Fréttablaðið - 04.08.2011, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 04.08.2011, Blaðsíða 42
4. ágúst 2011 FIMMTUDAGUR30 tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson > PLATA VIKUNNAR Steindinn okkar - Án djóks samt djók ★★★★ „Foooookk hvað þetta er skemmtileg plata!“ - TJ Tyler Okonma er eitt heitasta nafnið í hip-hop heiminum í dag. Hann kallar sig Tyler the Creator og er hluti af Odd Future-teyminu. Tyler, sem er frá Los Angeles, rappar, býr til takta og myndbönd og hefur verið ótrúlega afkastamikill síðustu tvö ár. Odd Future er reyndar stytting á OFWGKTA (Odd Future Wolf Gang Kill Them All). Í hópnum eru m.a. auk Tylers rappararnir Hodgy Beats, Earl Sweatshirt og Domo Genesis og taktasmið- irnir Left Brain og Matt Martians. Tyler og félagar hafa farið sína eigin leið til þess að skapa sér nafn. Framan af var plötunum þeirra dreift ókeypis á netinu, en fyrsta hefðbundna útgáfa Tylers, Goblin, kom út hjá breska fyrirtækinu XL Record- ings í vor. Tyler segist ekki bera mikla virð- ingu fyrir bandarísku rappsenunni. Hann hefur engan áhuga á „fertugum köllum sem rappa um Gucci“ og öfugt við flesta hip-hop tónlistarmenn síðustu áratuga þá nota Odd Future-menn ekki brot úr tónlist annarra í taktana sína: „Hef enga þörf fyrir það,“ segir Tyler í nýlegu viðtali. „Af hverju ætti ég að nota ann- arra manna hljóð? Af hverju ekki að búa til sín eigin?“ Myndbönd Odd Future-manna eru líka ólík þessum dæmigerðu rappara myndböndum. Gott dæmi er myndband Tylers við lagið Yonkers af nýju plötunni. Það er einfalt að gerð og í svart-hvítu og Tyler sjálfur er það eina sem þú sérð. Engar léttklæddar stelpur, ekk- ert kampavín, ekkert partí. Textarnir hjá Odd Future-mönnum hafa farið fyrir brjóstið á mörgum. Þeir þykja yfirfullir af ofbeldi, klámi og hómófóbíu og Tyler hefur notað slagorð eins og „Kill people, burn shit, fuck school“. Ýmis samtök vestanhafs hafa mótmælt við tónleikastaði þar sem Odd Future hefur troðið upp. Ef ástæðan fyrir öllum orðasoranum var að vekja athygli á Odd Fut- ure hefur það tekist. Gömlu rappararnir eru fullir aðdáunar. P Diddy steig á svið með hópnum á SXSW-hátíðinni í vor og Jay-Z hefur kallað Yonkers-myndbandið það besta á árinu. Fer sínar eigin leiðir TYLER OKONMA Tyler Okonma og félagar í Odd Future hafa hrist upp í rapp- heiminum undanfarið. Caleb Followill, söngv- ari Kings of Leon, hefur tjáð sig í fyrsta sinn síðan hljómsveit- in aflýsti tónleikaferð sinni um Bandarík- in, alls 28 tónleikum. Ástæðan sem var gefin upp var vandamál Followills með röddina og ofþreyta en sumir telja að annað búi að baki. Ákvörðunin um að aflýsa tónleikaferð- inni var tekin eftir að Followill gekk af sviðinu á tónleikum í Dallas þegar aðeins nokkur lög voru eftir. „Ég er bara að reyna að jafna mig,“ sagði Followill. Spurður hvers vegna hann hefði gengið af sviðinu kenndi hann röddinni um og sagði hana illa farna. Blaðið US Weekly hélt því fram að félagar Followills í sveitinni hefðu hvatt hann til að fara í meðferð vegna óhóflegrar drykkju sinnar. Trommarinn Nathan Followill hefur vísað því á bug á Twitter að Kings of Leon sé að hætta. Bassaleikarinn Jared Followill segir aftur á móti að hljómsveitin glími við stór vandamál innan sinna her- búða. Segjast ekki vera að hætta EKKI AÐ HÆTTA Hljómsveitin Kings of Leon er ekki að hætta að sögn Nathans Followill. TÓNLISTINN Vikuna 28. júlí - 3. ágúst 2011 LAGALISTINN Vikuna 28. júlí - 3. ágúst 2011 Sæti Flytjandi Lag 1 Páll Óskar ..................................................... La Dolce Vita 2 Of Monsters and Men ................................... Little Talks 3 Coldplay .........................Every Teardrop Is a Waterfall 4 Bubbi Morthens............................................Háskaleikur 5 Steindi JR / Bent / Matti Matt .........Gull af mönnum 6 Berndsen & Bubbi ...........................................