Fréttablaðið - 04.08.2011, Síða 28
4. ÁGÚST 2011 FIMMTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● heilsa
Sean Rose stýrir leiðangri yfir Vatnajökul í apríl á næsta ári. Rose er afreksmaður í íþróttum fatlaðra líkt og nokkrir í hópnum.
NORDICPHOTOS/AFP
FYRIR ÁHUGAFÓLK UM KNATTSPYRNU
Nýtt íslenskt forrit fyrir knattspyrnuáhugafólk fór í loftið í gærmorgun. For-
ritið ber nafnið Lumman og safnar saman knattspyrnufréttum frá öllum
helstu fréttamiðlum landsins, auk þess sem hægt er að fylgjast með stöðu
mála í leikjum dagsins, bæði hér heima og erlendis. Notendur forritsins
geta deilt fréttum með vinum og vandamönnum í gegnum Facebook,
Twitter og aðra samskiptavefi.
Forritið verður fyrst um sinn
einungis í boði fyrir
Android-farsíma-
notendur. For-
svarsmenn félags-
ins segja iPhone-
notendur þó geta
haldið ró sinni því
út- gáfa fyrir þá gerð
síma er rétt handan
við hornið.
Nánari upplýsingar er að
finna á www.lumman.is.
● HVÍLD MILLI ÆF
INGA EYKUR ÞOL
Nýleg rannsókn sýnir að
það borgar sig að blanda
kraftmiklum æfingum
saman við rólegar eða
taka stutt hlé á milli æf-
inga. Þátttakendur í rann-
sókninni voru einstaklingar
á menntaskólaaldri í góðu
formi.
Unga fólkinu var skipt í
tvo hópa. Annar hópurinn
hljóp 30 sekúndna spretti
og hjólaði rólega eða hvíldi
sig í fjórar mínútur milli æf-
inga. Hinn hópurinn tók
enga hvíld. Eftir aðeins
tvær vikur hafði 75% fyrrnefnda hópsins tvöfaldað þol sitt á meðan sam-
anburðarhópurinn sem tók ekki hvíld sýndi enga aukningu í þoli.
Önnur rannsókn sýnir að æfingakerfi með hvíld milli æfinga eykur
færni líkamans til að brenna fitu. Þátttakendur í þeirri rannsókn voru
konur rétt yfir tvítugt. Voru konurnar beðnar um að hjóla af krafti í fjórar
mínútur og hvíla í tvær, alls tíu sinnum til skiptis. Eftir tveggja vikna æf-
ingar hafði fitubrennsla þeirra aukist um 36% við klukkustunda þjálfun.
Gunnar Nelson er þessa dagana að
undirbúa sig fyrir erfiða keppni á
slóðum Hróa Hattar í Nottingham
í Englandi í september. Keppnin
kallast Abu Dhabi Combat Club og
er hugarfóstur sjeiksins Tahno-
on Bin Zayed Al Nahyan frá Sam-
einuðu arabísku furstadæmun-
um en hann heillaðist af upp-
gjafarglímu á námsárum sínum í
Bandaríkjunum.
„Ég ætlaði að taka þetta ár í frí,“
segir Gunnar sem hefur ásamt um-
boðsmanni sínum hafnað mörg-
um boðum um þátttöku í stórum
keppnum. „Ég vildi gera aðra
hluti, gefa keppnunum frí í hugan-
um á mér og sjá hvernig mér liði
með það þegar ég byrjaði aftur.
Glíman er svolítið taugatrekkj-
andi í hringnum og undirbúning-
ur fyrir keppni getur haft áhrif á
taugarnar líka,” segir Gunnar sem
er nýkominn heim úr mánaðardvöl
í New York þar sem hann hefur
verið við æfingar.
Þó að Gunnar hafi tekið sér frí
frá keppnum er það aðeins hluti af
stærra samhengi: „Þetta er æfing
eins og hvað annað. Þetta snýst um
að einbeita sér að því sem maður
trúir á og finnst skipta máli. Því
er mikilvægt að trufla ekki hug-
ann með óþarfa tilfinningum
eða neikvæðum hugarórum sem
maður veit að skipta ekki máli,“
segir Gunnar, sem vill auðheyri-
lega vinna í sjálfum sér til að eiga
meiri möguleika á sigri.
