Fréttablaðið - 04.08.2011, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 04.08.2011, Blaðsíða 50
4. ágúst 2011 FIMMTUDAGUR38 golfogveidi@frettabladid.is Stefán Teitur Þórðarson, 12 ára kylfingur, náði þeim glæsilega árangri að fara holu í höggi á 16. brautinni á Hamarsvelli í Borgar- nesi fyrir skömmu. Hann tók þar þátt í Íslandsmóti unglinga í holu- keppni. Sextánda brautin er mjög sér- stæð. Flötin er á manngerðri eyju úti í tjörn. „Þetta var svona rúmlega 60 metra högg. Ég notaði 56 gráðu fleygjárn og það var náttúrulega alveg frábært að sjá boltann fara ofan í holuna. Þetta er í fyrsta skipti sem ég fer holu í höggi og ekki leiðinlegt að gera það á svona holu.“ Það kemur kannski ekki á óvart að drengur sem ber nafnið Stefán Teitur Þórðarson sé ættaður ofan af Skaga. Eins og lesendur hafa kannski þegar getið sér til er hann fæddur inn í mikla fótboltafjöl- skyldu. Faðir hans er Þórður Þórð- arson, sem lék í marki með ÍA um árabil og þjálfar nú meistaraflokk liðsins. Frændur drengsins eru meðal annars Ólafur Þórðarson, Teitur Þórðarson og Stefán Þórðar- son en allir eru þetta kunnir knatt- spyrnukappar. Langafi Stefáns Teits er Þórður Þórðarson, sem lék í gull- aldarliði Skagamanna hér á árum áður. „Hann er ótrúlega sleipur í golfi en fótboltinn á samt hug hans allan,“ segir Þórður um strák- inn. „Ég hef nú passað mig á því að vera ekkert að ýta Stefáni Teiti eða bróður hans, Þórði Þorsteini, út í íþróttir. Áhuginn er algjörlega sjálfsprottinn og maður þakkar bara fyrir það enda geta börn eytt tímanum í margt verra en að stunda íþróttir.“ Sjálfur segist Þórður hafa mjög gaman af golfi þótt hann komist ekki oft út á völl. „Það fer auðvitað mikill tími í að þjálfa. Ætli ég fari ekki svona tíu sinnum á ári í golf. Það góða við þessa íþrótt er að maður þarf ekki að eiga nema eitt gott högg eða eina góða holu til þess að komast í gott skap.“ Stefán Teitur, sem verður 13 ára í október, segist hafa byrjað að æfa golf fyrir fjórum árum. Hann og margir vinir hans séu bæði í fót- bolta og golfi. Á sumrin gefist því lítill tími í annað en þetta tvennt. „Ég æfi golf fjórum sinnum í viku með Golfklúbbnum Leyni og ætla að halda því áfram.“ Stefáni Teiti gekk ljómandi vel í holukeppninni á Hamarsvelli. Hann komst í sextán manna úrslit en þess má geta að hann lék í flokki 14 ára og yngri. Þegar blaðamaður spurði Stefán Teit hvort það væri rétt sem faðir hans hefði sagt – að honum þætti fótboltinn skemmti- legri stóð ekki á svari. „Ég ætla að verða atvinnumaður í fótbolta,“ segir Stefán Teitur. „Ég spila með fjórða flokki ÍA – á miðjunni. Mér finnst samt mjög gaman í golfi en bara enn skemmtilegra í fótbolta.” Stefán Teitur og Þórður játa því að mikið sé talað um íþróttir á heimilinu, sérstaklega fótbolta. Þeir halda að sjálfsögðu báðir með ÍA hér heima en leiðir skilja í enska boltanum. „Ég held með Arsenal og pabbi Liverpool en við erum samt góðir vinir.“ trausti@frettabladid.is Skagastrákur með sterk fótboltagen fór holu í höggi Tólf ára strákur af Skaganum gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á Hamarsvelli. Hann hefur mikinn áhuga á golfi en stefnir á atvinnumennsku í fótbolta, sem kemur ekki á óvart ef Íslendingabók er skoðuð. STEFÁN TEITUR OG ÞÓRÐUR Feðgarnir eru báðir á kafi í íþróttum. Stefán Teitur æfir bæði golf og fótbolta og Þórður hefur þjálfað meistaraflokk ÍA með frábærum árangri. Tiger Woods stígur út á keppnisvöllinn í dag í fyrsta sinn í þrjá mánuði þegar hann hefur leik á Bridge- stone Invitational