Úlfur Úlfur 7 Jón Jónsson .................................................Wanna Get It 8 Steven Tyler ............................................It Feels so Good 9 Adele ................................................. Set Fire to the Rain 10 Mugison ...........................................................Stingum af Sæti Flytjandi Plata 1 Helgi Björns & Reiðmenn... .....Ég vil fara uppí sveit 2 Steindinn okkar.......................... Án djóks ... samt djók 3 Björgvin & Hjartagosarnir ...........................Leiðin heim 4 Gus Gus ......................................................Arabian Horse 5 Bubbi ..............................................................Ég trúi á þig 6 Jón Jónsson ..................................................Wait for Fate 7 Valdimar ............................................................Undraland 8 Ýmsir ................................................................. Pottþétt 55 9 Ýmsir ......................... Miklu meira veistu hver ég var? 10 Ýmsir ...........................................................Stuð stuð stuð Þátttakendur í Lagalistanum: Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, Kaninn, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum: Skífan, Hagkaup, Penninn/Eymunds- son, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Havarí, Elkó, tonlist.is Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is. Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Skýringar: Síðustu tvær plötur ensku popparanna í Wild Beasts hafa fengið flotta dóma. Hljómsveitin spilar á Big Chill-hátíðinni á morgun. Enska hljómsveitin Wild Beasts gaf út sína þriðju plötu, Smother, fyrr á árinu. Platan hefur fengið frábæra dóma og telja tónlistar- spekúlantar líklegt að hún lendi ofarlega á hinum ýmsu árslistum í desember. Wild Beasts var stofnuð árið 2002 í bænum Kendal á Englandi. Hljóm- sveitin hét upphaflega Fauve (villi- köttur á frönsku) og stofn meðlimir voru þeir Hayden Thorpe og Ben Little. Fauve var upphaflega dúó en þegar trommarinn Chris Talbot gekk til liðs við sveitina var nafn- inu breytt í Wild Beasts. Síðar meir átti bassaleikarinn Tom Fleming eftir að bætast í hópinn. Eftir að hafa gefið út tvær EP-plötur og flutt til borgar- innar Leeds gerði hljómsveitin útgáfusamning við Bad Sneakers Records og skömmu síðar við Dom- ino Records. Fyrsta platan í fullri lengd, Limbo, Panto, vakti athygli á sveitinni og töldu tónlistarblaða- menn hana líklega til vinsælda. Falsettusöngstíll Thorpe þótti fyrirtak rétt eins og silkimjúkt poppið og nýir aðdáendur skriðu fram úr fylgsnum sínum. Næsta plata, Two Dancers, sem kom út 2009, sló í gegn og varð ofarlega á mörgum árslistum. Í framhaldinu var sveitin tilnefnd til Mercury-verðlaunanna í Bret- landi árið 2010 en verðlaunin féllu í skaut The XX. Tónlist Wild Beasts hefur verið lýst sem blöndu af indítónlist og draumpoppi. Hljóðgervlar eru áberandi á nýju plötunni, sem hefur fengið fantagóða dóma, þar á meðal fjórar stjörnur hjá Q og The Guardian og 9 af 10 hjá Clash og NME. Til að fylgja Smother eftir er Wild Beasts á leið í stóra tón- leikaferð um Evrópu og Norður- Ameríku og verða fyrstu tónleik- arnir á The Big Chill-hátíðinni á Englandi annað kvöld. Þar stíga einnig á svið The Chemical Brothers, Robert Plant og Kanye West. freyr@frettabladid.is Silkimjúkt indí-draumpopp WILD BEASTS Ensku poppararnir hafa fengið frábæra dóma fyrir tvær síðustu plötur sínar. NORDICPHOTOS/GETTY >Í SPILARANUM Ruddinn - I Need A Vacation Snorri Helgason - Winter Sun Wild Beasts - Smother SNORRI HELGASON BERTEL ÓLAFSSON (RUDDINN) Allt sem þú þarft Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 120 stöðum um land allt. Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.