Fréttablaðið - 04.08.2011, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 04.08.2011, Blaðsíða 6
4. ágúst 2011 FIMMTUDAGUR6 60 ára og eldri Frábær félagsskapur, aðhald og stuðningur Faxafeni 14 www.heilsuborg.is Hópþjálfun tvisvar í viku með einföldum æfingum Ótakmarkaður aðgangur að tækjasal • Lokað námskeið (4 vikur) • Mán og mið kl. 11-12 • Þjálfari Helga Sigmundsdóttir, lýðheilsufræðingur • Verð kr. 9.900,- Skráning á mottaka@heilsuborg.is eða í síma 560 1010 Fastus ehf. | Síðumúla 16 | 108 Reykjavík | Sími 580 3900 | www.fastus.is Fyrir börn frá 6 mánaða - 5 ára Hægt að leggja saman og taka með Verð frá 16.900 Barnasæti TRÚLOFUNARHRINGAR falleg minning á fingur www.jonogoskar.is LAUGAVEGUR / SMÁRALIND / KRINGLAN FANGELSISMÁL „Það er alveg með ólíkindum á hvaða plan þessi umræða er komin,“ segir Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismála- stofnunar ríkisins, um þau tíð- indi að ríkisstjórnin sé með þann möguleika uppi á borðinu að nýta eldra húsnæði í eigu ríkisins undir nýtt gæsluvarðhalds- og móttökufangelsi. Páll segir að innanríkisráð- herra sé búinn að setja sig vel inn í stöðu fangelsismála eins og hún sé í dag. „Hann áttar sig á að þetta snýst ekki um geymslu á föngum, eins og einhverjir virðast halda, heldur um gæsluvarð- halds- og mót- tökufangelsi,“ segir Páll. „Þetta snýst um öryggissjón- armið í fyrsta lagi, rannsókn- arhagsmuni lögreglu í öðru lagi og síðast en ekki síst heilbrigðan og hag- kvæman rekstur á fangelsi til lengri tíma, sem verður ekki leyst með neinum af þeim stöðum sem hafa verið nefndir. Það eina sem gerist þegar verið er að draga í sífellu fram einhverja nýja staði er að það tefur málið.“ Páll bendir enn fremur á að ríkið eigi lóð á Hólmsheiði sem sé komin inn á deiliskipulag. „Ef taka á einhverja aðra lóð, sama hvar hún er, þá þyrfti að fara í gegnum aðalskipulagsbreytingu, deiliskipulagsbreytingu og fleira sem tekur óratíma.“ Páll segir að fara þurfi í gegn- um skipulagsbreytingar og ger- breyta eldra húsnæði til að hægt sé að nýta það sem fangelsi. „Hug- myndir af þessu tagi eru því algerlega út í hött,“ segir Páll. - jss Ótækt að nota eldra húsnæði sem fangelsi segir forstjóri Fangelsismálastofnunar: Snýst ekki um geymslu á föngum PÁLL WINKEL KAÍRÓ, AP Hosní Múbarak, fyrrum forseti Egyptalands, kom fyrir rétt í gær þar sem hann lýsti sig sak- lausan af ákærum um spillingu og fyrir að hafa fyrirskipað dráp á mótmælendum í uppreisninni í landinu í febrúar. Um 850 borgarar létu lífið í árásum öryggissveita til að kæfa niður friðsamleg mótmæli. Múbarak, sem er 83 ára, hefur átt við erfið veikindi að stríða allt frá því að hann var hrakinn frá völdum. Hann lá á sjúkrarúmi sínu í járn- búri í réttarsalnum, eins og tíðkast í réttarsölum þar í landi. Þar voru ásamt Múbarak níu aðrir sakborn- ingar, þar á meðal tveir synir hans sem eru sakaðir um spillingu. Réttarhöldin voru sýnd í beinni sjónvarpsútsendingu, en þetta er í fyrsta sinn sem Múbarak sést opinberlega síðan hann kom fram í sjónvarpi hinn 10. febrúar og sagð- ist ekki vera á leið að hætta. Hann hvarf úr embætti daginn eftir og hefur upp frá því dvalið í strand- borginni Sharm-el-Sheik. Mannfjöldi safnaðist saman utan við réttarsalinn, flestir til að úthrópa Múbarak, en mikill þrýst- ingur hefur verið á herforingja- stjórnina að láta forsetann svara til saka fyrir meinta glæpi sína. Réttarhöldin halda áfram hinn 15. þessa mánaðar. - þj Réttarhöld hafin yfir fyrrum forseta Egyptalands vegna manndrápa og spillingar: Múbarak lýsir yfir sakleysi sínu Á SJÚKRABEÐI Hosní Múbarak stríðir við veikindi og lá á sjúkrarúmi í járnbúri sakborninga. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SVÍÞJÓÐ Maður sem bundinn er við hjólastól hefur verið ákærð- ur fyrir að stela tveimur fram- dekkjum af hjólastól á sjúkrahúsi í Borås í Svíþjóð. Öryggisvörður kom að manninum þegar hann hafði skrúfað dekkin af og komið þeim fyrir í tösku sinni. Dekkin eru metin á rúmar fimmtán þúsund íslenskar krónur og er þjófnum gert að mæta fyrir rétti í Borås. Hann viðurkennir stuldinn og segir ástæðuna vera þá að hans eigin dekk hafi verið orðin ónýt. - ibs Þjófur í hjólastól gómaður: Stal framdekkj- um af hjólastól FANGELSISMÁL Engin ákvörðun hefur verið tekin um hvernig stað- ið verður að því að auka við fang- elsisrými. Innanríkisráðuneyt- ið vinnur nú úttekt á kostnaði og hagkvæmni þess að breyta ýmsum húsum ríkisins í fangelsi. Engir kostir hafa verið útilokaðir. Meðal þeirra kosta sem liggja undir eru hjúkr- unarheimilið í Víðinesi, Víf- ilsstaðaspítali, Arnarholt og vinnubúðir við Reyðarfjörð. Í Fréttablaðinu í gær var rang- hermt á málin hefðu verið rædd á ríkisstjórnar- fundi á þriðjudag. Hið rétta er að það var gert fyrir viku. Kostnaður liggur ekki fyrir við alla kostina en þó er ljóst að það mun kosta 1,8 milljarða króna að breyta Vífilsstöðum þannig að húsnæðið nýtist sem öryggis- og gæsluvarðhaldsfangelsi. Bygging nýs fangelsis kostar tvo milljarða króna. Umtalsverður kostnaður er við að breyta Víðinesi í fangelsi en nákvæmur kostnaður liggur ekki fyrir þar né á öðrum kostum. Sér- fræðingar í innanríkisráðuneyt- inu telja að sú leið tefji vígslu nýs fangelsis um eitt ár, miðað við nýbyggingu. Ögmundur Jónasson innanríkis- ráðherra telur að bygging nýs fangelsis sé ódýrasti og hagkvæm- asti kosturinn fyrir skattborgara. Rekstrarkostnaðurinn sé minni á slíkri byggingu en á eldra húsi. Þá segir hann sérfræðinga sem að málinu hafa komið fullyrða að það sé ekki góður kostur að breyta eldra húsnæði. „Við settum í stöðugleikasátt- málann ýmis verkefni sem eru atvinnuskapandi. Ég fullyrði að fá verkefni eru eins til þess fallin að skapa mörgum atvinnu og að reisa nýtt fangelsi.“ Spurður hvað dvelji ákvörðun um málið segir hann að verið sé að horfa í ríkisbudduna. Öllum steinum hafi verið velt til að finna hagkvæmustu lausnina. Enn er deilt um fjármögnun fangelsisins en Ögmundur telur að ríkissjóður eigi að standa fyrir henni. „Það hefur legið fyrir að fangelsi verður fjármagnað úr ríkissjóði, hvaða form sem verð- ur á því. Þeir sem þar gista borga hvorki húsnæði né fæði.“ Ákvörðun um framkvæmdina verður tekin í þessum mánuði. kolbeinn@frettabladid.is Allir fangelsiskostir enn til athugunar Engir kostir hafa verið útilokaðir varðandi nýtt fangelsi. Innanríkisráðuneytið vinnur úttekt á kostnaði við breytingar á eldra húsnæði. Fjármögnun er enn óútkljáð. Ríkisfjármögnun þýðir tveggja milljarða bókfærðan halla á þessu ári. KÓPAVOGSFANGELSI Aðstæður í kvennafangelsinu í Kópavogi þykja ekki boðlegar, né í fangelsinu á Skólavörðustíg. Nýtt húsnæði á meðal annars að bæta úr þeim málum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ÖGMUNDUR JÓNASSON Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvernig fjármögnun fangelsisins verður háttað. Ögmundur Jónasson hefur talað fyrir því að um hefðbundna ríkis- framkvæmd verði að ræða sem fjármögnuð verði af ríkissjóði. Aðrir hafa bent á að halli sé á ríkissjóði og hann eigi óhægt um vik með fjármagn nú um stundir. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að bygging nýs fangelsis hafi verið ein þeirra framkvæmda sem ræddar hafi verið við lífeyrissjóði varðandi fjár- mögnun, ásamt Landspítala og ýmsum vegaframkvæmdum. Þá þykir koma til greina að stórir byggingarverktakar taki að sér að reisa húsið en ríkið leigi það síðan af verktökunum til 30 til 40 ára og eignist það síðan að fullu. Meðal þess sem stendur í sumum er að verði tekin ákvörðun um að fjármagna framkvæmdina úr ríkissjóði verður kostnaðurinn bókfærður nú þegar í ríkisbókhaldið. Það mundi þýða tveggja milljarða króna aukinn fjárlagahalla. Þá er ótalinn kostnaður við lántöku, komi til hennar. Deilur um fjármögnun tefja ákvörðun Þekkir þú einhvern sem hefur orðið fyrir kynferðisbroti á útihátíð? Já 13,3% Nei 86,7% SPURNING DAGSINS Í DAG Þætti þér óþægilegt ef fangelsi risi nærri þinni heimabyggð? Segðu þína skoðun á Vísi.is KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.