasteignakaupa, að sögn sérfræðinga í málefnum Kúbu. Það er mat sérfræðinga að fasteignakaup séu upphafið að kapítalisma á Kúbu. - ibs Innreið kapítalismans á Kúbu: Leyfa farsíma og fasteignakaup RAÚL CASTRO SKOTLAND Paul Watson og félagar hans í Sea Shepherd eru nú á leið til Færeyja til að freista þess að trufla grindhvalaveiðar heima- manna. Skip samtakanna, Steve Irwin, fékk að sigla úr höfn á Hjaltlands- eyjum í gær eftir að Sea Shep- herd hafði reitt fram tryggingafé sem jafngildir um 100 milljón- um króna, að því er fram kemur í frétt BBC. Skipið var kyrr- sett vegna óuppgerðra mála við maltverskt fiskeldisfyrirtæki. Kafarar Sea Shepherd eyði- lögðu í fyrra net í kvíum þar sem bláuggatúnfiskur var alinn og sluppu um 600 fiskar við það. - þj Sea Shepherd af stað á ný: Hyggjast trufla grindhvalaveiðar LÖGREGLUMÁL Lögreglan í Borgar- firði lagði hald á haglabyssu og skotfæri á heimili í Búðardal á þriðjudagskvöld eftir húsleit. Lögreglan stöðvaði þá bíl rúm- lega þrítugs manns vegna gruns um að hann æki undir áhrifum fíkniefna. Í bílnum fundust hagla- skot og landaflaska, en maður- inn er ekki með byssuleyfi. Því var leitað á heimili hans þar sem óskráð haglabyssa fannst auk skota. Hald var lagt á byssuna, sem talið er að hafi verið stolið í innbroti fyrir nokkrum árum. - þeb Reyndist ekki hafa byssuleyfi: Fundu hagla- byssu við húsleit SAMGÖNGUR Sævar Eiríksson, eig- andi Vélgröfunnar, er ósáttur við ummæli forsvarsmanna Vega- gerðarinnar um ástæður tafa við veglagningu í Laugardal, milli Laugarvatns og Geysis. Hann segir verkið hafa margfaldast frá útboði og því ekki nema von að tafir hafi orðið á verkinu. „Þeir hefðu betur átt að segja frá þeirri magnaukningu sem orðið hefur í verkinu. Þegar við skrifum undir verksamning er ákveðið magn í ýmsum liðum sem klára á fyrir tilsettan tíma í útboðsgönum. Á verktímanum hefur það magn margfaldast.“ Sævar tekur sem dæmi að fyll- ingarefni hafi aukist um 200 pró- sent, endafrágangur um 250 pró- sent og lögn stálröra, og ýmislegt því tengt, um 600 prósent. Það gefi augaleið að meiri vinna taki meiri tíma. Þórður Tyrfingsson, deildar- stjóri hjá Vegagerðinni, sagði í Fréttablaðinu í gær að það standi upp á verktakann að ljúka verk- inu, en því átti að vera lokið 15. júní. Vegurinn er mjög holóttur og illa farinn og hefur ofaníburður úr honum fokið. Þórir Garðarson, framkvæmdastjóri Iceland Excur- sion, gagnrýndi í Fréttablaðinu í gær að vegurinn væri mjög grófur og ekki nægilega vökvaður. Sævar segir að fyrirtæki sitt hafi heflað veginn einu sinni til tvisvar í viku og hann hafi verið vökvaður. Auðvitað megi ýmislegt gera betur, en efnið sem í veginn sé notað komi frá Vegagerðinni. Hann keyri það einfaldlega á staðinn. - kóp Segir Vegagerðina ekki fara með rétt mál varðandi veglagningu í Laugardal: Verkið margfaldaðist frá útboði HOLÓTTUR VEGUR Leiðin frá Laugarvatni að Geysi er fjölfarin. Ferðaþjónustuaðilar hafa margir gagnrýnt tafir á verkinu sem staðið hefur í allt sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEINUNN Samkeppni um kennimerki Samkeppni stendur nú yfir um kennimerki félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps. Sameiginleg félagsþjónusta er fyrir Árneshrepp, Kaldrananeshrepp, Strandabyggð og Reykhólahrepp. Tillögur sendist á skrif- stofu félagsþjónustunnar á Hólmavík. SAMFÉLAGSMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.