heimsmótinu á Firestone-vell- inum í Ohio-fylki. Hann verður þó án kylfusveins- ins Steve Williams sem hann sagði upp störfum á dögunum eftir tólf ára samstarf. Ferill Tigers hefur verið í uppnámi í næstum tvö ár, fyrst vegna vandamála hans í einkalífinu og þrá- látra meiðsla. Hann hefur verið frá keppni undan- farið vegna meiðsla á hné og hásin, en sagði á blaða- mannafundi á þriðjudag að sér hefði ekki liðið eins vel í mörg ár. Kylfusveinninn Steve Williams verður fjarri góðu gamni, en Tiger sagði honum upp fyrir stuttu eftir rúmlega tólf ára samstarf þar sem Tiger vann þrett- án af fjórtán risatitlum sínum. Williams tók fréttunum illa og sagði meðal annars í sjónvarpsviðtali í heimalandi sínu Nýja-Sjálandi að hann hafi sóað síðustu tveimur árum ferils síns. „Ég hef staðið að baki Tigers og sýnt honum fádæma hollustu. Ég er ekki vonsvikinn yfir að hafa misst vinnuna, það er hluti af bransanum, en tíma- setningin er ótrúleg.“ Williams bætti því við að margir hefðu ráðlagt honum að yfirgefa Tiger á sínum tíma, en hann hafi ekki tekið það í mál. Williams bar pokann fyrir ástralska kylfinginn Adam Scott í tveimur síðustu risamótum, án þess að bera það undir Tiger eftir því sem sögur herma. Hann hefur nú fengið fasta vinnu hjá Scott. Spurður um uppsögnina sagði Tiger einungis að honum hefði fundist „kominn tími á breytingu“ og hann væri mjög sáttur við ákvörðun sína. „Við Stevie höfum átt frábæran tíma. Steve er óneitanlega hörku kylfusveinn. Hann hefur hjálpað mér mikið og ég held að ég hafi hjálpað honum líka.“ Tiger tjáði sig ekki um ummæli Williams um að síðustu tvö ár hafi verið sóun. „Það eru hans orð og hans skoðun.“ Tiger verður með æskuvin sinn, Byron Bell, á pokanum í næstu mótum og keppir að því að landa sínum fyrsta sigri í tæp tvö ár og vinna sér þátttöku rétt í úrslitakeppni PGA mótaraðarinnar. Tiger er sem stendur í 28. sæti heimslistans og hefur ekki verið neðar síðan hann hóf keppni af fullum krafti á PGA mótaröðinni árið 1996. - þj Tímamót þegar frægasti kylfingur heims snýr aftur eftir langvinn meiðsli: Tiger Woods mætir án Williams VÍK MILLI VINA Steve Williams segist illa svikinn að hafa verið sagt upp störfum hjá Tiger Woods fyrir skömmu. Í tólf ára samstarfi unnu þeir tugi móta um allan heim, þar af þrettán risamót. NORDICPHOTOS/AFP Ég notaði 56 gráðu fleygjárn og það var náttúrlega alveg frábært að sjá boltann fara ofan í holuna. STEFÁN TEITUR ÞÓRÐARSON KYLFINGUR OG FÓTBOLTAMAÐUR Íslandsmót unglinga: Færri komast að en vilja Íslandsmót unglinga í höggleik hefst á Grafarholtsvelli á laugar- daginn. Stefán Garðarsson, hjá GSÍ, segir mikla ásókn í mótið enda sé þetta hápunktur sumarsins hjá ungum kylfingum. Alls fá 144 að taka þátt í mótinu en ríflega 180 sóttu um. Tugir ungmenna eru því á biðlista fyrir mótið sem stendur í þrjá daga. - th ÁR FRÁ SÍÐASTA SIGRI Tigers Woods á risamóti. Hann á fjórtán risatitla í safni sínu, en vantar en fjóra til að jafna met Jacks Nicklaus. 3 Yani Tseng frá Taívan er á góðri leið með að skrifa nýja síðu í sögubækur kvennagolf- sins þar sem hún vann sitt fimmta risa- mót um síðustu helgi með þvÍ að verja titil sinn á Opna breska meist- aramótinu, aðeins 22 ára að aldri. Tseng hefur verið á mikilli siglingu síðustu tö ár og situr á toppi heimslistans eftir sjö sigra á síðustu tveimur árum, þar af eru fjögur risamót. - þj Tímamótatitill Yani Tseng: 22ja ára með fimm risatitla YANI TSENG Fyrir sjó og lax 8’ eða All round 7’.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.