Gunnar ætlar þó að brjóta upp
fríið því keppnin í Nottingham er
óopinber heimsmeistarakeppni í
uppgjafarglímu og heiðurinn mik-
ill að fá að taka þátt. Þangað til
ætlar hann að vera í faðmi fjöl-
skyldunnar og næra sálina á Fiski-
deginum mikla í Dalvíkurbyggð
um helgina. - nlg
Býr sig undir erfiða keppni
Gunnar ætlar að leggja sig allan fram í
Abu Dhabi Combat Club. FRÉTTTABLAÐIÐ/VALLI
SOHO/MARKET
Á FACEBOOK
Grensásvegur 16, sími 553 7300
Opið mán–fös 12–18 og laugd 12–17
Útsalan
hefst í dag kl 12.
Næg bílastæði fyrir ofan hús.
30%
afsl. af skarti.
50-70%
afsl. af öllum fatnaði.
Erlendir eldhugar láta fötlun
ekki hindra sig í því að fara í
snjódrekaflug yfir Vatnajökul.
Hópur erlendra ofurhuga ætlar að
freista þess að fara í snjódreka-
flug þvert yfir Vatnajökul á næsta
ári, sem væri ekki í frásögur fær-
andi ef þrír væru ekki bundnir við
hjólastól.
„Þetta er auðvitað alveg ótrú-
leg áskorun, klárlega ein sú erf-
iðasta sem fatlaðir íþróttamenn
hafa tekið sér fyrir hendur. Við
félagarnir höfum allir reynt sitt-
hvað um ævina en ekkert í lík-
ingu við þetta, því þarna glímum
við ekki við venjulega andstæð-
inga heldur sjálfa náttúruna með
sínum kúnstum og kenjum,“ segir
hinn breski Sean Rose, sem hefur
í hyggju að stýra leiðangrinum í
apríl.
Óhætt er að segja að þar séu
engir aukvisar á ferð. Rose hefur
til að mynda unnið ýmis íþrótta-
afrek og er reyndur fjallagarpur
og svipaða sögu er að segja um
samlanda hans Ben Hooper og
Kanadamanninn Tim Farr, sem
eru einnig fatlaðir. Með í för verð-
ur tökumaður sem mun mynda
allt ferðalagið og þrír aðstoðar-
menn sem munu ferja búnað, mat-
væli og tjöld og hjálpa görpunum
að komast áleiðis, þar sem ekki
gefst kostur að láta kraftdreka
draga sig áfram á snjóbretti.
Hópurinn mun ferðast þvert
yfir jökulinn, frá austri til vest-
urs. „Á korti eru þetta um það bil
150 kílómetrar en þá á eftir að
reikna inn í dæmið ýmsa óvissu-
þætti vegna fjalla, hóla og hæða
og veðurs sem gæti auðvitað sett
strik í reikninginn,“ útskýrir Rose
og getur þess að ferðin ætti ekki að
taka nema tvo til þrjá daga, gangi
allt að óskum. „Hins vegar erum
við viðbúnir því að hún geti orðið
allt að 300 kílómetra löng og teygst
upp í viku.“
Þrátt fyrir góða reynsla á hóp-
urinn margt ólært og ætlar því
að verja næstu mánuðum við
undirbúning fyrir förina. „Við
verðum í ströngum æfingum og
aldrei að vita nema við skellum
okkur í þjálfunarferð til Noregs,“
segir Rose og kveðst vona að ferðin
komi til með að sýna fram á að allt
sé hægt ef viljinn er fyrir hendi.
Nánar á vefsíðunni www.ice-
landic-challenge.com. - rve
Allt er hægt ef
viljinn er fyrir hendi
Snjódrekaflug gengur út á að láta kraft-
dreka draga sig áfram á skíðum eða
snjóbretti.